Morgunblaðið - 08.04.2006, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 08.04.2006, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 51 MINNINGAR ✝ Fjóla Gunn-laugsdóttir fæddist í Víðinesi í Hjaltadal 1. ágúst 1918. Hún lést á Heilbrigðisstofnun- inni á Sauðárkróki 27. mars síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Gunn- laugur Jónsson, f. 15. febrúar 1864, d. 9. nóvember 1947, og Sigríður Guð- mundsdóttir, f. 16. september 1879, d. 18. ág. 1944, sem bjuggu í Víði- nesi. Systkini Fjólu, sem öll eru látin, voru Septína, f. 1904, Guð- rún, f. 1905, Anna Sumarrós, f. 1911, Anna Aðalbjörg, f. 1915, og Jón Guðmundur, f. 1924. Fjóla giftist 4. júní 1938 Guð- mundi Jóhanni Sigmundssyni, f. á Hofi á Höfðaströnd 16. júní 1908, d. 18. nóvember 2004. Eignuðust þau þrjá syni, þeir eru: 1) Drengur fæddist andvana 1944. 2) Sigurð- ur Gunnlaugur, f. 1947, kvæntur Helgu Svandísi Kristinsdóttur, f. 25. maí 1947, d. 28. desember 1999. Börn þeirra eru: a) Ingibjörg, f. 1973. Synir hennar og Páls Ómars Jó- hannessonar, f. 1969, eru Aron Smári, f. 1996 og Sindri Snær, f. 1998. b) Víðir, f. 1976. Börn hans og Ey- rúnar Bertu Guð- mundsdóttur, f. 1978, eru Nökkvi Már, f. 1997, og Ey- dís Eir, f. 2003. 3) Gunnar, f. 1955. Fjóla ólst upp í Víðinesi og bjó þar sína búskapartíð. Í æsku vann hún við barnagæslu og fleiri störf á Siglufirði og á nokkrum bæjum í Kolbeinsdal og Hjaltadal. Fjóla söng nokkur ár í kirkjukór Hóla- dómkirkju og starfaði meðal ann- ars í Kvenfélagi Hólahrepps um langt skeið. Í kjölfar heilablæð- ingar árið 1995 flutti Fjóla á Sauð- árkrók. Dvaldi hún þar rúman áratug á Dvalarheimili aldraðra. Útför Fjólu verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Elsku Fjóla amma. Þegar litið er um öxl er margs að minnast. Öll uppvaxtarárin voruð þið Mundi afi hluti af daglegu lífi okkar systkina. Fyrst bjó öll fjöl- skyldan í sama húsi en síðar í tveim húsum sem stutt var á milli. Líklega heyrði til undantekninga ef það leið svo dagur, að ekki væri hlaupið „upp í gamla“, eins og við kölluðum húsið ykkar, til að lesa, taka í spil eða bara til að kíkja í heimsókn án þess að eiga sérstakt erindi. Margvíslegur fróðleikur og bóklestur var þér of- arlega í huga og áttir þú líklega stór- an þátt í því að ég skyldi vera læs þegar ég hóf skólagöngu. Eftir það lásum við fjölda bóka saman og var gjarnan viðhöfð verkaskipting í því sambandi, þú last nokkrar blaðsíður og ég eina og eina málsgrein inn á milli. Það var jú tilvinnandi til að fá að heyra meira. Svona lásum við Mannamun, Álfagullið, Alfinn álfa- kóng og fleiri góðar bækur, á milli þess sem spiluð var kasína, marías eða refskák. Fjölbreytt handavinna var þér alla tíð hugleikin. Máli skipti að búa til hluti sem gátu nýst, en ekki bara eitthvert glingur til að eyða tíman- um. Vafalaust hefur það verið þol- inmæðisverk að kenna sonardóttur- inni að hekla, prjóna og sauma út, en það gerðir þú nú samt. Það var þó ekki allt unnið fyrir gýg enda er þetta kunnátta sem aldrei verður frá manni tekin. Það var sérstaklega spennandi að fylgjast með þér sauma föt og fleira í gömlu sauma- vélunum þínum, fótstignu og hand- snúnu. Snemma fékk ég að fara að æfa handtökin á þeirri gömlu hand- snúnu með að sauma rúmföt og fleira. Að sníða föt eftir öðrum flík- um var þér auðvelt og nægði oftast að segja að svona buxur eða jakka langaði mann í og fara svo