Morgunblaðið - 29.04.2006, Page 23

Morgunblaðið - 29.04.2006, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 23 MINNSTAÐUR ÁRBORGARSVÆÐIÐ Selfoss | „Þarna verða aðilar sam- an sem alltaf er gert ráð fyrir að starfi saman, einkum og sér í lagi þegar upp kemur stórt verkefni,“ sagði Ingvar Guðmundsson, lög- reglumaður og formaður Björg- unarfélags Árborgar, en tekin var fyrsta skóflustunga að nýju 1.450 fermetra húsi við Árveg á Selfossi, gegnt lögreglustöðinni þar sem verður ný björgunarmiðstöð. Í hús- inu verða aðalstöðvar Björg- unarfélagsins, miðstöð sjúkraflutn- inga Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og slökkvistöð Bruna- varna Árnesinga. Björgunarfélagið stofnaði einka- hlutafélag um húsið og leigir það síðan út til þeirra aðila sem nýta það. Ingvar segir hugmyndina um nýja húsið hafa komið upp á góðum tíma þegar þessir aðilar allir þurftu á meira húsnæði að halda. Starfið er krefjandi „Það eru 60 misvirkir félagar í Björgunarfélagi Árborgar og þar af um 30 manns, piltar og stúlkur, sem eru virkir í útköll. Síðan erum við með um 500 manns sem greiða ár- gjald til félagsins og eru virkir á þann hátt með því að styðja starf- semina í gegnum félagsgjöldin,“ sagði Ingvar sem er á sjöunda ári sínu sem formaður félagsins. „Þetta er krefjandi verkefni og heilmikil vinna að starfa af fullum krafti í svona félagi en það er um- fram allt skemmtilegt. Ég hef gam- an af því að reyna á mig og takast á við krefjandi störf. Það er margt sem við fáumst við og svo sækjum við námskeið sem nauðsynleg eru til að viðhalda kunnáttu og gera okkur mögulegt að fylgjast með nýj- ungum. Í kringum þetta allt saman eru mikil og skemmtileg mannleg samskipti sem eru eftirsóknarverð. Mín áhugamál eru útivist og ferða- lög og Björgunarfélagið nær yfir það,“ sagði Ingvar en hann byrjaði sem skáti en færði sig síðan yfir í björgunarsveitina, eins og svo margir hafa gert. Mikil vinna við fjáröflun „Félagsmenn í Björgunarfélaginu leggja mikla vinnu á sig í fjáröflun til þess að við getum haldið úti starfsemi félagsins. Í því efni er um ýmis verkefni að ræða sem menn vinna saman í hópum og við höfum mjög gaman af að vinna saman og hittast, þetta er hressilegur hópur þar sem traust ríkir milli fólks. Svo er þetta heilmikið nám því björg- unarmaður þarf að leggja að baki 100 tíma námskeið áður en hann kemst í útkallshóp til að takast á viðkrefjandi verkefni. Síðan taka við ýmis framhaldsnámskeið. Annars má segja að allir geti fundið sér eitthvað að gera í björgunarsveit. Æfingarnar eru skemmtilegar og bjóða upp á mikla útivist. Við erum auðvitað í þessu af því að það er gaman. Að geta síðan sinnt beinum björgunarstörfum gefur þessu öllu saman ákveðið gildi. Það er mjög gefandi að hjálpa fólki og maður finnur fyrir því að samfélagið er þakklátt fyrir það sem gert er. Það er alltaf gott þegar björgunar- aðgerð endar vel en erfiðu endalok- in eru líka til og þegar staðan er þannig þá er gott að hafa tekið þátt í að fá lyktir í málin og eyða óvissu þó björgun hafi ekki orðið,“ sagði Ingvar Guðmundsson sem segir starfið í kringum Björgunarfélagið taka allan frítíma. Þó fjölskyldan sé alltaf númer eitt þá hafi björg- unarstörfin forgang þegar þau koma upp. Framkvæmdir hafnar við nýja björgunarmiðstöð á Selfossi Allir geta fundið sér eitthvað að gera í björgunarsveit Eftir Sigurð Jónsson Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Formaðurinn Ingvar Guðmundsson, formaður Björgunarfélags Árborgar. Selfoss | Söfnun til kaupa á hundi fyrir lögregluembættið á Selfossi hófst formlega á skrifstofu sýslu- mannsins á Selfossi 25. apríl síðastlið- inn. hundurinn kostar fullþjálfaður 1- 1,5 m. kr. Eyþór Arnalds fram- kvæmdastjóri reið á vaðið með því að opna söfnunarreikninginn með 50 þúsund króna framlagi sem hann af- henti Ólafi Helga Kjartanssyni sýslu- manni. „Hann lét það fylgja sögunni að tíðkast hefði í fjölskyldu sinni að heita á Strandarkirkju, en að þessu sinni hefði hann heitið á þennan málstað og hundinn, sem við enn ekki vitum hver verður, að gengi sér vel í því sem hann var að fást við, rynni þessi fjár- hæð til þess að afla nýs hunds í stað Fenris,“ sagði Ólafur Helgi. Stofnað- ur hefur verið nýr reikningur í Glitni á Selfossi, 586-14-101420 og kennital- an er 440996-2139. Vörsluaðili hans er Rotaryklúbbur Selfoss. Hundurinn er mikilvægur Fíkniefnahundurinn Fenrir drapst síðla árs