Morgunblaðið - 08.04.2006, Side 48
48 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Karl ÁgústBjarnason
fæddist í Holti á
Mýrum 18. ágúst
1919. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðausturlands 2.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Bjarni Þor-
leifsson frá Seli og
Ragnhildur Einars-
dóttir.
Eiginkona Karls
er Nanna Halldóra
Jónsdóttir, f. á
Smyrlabjörgum í Suðursveit 13.
janúar 1923. Þau gengu í hjóna-
band 6. maí 1945 og bjuggu allan
sinn búskap á Smyrlabjörgum.
Börn þeirra eru:
1) Helgi Hilmar, f. 13. febrúar
1946, sambýliskona Jóhanna
Guðmundsdóttir. 2) Jón Sigur-
geir, f. 14. febrúar 1946, kvænt-
ur Hólmfríði Traustadóttur. Þau
eiga fjögur börn og sex barna-
börn. 3) Guðni Gunnar, f. 6. maí
1947, kvæntur Jónu
Sigjónsdóttur. Þau
eiga tvö börn og
fimm barnabörn. 4)
Einar Bjarni, f. 3.
júní 1949, kvæntur
Guðbjörgu Hall-
dóru Ingólfsdóttur.
Þau eiga þrjú börn
og fimm barna-
börn.
5) Jóhanna Sig-
urborg, f. 20. apríl
1956, d. 3. janúar
1957.
6) Sigurbjörn Jó-
hann, f. 29. júlí 1957, kvæntur
Laufeyju Helgadóttur. Þau eiga
fimm börn.
7) Ingibjörg, f. 31. janúar
1961, gift Sigurði Eyþóri Bene-
diktssyni. Þau eiga eina dóttur.
8) Haukur, f. 16. september
1967, kvæntur Hafeyju Lind Ein-
arsdóttur. Þau eiga tvö börn.
Útför Karls verður gerð frá
Kálfafellsstaðakirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Flest sem fagurt var
frægð og heiður bar
farið er úr sínum skorðum.
Sókn er sigur eins
sýnist ei til neins
að sigurlaunum tómið eitt.
Breytt er allt sem er.
Ekkert lengur ber
alveg sama lit og forðum.
Leitar hugur minn
lítið þó ég finn
sem líkist því sem áður var.
(Jónas Friðrik.)
Þetta ljóðabrot kemur upp í huga
minn sem minning mín um góðan
tengdaföður. Sagt er að sumir fæðist
með silfurskeið í munni, en það gerð-
ir þú svo sannarlega ekki. Heldur
hamraðir sjálfur silfrið og mótaðir af
stakri prýði og elju. Og þér tókst það
vel. Þú fannst þér frábæra eigin-
konu. Keyptir jörð, ræktaðir hana
svo fagra að eftir var tekið. Þú varst
bóndi í fagurri sveit og þar leið ykk-
ur best. Börnin urðu átta svo stund-
um hefur nú verið fjör í starfi og leik
á þínu heimili. Frá því ég kom í fjöl-
skylduna þína hefur þú gefið mér
mörg heilræði, gjarnan með samlík-
ingu frá þínum uppvaxtarárum eins
og þetta með skrítnu tærnar sem
urðu svona vegna þess að skórnir
voru orðnir alltof litlir, samt var
manni troðið í þá. Góðu ráðin frá þér
þegar ég þurfti svo sannarlega á
þeim að halda, „…en þetta er bara
okkar á milli“ og ég kinkaði kolli og
undraðist ró þína. Þú varst glæsileg-
ur, góðlyndur, gamansamur, gáfaður
og gull af manni.
Takk fyrir merkið sem ég fékk frá
þér. Það er mér ógleymanlegt og ég
legg minn skilning í það. Sem í raun
er hægt að gera á svo margan hátt.
Það er alltaf sárt að sjá á eftir besta
fólkinu sínu. Ég kveð þig með sökn-
uði við blik þeirrar sólar sem alltaf
skín í Suðursveitinni.
Hólmfríður Traustadóttir.
Það er mér ljúft að minnast hans
Karls Ágústs Bjarnasonar, eða Kalla
eins og hann var kallaður í daglegu
tali.
Þegar ég kom fyrst á heimili hans
með næstyngsta syni hans, var mér
vel tekið og ekki síður þegar við sett-
umst þar að 3 árum síðar.
Kalli var höfðingi heim að sækja
og margir komu á heimili þeirra
hjóna, enda ekki komið að tómu
borðinu hjá henni Dóru. Alltaf fullt
borð matar hvenær sem einhver kom
í heimsókn. Kalli var skrafhreifinn
við gesti sína og gerði aldrei manna-
mun. Hann taldi aldrei eftir sér ef
hann gat rétt einhverjum hjálpar-
hönd.
Kalli var hár, grannur með svart
hár fram á síðasta ár. Hann var létt-
ur á fót og léttur í lund.
