Morgunblaðið - 08.04.2006, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 49
MINNINGAR
✝ Kjartan Aðal-steinn Jónsson
fæddist á Galta-
hrygg í Heydal í
Mjóafirði í Ísafjarð-
ardjúpi 29. janúar
1917. Hann andað-
ist á öldrunardeild
Sjúkrahússins á
Ísafirði aðfaranótt
27. mars síðastlið-
ins. Foreldrar hans
voru Guðbjörg
Efemía Steinsdótt-
ir, f. 20.4. 1886, d.
9.10. 1987, og Jón
Ólason, f. 7.11. 1883, d. 6.4. 1930.
Systkini Kjartans eru: drengur,
fæddur andvana í júní 1911, Guð-
mundur Þorvaldur, f. 1. júlí 1912,
Valgerður, f. 11.6. 1914, d. 1.2.
1982, Kristján, f. 22.10. 1915, d.
1.6. 1996, Ingibjörg, f. 11.11.
1918, Bjarni Sigurður, f. 28.10.
1920, d. 21.3. 1922, Guðbjörg, f.
28.10. 1920, Elín Bjarney, f.
26.10. 1922, Óli Kristján, f. 21.9.
1925, d. 26.4. 2004 og Bjarni, f.
15.12. 1926.
Eiginkona Kjartans er Ingi-
björg Guðmundsdóttir frá Reka-
vík bak Látur, f. 17.6. 1928. For-
eldrar hennar voru Guðmundur
Pálmason, bóndi og vitavörður í
Rekavík bak Látur, f. 28.1. 1878,
d. 21.2. 1951, og Bjarney Andr-
ésdóttir, húsfreyja í Rekavík bak
Látur, f. 3.11. 1890, d. 7.6. 1976.
Börn Kjartans og Ingibjargar
eru: 1) Hrólfur, f. 20.10. 1945, d.
2.1. 2002, maki Guðlaug Ingv-
arsdóttir, f. 19.12. 1946. Börn
þeirra eru Inga Dóra, f. 28.5.
1968, Heiða, f. 21.8. 1973 og
Rannveig, f. 3.2. 1983. 2) Jóna
Guðbjörg Kjartansdóttir
McCarthy, Chicago Bandaríkjun-
um, f. 11.5. 1947, maki Jóseph
Sonur þeirra Aðalsteinn Kjartan,
f. 29.1. 1997.
Kjartan var í foreldrahúsum
þar til hann var 9 eða 10 ára en
fór þá í fóstur að Eyri í Mjóafirði,
en þá var þar einnig fyrir í fóstri
systir hans Ingibjörg. Um 15 eða
16 ára aldur frá Eyri og fer að
vinna fyrir sér, m.a. í Reykjanesi,
Vatnsfirði, og Reykjafirði og víð-
ar við Djúp. Hann fékk þá skóla-
göngu sem tíðkaðist á þeim tíma
sem var farkennsla, en þegar
hann var 23 ára fór hann í
bændaskólann á Hvanneyri í
Borgarfirði og lauk þaðan prófi
sem búfræðingur vorið 1942. Um
sumarið á milli vann hann á
Hvanneyrarbúinu. Að loknu námi
á Hvanneyri gerðist hann ráðs-
maður á bænum Bakka í Hnífs-
dal. Þar kynntist hann eiginkonu
sinni Ingibjörgu Guðmundsdóttir,
frá Rekavík bak Látur í Sléttu-
hreppi, og giftu þau sig 1946.
Meðan þau voru á Bakka, fæddist
þeim fyrsta barn þeirra, Hrólfur.
Að lokinni dvölinni á Bakka réðu
þau sig bæði til Gríms Jónssonar,
bónda og kaupmanns í Súðavík,
Kjartan sem ráðsmaður og Ingi-
björg sem kaupakona. Þau voru
þar til vors 1947 er þau fengu
leigða jörðina Eyrardal í Súða-
víkurhreppi og hófu þar búskap.
Eftir nokkur ár keyptu þau jörð-
ina og bjuggu þar til 1997. 1993
selja þau síðan Súðavíkurhreppi
jörðina en höfðu áfram ábúðar-
og afnotarétt af henni. 1997
fluttu þau svo úr Eyrardalsbæn-
um og í lítið einbýlishús í „hinni
nýju Súðavík“ sem þau höfðu
keypt. Hús þetta var upphaflega
byggt á heimaslóðum Ingibjargar
í Rekavík bak Látur, en hafði
verið tekið niður og endurreist í
„gömlu Súðavík“ 1951 og svo aft-
ur flutt þaðan og í „nýju Súða-
vík“ árið 1996. Þar dvöldu þau á
meðan heilsan leyfði eða þar til
árið 2001 að þau fóru á öldr-
unardeild Sjúkrahússins á Ísa-
firði.
