Morgunblaðið - 29.04.2006, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 115. TBL. 94. ÁRG. LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Skapandi
nám barna
Í leik og tækni er hægt að efla
námsmöguleika barna | Miðopna
Lesbók, M-ið, Börn,
Íþróttir og Enski
TRAUSTAR vísbendingar eru um að Írönum hafi
tekist að auðga úran og teikningar af kjarnorku-
vopnum, sem þeir hafa komist yfir, benda til þess
að þeir vinni með leynd að þróun kjarnorkuvopna.
Þetta kom fram hjá Mohamed ElBaradei, yfir-
manni Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar
(IAEA), í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær
er hann kynnti nýja skýrslu um málið. Forseti Ír-
ans, Mahmoud Ahmadinejad, segir að ekkert geti
stöðvað kjarnorkutilraunir landsmanna og Íran
hafi burði til að verða senn nýtt risaveldi.
Mánaðarlangur frestur, sem öryggisráðið hafði
veitt Írönum til að stöðva tilraunirnar, rann út í
gær. Talsmenn Vesturveldanna sögðu óviðunandi
að Íranar hunsuðu áfram kröfur SÞ um að þeir
hættu tilraununum. En Vesturveldin lögðu sam-
tímis áherslu á að reynt yrði til þrautar að finna
friðsamlega lausn á deilunni sem staðið hefur í
fjögur ár.
Íranar eru aðilar að alþjóðasamningi um bann
við útbreiðslu kjarnorkuvopna og segjast ein-
göngu stunda tilraunir með nýtingu kjarnorku í
friðsamlegum tilgangi. En eftirlitsmenn IAEA
kvarta mjög undan skorti á samstarfsvilja stjórn-
valda í Teheran sem neiti að veita þeim mikilvæg-
ar upplýsingar og óheftan aðgang að tilrauna-
stöðvum. Þykir það benda til að Íranar hafi
óhreint mjöl í pokahorninu og vinni að vopnasmíði.
„Eftir rúmlega þriggja ára tilraunir stofnunar-
innar til að fá yfirsýn yfir allar hliðar kjarnorku-
áætlunar Írana er skorturinn á upplýsingum enn
áhyggjuefni,“ segir m.a. í skýrslunni.
Ahmadinejad Íransforseti var sem fyrr skor-
inorður í gær um ályktanir SÞ. „Írönsku þjóðinni
er fjandans sama um svona gagnslausar álykt-
anir,“ sagði hann á fundi í borginni Khorramd-
areh. „Þeir sem grípa til þess að hóta þvingunum
skulu vita að þjóð okkar krefst kjarnorku og fyrir
náð Guðs er Íran nú kjarnorkuveldi.“ Bætti hann
því við að Íran hefði getu til að verða mjög fljót-
lega „risaveldi“, orð sem gjarnan er notað til að
lýsa hernaðarmætti Bandaríkjanna og Rússlands.
Sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, John Bolton,
sagði í gær að lögð yrði fram tillaga um ályktun í
öryggisráðinu sem kvæði á um refsiaðgerðir.
Reynt verður í næstu viku að ná samstöðu en bæði
Rússar og Kínverjar hafa lagst gegn harkalegum
aðgerðum af hálfu öryggisráðsins.
Hunsa kröfur öryggisráðs SÞ
Reuters
Íranar í Teheran hrópa slagorð til stuðnings
kjarnorkutilraunum landsmanna við bænir í gær.
Ahmadinejad segir Íran
hafa alla burði til að
verða senn „risaveldi“
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
LITLA hafmeyjan gerir ímynd
Dana nú meira tjón en gagn og
menn eiga að leggja frekar áherslu
á að Danmörk sé land nútímalegra
lífshátta, minna á uppfinningar,
vindmyllur og danska hönnun.
Þetta kemur fram í skýrslu sem
ráðgjafafyrirtækið Advice gerði
fyrir danska utanríkisráðuneytið og
sagt var frá í blaðinu Berlingske
Tidende í gær.
Einnig er lagt til að minnt sé á fé-
lagslega ábyrgðartilfinningu Dana,
umhverfisverndarstefnuna, hefð
fyrir því að ræða samfélagsmál í
þaula og gera tilraunir. Hafmeyjan,
hirðin og vinalega bóndabýlið eigi
að víkja fyrir Kristjaníu, Lars von
Trier og nýtísku vindmyllum sem
Danir framleiða geysimikið af.