Hann var ákaflega iðjusamur
maður, féll aldrei verk úr hendi, þeg-
ar árin færðust yfir og hann hætti að
mjólka og hugsa um kýrnar sínar,
var hann einatt að dunda við eitthvað
hér í kring, fann sér alltaf einhver
verkefni til að vinna við. Kalli var vel
nýtinn og hirðusamur. Hann útbjó
sér það starf nokkra vetur að hirða
allt band af heyrúllunum og rúlla því
upp aftur, svo var það notað aftur og
aftur.
Kalli bjó með kýr og kindur og var
mikill ræktunarmaður, og hugsaði
vel um bústofninn sinn. Í seinni tíð
hafði hann gaman af og var vel nat-
inn að hugsa um gæsirnar og hæn-
urnar sínar.
Hann var mikill gleði- og dans-
maður og naut þess að skemmta sér
með sveitungum sínum.
Hann fylgdist vel með afkomend-
um sínum sem eru margir. Hann
hlustaði alltaf á fréttir bæði í útvarpi
og sjónvarpi og fylgdist með fram á
síðasta dag. Allir sem þekktu Kalla
eru ríkari í hjarta sínu, hann hafði úr
miklu að miðla og lagði engum manni
illt orð.
Hann var fylginn sér í öllu sem
hann tók sér fyrir hendur, og vildi
klára hlutina strax ekki að láta það
bíða til morguns. Við áttum nokkrar
ferðir til Reykjavíkur saman og er
mér ljúft að minnast þeirra stunda
þegar Kalli rifjaði upp veruna sína
og Dóru í Reykjavík.
En leið þeirra lá austur aftur fyrir
tilviljun og hann settist að hér á
Smyrlabjörgum. Margs er að minn-
ast, Kalli minn, og margs er að sakna
og það er mér ljúft.
Samfylgdina þakka ég þér í þessi
rúm 25 ár og takk fyrir alla hlýjuna
og alúðina sem þú veittir mér og fjöl-
skyldu minni.
Afabörnin hafa margs að minnast
og sakna, og það veitir þeim huggun í
sorg þeirra. Halldóru og fjölskyldu
votta ég samúð mína. Farðu í Guðs
friði.
Laufey.
Nú er hann afi okkar dáinn. Það er
óhætt að segja að við systkinin bár-
um ótakmarkaða virðingu fyrir hon-
um afa. Hann var rólegur maður
með góða nærveru og honum féll
aldrei verk úr hendi. Hins vegar
kynntumst við honum ekki fyrir al-
vöru fyrr en við vorum orðin full-
orðin og höfðum vit og þroska til að
setjast með honum og spjalla. Þá var
rætt um allt á milli himins og jarðar.
Afi sagði sögur úr sveitinni í bland
við þjóðmálin og aldrei gleymdist að
ræða um veðrið. Með söknuði kveðj-
um við hann afa okkar og geymum
góðar minningar í hjörtum okkar.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Vald. Briem.)
Ingólfur Guðni, Ragnhildur
og Þórhildur.
Elsku Kalli afi.
Okkur langar í fátæklegum orðum
að þakka þér allt sem þú hefur gefið
okkur af þér í gegnum árin okkar
saman. Við hefðum ekki getað átt
betri afa, betri fyrirmynd er ekki
hægt að hugsa sér. Elsku afi, takk
fyrir alla þolinmæðina, allar sögurn-
ar og allar lífsreglurnar sem þú
óbeint lagðir okkur.
Þessi brot úr Heilræðavísum Hall-
gríms Péturssonar gætu svo auð-
veldlega verið þín orð, afi.
Vertu dyggur, trúr og tryggur,
tungu geymdu þína.
Við engan styggur né í orðum hryggur,
athuga ræðu mína.
Lítillátur, ljúfur og kátur,
leik þér ei úr máta.
Varast spjátur, hæðni, hlátur;
heimskir menn sig státa.
Víst ávallt þeim vana halt:
Vinna, lesa iðja,
umfram allt þó ætíð skalt
elska guð og biðja.
Guð geymi þig.
Jón Karl, Jakobína,
Halldóra og Kristín.
Mig langar að kveðja Karl Ágúst
Bjarnason eða Kalla frænda með
nokkrum góðum minningum sem
flugu í gegnum hugann þegar mér
barst sú sorgarfregn að hann væri
fallinn frá. Það er þó kannski blessun
fyrir hann eftir langa og erfiða sjúk-
dómslegu. Ég varð þeirrar gæfu að-
njótandi að vera í sveit hjá þeim
hjónum á Smyrlabjörgum nokkur
sumur ævi minnar, fyrir rúmlega 50
árum. Allan þann tíma leið ekki sú
mínúta að ekki væri eitthvað að ger-
ast eða fást við og aldrei leiddist ung-
um dreng úr höfuðborginni.
Kalli var ekki að skammast eða
ergja sig yfir smámunum eins og
þegar ég velti hestakerru með hey-
fengnum í Uppsalaá eða þegar við
stálumst til að keyra traktorinn þeg-
ar heimilisfólkið var við jarðarför.
