Morgunblaðið - 08.04.2006, Síða 42

Morgunblaðið - 08.04.2006, Síða 42
42 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF vetrarins á vegum Hafnarfjarðar- kirkju. Er þetta 11. veturinn sem slík námskeið hafa verið haldin þar. Þetta starf hefur farið vaxandi ár frá ári. Í upphafi var ætlunin að halda aðeins tvö námskeið, en að- sóknin var það mikil að strax varð að bæta við nýjum námskeiðum. Nú á þessu vori hafa um 7.500 manns komið á námskeiðin. Þau hafa reyndar breyst mikið frá fyrstu árunum eins og gengur og þróast í takt við tíðarandann. Það er margir sem hafa lagt hönd á plóginn til að styðja við bak- ið á þessu starfi. Fremst í flokki þeirra er sóknarnefnd Hafnar- fjarðarkirkju sem ætíð hefur verið traustur bakhjarl námskeiðanna. Starfsfólk Hafnarfjarðarkirkju allt hefur líka lagt sitt að mörkum. Í upphafi kom dr. Halla Jónsdóttir að námskeiðunum og hún hefur oft lagt þeim lið í gegnum árin. Síðar kom sr.Guðný Hallgrímsdóttir einnig að starfinu um tíma. Nám- skeiðin voru í nokkur ár haldin í samvinnu við Fræðsludeild Biskupsstofu víða um land. Fóru þau þá fram meðal annars í Kefla- vík, Þorlákshöfn, á Selfossi, Eyrar- bakka og Stokkseyri, í Hruna, Ár- nesi, Höfn í Hornafirði, á Eskifirði, Egilsstöðum, Akureyri, Hvamms- tanga, Húsavík, í Borgarfirði, á Þingeyri, Suðureyri, Akranesi, Sel- tjarnarnesi og í Reykjavík. Sóknarprestar tóku þá þátt í námskeiðunum á hverjum stað og undirbjuggu þau. Einnig hefur námskeiðið verið haldið fyrir ís- lenska söfnuðinn í Osló. Alltaf hef- ur námskeiðið verið undir for- merkjum kirkjunnar, þó enginn þurfi að vera í Þjóðkirkjunni til að taka þátt, eða kristinn. Þetta starf hefur verið ákaflega gefandi og skemmtileg . Umfram allt eru það þátttak- endur sem hafa gert námskeiðin lif- andi og eftirminnileg. Markmið námskeiðanna hefur alltaf verið að hjálpa fólki til að lifa lífinu lifandi í sínu fjölskyldulífi. Vonandi hefur það oftar en ekki borið árangur. Sr. Þórhallur Heimisson, prestur við Hafnarfjarðarkirkju. Fræðslukvöld í Vídalínskirkju Í APRÍLMÁNUÐI fram í miðjan maí verður boðið upp á fræðslu- stundir í Vídalínskirkju á fimmtu- dagskvöldum. Fræðslan hefst í kirkjunni kl. 20. Síðan verður kyrrðarstund kl. 21. Þar á eftir verður boðið upp á hressingu og samfélag í safnaðarheimilinu. Fræðslukvöldin verða eftirtalda fimmtudaga: Skírdag 13. apríl: Kl. 22 altaris- ganga og afskrýðing altaris. 20. apríl: Kl. 20 fræðsla: „Drauma- landið.“ Fyrirlesari: Andri Snær Magnason. 27. apríl: Kl. 20 fræðsla: „12 sporin, andlegt ferðalag“. Fyrirlesarar: Vinir í bata. 4. maí: Kl. 20 fræðsla: „Kynferðislegt of- beldi gagnvart börnum“. Fyrir- lesari: Thelma Ásdísardóttir. 11. maí: Kl. 20 fræðsla: „Konur og Kristur.