Morgunblaðið - 08.04.2006, Page 45

Morgunblaðið - 08.04.2006, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 45 MINNINGAR ✝ SigríðurJónsdóttir fæddist á Borgareyrum í Vestur-Eyja- fjallahreppi 19. september 1911. Hún lést á Dvalarheim- ilinu Grund við Hringbraut 24. mars síð- astliðinn. For- eldrar hennar voru Bóel Sig- urleif Erlends- dóttir og Jón Ingvarsson. Þau bjuggu fyrst í Neðra-Dal í Vestur- Eyjafjallahreppi og svo á Hlíðar- enda í Fljótshlíð en fluttu að Borgareyrum í Vestur-Eyjafjalla- hreppi árið 1907. Systkini Sigríð- ar voru. Júlíus, f. 1902, d. 1902, Guðmundur Júlíus, f. 1904, d. 1989, Markús, f. 1905, d. 1988 og Ísleif Ingibjörg, f. 1910, d. 2002. Sigríður ólst upp í Borgareyrum en flutti til Reykjavíkur þar sem hún kynntist manni sínum Arnóri Lúðvík Hanssyni. Sigríður var jarðsungin frá Stóra-Dalskirkju laugardaginn 1. apríl. Arnór Lúðvík Hansson fædd- ist í Holti á Brimilsvöllum í Fróð- árhreppi 10. febrúar 1920. Hann lést á Dvalarheimilinu Grund við Hringbraut 3. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorbjörg Þórkatla Árnadóttir og Bjarni Árnason, þau bjuggu í Holti og á Kaldalæk í Ólafsvík. Systkini Arn- órs eru Hansbjörg Kristrún, f. 1906, d. 1906, Árni Kristinn, f. 5.12. 1907, Guðríður Margrét, f. 10 5. 1911, d. 5.6. 1995, Hans Guð- mundur, f. 11.5. 1913, d. 25.6. 1998, Kristvin Jósúa, f. 11.3. 1915, d. 25.11. 2005. Hallgrímur, f. 15.3. 1916, d. 21.3. 1997, og Þorsteinn, f. 18.3. 1918. Arnór stundaði ýmis störf, með- al annars sjómennsku, uns hann flutti til Reykjavíkur til trésmíð- anáms þar sem hann kynntist konu sinni Sigríði Jónsdóttur. Þau gengu í hjónaband árið 1950 og bjuggu á ýmsum stöðum í Reykja- vík uns þau keyptu sér íbúð í Há- túni 8 þar sem þau bjuggu frá 1960. Þau fluttu á Dvalarheimilið Grund í maí 2005. Arnór vann við trésmíðar en Sigríður var heima- vinnandi auk þess sem hún stund- aði hannyrðir og prjónaskap. Þeim varð ekki barna auðið. Arnór verður jarðsunginn frá Stóra-Dalskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Aðeins níu dögum eftir andlát Sig- ríðar Jónsdóttur frænku minnar og tveimur dögum eftir jarðarför henn- ar var Arnór Hansson maðurinn hennar allur. Sigga og Addi eins og þau voru jafnan kölluð voru barnlaus og áttu því mikið í öðrum börnum í fjölskyldunni. Þau voru frændrækin og mundu til dæmis alltaf eftir af- mælisdegi mínum og sendu þá gjarn- an blóm eða komu í heimsókn. Sigga og Addi áttu heimili sitt í Hátúni 8 frá því ég man eftir og þar bjuggu þau á 8. hæð. Þegar ég var barn dáðist ég að þessu mikla háhýsi og lyftuhús voru heldur ekki algeng á þeim tíma. Það var fastur liður í heimsóknum til þeirra að fá að leika sér með litla hvíta bollastellið hennar Siggu á stofuborðinu, á meðan full- orðna fólkið ræddi saman. Sigga og Addi voru gestrisin og var Addi ekki síðri en Sigga í því að bera veitingar í gestina. Það lýsti honum vel að þeg- ar hann kvaddi viðstadda í kistulagn- ingu Siggu í síðustu viku þá bauð hann fólki konfekt að skilnaði. Sigga og Addi voru samrýnd hjón og ferðuðust mikið saman. Voru þau tíðir gestir á heimaslóðum Siggu undir Eyjafjöllum, þar sem systkini hennar bjuggu