Morgunblaðið - 29.04.2006, Side 30

Morgunblaðið - 29.04.2006, Side 30
30 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Í APRÍL Ítalski tískukóngurinn GeorgioArmani hannar ýmislegt ann-að en föt, sem hann hefur tilþessa verið hvað þekktastur fyrir eins og hjónin Hanna Birna Jó- hannesdóttir og Ingi Þór Jakobsson eigendur húsgagnaverslunarinnar Exó komust að raun um á ferð sinni í höfuðstöðvar Armani í Mílanó. „Ég hef alltaf verið hrifin af fal- legri hönnun og hef lengi fylgst með nýjungum á heimasíðu Armani,“ segir Hanna Birna. „Og þegar ég sá að hann var farinn að hanna hús- gögn, gjafavöru og annan húsbúnað heillaðist ég alveg og við hjónin ákváðum að kanna möguleikana á að fá umboð fyrir vörunum á Íslandi.“ Eftir að hafa gengið um helstu verslunargötur Mílanó blasti Emporio Armani við þeim á torgi við Alessandro Mamzoni. „Við byrjuðum á að fá okkur kaffi á Armani Café en þar kostar kaffi- bollinn um 400 krónur og honum fylgir hlaðborð með ýmsum smárétt- um að eigin vali og eins mikið og hver og einn getur í sig látið,“ segir Hanna Birna. „Í Kaffihúsinu er létt yfir innréttingunum og öllu and- rúmslofti og er staðurinn greinilega mjög vinsæll.“ Með samþykki Armani Verslunarmiðstöðin er á nokkrum hæðum með mörgum sérdeildum og verslunum. Fyrir utan karl- mannafatadeild er kvenfatadeild og sér deild með barnaföt, sérstök búð með gallabuxum, önnur með snyrti- vörum en það er nýleg framleiðsla hjá fyrirtækinu, ilmvötn eru í sér- stakri búð og ekki má gleyma gler- augunum eða blómunum, lifandi og þurrkuðum eða konfektbúðinni sem selur súkkulaðimola í sérstökum gjafaöskjum. Að sjálfsögðu er allt hannað af Armani eða með sam- þykki hans. „Hann býr á efstu hæðinni í skrif- stofubyggingunni og var okkur sagt að hann fylgdist mjög vel með öllu sem fram fer innan fyrirtækisins,“ sagði Hanna Birna. „Hann gengur daglega um allar deildir og ekkert fer úr húsi í framleiðslu nema með hans samþykki. Ég var að vonast til að sjá honum bregða fyrir en því miður var svo ekki í þetta sinn en ég sá niður í garðinn hans.“ Sérkennilegt andrúmsloft Á neðstu hæð Emporio Armani er verslunin Armani Casa, þar sem seld eru húsgögn, húsbúnaður, fylgi- hlutir og gjafavara. „Andrúmsloftið er afar sérkennilegt í öllu húsinu,“ segir hún. „Allir veggir og gólf eru máluð svört en sérstök áhersla er lögð á alla lýsingu. Það er stórkost- leg upplifun að ganga þarna um og skoða vörurnar. Hver og einn hlutur er látinn njóta sín sem best og þegar við innréttuðum okkar litlu deild með vörum þaðan þá var gerð krafa um að hún yrði líka dökk með svart málaða veggi. Þótt rýmið sé ekki stórt hjá okkur verðum við með eitt- hvað af húsgögnum, borðbúnaði og gjafavöru en við getum líka pantað inn ef þess er óskað.“ Eftir að hafa skoðað allt húsið lá leiðin á Nobu en það er veitinga- staður á tveimur hæðum. Á neðri hæð er stór bar. „Þar er hugsunin svipuð og á kaffihúsinu,“ segir Hanna Birna. „Með einum drykk fylgja nokkrir smáréttir. Sumir eyða góðri stund á barnum en fara svo upp á veitingastaðinn á hæðinni fyr- ir ofan. Þetta er frægur japanskur staður og mikil upplifun að borða þarna. Gestirnir sitja við barborð og horfa á kokkana útbúa sushi. Ég er mikið fyrir sushi og þarna var boðið upp á það besta sushi, sem ég hef fengið hingað til. Við pöntuðum nokkra bita í einu og nutum þeirra lengi áður en við báðum um meira. Allt viðmót á staðnum er afar per- sónulegt og um leið mjög faglegt eins og reyndar allt húsið, sem myndar eina heild, eða lífsstíl.“  ÍTALÍA | Skoðuðu höfuðstöðvar Armani í Mílanó og heilluðust alveg Hannar meira að segja súkkulaðið Morgunblaðið/Árni Sæberg Hanna Birna Jóhannesdóttir og Ingi Þór Jakobsson, eigendur Exó. Glampandi silfurvasar frá Armani. www.armani.com www.exo.is                                                                OPNAÐUR hefur verið vefurinn rent.is þar sem boðið er upp á að aðstoða ferðamenn við útvegun leiguhúsnæðis. Í fréttatilkynn- ingu segir m.a.: „Rent.is er sér- hannaður og aðgengilegur vefur sem heldur utan um leiguhúsnæði og er milliliður leigusala og leigu- taka, hvort sem um er að ræða ís- lenska eða erlenda ferðamenn. Rent.is á sér fyrirmynd víða er- lendis þar sem svipaðar gistimiðl- anir hafa verið starfræktar til fjölda ára með góðum árangri.“ Jafnframt kemur fram að markaðssetning sé hafin, hér- lendis sem erlendis. „Rent.is býður viðskiptavinum að auglýsa húsnæði sitt á vefnum www.rent.is sér að kostn- aðarlausu. Komi til leigu í gegn- um rent.is er tekin þóknun af leiguverði.“ Boðið er upp á …  að auglýsa húsnæði/sumarhús sitt á síðu www.rent.is sér að kostnaðarlausu  ráðgjöf, aðstoð við myndatöku og verðlagningu gegn vægu verði  að sjá um allt utanumhald varðandi eignina, s.s. sím- svörun, bókanir, afhendingu lykla og þrif (aðeins í boði á höfuðborgarsvæðinu og Suð- urnesjum eins og er) Kostir samstarfs við rent.is  frí markaðssetning.  þóknun eingöngu greidd komi til leigu í gegnum rent.is.  staðfestingargjaldið er trygg- ing fyrir því að leigutaki mæti á tilsettum tíma.  sólarhringur greiddur ef leigu- taki afpantar ekki með 48 tíma fyrirvara.  leigugjald greitt beint til leigu- taka við upphaf leigu.  betri nýting á leiguhúsnæði Starfsfólk Rent.is hefur ára- langa reynslu af ferðaþjónustu sem og starfsleyfi til leigumiðl- unar. Leigumiðlun rent.is  FERÐALÖG www.rent.is rent@rent.is Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. Sími 0045 3297 5530 • Gsm 0045 2848 8905 • www.lavilla.dk Kaupmannahöfn - La Villa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.