Morgunblaðið - 08.04.2006, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 08.04.2006, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 57 DAGBÓK Frá hausti 2005 hefur félagsvísindadeildHáskóla Íslands með stuðningi Þróun-arsamvinnustofnunar Íslands boðið uppá MA- og diplómanám í þróunarfræðum. Jónína Einarsdóttir, dósent í mannfræði, er ábyrgðarmaður framhaldsnámsins: „Stuðningur Þróunarsamvinnustofnunar hefur gert okkur kleift að fjármagna stöðu til að starfrækja þessa náms- leið. Annars vegar er hægt að stunda 60 eininga meistaranám, en í því námi vinna nemendur rann- sóknarverkefni og eru þannig undirbúnir bæði undir vinnu að þróunarverkefnum og þjálfaðir í rannsóknarvinnu. Nemendur geta valið rannsókn- arefni sitt úr breiðu sviði en einnig veitir Þróunar- samvinnustofnun aðgang að sínum þróunarverk- efnum,“ segir Jónína. Ýmsir styrkir standa til boða og hefur Þróunarsamvinnustofnun Íslands auglýst námsstyrki fyrir framhaldsnemendur í þróunar- fræðum og einnig nefnir Jónína að Afríkustofnunin í Uppsala veiti styrki til rannsóknarverkefna í Afr- íku, svo dæmi séu nefnd. „Hins vegar er diplómanámið, sem er mun styttra, eða aðeins 15 einingar. Þar er fyrst og fremst farið yfir kenningar um þróun samfélaga og mismunandi leiðir til þróunaraðstoðar auk val- náms eftir áhugasviði.“ Þróunarfræði (e. development studies) fjalla um þróun samfélaga og samfélagsbreytinga. Sérstök áhersla er á lönd þriðja heimsins, en þó ekki fjallað um þau eingöngu, og bendir Jónína á að mörg áhugaverð þróunarverkefni megi finna á norður- slóðum. „Með náminu á fólk að verða betur í stakk búið að vinna að þróunarverkefnum. Á það jafnt við um fólk sem vinnur við fræðslu, starfsmenn og sendi- fulltrúa frjálsra félagasamtaka og ríkis, kirkju eða alþjóðastofnana.“ Þá nefnir Jónína að fólk yngra en 32 ára geti sótt um starfsþjálfun við þróunarsamvinnuverkefni hjá utanríkisráðuneytinu og Þróunarsamvinnustofn- un. Auglýstar hafa verið stöður í Malaví, Mósamb- ík, Namibíu, Níkaragúa, Sri Lanka og Úganda, og á vegum SÞ í Barbados, Indlandi og Kenía. Nám í þróunarfræðum er opið umsækjendum frá öllum námsbrautum háskólanáms sem lokið hafa grunngráðu. Námið er þverfaglegt og hentar námsmönnum með margs konar bakgrunn, allt frá sviði menntunar og heilbrigðisþjónustu til stjórn- sýslu og félagsvísinda. Auk MA og diplómanáms í þróunarfræðum stendur MA-nemum í mannfræði nú til boða að taka mannfræði þróunar sem sér- svið. Umsóknarfrestur fyrir meistaranám í þróun- arfræðum er 18. apríl en 6. júní fyrir diplómanám. Nánari upplýsingar má finna á slóðinni http:// felags.hi.is/page/mannfraedi. Menntun | Nýtt þverfaglegt nám undirbýr fólk undir störf við þróunarverkefni Þróunarfræðinám við HÍ  Jónína Einarsdóttir fæddist í Reykjavík 1945. Hún lauk stúd- entsprófi frá Mennta- skólanum á Laugavatni 1974, BS í efnafræði 1978 og hlaut kennslu- réttindi frá HÍ 1980. Jónína lauk námi í mál- efnum þróunarlanda frá Uppsalaháskóla 1987, BA 1988 og doktors- prófi í mannfræði 2000 frá Stokkhólmshá- skóla. Jónína hefur starfað sem kennari á Ís- landi og Gíneu-Bissau. Hún vann á Rann- sóknarstofu um þróunarmál við mannfræði- deild Stokkhólmsháskóla og stundaði vettvangsrannsóknir í Gíneu-Bissá og á Ís- landi. Jónína er dósent í mannfræði við mann- fræðiskor HÍ. Hún er gift Geir Gunnlaugssyni barnalækni og eiga þau þrjá syni. Upplýsum fermingarbarnið Í ALLAR þessar fermingarveislur sem nú eru haldnar er boðið gömlum frændum og frænkum sem ferming- arbarnið kann engin deili á. Ég fór í fermingarveislu sl. sunnudag. Áður en ég fór fór ég inn í islendingabók.is, prentaði út skyldleika minn við ferm- ingarbarnið, setti það inn í ferming- arkortið og skrifaði svo á kortið. Mig langar að koma þessari hugmynd áfram og held að það sé sniðugt fyrir fermingarbarnið að vita hver þessi frænka sé. Hulda Guðmundsdóttir. Spurning TIL hvers að reisa húsnæði fyrir eldri borgara ef enginn er til að þjón- usta þá? Gamalmenni. Þakkir HJARTANS þakklæti, Jónas og Diddú, fyrir tilveru ykkar í Græna herberginu. Unnandi. „Er ekki allt í lagi?