Morgunblaðið - 29.04.2006, Síða 22
Egilsstaðir | Veðrið lék við Austfirðinga í gær og
mátti hvarvetna sjá menn brjótast úr vetrarhíðinu
með bros á vör, léttklædda og tilbúna í vorverkin.
Á Egilsstöðum var rúmlega 17 stiga hiti um há-
degisbil í gær. Snjórinn í fjöllunum blátt áfram
bráðnaði fyrir augunum á fólki og sjá mátti ísa
Lagarfljótsins renna eins og smjör á pönnu í sól-
arhitanum. Hlýjast var á Fáskrúðsfirði í gær, þar
sem mælir á Kollaleiru sýndi 19,2 stig sem er hita-
met þar á þessum árstíma. Rokkaði hitinn annars
á milli 15 - 18 gráða víðast um fjórðunginn fram
eftir degi.
Englendingurinn Sandy Miles, tónlistarskóla-
kennari í Neskaupstað, sat utan við kaffihús á Eg-
ilsstöðum með teið sitt og ameríska skáldsögu í
góða veðrinu. Sagðist hafa skroppið upp í Hérað
til að versla hitt og annað og þurft sitt te í miðdeg-
ismál.
Spáð er nokkrum hlýindum áfram en rigningu á
morgun Austanlands.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Ísar Lagarfljóts bráðna eins og smjör
Blíðviðri
Árborg | Akureyri | Suðurnes
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Skapti Hallgrímsson,
skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og
Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir,
frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Vorið er komið þrátt fyrir að undanfarna
morgna hafi jörðin verið hvít. Fuglarnir eru
komnir og syngja við vorverkin, nema krían
sem skrækir. En sem betur fer virðist ein
tegund úr dýraríkinu ekki vera komin á
kreik ennþá. Ég er að tala um hunangs-
fluguhlussurnar sem undanfarin ár hafa
verið í fullu fjöri um miðjan apríl. Megi þær
sofa áfram sem lengst.
Enn er talað um sinubrunann á Mýrum.
Heyrst hefur að slökkviliðsstjórinn hafi
misst röddina eftir að slökkvistörfum lauk,
og þegar hann þurfti síðar á fundi að segja
frá ferlinu, kaus hann að hvísla í eyrun á
konunni sinni sem ljáði orðum hans rödd.
Góð samvinna hjóna, er góðra gjalda verð!
Um sinubrunann gerði Óskar Þór Óskars-
son heimildarmynd sem sýnir mátt eldsins
og störf slökkviliðsmanna.
Hér halda áfram framkvæmdir og flutn-
ingar. Bráðlega flytja bæjarskrifstofur
Borgarbyggðar yfir götuna í húsið sem áð-
ur hýsti Sparisjóð Mýrasýslu. Húsnæði
bæjarskrifstofunnar verður gert að íbúðum
fyrir erlenda starfsmenn Loftorku. KB
banki flutti nýlega í nýtt húsnæði og á
gamla staðnum er verið að rífa allt út og
endurnýja áður en Intrum mætir á svæðið
með sína starfsemi.
Ekki eru allir sáttir við háhýsið sem áform
eru um að byggja á gamla Esso-planinu.
Þykir mörgum það vera of hátt, auka um of
umferð inn á Kjartansgötu, og skyggja á
nærliggjandi einbýlishús. Framkvæmdir
hafa ekki hafist enn vegna formgalla á
skipulagsmálum. Skipulagsstofnun hefur
mælt með því að bæjarstjórn láti vinna
heildstætt deiliskipulag fyrir þennan mið-
bæjarreit í samráði við hagsmunaaðila.
Í umræðu er að færa Ólafsvíkurveg, þann-
ig að hann liggi ekki í gegnum atvinnusvæði
Loftorku eins og nú er. Mun vegurinn þá
væntanlega koma neðar í mýrina, og verða
til samgönguhagsbóta auk bætts öryggis
starfsfólks og vegfarenda.
Úr bæjar-
lífinu
BORGARNES
EFTIR GUÐRÚNU VÖLU ELÍSDÓTTUR
Álftanesskóla þar sem
kvenfélagið bauð í af-
mælisboð.
Á göngum nýja skól-
ans var opið hús með
götumarkaðsstemmn-
ingu þar sem öllum kon-
um á Nesinu hafði verið
boðið að sýna, kynna
eða bjóða til sölu það
sem þær eru að fást við
og kenndi þar margra
grasa og voru lista- og
Kvenfélag Álfta-ness hélt upp á80 ára afmæli fé-
lagsins á dögunum en
félagið var stofnað á
Bessastöðum fyrsta
sunnudag í sumri árið
1926. Kvenfélagið, sem
hefur látið málefni sam-
félagsins til sín taka,
hafði ákveðið að færa
Álftnesingum að gjöf
skilti með fróðleik um
álfa- og álagasteininn
Grástein sem stendur
rétt við veginn gegnt
Bessastöðum og þar áttu
hátíðarhöldin að hefjast.
Það var bíll af tegund-
inni Austin árgerð 1926,
jafnaldri afmælisbarns-
ins, sem var fararskjóti
formanns félagsins, Mar-
íu B. Sveinsdóttur, á há-
tíðarhöldin. Þegar skilt-
ið hafði verið afhjúpað
og Guðmundur G. Gunn-
arsson bæjarstjóri tekið
við því fyrir hönd bæj-
arbúa var marsérað að
hagleikskonur þar á
meðal. Í hátíðarsal skól-
ans voru flutt ávörp og
tónlistaratriði og töfra-
maður skemmti börn-
unum. Þá var boðið var
upp á kaffi og kökur í
afmælisboðinu. Einnig
var Félag eldri borgara
á Álftanesi með hand-
verkssýningu í eldri
hluta skólans og Bóka-
safnið var með opið hús.
