Morgunblaðið - 08.04.2006, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 08.04.2006, Qupperneq 68
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. TVEGGJA sólarhringa setuverk- falli ófaglærðs starfsfólks á tíu hjúkrunar- og dvalarheimilum lauk á miðnætti. Starfsmenn eru hóflega bjartsýnir á árangur af þessum að- gerðum, og ætla að hittast á mánu- dag til að ræða frekari aðgerðir, þar á meðal uppsagnir. „Okkur sýnist stjórnvöld ætla að bíða eftir hinu versta, og við erum algerlega hundsaðar,“ segir Þóra Jones, einn trúnaðarmanna ófag- lærðs starfsfólks á hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ. „Ófaglærðir starfs- menn eru virkilega stór hlekkur í því að hjúkrunarheimili gangi sem skyldi. Okkar starf er gróflega van- metið í samfélaginu, og jafnvel finnur maður fyrir því að það sé lit- ið niður á þetta starf. Þetta end- urspeglast í laununum.“ Aðstandendur reyndu margir hverjir að hafa hönd í bagga með að vistmenn á hjúkrunarheimilun- um gætu komist fram úr rúmi. Þóra Þorleifsdóttir var að aðstoða eiginmann sinn, sem dvelur á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, þegar Morgunblaðið leit í heimsókn í gær. Mikilvægt starf en launin hneyksli „Mér finnst launin hjá þessu fólki algert hneyksli, eins og þetta er mikilvægt starf í samfélaginu. Ég veit ekki hvort ráðamenn geri sér grein fyrir mikilvæginu,“ sagði Þóra. Hún sagðist vonast til þess að ráðamenn hugsi sinn gang og reyni að koma til móts við kröfur starfs- fólksins. Óskiljanlegt sé hvernig hægt sé að byggja upp fleiri hjúkr- unarheimili þegar ekki sé hægt að manna þau, og pláss sem losni á þeim hjúkrunarheimilum sem fyrir eru nýtist ekki þar sem skortur sé á starfsfólki. Þóra segir miður að athygli fjöl- miðla hafi frekar beinst að því sem sé að gerast í Kauphöllinni en því sem sé að gerast á hjúkrunarheim- ilunum, lítið hafi verið fjallað um launadeilu ófaglærða starfsfólksins, og yfirleitt fái fréttir af peningum meira vægi en fréttir af fólki. Setuverkfalli ófaglærðs starfsfólks á hjúkrunarheimilum lokið Uppsagnir verða rædd- ar á fundi eftir helgi Morgunblaðið/Árni Sæberg Þóra Þorleifsdóttir hefur haft í nógu að snúast við að aðstoða mann sinn vegna setuverkfallsins. Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is  Kemur til greina | 11 KVENNALIÐ Hauka varð í gær- kvöld Íslandsmeistari í körfuknatt- leik í fyrsta sinn með sigri á Kefla- vík, Íslandsmeisturum síðasta árs, 81:77, á Ásvöllum í gær. Lið Hauka bar höfuð og herðar yfir önnur lið á Íslandsmótinu á þessu keppnistíma- bili og varð deildabikarmeistari, deildarmeistari og vann fimm af sex viðureignum sínum í úrslitakeppn- inni. „Í fyrsta lagi er ég með frábær- an hóp sem er tilbúinn að vaða eld og brennistein til að vinna og mætir oft tvisvar á dag á æfingar. Svo er frábær stjórn hjá deildinni sem hef- ur gaman af sínu starfi,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Íslands- meistaranna. | Íþróttir Morgunblaðið/Sverrir Íslandsbik- arinn til Hauka í fyrsta sinn ÞORLÁKSTÍÐIR koma úr tónlist- arhandriti frá því um 1400 og er nokkurs konar óður til dýrlingsins Þorláks Þórhallssonar sem var bisk- up í Skálholti á 12. öld. Sönghópurinn Voces Thules hefur síðustu tólf ár skoðað handrit Þor- lákstíða og afrakstur þeirrar vinnu var að koma út á þremur geisladisk- um, einum mynddiski og listbók og mun sönghópurinn halda útgáfutón- leika í kvöld þar sem þeir syngja brot úr verkinu. Sverrir