“ VIÐ vinkonurnar erum mjög tryggir áhorfendur þáttarins „Glæstar vonir“ og við erum ekki sammála Sig- urbjörgu sem kvartar undan því að Stöð 2 hoppi fram um tvö ár með þáttinn. Teljum við að þessi ákvörðun hafi verið mjög sniðug hjá þeim þar sem við vorum mörgum árum á eftir þeim þáttum sem nú eru sýndir í Banda- ríkjunum. Við verðum ekki hissa á því að Brooke sé búin að eignast barn né hissa á því að Ridge og Brooke giftist í þriðja sinn, þar sem hægt er að lesa um allt það sem hefur gerst á þessum tveimur árum á heimasíðu Stöðvar 2. Frábært framtak hjá Stöð 2! Tvær stúdínur í Vesturbænum. Ronja er komin heim RONJA, kisan sem auglýst var eftir í Velvakanda fyrir nokkrum dögum, er komin í leitirnar eftir u.þ.b. 8 daga volk. Að vonum eru allir á heimilinu mjög glaðir með lyktir málsins því það er búið að fara margar árangurs- lausar leitarferðir. Nokkrir árvökulir lesendur Vel- vakanda hafa hringt (sem sagt verið vaknaðir) og talið sig jafnvel hafa séð Ronju (t.d. á Selfossi) og við höfum haft samband við ýmsa aðila sem of langt mál væri upp að telja. Þeim að- ilum eru færðar bestu þakkir fyrir sínar ábendingar og aðstoð. En Ronja leysti úr málunum með því að skila sér heim þriðjudaginn 4. apríl og hefur lofað að gera svona lag- að aldrei aftur. Hún dvelst nú til hressingar og endurhæfingar á heimili sínu og hef- ur aldrei verið glaðari á sinni 9 mán- aða ævi. Með kærri þökk fyrir birtinguna, Sigmar Þór Óttarsson, Laugavegi 128, Rvk. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bc4 b5 7. Bb3 e6 8. Be3 Rbd7 9. f4 Bb7 10. f5 e5 11. Rf3 Be7 12. Rd2 Hc8 13. O-O O-O 14. a3 Rb6 15. Kh1 Dc7 16. De2 Hfd8 17. Had1 d5 18. Bxb6 Dxb6 19. exd5 Bxa3 20. Rde4 Bxb2 21. Rxf6+ Dxf6 22. Re4 Db6 23. f6 g6 24. Dd2 Ba3 Staðan kom upp á opna alþjóðlega Reykjavíkurmótinu sem lauk fyrir skömmu í skákmiðstöðinni í Faxafeni 12. Mohammed Tissir (2444) hafði svart gegn Halldóri Brynjari Halldórssyni (2226). 25. d6! og svartur gafst upp þar sem hann yrði óverjandi mát eftir 25... Bxe4 26. Dh6 og 25...Bxd6 26. Rxd6 hefði í för með sér mannstap. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Eitt lítið grand. Norður ♠D96 ♥K843 ♦G92 ♣G83 Suður ♠Á54 ♥D62 ♦ÁD3 ♣Á1042 Suður opnar á 15–17 punkta grandi og þar enda sagnir. Út kemur lítill tíg- ull – nían úr borði, tían og drottning. Það er álitamál hvar eigi að leggja til atlögu, en einhvers staðar verður að byrja og það er ekki verra en hvað ann- að að spila litlu hjarta á kónginn. Vestur lætur gosann og kóngurinn á slaginn. Hvað svo? Norður ♠D96 ♥K843 ♦G92 ♣G83 Vestur Austur ♠KG102 ♠873 ♥G ♥Á10975 ♦K8654 ♦107 ♣965 ♣KD7 Suður ♠Á54 ♥D62 ♦ÁD3 ♣Á1042 Michael Rosenberg var í austur og fann þá hárfínu vörn að dúkka hjarta- kónginn fumlaust. Sagnhafi gerði sér vonir um að vestur hefði byrjað með ÁG tvíspil og spilaði næst litlu hjarta úr borði – sjöan frá Rosenberg, sexan frá suðri og … lauf! Rosenberg tók þrjá slagi í viðbót í hjarta, spilaði svo tígli og sagnhafi end- aði tvo niður. Á hinu borðinu fór sveit- arfélagi Rosenbergs einn niður á þremur gröndum. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Hlutavelta | Þær Dagbjört Andr- ésdóttir og Hulda Margrét söfnuðu 3.500 kr. sem þær afhentu Rauða krossi Íslands til styrktar bág- stöddum börnum. Fréttir í tölvupósti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.