Morgunblaðið - 29.04.2006, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 29.04.2006, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR OPIÐ ELDHÚS VELKOMIN Í GLÆSILEGAN SÝNINGARSAL OKKAR AÐ LÁGMÚLA 8 sýningarhelgi OPIÐ LAUGARDAG FRÁ 11-17 OG SUNNUDAG FRÁ 13-17 LÁGMÚLA 8 • SÍMI 530 2800 - HTH eldhús eru ekki eins dýr og þau líta út fyrir að vera. Ef þú ert að huga að nýju eldhúsi er upplagt að skoða kosti HTH. Í glæsilegum sýningarsal okkar sérðu allt það nýjasta í eldhústækjum frá AEG fléttað saman við innréttingar frá HTH. Þetta samspil HTH og AEG er ekki bara fallegt og vandað heldur er heildarlausn af þessu tagi á góðum kjörum hjá Bræðrunum Ormsson. Jú, jú, það eru til pillur við öllu, Haarde minn, þetta er nú að sjá bara ósköp venjuleg ris- truflun sem hrjáir. Sala á lambakjöti síð-astliðin tvö ár hef-ur verið mjög góð. Á undanförnum 12 mán- uðum hafa selst rúmlega 7.500 tonn á innanlands- markaði. Þetta er 18% meiri sala en á árinu 2003, en sauðfjárbændur hugsa til þess árs með skelfingu. Þá fór saman sölusam- dráttur og verðlækkun til bænda. Í framhaldinu þurfti að auka mikið út- flutning á lambakjöti, en sú aðgerð ein og sér felur í sér verðlækkun til bænda vegna þess að verð á er- lendum mörkuðum er lægra en á innlenda markaðnum. Fara þarf aftur til ársins 1993 til að finna meiri sölu á lamba- kjöti en á þessu ári. Það hafa því orðið mikil umskipti í markaðs- málum lambakjöts á skömmum tíma. Aðeins 700 tonn flutt út? Ein afleiðing þessarar auknu sölu er sú að verulega hefur dreg- ið úr útflutningi á lambakjöti. Ár- ið 2004 var svokölluð útflutnings- skylda 36%. Í fyrra var þessi skylda mismunandi, fór hæst í 18% en meðaltalið var um 16%. Nýlega lagði markaðsráð kinda- kjöts tillögu fyrir landbúnaðar- ráðherra um að útflutningsskyld- an verði 4–10%. Það þýðir að 7–8% framleiðslunnar verða flutt á erlenda markaði. Ráðherra hef- ur ekki tekið ákvörðun í málinu, en ef þessi tillaga kemur til fram- kvæmda verður útflutningur á lambakjöti ekki nema um 700 tonn. Til samanburðar má nefna að árið 2003 voru flutt út rúmlega 2.400 tonn af lambakjöti og yfir 2.000 tonn árið eftir. Meðan flytja þurfti út svona mikið af lambakjöti fór hluti af kjötinu á markaði sem gáfu frek- ar lágt verð. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Landssam- taka sauðfjárbænda, sagði að nú væri staðan allt önnur. Menn þyrftu að velja þá markaði sem menn vildu sinna og það væru að sjálfsögðu markaðir sem borguðu besta verðið. Özur sagði að á síð- asta ári hefðu sláturleyfishafar kvartað mikið undan háu gengi krónunnar. Nú væri gengi krón- unnar fallið og því ættu að skap- ast möguleikar á hagstæðara skilaverði til bænda fyrir útflutt kjöt. Á undanförnum árum hefur verið lögð mikil vinna í að byggja upp markaði fyrir lambakjöt í Bandaríkjunum og Danmörku. Auk þess erum við með gamal- gróna markaði í Færeyjum og Noregi. Það er ljóst að sala á a.m.k. suma þessa markaði mun dragast saman á næsta ári þar sem yfir 90% af framleiðslunni mun fara á innanlandsmarkað. Kjötbirgðir minni en í fyrra Özur sagði að vegna góðrar sölu á lambakjöti væru birgðir á lambakjöti um 8–10% minni en þær voru á sama tíma á síðasta ári. Raunar væri staðan þannig að ef góð sala yrði í lambakjöti í sumar gæti sú staða komið upp í sumar að skortur yrði á lamba- kjöti. Við upphaf sláturtíðar í fyrra hefði nánast allt lambakjöt í landinu verið búið. Hann sagði að bændur og sláturleyfishafar myndu að sjálfsögðu leggja mikla áherslu á að tryggja að nægt framboð yrði á góðu kjöti í sumar. Um 300 tonn af kjöti sem ákveðið hefði verið að færi til útflutnings væru enn til í landinu og það kjöt yrði ekki flutt út fyrr en ljóst væri að ekki kæmi til skorts á lambakjöti í sumar. Hann sagðist því vona að engin vandræði yrðu, en það færi þó m.a. eftir því hversu landsmenn yrðu áhuga- samir um að velja lamb á grillið í sumar. Özur var spurður í ljósi góðrar sölu á lambakjöti og minnkandi birgða hvort tímabært væri að hvetja bændur til að auka fram- leiðslu. Hann sagðist vita til þess að sumir bændur hefðu verið að stækka bústofninn eða áformuðu að gera það. Hann sagðist ekkert hafa verið að draga úr mönnum að gera það. Það tæki hins vegar þrjú ár að auka framleiðsluna því að um leið og bændur tækju ákvörðun um að stækka búin og setja á fleiri lömb væru þeir að taka ákvörðun um að minnka framleiðslu næsta árs því að færri lömb kæmu til slátrunar það árið. Özur sagði því best að allar breyt- ingar í framleiðslu gerðust án stökkbreytinga. Sauðfé í landinu hefur fækkað hægt og bítandi síðustu ár. Af- urðir eftir hverja kind hafa hins vegar aukist á sama tíma. Heild- arframleiðsla á lambakjöti hefur því verið nánast óbreytt síðustu árin. Ólíklegt er því að fram- leiðsla í ár verði meiri en hún var á síðasta ári. Tíðarfar getur þó ráðið talsverðu um hversu heild- arafurðir verða miklar. Á undanförnum árum hefur sauðfjárbúum fækkað, en þau hafa hins vegar ekki stækkað mikið vegna þess að markaðurinn fyrir kjöt hefur ekkert stækkað heldur frekar minnkað. Aukin sala á lambakjöti nú ætti að ýta undir þá þróun að búin stækki, en að margra mati er mikið um bú sem eru allt of lítil til að geta tal- ist hagkvæm. Fréttaskýring | Mjög góð sala er á lambakjöti Um 18% meiri sala en 2003 Tillaga gerð um 4–10% útflutningsskyldu en hún var 36% fyrir tveimur árum Verður nóg til af lambakjöti í sumar? Mun sauðfé fara fjölgandi hér á landi á ný?  Um 1980 voru um 830 þúsund kindur í landinu. Nú eru þær um 460 þúsund. Verði áfram góð sala á lambakjöti er ekki ólíklegt að sauðfé fjölgi eitthvað á næstu árum. Fjöldinn mun þó aldrei verða nánar nærri eins mikill og hann var fyrir aldarfjórðungi. Það er einnig erfitt að spá fyrir um hvort sala á lambakjöti á eft- ir að halda áfram að aukast en á síðustu tveimur áratugum síð- ustu aldar dró stöðugt úr sölu. Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.