“ Fyrirlesarar: sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og sr. Hildur Eir Bolladóttir. Klassísk messa í Hallgrímskirkju LUX Aeterna, sem er áhugahópur um klassíska messu og iðkun greg- orssöngs, stendur fyrir messu með gregorslagi 2. sunnudag hvers mánaðar kl. 20 í Hallgrímskirkju. Hópurinn kallar til helgiþjónustu ýmsa presta. Kynning og æfingar á messunum verða hálfri klukku- stund fyrir messuna sjálfa eða kl. 19.30 í Hallgrímskirkju. Næsta messa verður pálma- sunnudag 9. apríl kl. 20, prestur er sr. Geir Waage. Allir eru hjartan- lega velkomnir. Klassísk messa og gregorssöngur er dýrmætur arfur kirkjunnar og kjarnmikið andlegt fóður. Það er von þeirra sem að þessari messuröð standa að með henni skapist vett- vangur fyrir þau sem gleði hafa af því að iðka klassíska tilbeiðslu- hætti, hins elsta söngs kirkjunnar, sem tjáningarform trúarinnar. Grafarvogskirkja – Geir H. Haarde utanríkisráðherra les Passíusálm ALLA virka daga föstunnar hafa þingmenn og ráðherrar lesið Passíusálma í Grafarvogskirkju. Nú á miðvikudaginn 12. apríl kl. 18 mun Geir H. Haarde utanríkis- ráðherra lesa síðasta Passíusálm- inn, sálm nr. 50. Páskaeggjabingó í Hjallakirkju MÁNUDAGINN 10. apríl verður hið árlega páskaeggjabingó í safn- aðarheimili Hjallakirkju í Kópa- vogi, efri hæð. Bingóið hefst kl. 20 og eru allir velkomnir, ungir sem aldnir. Bingó- vinningar eru margvíslegir; páska- egg, páskaskraut, sælgætiskörfur og fleira. Bingóspjaldið kostar 300 kr. Allur ágóði af bingóinu rennur til barna- og æskulýðsstarfs kirkj- unnar. Allir eru velkomnir. Kvennakirkjan í Kópavogskirkju KVENNAKIRKJAN heldur guð- þjónustu í Kópavogskirkju sunnu- daginn 9. apríl kl. 20.30. Yfirskrift messunnar er fastan og koma páskanna. Kvennakirkjukonurnar Gréta H. Sigurðardóttir og Ingi- björg María Gísladóttir tala og séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir verður með innlegg. Anna Sigríður Helga- dóttir syngur einsöng. Kór Kvenna- kirkjunnar leiðir sönginn undir stjórn Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Á eftir verður messukaffi í leikskól- anum Urðarhóli. Messur Kvennakirkjunnar eru öllum opnar. Þær eru með léttu sniði og í hverri messu eru lesnar bænir frá kirkjugestum sem þeim býðst að setja í bænakörfu. Hjónanámskeið Hafnarfjarðarkirkju 11 ára UM þessar mundir er farið að síga á seinni hluta hjónanámskeiða Sunnudagaskólarnir í Garðaprestakalli sameinast SUNNUDAGINN 9. apríl sem er pálmasunnudagur munu sunnu- dagaskólarnir í Garðaprestakalli sameinast í Bessastaðakirkju kl. 11 í fjölskylduguðsþjónustu. Boðið verður upp á akstur með rútu frá Vídalínskirkju kl. 10.45 og til baka kl. 12. Í guðsþjónustunni verður farið yfir atburði páskanna í tali, tónum og með myndefni. Rannveig Kára- dóttir æskulýðsfulltrúi Vídalíns- kirkju og Kristjana Thorarensen ásamt sínu góða samstarfsfólki munu leiða stundina ásamt Bjarti Loga Guðnasyni organista. Hall- dóra Pálsdóttir kirkjuvörður býður svo upp á hressingu í lok samver- unnar. Sjá www.gardasokn.is. Allir velkomnir. Bænadagar og páskar í Laugarneskirkju FJÖLBREYTT helgihald verður í Laugarneskirkju um hátíðarnar. Miðvikudaginn 12. apríl og skír- dag 13. apríl verður