Útför Kjartans verður gerð frá
Súðavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
McCarthy, f. 20.8.
1939. Sonur þeirra
Sean McCarthy, f.
22.3. 1969. 3) Bjarni
Dýrfjörð, f. 3.8.
1948, maki Guðrún
Egilsdóttir, f. 25.6.
1948, þau skildu.
Synir þeirra eru
Kjartan, f. 2.2. 1972
og Lúðvík, f. 2.10.
1980. Sambýliskona
Guðmundína Sturlu-
dóttir. 4) Steinn
Ingi, f. 1.12. 1949,
maki Helen D.
Hjaltadóttir, f. 18.6. 1950, d. 1.10.
2000. Börn þeirra eru Davíð Pét-
ur, f. 4.4. 1969, Snorri Gunnar, f.
11.11. 1970, Erna Rut, f. 6.4.
1979, og Arnar Reyr, f. 22.5.
1981. Sambýliskona Rósa Ólafs-
dóttur. 5) Guðmundur Svavar, f.
7.8. 1952, maki Guðrún Jóhanns-
dóttir, f. 17.5. 1957, þau skildu.
Börn þeirra eru Jóhann Pétur, f.
16.3. 1977, og Bjarki, f. 10.1.
1979. Sambýliskona Guðrún Ei-
ríksdóttir. 6) Guðjón Marteinn, f.
21.4. 1954, maki Dagbjört Sigrún
Hjaltadóttir, f. 18.4. 1955. Börn
þeirra eru Ester Ösp, f. 17.8.
1981 og Sölvi Mar, f. 3.10. 1984 7)
Kristín Lilja , f. 16.3. 1957, maki
Esra J. Esrason, f. 26.6. 1957,
þau skildu. Dætur þeirra eru
Rúna, f. 21.10. 1977, og Ásta Ýr,
f. 17.10. 1979. Sambýlismaður
Þorsteinn Haukur Þorsteinsson.
8) Bjarney Stella, f. 13.3. 1962,
maki Einar Vilhjálmur Hálfdán-
arson, f. 4.6. 1962. Börn þeirra
eru Bjarney, f. 14.7. 1988, og
Lilja, f. 7.9. 1994. 9) Daði Kjart-
ansson, f. 4.10. 1963. 10) Stefán
Haukur, f. 23.11. 1968, sambýlis-
kona Hildur Jónína Þórisdóttir, f.
20.12. 1971. Þau slitu samvistum.
Elsku afi minn, nú ert þú búinn að
fá hvíldina.
Ég man hvað það var alltaf gaman
að koma upp í Eyrardal til afa og
ömmu þegar ég var yngri, þar sem þið
bjugguð mest allan ykkar búskap, þar
hittum við bræðurnir yfirleitt frænd-
systkin okkar úr Súðavík, þá var gam-
an og mikið leikið sér. Svo fór ég oft
inní fjárhús með afa og spjallaði við
kindurnar með honum. Það var sá
staður þar sem þú undir þér best,
þarna gast þú verið tímunum saman.
Ég man að þú sagðir mér hvað þér
þætti skrítið að það ætti að rísa heilt
þorp á túnunum þínum en þér fannst
það mjög ánægjulegt.
Eitt af seinustu skiptunum sem ég
hitti þig var á afmælisdaginn þinn,
þegar þú fórst til Súðavíkur á seinasta
skiptið. Steini kom og sótti þig og við
hittumst heima hjá honum. Þar
fékkstu einn af þínum uppáhalds rétt-
um, súra hrútspunga, þú smjattaðir á
þessu eins og smástrákur á súkku-
laðistykki.
En nú er komið að kveðjustund.
Mig langar að þakka þér fyrir þann
tíma sem ég hef átt með þér. Nú
færðu loks að hitta hann Hrólf þinn
og Helen tengdadóttur þína. Svo
sjáum við í maí hvort þú hafðir rétt
fyrir þér þegar barnið mitt kemur í
heiminn.
Guð veri með þér.
Jóhann Pétur Guðmundsson.
Haustið 1999 hitti ég þig fyrst. Að
hitta ömmu og afa kærastans í fyrsta
skipti var frekar stressandi, en sú til-
finning entist stutt eftir að inn til ykk-
ar var komið, þið tókuð mér opnum
örmum.
