Morgunblaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Góðærið sem gleymdi fólkinu á morgun  „Og þegar manni finnst maður vera að sinna merkilegu starfi er leiðinlegt og niðurdrepandi að öðrum skuli ekki finnast það líka.“ BYGGING hjúkrunarheimila, afnám fasteignagjalda aldraðra, efling heimahjúkrunar, almennings- samgöngur og almannatryggingar voru meðal málefna sem brunnu á fundargestum á framboðsfundi sem Félag eldri borgara í Reykjavík stóð fyrir í gær á Hótel Sögu. Fyrir svör- um voru frambjóðendur flokkanna til borgarstjórnar í Reykjavík. En það var fleira sem fundarmenn óskuðu svara við, t.d. hvort ofurlaun forstjóranna samræmdust stjórn- arskránni og hver ástæðan væri fyrir því að Íslendingar sinntu öldruðum illa? Hefðbundnari kosningamál voru þó fyrirferðarmeiri á fundinum sem var mjög vel sóttur þrátt fyrir að veðrið væri einstakt til útivistar. Allir frambjóðendurnir ræddu um mikilvægi heimahjúkrunar og heimaþjónustu og virðing fyrir öldr- uðum, eða öllu heldur vöntun á henni, voru þeim einnig ofarlega í huga. Björn Ingi Hrafnsson, fyrsti mað- ur á lista Framsóknarflokks, gerði laun starfsfólks á hjúkrunarheim- ilum m.a. að umtalsefni í framsögu sinni. Flótti væri úr umönn- unarstéttum og að hingað til hefði skort á sátt til að rétta hlut þessa hóps, sem m.a. ynni við hjúkrun aldr- aðra. Það teldi hann vera að breyt- ast. Hann sagði B-lista vilja gera átak í heimahjúkrun sem og að tryggja að fólk gæti fengið að búa út af fyrir sig í ellinni eða með maka sínum. Þá vildi hann koma á sam- skiptaþjónustu aldraðra til að tryggja öryggi þeirra. Frá ríki til sveitarfélaga Samfylkingin vill öll málefni aldr- aðra úr höndum ríkisins að sögn Dags B. Eggertssonar fyrsta manns á listanum. „Hver er staðan mitt í þessu mesta velmegunarskeiði sem við höfum lifað?“spurði Dagur og benti á að nú væri setuverkfall á hjúkrunarheimilum, starfsfólk vant- aði til að manna heimilin til að full- nýta þau og sjúklingar biðu á sjúkra- húsum eftir hjúkrunarrýmum. Það er ekki flókið að kippa þessu í liðinn, sagði Dagur og benti á að til þess yrði að fara „Reykjavíkurleiðina“, þ.e. laga laun starfsfólksins. Í fram- tíðarsýn Samfylkingar fælist einnig m.a. að veita öldruðum styrki til að breyta heimilum sínum í nokkurs konar þjónustuíbúðir. Guðrún Ásmundsdóttir, sem tók til máls á fundinum fyrir hönd Frjálslyndra og óháðra, fór aðra leið en hinir frambjóðendur í sinni fram- sögu. „Mér finnst umræðu um mál aldraðra vanta svo sárlega um- hyggjusamt hjarta,“ sagði Guðrún og sagði sögu af einstakri heimahjúkrun og þjónustu sem vinur hennar í Dan- mörku naut meðan hann lifði. Ítrek- aði Guðrún að efla þyrfti heimaþjón- ustuna hér á landi og að afnema þyrfti skerðingar lífeyris aldraðra. Svandísi Svavarsdóttur, sem fer fyrir Vinstri grænum í Reykjavík, varð tíðrætt um virðingu fyrir öldr- uðum. „Aldraðir eru ekki málaflokk- ur, þeir eru fólk,“ sagði Svandís og að tryggja yrði að fólk gæti haldið sinni reisn alla ævi. „Ég hef ástæðu til að ætla að gamalt fólk njóti ekki sömu heilbrigðisþjónustu og aðrir í þessu samfélagi,“ sagði Svandís. „Ég hef ástæðu til að ætla að það sé málefni sem sé þegjandi samkomulag um að tala ekki um. Það er stórkostlega al- varlegt mál ef satt reynist og þarf að kanna.“ Svandís sagði að kerfi sem byggðist á virðingarleysi gagnvart manneskjunni yrði aldrei gott kerfi. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, odd- viti Sjálfstæðisflokks, sagði skömm að því hvernig búið væri að öldr- uðum. Bæta þyrfti kjör og búsetumál þeirra. Um 300 einstaklingar í brýnni þörf biðu eftir rými á hjúkr- unarheimili og annar eins hópur eftir þjónustuíbúðum í borginni. En það er ekki nóg að byggja, sagði Vil- hjálmur. „Það vantar meiri hlýju og það vantar meiri umönnun. Það er ekki nóg að fólk fari inn á stofnanir, það vantar meiri stuðning við fólk sem er inni á slíkum stofnunum, það vantar manneskjulegra umhverfi og meiri hlýju.