lengst af, hvert á sín- um bænum. Sjálf áttu þau sér sælu- reit í Mosfellsdal þar sem þau voru með húsvagn og ræktuðu upp gróður í kring. Þangað var gaman að koma og þiggja pönnsur hjá þeim. Sigga og Addi voru mikið hesta- fólk og áttu í gegnum tíðina marga hesta. Heimili þeirra prýddi fjöldi mynda af hestunum þeirra og þegar við heimsóttum þau á Grund núna um jólin vöktu hestamyndirnar á veggjunum einmitt athygli dóttur minnar. Addi lék á als oddi og þreyttist ekki á að trekkja upp alls konar jólasveina og fígúrur til að skemmta litla gestinum. Það fór ekki framhjá neinum sem kynntist Siggu og Adda hversu mjög Addi dáði Siggu. Hann bar hana á höndum sér, keypti á hana föt og skartgripi, og reyndi stöðugt að gleðja hana. Hann sagði að honum hefði fundist hún eins og drottning þegar hann sá hana fyrst. Sigga var myndarleg húsmóðir og listræn í handavinnu. Hún gekk ekki heil til skógar mikinn hluta ævi sinnar og þá stóð Addi sem klettur við hlið henn- ar. Það var erfitt að ímynda sér Siggu og Adda öðruvísi en sem ein- ingu og nú kveðja þau þennan heim saman og halda á vit forfeðranna. Þegar ég skildi við Adda í erfi- drykkju Siggu síðastliðinn laugar- dag kvaddi hann mig með orðunum: „Guð veri með þér.“ Ég kveð Siggu og Adda og bið Guð að blessa þau á nýjum tilverustigum. Ég byrja reisu mín, Jesú í nafni þín, höndin þín helg mig leiði, úr hættu allri greiði. Jesús mér fylgi í friði með fögru engla liði. Ljóst þegar lífið dvín, leið þú mig heim til þín í föðurlandið fríða, firrtan við allan kvíða. Jesús mér fylgi í friði með fögru engla liði. (Hallgrímur Pétursson.) Berglind Björk Jónsdóttir. Þegar ég hugsa til Adda, föður- bróður míns, koma bara góðar minn- ingar upp í hugann. Hann var alveg einstaklega heill og ljúfur maður með gott hjartalag. Það var alltaf stutt í kæti og gamansemi hjá hon- um, sem var afar smitandi og gerði það að verkum að maður sóttist eftir nærveru hans. Addi var einnig ein- staklega bóngóður maður og leysti hvers manns vanda hratt og vel. Mér er vel minnisstætt þegar hann hjálp- aði okkur hjónunum við að skipta um járn á þaki hússins okkar. Faðir minn hafði sagt okkur að hann gæti útvegað okkur 74 ára gamlan ung- ling, sem mundi skila þessu verki á mettíma og af miklum gæðum. Það rættist svo sannarlega. Nú er hins vegar komið að leiðarlokum. Mér finnst ég hafa verið mjög lánsöm að hafa fengið að kynnast þessum ágæta manni og er mjög þakklát fyr- ir það. Addi lést aðeins fáeinum dögum á eftir eiginkonu sinni, Sigríði Jóns- dóttur, þannig að aðskilnaðurinn var ekki langur. Ég þakka samveruna og bið góðan Guð að blessa þau og vernda þangað sem þau eru nú kom- in. Katla Kristvinsdóttir. Þið voruð alveg einstök hjón, ekk- ert gert eða farið nema saman, prúðbúin og flott í bílnum ykkar. Eins var það þegar koma að því að fara úr fallegu íbúðinni ykkar í Há- túni, kom ekki annað til greina en að fara saman og það gerðuð þið. Addi minn og frænka, mér vefst nú tunga um tönn því þú Addi komst mér nú alveg í opna skjöldu. Þegar ég fór frá þér á sunnudaginn og tal- aði við þig í símanum um kvöldið grunaði mig ekki að það yrði í sein- asta sinn sem ég fengi að heyra í