Árin síðan höfum ég og Jóhann
Pétur deilt með þér því sem hefur
verið að gerast í lífi okkar, og þú hefur
samglaðst okkur svo innilega. Ég var
farin að hlakka svo til að koma í heim-
sókn að sýna þér langafabarnið þitt
sem á að koma í heiminn í maí. En úr
því verður víst ekki, en ég veit að þú
fylgist samt með því frá himnum, og
kannski förum við að þínum ráðum og
prófum bara tvíbura næst.
Ég vona að hvíldin verðskuldaða sé
ljúf og ég veit að þú ert með Hrólfi
þínum og Helen.
Fjölskyldu og aðstandendum votta
ég samúð mína. Ástarþakkir fyrir
mig, elsku Kjartan.
Sigurbjörg Magnúsdóttir.
KJARTAN
AÐALSTEINN
JÓNSSON ✝ Freyr Stein-grímsson fædd-
ist á Djúpavogi 3.
desember 1949.
Hann varð bráð-
kvaddur á heimili
sínu 1. apríl síðast-
liðinn. Foreldrar
hans eru Kristín Ása
Engilbertsdóttir, f.
11. október 1925 og
Steingrímur Ingi-
mundarson, f. 4. júní
1925. Systkini Freys
eru Ingimundur, f.
16.11. 1948, Óskar,
f. 15.1. 1951, Hafsteinn, f. 5.6.
1962 og Ragnhildur, f. 9.3. 1964.
Freyr kvæntist 25.12. 1976
Drífu Antoníu
Ragnarsdóttur, f.
30.1. 1953. Dætur
þeirra eru Rán, f.
28.5. 1975, Dröfn, f.
19.6. 1977 og Alfa, f.
21.1. 1982. Dóttir
Drafnar er Íris Ant-
onía Ólafsdóttir, f.
29.11. 2003.
Freyr stundaði
alla tíð sjómennsku,
á togurum, vertíð-
arbátum og var síð-
ar með eigin smá-
bátaútgerð.
Útför Freys verður gerð frá
Djúpavogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Kæri Freyr minn.
Það er margt í þessu lífi sem
maður á erfitt með að skilja. Skap-
arinn gerir heldur ekki ráð fyrir því
að við eigum að skilja allt. Ákvarð-
anir hans eru oft mjög ranglátar að
okkar mati, en hann hefur valdið.
Þú varst kallaður frá okkur í blóma
lífsins og mér finnst það ósann-
gjarnt, en lífið á ekki alltaf að vera
auðvelt að hans mati og við verðum
að kyngja því.
Ég var ekki gamall þegar við
kynntumst, enda líklega mörg sömu
áhugamálin, þótt aldursmunurinn
væri nokkur. Í samfélagi eins og á
Djúpavogi verður aldursmunur af-
stæður þegar áhugamálin eru þau
sömu.
Fyrstu minningar mínar um þig
var vera mín hjá þér og elsta bróð-
ur mínum á reiðhjólaverkstæðinu
undir tröppunum í Grýtu. Þar lærði
maður handbragðið við reiðhjólavið-
gerðir, enda voruð þið ólatir við að
kenna mér ýmis leyndarmál í þeirri
grein. Sérstaklega kom það sér vel
ef ég lofaði að hanga ekki á eftir
ykkur þegar þið ákváðuð að líta á
lífið úti í bæ eftir kvöldmat. Þetta
skildi ég illa en ákvað frekar að
læra tæknina við að setja saman
verk í afturgjörð á reiðhjóli og
fórna þá samverustundum með ykk-
ur í staðinn.
Það var líf og fjör á reiðhjóla-
verkstæðinu og margir komu þar
við. Þegar sú starfsemi lagðist af
tók við annað áhugamál hjá þér sem
var Rolling Stones. Ég held að
næstum allt þorpið hafi notið góðs
af því áhugamáli. Tónlistin hljómaði
á móti manni úr kjallaranum í
Grýtu þegar komið var upp á Hót-
elshæðina og barst upp allan Aur-
inn. Fróðir menn segja að heyrnin
hjá þér hafi skerst verulega á þess-
um árum. En við áttum eftir að sjá
meistarann á sviði og það var
skemmtileg upplifun hjá okkur í
London fyrir tæpum þremur árum.