í fyrra og lögreglan í Árnes- sýslu hefur síðan verið án eigin fíkni- efnahunds. Það er bagalegt, þótt ekki hafi komið verulega að sök enda hef- ur lögreglan getað fengið afnot af hundum lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu og tollgæzlu. Að mati lögreglunnar er það hafið yfir allan vafa að fíkniefnahundur sé ómetanleg aðstoð við leit að fíkniefn- um, bæði í bifreiðum og húsnæði og reyndar hvar sem er. „Mér er það persónulegt ánægjuefni bæði fyrir mína hönd og lögreglunnar að finna þennan hlýhug og hef á því skilning að sumir vilji gera þetta í hljóði og fagna þeirra framlagi jafnt og þeirra sem kjósa að koma fram undir nafni. Það er hugurinn sem skiptir máli. Fíkniefni og neyzla þeirra verður æ erfiðara vandamál í samfélaginu og sorg þeirra sem horfa á eftir nánum ættingjum í fíkniefnaneyzlu, ekki sízt þegar um börn og ungmenni er að ræða, er afar mikil. Því trúir enginn til fulls nema þeir sem hafa kynnzt því hve allt breytist í lífi fólks. Við erum Eyþóri þakklátir fyrir frumkvæðið og stuðninginn sem við metum mikils og vonum að hann verði öðrum fordæmi. Jafnframt er mikil- vægt að finna fyrir stuðningi vænt- anlegs sveitarstjórnamanns í þessum efnum, sem leggst á árarnar með þeim sveitarstjórnarmönnum sem átt hafa gott samstarf við lögregluna. Það er góðs viti að þeir sýni hug sinn í verki,“ sagði Ólafur Helgi. Nýr hundur mun væntanlega koma fullþjálfaður frá Noregi. Verð hans gæti legið á bilinu 1 til 2 milljónir króna. „Þess má geta að í umdæmi lögreglunnar í Árnessýslu er fangels- ið að Litla Hrauni og hefur lögreglan skyldum að gæta varðandi eftirlit með fíkniefnum þar. Að auki má geta þess að nærri 5500 sumarbústaðir eru í Ár- nessýslu og eykst íbúfjöldinn um ná- lægt 9000 manns frá því í maíbyrjun og til loka september. Undantekning- arlítið eru sumargestir vænsta fólk og löghlýðið, en of margir virðast telja að þeir geti skotist austur yfir fjall til þess að sinna fíkniefnaneyzlu sinni. Við því reynir lögregla að sporna með öllum ráðum og fíkniefnahundur hef- ur reynzt okkur vel í þeim efnum,“ sagði sýslumaður. Söfnun til kaupa á fíkniefnahundi Ljósmynd/Egill Bjarnason Framlag Ólafur Helgi Kjartansson tekur við fyrsta söfnunarframlag- inu úr hendi Eyþórs Arnalds. Selfoss | Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum 26. apríl síðastliðinn að lækka álagningu fast- eignaskatts á íbúðarhúsnæði. Lækk- unin tekur þegar gildi og hefur áhrif á álagningu fasteignaskatts í ár. Álagningarprósenta verður lækk- uð úr 0,37 í 0,30 af fasteignamati eða um 18,92 %. Áður hefur bæjarstjórn lækkað fasteignaskatt af íbúðar- húsnæði um 7,5% og er því heild- arlækkun um 26,5%. Kostnaður við þessa aðgerð er áætlaður um 33 milljónir króna. „Ákvörðun þessi er tekin í ljósi góðrar afkomu af rekstri sveitarfé- lagsins á nýliðnu ári og birtist í árs- reikningi,“ segir í tilkynningu. Fasteignaskattur lækkaður í Árborg Selfoss | Bæjarráð Árborgar ræddi á fundi sínum 27. apríl úrskurð um- hverfisstofnunar varðandi náma- vinnslu í Ingólfsfjalli. Vill bæjarráð að bæjarstjórn Ölfuss afgreiði fram- kvæmdaleyfi fyrir frekari námu- vinnslu í Ingólfsfjalli og mun óska eftir fundi með bæjarstjórn Ölfuss. „Úrskurðurinn lagður fram á fundinum. Vinnsla jarðefna í Ing- ólfsfjalli er mjög mikilvæg fyrir upp- byggingu í Sveitarfélaginu Árborg og nágrannabyggðum. Bæjarráð tel- ur mikilvægt að gefið verði fram- kvæmdaleyfi á áframhaldandi efn- istöku úr Ingólfsfjalli. Bæjarráð vísar til umsagnar um málið frá 02.02.06 og leggur áherslu á að rösk- un lands við efnisvinnslu verði lág- mörkuð,“ segir í samþykkt bæj- arráðs. Árborg vill halda áfram efnistöku úr námum í Ingólfsfjalli Stórhöfði 31 • 110 Reykjavík Sími: 580 5200 • Fax 580 5230 www. lifidn.is Ársfundur Lífeyrissjóðsins Lífiðnar 2006 verður haldinn mánudaginn 8 maí, kl. 16:30 á Grand Hotel Reykjavík, Sigtúni. Aðildarfélögum sjóðsins hafa verið send fundarboð og eru þau beðin að tilkynna skrifstofu sjóðsins fyrir 4. maí n.k. hverjir verða fulltrúar þeirra á fundinum. Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á fundinum með tillögu- og málfrelsi. Reykjavík, 7. apríl 2006, stjórn Lífeyrissjóðsins Lífiðnar. N æ st 2006Ársfundur Lífiðnar Dagskrá Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins 1 Atkvæðagreiðsla um samrunasamning2 Önnur mál löglega upp borin3

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.