Kvenfélagskonur við skiltið um Grástein.
Álagasteinninn Grásteinn merktur
Guðni Ágústsson vargagnrýndur fyrirað fórna hags-
munum garðplönturækt-
enda til að flytja mætti
landbúnaðarafurðir til og
frá landinu. Voru 15 tonn
af rjúpum nefnd, sem
varð Davíð Hjálmari Har-
aldssyni yrkisefni:
Guðni fórnar grátbólginn
garðplöntum og stjúpum.
Fyrir þetta flytur inn
15 tonn af rjúpum.
Rúnar Kristjánsson
hlustaði á fréttir:
Góðir siðir göfga menn,
gefa besta keiminn.
Látum ekki öfgamenn
eyðileggja heiminn.
Og Rúnar veltir
upp til umhugsunar:
Þjóðskáldið með sanni sagði,
sálarkraft í orð sín lagði:
„Hvað er list og lærdóms-
þvaður
lærirðu ei að vera maður?“
Að lokum yrkir Rúnar:
Margt setur Valgerði í vörn,
– ekki virðist hún framsókn-
argjörn.
Hennar stjórnunarstíll
er sem stirðgengur bíll
á leið framhjá Lómatjörn!
Af góðum siðum
pebl@mbl.is
Þorlákshöfn | Sveitarfélagið Ölfus og Orku-
veita Reykjavíkur hafa gert með sér sam-
komulag um víðtækt samstarf. Í því felst
meðal annars lýsing Þrengslavegar, sam-
starf við uppgræðslu og umhverfisvernd,
framkvæmdir Orkuveitunnar í sveitarfé-
laginu og ljósleiðaravæðingu í sveitarfé-
laginu.
Það er mikið kappsmál sveitarfélagsins
að Þrengslavegur verði lýstur og hefur
Orkuveitan gert sveitarfélaginu tilboð um
lýsingu vegarins.
Orkuveita Reykjavíkur er með umfangs-
miklar framkvæmdir í Sveitarfélaginu Ölf-
usi. Í fyrsta lagi rekur Orkuveitan þrjár
hitaveitur í sveitarfélaginu, í öðru lagi hefur
Orkuveitan tekið þátt í umfangsmikilli ný-
sköpun í sveitarfélaginu svo sem rækjueldi
og Feygingu og í þriðja lagi eru framtíð-
arvirkjunarsvæði Orkuveitunnar í Ölfuss,
svo sem Hellisheiðarvirkjun og virkjun við
Hverahlíð.
Í samræmi við umhverfisstefnu Orkuveit-
unnar, tekur fyrirtækið að sér að bæta það
rask sem óumflýjanlega verður við fram-
kvæmdirnar auk þess að starfa með heima-
mönnum og öðrum áhugasömum aðilum að
almennri uppgræðslu á svæðinu. Orkuveit-
an skuldbindur sig til að veita til þess 12,5
milljónir kr. árlega næstu sex ár. Samkomu-
lagið lýtur einnig að meðferð skipulags- og
leyfismála vegna virkjunarinnar.
„Með þessu samkomulagi við heimamenn
í Sveitarfélaginu Ölfusi er Orkuveitan tilbú-
in að takast á við frekari umhverfisvæna og
arðbæra orkuöflun fyrir atvinnulífið í land-
inu,“ segir Guðmundur Þóroddsson, for-
stjóri Orkuveitunnar. Hann bætir við að
með samkomulaginu sé lagður grunnur að
góðu samstarfi þar sem heimamenn kapp-
kosti að nýta framkvæmdirnar til eflingar
atvinnulífi og mannlífi í sveitarfélaginu.
Ölfus ljósleiðaravætt
Í samkomulaginu felst ennfremur vilja-
yfirlýsing um gerð sérstaks samnings þar
sem Sveitarfélagið Ölfus bætist í hóp
Reykjavíkur, Seltjarnarness og Hvera-
gerðis, sem eitt þeirra sveitarfélaga sem
samið hafa við Orkuveituna um ljósleiðara-
tengingu heimila.
Samningarnir voru undirritaðir í Versöl-
um, Ráðhúsi Ölfuss og við það tækifæri
sagði Alfreð Þorsteinsson að samstarf og
samvinna við Sveitarfélagið Ölfus hefði
gengið frábærlega vel og það væri ekki síst
Ölfusingum að þakka hve vel hefur gengið
með virkjunarframkvæmdir á Hellisheið-
inni og því væri Orkuveitunni og honum
ljúft og skylt að þakka samstarfið.
Orkuveitan
lýsir upp
Þrengslaveg
Vikuferð þar sem flogið er til Mílanó, ekið til Portoroz þar sem gist er í 6
nætur og síðan í 1 nótt í Mílanó. Margar skemmtilegar skoðunarferðir,
siglingar, dropasteinshellir, vínbóndi heimsóttur og tími til að slappa af.
Fararstjóri: Hófý
Verð: 94.200 kr.
Sumar 1
Slóvenía - Króatía
s: 570 2790 www.baendaferdir.is
A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R
27. maí - 3. júní
Okkar klassíska ferð til Slóveníu og Króatíu sem hefur verið svo
vinsæl í gegnum árin. Flogið til München og alltaf gist í nokkrar
nætur á hverjum stað.
Fararstjóri: Svavar Lárusson
Verð: 147.500 kr. örfá sæti laus
Portoroz - Króatía - Austurríki
Sumar 3
12. - 27. júní
Sp
ör
-
R
ag
nh
ei
ðu
r
In
gu
nn
Á
gú
st
sd
ót
tir