Leiðir okkar lágu einnig saman á
sjónum, fyrst á Skálavíkinni, síðan á
Hólsnesi og svo á togaranum
Sunnutindi. Þú fórst aldrei hratt yf-
ir og kipptir þér ekki upp við hama-
ganginn sem var á stundum í okkur
hinum. En það var gaman að fylgj-
ast með handbragðinu og þú skil-
aðir alltaf mestum afköstum þegar
upp var staðið.
Þetta fylgdi þér yfir í trilluút-
gerðina. Þar var byrjað smátt og í
lokin stóðstu upp með góðan bát og
nægar aflaheimildir. Í trilluútgerð-
inni kom vel fram þinn hæfileiki, ró-
legheit og vinnusemi. Þú rerir dag
eftir dag, þegar aðrir lágu jafnvel í
landi og oft yfir litlu, enda var við-
kvæðið hjá þér þegar aflinn var lítill
„þetta er betra en heima setið“.
Kæri vinur og mágur, þín sér-
staka góða lund, nærgætni og um-
hyggja fyrir fjölskyldu og vinum
setur þig á sérstakan stall í minn-
ingunni. Við fjölskyldan frá Kambs-
túni eigum dásamlegar minningar
um góðan dreng og yndislega fjöl-
skyldu í Hvoli. Fjölskyldu sem
ávallt var til staðar til að aðstoða
við hinar ýmsu aðstæður.
Nú er höggvið skarð í fjölskyld-
una og við sem eftir stöndum erum
harmi slegin. Elsku Drífa systir,
Rán, Dröfn, Alfa og litla Íris Ant-
onía, megi Guð vera með ykkur og
leiðbeina ykkur í gegnum sorgina
og missinn á eiginmanni, föður og
afa.
Ólafur Áki Ragnarsson.
Elsku Freyr.
Við systurnar frá Kambstúni eig-
um margar góðar minningar um
þig. Frá því að við munum eftir
okkur vorum við að læða okkur inn
í Hvol til þín þar sem við vissum að
þú bauðst alltaf upp á gott í gogg-
inn. Það voru ekki aðeins við sem
höfðum þessa ofurmatarást á þér
heldur kisinn okkar, Halti Hjalti,
lagði á sig ómælt erfiði til að kom-
ast til þín enda naut hann svo sann-
arlega uppskeru erfiðisins með
góðu atlæti.
Seinna meir fluttum við burt en
komum reglulega í Hvol til að heim-
sækja ykkur fjölskylduna, sem hef-
ur alltaf verið okkur svo kær. Þá
var það oftar en ekki að þú stóðst
við eldhúsgluggann, hallaðir þér
fram á eldhúsbekkinn og virtir fyrir
þér útsýnið.
Um leið og við gengum upp stig-
ann snerir þú þér við til að bjóða
okkur velkomnar og gefa okkur hlý-
legt faðmlag.
Þú varst ekki maður margra orða
en áttir þó mörg gullkorn sem dæt-
ur þínar rifja stundum upp með
okkur og kalla alltaf fram bros.
Ein af okkur systrum varð þeirr-
ar ánægju aðnjótandi að fara með
þér á tónleika með Rolling Stones
fyrir nokkrum árum. Hún mun
seint gleyma hve ánægður þú varst
að sjá loksins Mick Jagger og fé-
laga spila uppáhaldslögin þín.
Við eigum svo góðar minningar
sem við munum geyma með okkur
alla ævi.
Ef á mínum ævivegi
ástvinum ég sviptur er,
Guðs son mælir: „Grát þú eigi,
geymdir eru þeir hjá mér.
Aftur gefa þér skal þá,
þar sem hel ei granda má.“
(Helgi Hálfdánarson.)
Elsku Drífa, Rán, Dröfn, Alfa og
Íris Antonía þið eigið hug okkar all-
an.
Freyja, Regína, Ragna og Halla.
FREYR
STEINGRÍMSSON
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Þegar andlát ber að
Alhliða útfararþjónusta í 16 ár
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • utfarir@utfarir.is
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Okkar elskulegi bróðir og vinur,
SIGURÐUR DEMETZ FRANZSON,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni að morgni
föstudagsins 7. apríl.
Útförin verður auglýst síðar.
F.h. systkina, annarra aðstandenda og vina,
Eygló Friðriksdóttir,
Guðbjörg Sigurjónsdóttir,
Magnús Ólafsson,
Walter Jónsson.
UNNUR PÁLSDÓTTIR,
Fróðastöðum,
andaðist á Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn
5. apríl.
Dætur hinnar látnu.