Morgunblaðið - 08.04.2006, Page 62
62 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ÞÉR MUN STANDA
AF HLÁTRI!
www.xy.is
Frá Grínsnillingnum Mel Brooks!!
Ice Age 2 m/ensku tali kl. 6, 8 og 10
Ísöld 2 m/íslensku tali kl. 2, 4 og 6
Date Movie kl. 4, 8 og 10 B.i. 14 ára
Big Momma´s House 2 kl. 2
N ý t t í b í ó
Ice Age 2 m/ensku tali kl. 12, 2, 4, 6, 8 og 10
Ice Age 2 m/ensku tali í Lúxus kl. 12, 2, 4, 6, 8 og 10
Ísöld 2 m/íslensku tali kl. 12, 2, 4, 6 og 8
Date Movie kl. 6, 8 og 10 B.i. 14 ára
Big Momma´s House 2 kl. 1.30, 3.40, 5.45, 8 og 10.15
Pink Panther kl. 1.30, 3.50 og 10.10
Ein stærsta opnun
allra tíma í USA !
RANGUR TÍMI, RANGUR
STAÐUR, RANGUR MAÐUR
„FRÁBÆR, FLOTT OG FYNDIN...
OFURSVALUR SPENNUTRYLLIR“ FHM Sýnd með íslensku og ensku tali
eee
LIB, Topp5.is
FRÁ ÖLLUM HANDRITS-HÖFUNDUM „SCARY MOVIE“
2 af 6
ROKKSVEITIN Singapore Sling
verður með tónleika á skemmti-
staðnum Grand rokki í kvöld. Um
er að ræða fyrstu tónleika sveit-
arinnar eftir að plata hennar, Taste
the Blood of Singapore Sling, kom
út í byrjun þessa árs. Í frétta-
tilkynningu segir að sveitin muni að
öllum líkindum spila öll lögin af
nýju plötunni utan eins, auk eldri
laga. Þá mun hún flytja lagið „I
hate you“ sem hljómsveitin The
Monks flutti upprunalega, en út-
gáfa Singapore Sling verður á
væntanlegum safndiski sem gefinn
verður út til heiðurs The Monks í
sumar.
Auk Singapore Sling leika hljóm-
sveitirnar Hölt Hóra og Gavin Port-
land á tónleikunum. Hölt Hóra hef-
ur ekki leikið á tónleikum síðan á
Iceland Airwaves-hátíðinni í októ-
ber, en á tónleikunum í kvöld mun
sveitin frumflytja nýtt efni í bland
við eldri smelli. Gavin Portland hef-
ur vakið þó nokkra athygli að und-
anförnu en stutt er í að sveitin sendi
frá sér nýja plötu.
Tónleikar | Singapore Sling stígur á svið á Grand rokki í kvöld
Morgunblaðið/Sigurjón Guðjóns
Um er að ræða fyrstu tónleika Singapore Sling í nokkuð langan tíma.
Rokkað á
Smiðjustíg
Singapore Sling, Hölt hóra og
Gavin Portland á Grand rokki í
kvöld. Húsið verður opnað klukkan
23. Aðgangseyrir er 500 krónur.
EIRÍKUR Orri Ólafsson og félagar
stigu á svið á djasstónleikum Múlans í
Þjóðleikhúskjallaranum á miðvikudags-
kvöldið. Þarna leiddu saman hesta sína
nokkrir af fremstu djassistum yngri
kynslóðarinnar. Með Eiríki Orra, sem
spilar á trompet, voru Jóel Pálsson
saxófónleikari, Róbert Sturla Reynisson
gítarleikari, Valdimar K. Sigurjónsson
kontrabassaleikari og ameríski
trommuleikarinn Scott McLemore.
Í jazzFréttum segir m.a. að þeir hafi
vakið athygli fyrir persónulega og ný-
stárlega nálgun á hinu gamalgróna
djassformi. „Á meðan aðrir jazzleikarar
á svipuðu reki hafa látið sér nægja að
liggja umhugsunarlaust á uppþornuðum
spena jazzgyðjunnar hafa þessir menn
bitið og klórað, gripið í tómt en um leið
skapað rými í griplitlu tóminu,“ segir
þar einnig.
Hafa skapað rými í griplitlu tóminu
Múlinn stendur reglulega fyrir djasstónleikum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Eiríkur Orri Ólafsson og Jóel Pálsson.
Á Akureyri hefur verið stofnað fé-lagið Norðlenska dýrið sem
ætlað er að vera einskonar akureysk
útgáfa af Tónlistarþróunarmiðstöð-
inni í Reykjavík. Fyrstu tónleikar
félagsins verða haldnir í kvöld á
Sjallanum þar sem sex norðlenskar
hljómsveitir hyggjast troða upp.
Þær sveitir sem fram koma í kvöld
eru Thingtak (alþingi), Helgi og
hljóðfæraleikararnir, Hugsýki,
Infiniti, Grass og ungu nýliðarnir í
Mistri. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og
fyrstu 50 gestirnir fá veglegan
glaðning. Búast má við hressum og
fjölbreyttum rokktónleikum.
Fólk folk@mbl.is