með þér í Krókinn að velja efnið. Fljótlega var flíkin tilbúin, eins og rætt hafði verið um. Að fylgjast með þér sníða á gamla eldhúsborðinu var mér sér- stakt áhugamál. Líklega hef ég þó ekki alltaf flýtt fyrir, enda man ég að þú sagðir stundum í góðlátlegum tón þegar ég stóð fyrir birtunni frá glugganum: „Þú ert nú ekkert lýsi- gull greyið mitt“. Það breytti þó ekki því að ég hélt uppteknum hætti og fylgist grannt með saumaskapnum. Eftir á að hyggja hef ég líklega lært töluvert af því. Heilablæðing árið 1995 varð til þess að þú fluttist á Sauðárkrók. Það er ekki gott að segja hvað það var sem gerði það að verkum að þú náðir þó þeirri heilsu sem raun bar vitni eftir veikindin, þrátt fyrir lömun öðrum megin líkamans. Þó vil ég leyfa mér að fullyrða að óbilandi já- kvæðni, þrautseigja og æðruleysi þitt hafi haft þar mikið að segja. Það að leggja árar í bát eða að æðrast yf- ir orðnum hlut, var ekki þér að skapi. Tæpu hálfu ári eftir að þú veiktist, fæddist fyrsta barnabarnið. Það stóð ekki á því að þú værir fyrst aðstandenda til að koma og skoða litla prinsinn. Það sama átti við þeg- ar ég eignaðist seinni drenginn. Og sem betur fór áttu þeir bræður þess kost að kynnast þér af eigin raun. Heimsóknirnar á elliheimilið urðu margar, þó vafalaust hefðu þær mátt vera fleiri. Þrátt fyrir skerta getu til að sinna hannyrðum varstu sífellt að búa til eitthvað til að gleðja vini og vandamenn. Raunar var það með ólíkindum hverju þú fékkst áorkað á því sviði þrátt fyrir fötlun og skerta sjón, seinni árin. Þér þótti slæmt að geta ekki prjónað eða heklað, en í stað þess að gefast upp keyptirðu eins konar smáprjónavél sem gerði þér kleift að prjóna t.d. trefla með annarri hendi. Allt til síðasta dags fylgdist þú vel með fréttum og því sem gerðist í um- hverfinu, hafðir skoðanir á hlutunum og óbilandi kímnigáfu. Það að sjá broslegar hliðar á málum sem aðrir sáu ekki, var þér einkar lagið. Vel- ferð þinna nánustu var þér hjartans mál og var þér ofarlega í huga mik- ilvægi menntunar og þess að hafa full réttindi til þeirra starfa sem fólk gegndi. Studdir þú mig dyggilega í mínu námi, bæði í orði og verki. Með kæru þakklæti fyrir allt og allt í gegnum tíðina vil ég kveðja þig með þínum eigin orðum sem þú sagðir við mig í eitt af síðustu skiptunum sem við hittumst: „Vertu sæl elsku hjart- að mitt, við sjáumst aftur síðar.“ Þín Inga. Elsku langamma. Það var alltaf gaman að koma að heimsækja þig á elliheimilið. Þá skutlaði ég þér stundum í matsalinn í hjólastólnum og þú gafst mér líka nammi. Stundum hjálpaði ég þér með kapalinn í tölvunni og einu sinni vann ég meira að segja kapalinn fyr- ir þig. Ég fékk líka stundum að prófa rúmið þitt sem þú breyttir og breytt- ir svo það færðist upp og niður og stundum lyftist bara bakið, þá hlóg- um við saman. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Bless langamma mín, vertu nú dugleg upp á himnum. Þinn Sindri. Á síðustu árum og áratugum hafa þeir verið að tínast á brott, einn af öðrum, gömlu Hjaltdælingarnir sem mótuðu tilveru mína upp úr miðri öldinni þegar ég var að alast upp. Og nú þegar Fjóla frænka mín hverfur af þessum heimi finnst mér að vissu leyti eins og þar hafi hrunið síðasti hornsteinninn sem byggði upp heimsmyndina á þessum tíma. En ný kynslóð tekur við af annarri í hægri samfellu og liðinn tími kemur ekki aftur. Horfinn heimur er minning sem lifir í huga hvers