Löngu seinna sagði hann mér að sér
hefði nú ekki staðið alveg á sama um
sum af uppátækjum okkar félag-
anna. En eftir á var hægt að hafa
gaman af þeim. Kalli sá alltaf björtu
hliðarnar á hlutunum og alltaf var
stutt í gamansemina. Kalli var ag-
aður og styggðaryrði heyrðust aldrei
af hans vörum.
Í mínum huga var Kalli heljar-
menni, orfið hans var stærra og
þyngra en önnur sem ég hafði áður
séð og mér fannst hann slá á við
marga á engjum þar sem vélum varð
ekki við komið. Með elju, dugnaði og
samheldni lögðu Kalli og Dóra
grunninn að góðu búi að Smyrla-
björgum þar sem þau bjuggu mestan
hluta ævi sinnar.
Í haust þegar ég heimsótti Kalla á
Borgarspítalann og við spjölluðum
lítillega saman sagði hann mér með
söknuði að hann ætti ekki eftir að
koma aftur í Lækjarhúsin. Hann
reyndist sannspár.
Ég þakka Kalla og Dóru sumrin
sem ég átti hjá þeim. Góðar minn-
ingar frá þessum tíma hafa alltaf
fylgt mér.
Kæra Dóra og fjölskylda, ég og
fjölskylda mín sendum ykkur inni-
legar samúðarkveðjur.
Baldur.
Það er okkur öllum mikill missir
að sjá á eftir vini okkar og gæfusmiði
Karli Bjarnasyni á Smyrlabjörgum.
Það er fyrst og fremst hans þægilega
nærvera sem fyllti umhverfið þegar
maður heimsótti Kalla og Dóru í
Lækjarhúsin, alltaf dregið upp það
nýjasta úr búrskápnum og dægur-
málunum og ekki hikað við að draga
skýrar línur af mönnum og málefn-
um með breiðu glotti.
Önnur mynd sem kemur í hugann
er úr æsku, þegar þessi stóri maður
með hnýttar hendur rölti álútur með
skepnum, svona í hálfgerðum hálf-
kæringi eins og hann væri í góðra
vina hópi. Hjá þessu fólki fékk mað-
ur að upplifa upphaf lífs og enda sem
fyrir bændur getur verið daglegt
brauð en mikil upplifun vesalingum
úr borginni að verða vitni að þessum
gangi lífsins í návígi. Lífsspeki
mannfólksins í sveitum landsins er
líka allt önnur en við malbiksfólkið
eigum að venjast. Fólk sem lifir í ná-
vígi við dýr og verður stundum vitni
að harðri lífsbaráttu þeirra, þekkir
sumar skepnurnar með nafni í kíló-
metra fjarlægð og man ættartölu
þeirra, hefur eðlilega annað viðmót
gagnvart lífinu, hvert öðru og um-
hverfisins.
Myndarskapurinn á Smyrlabjörg-
um er löngu frægur, ekki bara fyrir
sérstaklega gestrisið fólk, heldur
landsfrægu orðspori Smyrlabjarga
sem uppsprettu eins frjósamasta ær-
stofns landsins og á síðustu árum
mikillar uppbyggingar ferðaþjón-
ustu. Auk þess kemur fjöldinn allur
af myndarfólki, afkomenda þeirra
hjóna, sem bera góðu fólki gott vitni
og ég vona að góð minning um þenn-
an gæfuríka ættföður hjálpi þeim á
sorgarstundu.
Páll Ólafsson.
KARL ÁGÚST
BJARNASON
Elsku langafi, við kveðjum
þig með litlu bæninni okkar.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Ottó Marvin, Róbert
Marvin, Ísold, Hólmfríður,
Viktor Freyr og Saga.
HINSTA KVEÐJA
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Önnumst alla þætti útfararinnar
Þegar andlát ber að höndum
Arnór L. Pálsson
framkvæmdastjóri
Ísleifur Jónsson
útfararstjóri
Frímann Andrésson
útfararþjónusta
Svafar Magnússon
útfararþjónusta
Hugrún Jónsdóttir
útfararþjónusta
Guðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta
Halldór Ólafsson
útfararþjónusta
Ellert Ingason
útfararþjónusta
Okkar elskulega móðir, tengdamóðir, dóttir og
amma,
RUT GUNNARSDÓTTIR,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mið-
vikudaginn 5. apríl.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Helgi Valur Einarsson, Þórunn Gunnarsdóttir,
Gunnar Svanur Einarsson, Áslaug Björnsdóttir,
Rúna Einarsdóttir, Þorsteinn Ingi Ómarsson
og barnabörn.
Elsku mamma, tengdamamma og amma,
ANNA J. JÓNSDÓTTIR,
Sóltúni 2,
Reykjavík,
áður Skipagötu 2,
Akureyri,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni miðvikudaginn
5. apríl.
Minningarathöfn fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 11. apríl
kl. 11.00.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Sigrún Pálsdóttir, Sveinn Gíslason,
Sigurbjörg Pálsdóttir, Finnur Birgisson,
Anna Pála Pálsdóttir,
Helena Pálsdóttir, Sverrir Þórisson,
Páll Tómasson, Sigríður Agnarsdóttir
og ömmubörn.