kirkjan opin með sérstökum hætti. Báða daga hefst morgunmessa kl. 8 þar sem sr. Bjarni Karlsson þjónar ásamt Helgu Steinunni Hróbjartsdóttur. Frá kl. 14 til 17.30 verður kirkjan svo opin til bænar og íhugunar. Hægt verður að kveikja á bæna- kertum auk þess sem kirkjuvörður tekur við bænarefnum. Kl. 17.30 verður loks bænastund við altarið þar sem sr. Hildur Eir Bolladóttir þjónar á miðvikudaginn, en Sigur- björn Þorkelsson á skírdegi. Kl. 20.30 á skírdegi verður kvöld- messa þar sem hjónin Erna Blöndal og Örn Arnarsson flytja bænasálma ásamt Gunnar Gunnarssyni sem leikur á píanó og Jóni Rafnssyni sem leikur á bassa. Kór Laugarnes- kirkju syngur, sr. Bjarni Karlsson prédikar og þjónar við altarið ásamt Sigurbirni Þorkelssyni með- hjálpara, fulltrúum lesarahóps kirkjunnar sem annast lestur úr píslarsögunni og sóknarnefndar- fólki sem hefur umsjón með hinni árlegu afskrýðingu altarisins. Guðsþjónustu skírdagskvölds lýkur í raun ekki heldur komum við saman að nýju kl. 11 á föstudegin- um langa til að hlýða á framhald píslarsögunnar. Þar mun sr. Hildur Eir Bolladóttir prédika og Þorvald- ur Halldórsson flytja einsöng. Við komum saman á páskadags- morgni kl. 8 og fögnum upprisu frelsarans. Þar mun Þorvaldur Þor- valdsson syngja einsöng og sr. Bjarni prédika. Að messu lokinni býður sóknarnefnd söfnuðinum upp á volg rúnstykki, ávaxtasafa og ilm- andi kaffi. Þess skal einnig geta að kl. 11 á páskadagsmorgni verður haldinn sunnudagaskóli í Húsdýragarðin- um í samvinnu við Langholtskirkju. Komið verður saman við selatjörn- ina og svo berst leikurinn inn í veit- ingatjaldið þar sem sr. Hildur Eir Bolladóttir, Heimir Haraldsson, Þorvaldur Þorvaldsson og sr. Jón Helgi Þórarinsson spjalla og syngja með börnunum. Morgunblaðið/Ómar Afmælismót Erlu Sigurjónsdóttur Mánudaginn 3. apríl var haldið vel heppnað afmælismót til heiðurs Erlu Sigurjónsdóttur sem allir bridsarar þekkja. Þátttaka fór fram úr björtustu vonum, 52 pör alls eða jafn mörg spilunum í stokknum og öll sæti í salnum setin. Spilaður var 12 umferða Mitchell með stuttu hléi til að fagna með Erlu. Í verðlaun voru páskaegg ásamt matarkörfu sem kemur sér auðvitað vel fyrir páskana. Efstu pör urðu í N-S: Sigurður Sigurjónss. - Jón P. Sigurjónss.323 Anna Jónsd. - Sigurrós Sigurðardóttir 316 Garðar Garðarss.- Kristján Kristjánss. 316 A-V Dröfn Guðmundsd. - Hrund Einarsd. 310 Hermann Friðrikss. - Gunnl. Sævarss. 308 Óttar Ingi Oddson - Ari Már Arason 300 Þess má geta að Sigurður og Jón Páll eru bræður Erlu og Dröfn er fyrrum makker Erlu til margra ára. Garðar og Kristján gáfu 2. verð- laun frá sér af höfðingsskap þegar draga átti spil úr stokk til að ákveða 2. sætið í N-S, kannski mettir af verðlaunum en Anna og Sigurrós minna þekktar. Mótið heldur áfram næsta mánu- dag, 10. apríl, en mæting er frjáls. Frekari upplýsingar á heimasíðu BH http://www.bridge.is/bh FEBK Kópavogi Ágæt þátttaka var sl. föstudag, eða 16 pör, og því spilað á 8 borðum. Lokastaðan í N/S: Rafn Kristjánss. - Oliver Kristófss. 