og eins svo lengi sem hann ræktar þá hugsun og iðu- lega er í mynd- og ritmáli reynt að einhverju leyti að endurskapa þann heim því að í mannlegu eðli blundar löngun til að þekkja fortíðina, eink- um þegar einstaklingar komast um og yfir miðjan aldur. Nú eru fáir eftir sem veitt geta fræðslu um mannlíf í dalnum mínum á fyrri hluta 20. aldar en þar var sjaldnast komið að tómum kofunum hjá Fjólu. Frá unga aldri naut hún þess að sitja við sagnabrunninn, hlýða á frásagnir eldra fólks og lesa. Þekkingu sinni var hún fús að miðla þeim sem á vildu hlýða og þangað hef ég sótt margan fróðleik á síðustu árum. Tvítug að aldri tók Fjóla við búi foreldra sinna í Víðinesi ásamt Guð- mundi Sigmundssyni manni sínum og hjá þeim voru gömlu hjónin með- an ævi entist. Veika systur sína ann- aðist hún í áratugi. Búið var aldrei stórt og framkvæmdir tóku mið af því sem framleiðslan stóð undir. Nýtni og nægjusemi sem arfleifð kynslóðanna hafði kennt skapaði það öryggi að vera sjálfum sér nóg- ur og gleði að geta verið veitandi náunga sínum. Í Víðinesi var seinast búið í torfbæ í Hjaltadal, til ársins 1967. Oft kom ég þangað því að við Siggi, eldri sonurinn á bænum, vorum jafnaldrar og leikbræður þegar leyfi gafst til heimsókna. Í minni lifir sér- stök tilfinning úr gamla torfbænum hennar Fjólu frænku þar sem allt var svo þrifalegt og notalegt, þar sem kolaeldavélin stóð undir bað- stofuþilinu og veitti yl, þar sem steypt eldhúsgólfið hallaðist frá eldavélinni niður að austurþilinu og stíga þurfti hátt þrep upp í baðstof- una. Þar hafði Gunnlaugur afi minn stundum setið síðustu ár sín á þrep- inu og brytjað með hornskepta vasa- hnífnum sínum í hænsnin, þeim sama vasahníf sem Fjóla gaf mér löngu síðar. Einhvern veginn man ég ekki eftir nema norðurhelmingi eldhússins, þeim megin sem inn- gangurinn var og þrepið upp í bað- stofuna. Mér fannst eitthvað svo skuggsýnt við suðurþilið og var ókunnugur þar, finnst eins og þang- að hafi ég bara aldrei farið og voru þó ekki mörg skref. Í baðstofunni tifaði gamla klukk- an á þilinu og ,,kenndi oss að telja daga vora, að við mættum öðlast vit- urt hjarta“. Hvítlökkuð skarsúðin fannst mér athyglisverð og einhvers staðar situr minningin föst við lítils háttar flagnaða málningu og gamla halasnældu sem stungið var undir bita. Miðbaðstofan var hins vegar ekki notuð til íbúðar eftir að ég man eftir en svo hafði verið áður og þar voru tvö rúm og þar var inntak sím- ans. Hvinurinn í símavírnum spáði hvassviðri og gat við ákveðnar að- stæður orðið ótrúlega hávær þeim sem var óvanur hljóðinu. Svona lifa smáar myndir í hug- anum og allar eru þær tengdar Fjólu. Þessi fáu orð eru kveðja mín og fjölskyldu minnar, þakkir til Fjólu og Munda og bræðranna fyrir allt það ómetanlega sem þau hafa fyrir mig gert, fyrr og síðar. Bræðr- unum Sigurði og Gunnari, fjölskyld- um þeirra og ástvinum sendi ég hug- heilar kveðjur. Hjalti Pálsson frá Hofi. FJÓLA GUNNLAUGS- DÓTTIR Kæra Fjóla langamma. Ég sakna þín svo sárt að hjarta mitt er að springa, því þú gladdir mig svo oft. Þinn Aron Smári. HINSTA KVEÐJAum það gott og allt væri í lagi hjá okkur. Ef þér fannst að svo væri ekki þá leið þér illa og varðst alveg ómögulegur maður. En það er bara þannig í lífinu að það er ekki alltaf allt dans á rósum, maður rekst stundum á þyrna. Ég er svo glaður og feginn að hafa getað verið hjá þér þínar síð- ustu stundir. Þú áttir