Ráðuneytið lét gera skýrsluna
eftir deilurnar um skopteikning-
arnar af Múhameð spámanni. Sagt
er að útlendingar hafi áður séð fyrir
sér gömul hús, konungsfjölskyldu,
litlu hafmeyjuna og kát börn sem
hámuðu í sig rauðgraut með rjóma
þegar minnst var á Danmörku. Eft-
ir deilurnar hafi þessi gamla ímynd
fremur valdið tjóni en gagni.
„Hún undirstrikar að við séum
upptekin af okkur sjálfum, feit og
vel alin þjóð og það er ekki heppi-
legt nú þegar fólk dregur í efa að
við kunnum að haga okkur eins og
heimsborgarar sem sýni menningu
og hefðum annarra þjóða virðingu,“
segir Jesper Højberg sem starfar
hjá Advice.
Morgunblaðið/Ómar
Hafmeyjan
orðin púkó? Á SÍÐASTA ári létust 42 einstak-
lingar á Landspítala – háskóla-
sjúkrahúsi (LSH) á meðan þeir biðu
eftir hjúkrunarrými. Sumir höfðu
beðið í marga mánuði. „Eðlilegt
hefði verið að þessir einstaklingar
nytu forgangs að hjúkrunarrými á
ævikvöldinu,“ segir í árskýrslu LSH,
þar sem fjallað er um útskriftar-
vanda í þjónustu við aldraða.
Á síðasta ári biðu að jafnaði 60–80
aldraðir sjúklingar á LSH eftir var-
anlegri vistun. Tveir af hverjum
þremur voru á öldrunarsviði. Því
seinkar innlögnum þar og aukinn
þrýstingur myndast á innlögn á aðr-
ar deildir sjúkrahússins. Gangalagn-
ir verða þá oft eina úrræðið til að
taka við veiku fólki. Á árinu 2005
biðu jafnan 200–250 manns eftir inn-
lögn á deildir öldrunarsviðs, heima
eða á öðrum deildum LSH. Um það
bil 1.700 legudagar á spítalanum
voru skráðir í slíkri bið, einkum á lyf-
og skurðlækningasviði.
Í árskýrslu LSH segir að skjól-
stæðingum sjúkrahússins hafi á und-
anförnum árum verið úthlutað sem
nemur um þriðjungi þeirra 400 rýma
sem losna árlega á hjúkrunar- og
dvalarheimilum á höfuðborgarsvæð-
inu miðað við þriggja ára meðallegu-
tíma þar. „Það er hvergi nærri nóg,“
segir í skýrslu spítalans.
„Það hefði jákvæð áhrif á öllu
sjúkrahúsinu ef aldraðir og geðsjúk-
ir sjúklingar fengju tímanlega vist á
viðeigandi stofnun eða úrræði varð-
andi búsetu. Sjúklingar legðust þá
inn á viðeigandi deild og tilfærslur
milli deilda yrðu skilvirkari. Hagur
þeirra sem bíða varanlegrar vistunar
myndi batna, líka annarra sjúklinga
sem þurfa að leggjast inn og í þriðja
lagi hagur starfsfólksins sem oft
vinnur við erfiðar aðstæður og undir
miklu álagi.“
42 létust meðan
þeir biðu eftir
hjúkrunarrými
Um 60–80 aldraðir sjúklingar á LSH
bíða að jafnaði eftir hjúkrunarrými
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
BRESKU hljómsveitirnar Motörhead, The
Darkness og David Gray munu ásamt Ham,
Ampop, Mínus og Trabant stíga á svið Laug-
ardalshallarinnar á tónlistarhátíðinni
Reykjavík rokkar sem haldin verður dagana
29. júní til 1. júlí næstkomandi. Tónlistarhá-
tíðin sem ber nú undirtitilinn Tónlistarhátíð
alþýðunnar, er haldin í annað sinn en í fyrra
voru það stórsveitirnar Duran Duran, Foo
Fighters og Queens of the Stone Age sem léku fyrir samtals 20 þúsund há-
tíðargesti. Kári Sturluson, skipuleggjandi hátíðarinnar, sagði á blaða-
mannafundi, að héðan í frá yrði íslenskum hljómsveitum gert hærra undir
höfði og þeim boðið upp á alvöru umgjörð og tónleika í fullri lengd. | 62
Reykjavík rokkar aftur
David GrayEITT af merkjum þess að það er
komið vor er að framhalds-
skólanemar sem eru að útskrifast
birtast í undarlegum búningum og
skemmta sér. Hópur nemenda var
áberandi í miðborg Reykjavíkur í
gær og skemmti sér og öðrum. Allt
fór þetta vel fram, en þeim sem leið
áttu um Austurvöll í gær fannst þó
umgengni ekki til fyrirmyndar.
Morgunblaðið/Ómar
Útskriftarnemar
gleðjast í miðborginni