197 Eysteinn Einarss. - Ragnar Björnsson 185 Júlíus Guðmss. - Óskar Karlsson 182 A/V: Guðjón Kristjánsson - Magnús Oddsson 205 Albert Þorsteinss. - Sæmundur Björnss. 200 Aðalheiður Torfad. - Ragnar Ásmundss. 182 Bridsfélag Reykjavíkur Dræm þátttaka er í tveggja kvölda páskatvímenningi félagsins sem hófst þriðjudaginn 4. apríl. Sextán pör mættu þar til leiks og staða efstu para að loknu fyrra spilakvöldinu er þannig: Stefán Jóhannsson – Sverrir Kristinsson 46 Guðrún Jóhannesd. – Arngunnur Jónsd. 30 Óttar Ingi Oddsson – Ari Már Arason 19 Jón V. Jónmundss. – Þorvaldur Pálmas. 17 Halldór Ú. Halldórsson – Jón Ingþórsson 12 Alfreðsmóti Bridsfélags Akureyrar lokið Mótið var tvímenningur þar sem fólk á einnig sína „sveitarfélaga“. Heildarstaðan breyttist lítið síðasta kvöldið en lokastaðan varð þessi: Frímann Stefánss. - Björn Þorláksson 89 Pétur Guðjónss. - Stefán Ragnarsson 69 Gylfi Pálsson - Helgi Steinsson 59 Grétar Örlygsson - Haukur Harðarsson - Sigurður Erlingsson 31 Jón Sverrisson - Una Sveinsdóttir 30 Lítið var um að pörin skoruðu síð- asta kvöldið þrátt fyrir sveifluspil en þessi pör skoruðu mest: Pétur Guðjónsson - Stefán Ragnarsson 14 Gylfi Pálsson - Helgi Steinsson 13 Gissur Gissurarson - Gissur Jónasson 5 Efsta sveitin var skipuð Birni og Frímanni ásamt Kára Gíslasyni og Sigfúsi Hreiðarssyni. Sunnudaginn 2. apríl var afger- andi niðurstaða: Reynir Helgason - Stefán Vilhjálmsson 21 Stefán Sveinbjss. - Magnús Magnúss. 12 Hjalti Bergmann - Sveinbjörn Sigurðss. 3 Næsta mót er Halldórsmótið í Board-a-Match sveitakeppni og er fólk hvatt til að tilkynna tímanlega um skráningu. Spilamennska sunnu- daginn 9. apríl fellur niður vegna ferminga. Að lokum er sveit frá B.A., sveit Sparisjóðs Norðlendinga, ósk- að góðs gengis í úrslitum Íslands- mótsins í sveitakeppni um páskana. Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 4. apríl var spilað á 12 borðum. Meðalskor var 216. Úrslit urðu þessi í N/S Eysteinn Einarsson – Ragnar Björnsson 291 Sverrir Jónsson – Jón Pálmason 263 Bjarnar Ingimarss. – Friðrik Herm.s. 259 Sigtyggur Ellertss – Magnús Oddsson 254 A/V Þorvarður S. Guðmss. – Jón Sævaldss. 261 Anton Jónsson – Sigurður Hallgrímsson 251 Katarínus Jónss. – Skarphéðinn Lýðss. 236 Jón Hallgrímsson – Bjarni Þórarinsson 234 Þá er lokið stigakeppni sem fór fram á þriðjudögum frá áramótum. Úrslit urðu þessi. Oliver Kristófersson 91 Jón Sævaldsson 90 Þorvarður S. Guðmundss. 90 Rafn Kristjánsson 81 Ragnar Björnsson 70 Verðlaun fyrir stigakeppnina (10 efstu) verða veitt á síðasta spiladegi fyrir páska sem verður 11. apríl. Spilanefndin býður upp á fríar veitingar (kaffi og meðlæti). Bridsfélag Borgarfjarðar Mánudaginn 3. apríl spiluðu Borg- firðingar tvímenning á 6 borðum, sem telst venju fremur dræm mæt- ing á þeim vígstöðvum. Það gaf for- manninum tækifæri til að sýna snilli sína og það gerði hann og tók efsta sætið ásamt hinum