það svo sann- arlega skilið, pabbi minn, að við systkinin værum hjá þér, þú varst alltaf til staðar fyrir okkur. Núna hefur þú það gott og ert sprellfjör- ugur og hleypur um allt. Hafðu þökk fyrir allt, pabbi minn. Þinn sonur, Hjalti Hólmar Indriðason. Minn faðir góði gættu nú vertu yfir og blessa þú gæt sálu minnar og helga þú gef æru minni þína trú. Þegar einhver fellur frá þá er sagt að maður eigi aðeins að minn- ast þess góða í fari þess látna. Er það mjög auðvelt því þó ég reyndi að finna einhverjar slæmar minn- ingar með þér gæti ég það ekki því þær eru ekki til. Á ég nú ekki margar æskuminningarnar og enn færri með þér því þú varst lítið heima fyrstu árin mín allavega fannst mér þú alltaf vera á sjó. Eftir á að líta þá man ég ekki eft- ir að þú hafir skammað mig, kannski var ég svona þægur en efa ég þó það. Lýsir þetta kannski skapgerð þinni en þú varst aldrei að æsa þig eða eyða tímanum í að vera reiður yfir einhverju ómerkilegur heldur hélstu bara áfram glaður í bragði. Þú gast verið mjög hnyttinn eins og kemur fram í sögu sem mamma sagði mér nýlega. Þú varst að fara til Reykjavíkur og þegar þú fórst sat Mundi póstur heima og þambaði kaffi eins og hann gerði yf- irleitt góðan part úr deginum. Þeg- ar þú kemur heim aftur þremur dögum seinna þá situr hann enn og þambar kaffi. Sagðir þú þá við hann í hæðni: „Hvað, ert þú enn hér?“ og stóð Mundi upp við það sama og sagði: „Já, en ég er að fara.“ Til eru margar góðar sögur af þér en ég læt þessa duga. Elstu minningarnar af þér eru að fá að fara og gefa hestunum þó þú værir ragur til þess eftir að einhver hryssan spark- aði í Nonna. Ég man eins og það hafi gerst í gær þegar þú komst með fyrsta hjólið mitt, lést mig hafa það á stéttinni, settir mig á það og ýttir mér af stað og hélst við í smá- spöl og slepptir svo. Þegar stilla átti kompásinn á Auðbjörginni fékk ég að koma með þér, því það tók svo stuttan tíma og var mjög gam- an að fá að koma með, man ég líka eftir að fara í stuttan túr með þér á Hafrúninni. Einn vetur í kringum 12. árið vorum við mikið saman eft- ir skóla við að fella grásleppunet en þú hafðir þá hætt á sjó en langaðir að róa aðeins meira og fórum við og lögðum netin saman. Fékk ég aftur tækifæri til að vinna með þér þegar ég var 14 en þá komstu mér að í skreið. Fannst mér bæði gaman að vera í vinnu með pabba mínum en líka skrítið því ég var bara 14 en þú kominn á sjötugsaldurinn, enda var 47 ára aldursmunur á okkur. Ég minnist margra veiðitúra sem við fórum í, ég titturinn hlaupandi á eftir ykkur Nonna en þið voru svo kloflangir og tókuð stór skref, ég gat ekki beðið eftir því að verða eldri til að geta farið sjálfur með þér að veiða og við gætum þramm- að saman og þá þyrftir þú að halda í við mig. Það varð víst aldrei úr því, því fljótlega eftir að ég varð tví- tugur fórst þú að missa heilsuna. Þú varst alltaf mjög duglegur að styðja við áhugamál mín. Ég fékk áhuga á að safna seðlum, þú og mamma hjálpuðuð mér að koma upp góðu safni, hún bað pennavini sína og þú fórst oft með mig á upp- boð og vitanlega fjármagnaðirðu það. Sem smástrákur var reglulega gaman að fara á uppboð með pabba til aðstoðar. Þegar ég fór að hafa áhuga á tölvum var ég fyrir löngu búinn að ákveða hvernig vél ég fengi mér en þú vildir samt gera til- raun til þess að láta mig kaupa not- aða og ódýrari því alltaf passaðirðu að ég færi vel með peningana, en mér var