Guðjónsson, einn meðlimur Voces Thules, segir Þorlákstíðir vera íhugunartónlist klaustranna og byggjast á flæði. | 28 Voces Thules syngja Þorlákstíðir ♦♦♦ VERULEGA hefur dregið úr fjölgun innan sjúkraliðastéttarinnar og mun leiða til þess að skortur á sjúkraliðum mun aukast mikið á næstu tíu til fimmtán árum, segir í skýrslu Hörpu Guðnadóttur og Sólveigar Jóhanns- dóttur, sérfræðinga hjá Hagfræði- stofnun, þar sem tekin er fyrir staða og spár um þróun mannafla í fjórum heilbrigðisstéttum. Skýrslan var kynnt á morgunverðarfundi, sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið efndi til í tilefni Alþjóðaheil- brigðisdagsins, í gær. Í skýrslunni kemur fram að á ár- unum 1968 til 1985 hafi árleg fjölgun í sjúkraliðastéttinni að jafnaði verið um 15%, en á árunum eftir það hafi fjölgunin ekki verið nema 2%. Sjúkra- liðafélag Íslands metur það svo að skortur á sjúkraliðum í dag sé um 16% og ljóst að sú prósenta mun hækka mikið á næstu árum því mikil skekkja er í aldursdreifingu stéttar- innar. Flestir sjúkraliðar eru á aldr- inum 43 til 56 ára og vegna mjög lé- legrar nýliðunar inn í stéttina er við því að búast að stórt vandamál skap- ist innan fárra ára, þegar stór hópur sjúkraliða dettur út af vinnumarkaði sökum aldurs. Framtíðarhorfur ekki góðar Horfurnar eru ekki aðeins slæmar hjá sjúkraliðum því einnig má búast við vandamálum meðal hjúkrunar- fræðinga. Þar eru flestir á aldurs- bilinu 40 til 50 ára og ef ekkert verður að gert stefnir jafnvel í óefni hjá hjúkrunarfræðingum. Ekki liggur fyrir hversu stór hópur hjúkrunar- fræðinga á rétt á eftirlaunum um sex- tugt samkvæmt 95 ára reglunni en þróunin gæti hugsanlega orðið alvar- legri eftir stærð þess hóps. Félag ís- lenskra hjúkrunarfræðinga metur skortinn í dag vera um 14% en í ljósi atburða síðustu daga hjá hjúkrunar- fræðingum má ætla að framtíðarhorf- urnar séu ekki góðar. Meðal lækna og sjúkraþjálfara eru horfurnar betri en vöxtur lækna er að jafnaði 3,4% á ári og hjá sjúkraþjálf- urum um 8% að jafnaði á ári og að mati skýrsluhöfunda er ekki hætt á skorti innan þeirra stétta. Skýrslan er unnin fyrir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og áætla skýrsluhöfundar að hún verði fullbúin eftir hálfan mánuð. Skortur á sjúkraliðum mun aukast mikið á næstu árum Nýliðun ekki nægi- leg og stefnir í óefni Eftir Andra Karl andri@mbl.is Morgunblaðið/Golli Flestir sjúkraliðar eru á aldrinum 43–56 ára og vöxtur í stéttinni er ónógur. UM fimmtán ný störf gætu skapast í fiskvinnslu á Bíldudal á næstu mánuðum en fundað var um framtíð hennar í bæn- um í gær. Fyrirtækið Bílddæl- ingur hf. lagði niður fiskvinnslu á Bíldudal og sagði upp öllu starfsfólki sínu í byrjun júní á síðasta ári. „Fundurinn vakti vonir til þess að það gæti farið að gerast eitthvað í þessu máli,“ segir Guðmundur Guðlaugsson, bæj- arstjóri Vesturbyggðar. „Menn hafa verið að skoða undanfarna mánuði vinnslu fersks fisks til útflutnings og fiskeldi í tengslum við rannsókn hjá Haf- rannsóknastofnun. Það er ým- islegt að gerjast sem við teljum mikla möguleika í. Ég vænti þess að það gerist eitthvað í þessu á næstu mánuðum.“ Guðmundur segir útfærslu- atriði sem enn eigi eftir að ganga frá hvaða fjárfestar komi að uppbyggingunni. „Það koma ýmsir að þessu,“ segir hann. „Ég vænti þess að um fimmtán ný störf gætu skapast og er mjög ánægður með þennan fund.“ Bjartari horfur í fiskvinnslu á Bíldudal
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.