“ Frambjóðendur ræddu fjölmörg önnur mál á fundinum og bentu sér- staklega á ýmis áherslumál sinna flokka. Var m.a. borin undir þá sú hugmynd að afnema fasteignagjöld á eldri borgara. Dagur sagðist ekki styðja þá hugmynd að lækka skatt- ana eingöngu út frá aldri, heldur frekar þar sem þörfin væri brýnust. Vilhjálmur tók heldur ekki undir hugmyndina en sagði stefnu D-lista vera að lækka fasteignagjöld al- mennt um 25% á næsta kjörtímabili. Svandís sagði að skattkerfið væri tæki til að jafna kjör og því bæri að hækka afsláttarhlutfallið á fast- eignagjöldum fyrst og fremst hjá þeim tekjulægstu. Björn Ingi sagðist tilbúinn að skoða lækkun varðandi þá sem minnstar hafi tekjurnar, en bætt þjónusta kostaði peninga og því væri hann ekki tilbúinn að lofa miklum skattalækkunum á sama tíma. Tónn- inn var annar hjá Guðrúnu Ás- mundsdóttur. „Mér finnst hug- myndin frábær,“ sagði Guðrún. „Hún myndi styðja svo mikið undir að heimaþjónustan yrði öflugri og sterkari.“ Fólk þyrfti ekki að minnka við sig húsnæði frekar en það kysi. „Af hverju má fólk ekki vera orðið fokríkt og fá að sleppa því að borga fasteignaskatt meðan það lifir síð- ustu og skemmtilegustu árin?“ Margrét Margeirsdóttir, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, sleit fundinum á þeim orðum að nú ættu frambjóðendur að láta verkin tala í samræmi við áform og áherslur sem komu fram á fundinum. „Allar hníga þær í þá átt að auka lífsgæði okkar allra, bæði eldri og yngri kyn- slóðarinnar, auka jöfnuð og mann- eskjulegra samfélag.“ Margrét benti á að elsta kynslóðin sem nú dvelur á hjúkrunarheimilum, hafi ekki vanist því að gera kröfur til annarra, heldur fyrst og fremst kröf- ur til sjálfs sín. Benti hún á að næsta kynslóð myndi ekki sætta sig við sömu aðstæður. Morgunblaðið/Ómar Frambjóðendur til borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík kynntu stefnu- mál sín á fundi Félags eldri borgara í Reykjavík í gær. Aukin heimahjúkrun og meiri virðing Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is LÖG um frjálsan atvinnu- og búsetu- rétt launafólks innan Evrópska efna- hagssvæðisins voru samþykkt á Al- þingi í gær. Samkvæmt þeim er aflétt takmörk- unum á innflutn- ingi vinnuafls frá átta nýjum aðild- arríkjum Evrópu- sambandsins frá og með 1. maí. Þingmenn allra flokka nema Frjálslynda flokksins samþykktu lagafrumvarpið en þingmenn Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs höfðu lagt til frestun gild- istökunnar til næstu áramóta en sú tillaga var felld. Fram kom við umræðurnar í gær að Persónuvernd gerði í umsögn til félagsmálanefndar athugasemd við ákvæði frumvarpsins, þar sem Per- sónuvernd taldi að heimild frum- varpsins til samkeyrslu upplýsinga sé mjög víðtæk. Taldi stofnunin vafa leika á um það hvort umrætt ákvæði sé þannig úr garði gert að gætt sé meðalhófs. Þetta kom fram í framsöguræðu Dagnýjar Jónsdóttur (Framsóknar- flokki) er hún mælti fyrir áliti meiri- hluta félagsmálanefndar við upphaf umræðu um frumvarpið í gær. Framkvæmdaáætlun um mál innflytjenda fyrir 1. október Samkvæmt lögunum verður Vinnumálastofnun heimilt að afhenda hlutaðeigandi eftirlitsstjórnvöldum eða lögreglu upplýsingar sem gefa til kynna að brotið sé gegn ákvæðum laga um atvinnuréttindi útlendinga. „Er þessi heimild mikilvæg til að árétta mikilvægi þess að opinberar stofnanir stuðli að því að farið sé að lögum sem gilda á íslenskum vinnu- markaði. Þá