trygga makker sínum Baldri í Múlakoti. Guðmundur og Flemming á Varmalandi komu í humátt á eftir þeim og Akurnesing- arnir Einar á vigtinni og Alfreð Kristjáns urðu þriðju. Úrslit urðu sem hér segir Jón Eyjólfsson – Baldur Björnsson 137 Guðm. Þorsteinsson – Flemming Jessen 134 Einar Guðm.son – Alfreð Kristjánsson 130 Þorsteinn Pétursson – Guðm. Pétursson 122 Úrslitakeppni Íslandsmóts í brids um bænadagana Úrslitakeppni Íslandsmótsins í sveitakeppni í brids verður spiluð dagana 12.–15. apríl á Hótel Loft- leiðum. Tólf sveitir hafa unnið sér rétt til spilamennsku í úrslitum og spila allar 16 spila leiki innbyrðis. Spilamennska hefst klukkan 16 miðvikudaginn 12. apríl en á þeim degi verða spilaðar 3 umferðir. Spila- mennsku lýkur um miðnættið þann dag. Á skírdag og föstudaginn langa verða spilaðar fjórar umferðir en spilamennska hefst um klukkan 11.00 og lýkur um 22.15. Fjórar efstu sveitirnar spila síðan til úrslita laug- ardaginn 15. apríl. Spilamennska hefst þá klukkan 11.00 og lýkur um klukkan 18.45 með krýningu nýrra Íslandsmeistara. Að venju verður leikjum lýst á sýningartöflu og áhorfendur að sjálfsögðu velkomnir. Jafnhliða Íslandsmótinu verður boðið upp á Góu-tvímenningskeppni þar sem verðlaunin verða glæsileg páskaegg. Tvær lotur verða spilaðar fimmtudaginn 13. apríl og ein lota föstudaginn 14. apríl. Veitt verða þrenn verðlaun fyrir hverja lotu fyrir sig og síðan fær það par sem nær besta samanlagða ár- angrinum í tveimur af þremur lotum páskaegg af stærstu gerð. Keppnisstjóri í úrslitum verður hinn röggsami Björgvin Már Krist- insson. Keppnisgjald á sveit er 12.000 krónur. Bridsfélagi Selfoss og nágrennis Fimmtudaginn 16. mars sl. var fjórða og síðasta kvöldið í Sigfúsar- mótinu spilað. Efstu pör: Gísli Þórarinss. – Sigurður Vilhjálmss. 41 Ólafur Steinason – Þórður Sigurðsson 37 Helgi Helgas. – Kristján M. Gunnarss. 24 Lokastaðan í mótinu varð þessi: Þröstur Árnason/Ólafur Steinason – Þórður Sigurðsson 84 Gísli Þórarinsson – Sigurður Vilhjálmsson / Grímur Magnússon 84 Helgi Helgas. – Kristján M. Gunnarss. 72 Sigfús Þórðarson – Vilhjálmur Þ. Pálsson 66 Björn Snorrason – Guðjón Einarsson / Ingibjörg Harðardóttir 49 Nánar má finna um úrslitin á heimasíðu félagsins, http://www.- bridge.is/bsel. Þar sem næstu tveir fimmtudagar eru helgidagar, þá verður ekkert spilað hjá félaginu 13. og 20. apríl. Síðasta mót vetrarins verður síðan tveggja kvölda Íslandsbankatví- menningur. Mótið verður spilað fimmtudagana 27. apríl og 4. maí. Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl, fimmtudaginn 6.4. Spilað var á 12 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S Jón Hallgrímsson – Helgi Hallgrímsson 236 Ægir Ferdinandss. – Jóhann Lútherss. 236 Unnar Guðmundsson – Bragi Bjarnason 228 Árangur A-V Þröstur Sveinss. – Bjarni Ásmunds. 270 Björn Pétursson – Alfreð Kristjánsson 263 Gunnar Jónsson – Guðbjörn Axelsson 252 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.