þér. Þú stóðst þig svo undur vel í síðustu viku þegar við vorum að undirbúa út- förina hennar Siggu, það var allt svo flott og fallegt eins og þér einum var lagið. Við áttum eftir að gera svo mikið og okkar fyrst verk í þessari viku var að athuga með legsteininn sem þú varst búinn að fá. Þú hafðir svo mikl- ar áhyggjur af því hvernig við ættum að fara að því að setja hann á leiðið hennar Siggu, þar sem þinn dánar- dag vantaði undir nafnið þitt. En annað stjórnaði því, þið fenguð að fara saman síðasta spölinn. Ég hef þekkt ykkur frá unga aldri og var oft í heimsókn hjá Ragnheiði ömmu minni og Halla afa á Hverf- isgötunni. Þá komum við amma oft í heimsókn til ykkar á Barónsstíginn og þar hitti ég Bóel móður hennar Siggu og systur ömmu minnar, en hún var hjá ykkur seinustu ár ævi sinnar. Svo liðu árin og við hittumst við sérstök tækifæri hjá ömmu og Möllu frænku þar til fyrir nokkrum árum að okkar samskipti urðu nánari og mjög mikil seinustu árin. Ég á margar góðar og fallegar minningar frá Siggu um pabba minn þegar hann var í sveit hjá Markúsi bróður Siggu. Pabbi minn elskaði allt þetta fólk. Það var gaman að sjá hvað þið blómstruðuð þegar þið komuð inn á Grund, Sigga fór aftur að prjóna og perla og þú Addi að tefla og spila. Ykkur leið svo vel á Grund og þar vildir þú vera áfram. Á Grund er frá- bært starfsfólk og þar var vel hugsað um ykkur og ég vil þakka þeim fyrir og öllum þeim sem önnuðust ykkur í gegnum árin. Það voru forréttindi og mikill skóli að fá að vera með ykkur í þennan tíma. Elsku Addi minn og frænka, ég, Eggert og Ragnheiður Ósk viljum þakka ykkur fyrir allt og guð blessi minningu ykkar. Ykkar Ragnheiður Valdimarsdóttir. SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR OG ARNÓR L. HANSSON meira eins og bróðir-frændi. Þú hef- ur alltaf verið með okkur um jólin og áramót, um helgar og á sumrin. Þú varst partur af tilverunni. Þú varst kátur kall og gerðir allt sem þér datt í hug, þér fannst gaman að vera til. Þú varst stríðinn og ákaf- lega þrjóskur. Ef þér datt í hug að gera eitthvað þá varstu búinn að fá alla nálæga til að hjálpa þér og hlut- irnir skyldu gerast strax, helst í gær. Líf þitt snerist um hesta. Þú tal- aðir um hestana þína eins og þeir væru börn. Þeir voru þitt líf og yndi. Þið Tóti gátuð endalaust talað um þetta annars ágæta áhugamál þitt. Fyrsta minning mín um þig er þegar ég var lítil stelpa heima á Með- alfelli. Þú varst að spyrja mig um það hvort þú mættir eiga á mér litlu tána. Hvort ég hef samþykkt það strax man ég ekki, en allavega átt þú báðar litlu tærnar mínar. Það er ég viss um að enginn hefur eignast eins margar litlar tær og þú. Þegar að ég flutti í bæinn til að fara í framhaldsskóla bjuggum við saman í Efstasundinu. Ég held að þú hafir verið ánægðastur með að ég kunni að búa til hvíta sósu. Fyrstu vikurnar voru bjúgu og saltkjöt ansi oft á borðum og að sjálfsögðu með hvítri sósu. Á kvöldin spiluðum við oft, en eitt kvöldið vildir þú endilega tefla. Skák hafði nú ekki verið mín sterkasta hlið því að ég rétt svo kunni mannganginn, en jú jú það varð úr að ég samþykkti það að tefla. Svo fór að við tefldum nokkur kvöld og þóttist ég