er veitt heimild til sam- keyrslu upplýsinga Vinnumálastofn- unar, Útlendingastofnunar, lögreglu og skattyfirvalda svo hægt sé að hafa eftirlit með því að þeir sem koma hingað til starfa hafi til þess tilskilin leyfi,“ sagði í nefndarálitinu. Fram kom í máli Dagnýjar að rætt var í nefndinni hvort ákvæðið um samkeyrslu upplýsinga gengi lengra en ákvæði laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, gera ráð fyrir. Meirihlutinn lagði því til breyt- ingar á umræddu ákvæði í þeim til- gangi að þrengja þessa heimild til samkeyrslu upplýsinga og voru þær samþykktar við afgreiðslu frum- varpsins til laga í gær. „Það er skilningur meirihlutans að þessar upplýsingar megi ekki nota í öðrum tilgangi en sem samrýmist markmiðum laganna, frelsi launþega til flutninga innan bandalagsins,“ sagði í álitinu. Einnig kom fram í máli Dagnýjar að meirihlutinn lagði á það áherslu að mótuð verði stefna í málefnum inn- flytjenda og að gerð verði fram- kvæmdaáætlun á grundvelli þeirrar stefnu. Áætlunin verði jafnframt kynnt félagsmálanefnd fyrir 1. októ- ber 2006. Fram kom við umræðurnar í gær, að gert hefur verið samkomulag um að félagsmálaráðherra skipi starfs- hóp þar sem fulltrúar stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins eigi sæti. Á hópurinn að fara yfir stöðu út- lendinga á íslenskum vinnumarkaði og skal skila áliti og tillögum fyrir 1. nóvember nk. og er honum ætlað að koma með tillögur um hvernig unnt sé að tryggja að útlendingar dvelji og starfi hér á landi með lögmætum hætti og að áreiðanlegar upplýsingar verði til um útlendinga sem eru að störfum hér. Þingmenn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna skrifuðu undir nefnd- arálitið með fyrirvara og lögðu fram tillögu um að opnun vinnumarkaðar- ins gagnvart nýju aðildarlöndum ESB verði frestað til næstu áramóta eða þar til gengið hafi verið endan- lega frá reglum um málefni útlend- inga á íslenskum vinnumarkaði, sem nauðsynlegt sé að setja. Var tillagan felld við atkvæðagreiðslu með 27 at- kvæðum gegn 18. Þingmenn Frjálslynda flokksins lýstu sig algerlega andvíga frumvarp- inu að því er fram kom í máli Magn- úsar Þ. Hafsteinssonar. Greiddu þeir atkvæði á móti því við atkvæða- greiðsluna í gær. Fram kom í máli Jóhönnu Sigurð- ardóttur (Samfylkingunni) og Ög- mundar Jónassonar (VG) að rann- sóknir hefðu leitt í ljós að 7–9% ríkisborgara Eistlands, Lettlands og Litháens auk Póllands vildu nýta sér frjálsa för launafólks ef hún væri ótakmörkuð. Jóhanna sagði mikilvægt að treysta betur reglur og framkvæmd- ina til að tryggja að ekki verði gengið gegn grundvallarréttindum launa- fólks. Ágreiningur væri á milli aðila vinnumarkaðarins um hvernig að því skuli staðið. ASÍ hafi sett fram ákveðnar tillögur til að styrkja vinnu- markaðinn en komið hefði fram á fundi félagsmálanefndar að ágrein- ingur væri milli launþegasamtakanna og Samtaka atvinnulífsins um þetta. Ögmundur sagði að íslenska vinnu- markaðsmódelið væri í húfi í þessum málum. ,,Það er fest í landslög að lág- markssamningar sem verkalýðs- félögin gera um kjör sinna fé- lagsmanna, skuli gilda sem lágmark á vinnumarkaði. Síðan er svo hitt sem er í húfi, en það er að hér verði ekki margar þjóðir í einu landi, þannig að aðkomumönnum sem koma til lands- ins verði gert að búa við önnur launa- kjör og réttindi en Íslendingum. Þetta þýðir að það þarf eftirlit og að- hald með því að þessi lög og vinnu- módelið sem við búum við haldi,“ sagði Ögmundur. Frumvarp um opnun vinnumarkaðarins samþykkt sem lög Heimild til samkeyrslu upplýsinga þrengd Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Dagný Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.