ekki haggað. Þú hjálpaðir mér við kaupin á fyrstu bílunum mínum, þú þræddir með mér bíla- sölurnar, svo þegar bíllinn fannst prúttaðirðu um verðið með góðum árangri. Ekki löngu seinna náði ég í Möggu og frá því fyrst þú kynntist henni tókst þú ástfóstri við hana. Þér þótti skondið að ég hefði náð í stelpu sem væri dótturdóttir Garð- ars sem var mikill vinur þinn í æsku á Siglufirði og lágu þá leiðir ykkar aftur saman öllum þessum árum seinna og náðuð þið að hittast og rifja upp gamla tíma. Þegar Maggi og Alexander fóru í heim- sókn til ykkar mömmu gátu þeir verið vissir um að þeir fengju smá brjóstsykur hjá afa sínum og kallaði Alexander þig oft í gríni afa nammi- álf. Nú skiljast að leiðir styrkurinn þver yl minninga minna ég geymi hjá mér nú legg ég á hólminn til stjarnanna fer með heri drottins að baki mér. Í byrjun mars fór öll fjölskyldan að hitta þig og er ég svo ánægður að hafa ekki farið seinna því deg- inum eftir fórstu á gjörgæsluna. Fékkstu að sjá alla fjölskylduna mína samankomna og berja litlu prinsessuna augum en ég reikna nú með að þú hefðir kallað hana það, því þú kallaðir strákana alltaf prins- ana. Síðasta skiptið sem ég talaði við þig sagði ég þér að við ætluðum að skíra á morgun, þú spurðir mig strax hvort þú mættir fá að vita nafnið, og ég sagði Guðbjörg Eva. Daginn áður en þú kvaddir sátu mamma og við systkinin hjá þér og Nonni var á leiðinni, læknarnir gáfu þér ekki nema nokkra tíma, sögðum við að þú værir tilbúinn til þess að fara en værir að bíða eftir Nonna, kom hann og sátu þau svo öll hjá þér þar til þú skildir við. Ég vona að þú erfir það ekki við mig að vera ekki viðstaddur en það var eitthvað sem ég var ekki tilbúinn til að gera, tel ég mig hafa tekið rétta ákvörðun og vona ég að þú styðjir þá ákvörð- un eins og flestar ákvarðanir sem ég hef tekið. Vona ég að þú sért ánægður með hvernig hafi ræst úr mér og hvaða mann ég hafi að geyma en ég á þér mikla þökk fyrir það. Kveðja, Jóhannes Indriðason. Elsku Indriði afi er farinn til Guðs. Við söknum hans mikið. Hann kom síðast í heimsókn til okk- ar á aðfangadagskvöld, borðaði með okkur og opnaði pakkana sína. Það var svo gaman að hafa hann hjá okkur því hann hafði ekki komist í heimsókn til okkar svo voðalega lengi. Afi var búinn að vera veikur lengi og var þá á spítala, en þess á milli frískur og þá var hann heima hjá ömmu sem stjanaði við hann og gerði allt sem hún gat fyrir hann. Síðast þegar við sáum afa var það daginn eftir að yngsta barnabarnið hans var skírt, hún Guðbjörg Eva. Þá var afi orðinn mikið veikur en hann var samt glaður að sjá okkur og glaður yfir nafninu á litlu stelp- unni. Við verðum ætíð þakklátir afa fyrir hvað hann var góður við okk- ur, laumaði smápening til okkar eða nammi þegar við vorum að koma í heimsókn. Svo spurði hann alltaf hvort amma væri búin að gefa okk- ur eitthvað að drekka. Okkur þykir svo leiðinlegt að afi getur ekki verið í fermingunni okkar en kannski kík- ir hann til okkar frá himnum og fylgist með hvernig allt fer fram og verður glaður yfir að sjá allt fólkið sitt. Við munum aldrei gleyma Indriða afa og munum alltaf elska hann. Þórður Indriði Björnsson og Þórir Óskar Björnsson.  Fleiri minningargreinar um Indriða S. Hjaltason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Davíð Bragi Björgvinsson; Indriði Theodór Hjaltason.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.