vera orðin betri. En eitt kvöldið þegar ég ætlaði að fara að taka fram taflið sagði þú: Æ, Dagný, eigum við ekki bara að spila í kvöld, ég er orðinn svo leiður á að vinna þig. Þú fylgdist mikið með fréttum og spurðir ávallt frétta af öllu og öllum í kringum þig. Þú varst líka að hlusta á fréttir í útvarpinu. Þú tókst upp fréttir á RÚV og horfðir á fréttirnar á Stöð tvö á meðan, svo var horft á upptökuna á eftir. Hjá þér mátti helst engu breyta, þú varst svo vanafastur. Til dæmis bauð ég þér alltaf í mat á sprengidag eftir að þú fluttir úr Efstasundinu. Ef ég var eitthvað sein að bjóða þér að þínu mati, þá var hringt og spurt: Hva, á maður ekki að fá saltkjöt og baunir þetta árið. Þú vildir vera viss um að ég mundi nú ekki gleyma hon- um frænda mínum. Þú varst mikill barnakall og spurðir alltaf um stelpurnar mínar ef þær voru ekki með mér. Þegar ég sagði Emelíu Rut frá því að nú værir þú engill á himninum varð hún voða leið. En eftir smátíma og umræðu um Guð spurði hún, en mamma hver á þá eiga táslurnar mínar og Eyrún- ar Anítu? Lífið breyttist mikið hjá þér þegar þú veiktist fyrir tæpum fjórum árum, og enn meira seinni- part síðasta árs við fleiri áföll. Ég vil kveðja þig með þessu ljóði sem er um upplifunina að vera úti í náttúrunni, sem við bæði höfum un- un af. Við fjallavötnin fagurblá er friður, tign og ró. Í flötinn mæna fjöllin há með fannir, klappir, skóg. Þar líða álftir langt í geim með ljúfum söngva klið, og lindir ótal ljóða glatt í ljósrar næturfrið. (Hulda.) Ég hugsa til þín, frændi, og geymi allar minningarnar í hjarta mínu. Þín Dagný. Kær frændi, móðurbróðir minn Einar frá Meðalfelli, hefur kvatt – fullfljótt að því er okkur vinum hans finnst. Á óviðráðanlegan sjúkdóm, sem að honum sótti síðustu mánuð- ina, varð ekki snúið. Þótt Einar hafi búið fjarri mínum uppvaxtarslóðum norður í Þingi urðu reglulegar heimsóknir hans og stuttar dvalir heima til þess að kynn- in urðu þrátt fyrir fjarlægðina all- mikil. Frá þessum árum man ég hann sem fjörmikinn, ungan mann sem var gjarna tilbúinn til að tuskast við okkur systkinin. Það er nú hulið í óvissu munnmæla hvenær við tókum að kalla hann gamla frænda. Var það einhvern tíma í hita leiksins, í fyrstu skiptin ef til vill í stríðni? Eitt er þó víst, með tímanum festist þetta við hann sem gælunafn okkar í milli. Því tók hann held ég vel. Einar var fús að vera með í verk- um þá tíma sem hann stóð við í Brekku. Á haustin sat hann gjarna um að vera með í fjárragi. Að um- gangast og skoða skepnur var hon- um geðfelld iðja og ekki er mér grun- laust um að með honum hafi leynst draumur um að standa fyrir eigin búi. Á það var hann dulur sem um margt annað. Á skólaárum mínum syðra bjugg- um við Einar nokkur ár saman í íbúð við Efstasund. Þá tíð var nærvera Einars hluti hins daglega lífs. Hún var skólastráknum að norðan mik- ilvæg, þótt án íhlutunar væri að nokkru ráði eða inngripa hins eldri og reyndari. Þannig þótti líka hinum yngri og reynsluminni það eflaust best á þeim árum. Tvö yngri systkini mín tóku þátt í þessu sambýli nokkur misseri. Öll hugsum við með hlýju til tímans með Einari. Einar stundaði sína vinnu, álsmíð- ina, af samviskusemi og atorku en þegar vinnudegi lauk sinnti hann hrossum sínum. Það leyndist engum sem kynntist honum að þar var hug- urinn. Í samfélagi við hesta og hesta- menn undi hann sér best. Hversdag- urinn var sniðinn að þessu áhuga- máli og helstu áfangar á árinu miðuðust við þarfir hrossanna, hestamót, hestaferðir og aðra þvílíka atburði. Einar hafði mikla gleði af því að hann átti góð hross – þar á meðal voru úrvalskynbótahross sem vöktu athygli á sýningum. Hvort heldur sem Einar sótti vinnu á höfuðborgarsvæðinu eða annars staðar var Meðalfell í Kjós ætíð fasti punkturinn í lífinu. Þar eyddi hann fríum og helgum þegar því varð mögulega við komið. Þeim háttum hélt hann allt til hins síðasta. Nú er skarð höggvið í hóp hinna nánustu. Þátttöku Einars í skrafi um hross, menn og málefni við eldhús- borðið í Brekku og í stofunni í Efsta- sundi mun ég minnast og sakna. Þakka þér samfylgdina, gamli frændi minn. Magnús Hauksson. Það eru margar minningar sem fara í gegnum huga manns þegar sorgin ber að dyrum. Þegar ég minn- ist Einars frænda þá kemur auðvitað fyrst upp í huga minn hestar og sveitin; allir þeir reiðtúrar sem ég fór með honum í Víðidalnum, þegar við fórum með hestana í Kjósina í sumarbeit og á sumrin í Kjósinni, niður laxárbakkana og inn í dal. Þetta eru nokkrar af mínum bestu æskuminningum. Og þó að ég fækk- aði hestaferðunum þá héldust alltaf þessi tengsl við Einar. Núna síðustu ár, eftir að hann fékk blóðtappa og þurfti hjálp við ýmsa hluti, leitaði hann oft til mín og okkar í Blóma- hæðinni, það þykir mér mjög vænt um. Eftir að hann flutti til foreldra minna í janúar vegna veikindanna þá hittumst við oftar og þegar hann fór á líknardeildina í lok febrúar þá komum við oft við og síðustu vikuna hans þá kom ég morgna og kvölds og þótti mér vænst um þegar hann spurði mig: „Kemurðu ekki örugg- lega aftur í kvöld.“ Einar horfði á hestana sína með stolti, líkt og við gerum sem eigum börn, þetta var hans hestaræktun, þeir voru hans börn, og hann ætlaði sér að fara á sýningu sem var honum og hans ræktun til heiðurs í skautahöllinni kvöldið áður en hann dó. Hann byrj- aði að telja þegar átta dagar voru í sýninguna og hann fann að það voru of margir dagar. Þegar við kvödd- umst á föstudagskvöldið vorum við viss um að það tækist að fara, en því miður voru átta dagar of margir, 7 hefðu dugað. Takk fyrir þessar góðu stundir sem við áttum saman og spjallið síðustu vikuna þína og þó að við værum búin að fá góðan tíma til að átta okkur á því að samverustund- unum færi ört fækkandi þá var mjög erfitt að sætta sig við það þegar kall- ið kom. Minning þín lifi. Ágústa og fjölskyldan í Blómahæðinni. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞORGILS ÞORBJÖRN ÞORGILSSON klæðskerameistari, Hrafnistu Hafnarfirði, áður til heimilis á Garðavegi 8, Hafnarfirði, andaðist á Hrafnistu Hafnarfirði föstudaginn 31. mars. Jarðsungið verður frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 10. apríl kl. 13.00. Þorgils Þorgilsson, Katrín Sigurðardóttir, Jóhanna Þorgilsdóttir, Ólafur Þorgeirsson, Guðmundur Þorgilsson, Lilja Jóhannsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.