Morgunblaðið - 29.04.2006, Page 32

Morgunblaðið - 29.04.2006, Page 32
32 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN KÆRU samfélagar! Mig langar að taka undir hugleið- ingar Ottó Tynes Morgunblaðinu 11. mars sl. þar sem hann líkti orkusölu ríkisstjórnarinnar við hórdóm. Hór- an selur sig oftast vegna neyðar en salan á Íslandi til stóriðju getur tæp- lega flokkast undir neyð. Hóran græðir peninga, en gæti þó ekki stolt sagt börnum sínum frá ævistarfinu. Ég veit að það sjokk- erar fólk að líkja þess- ari orkusölu við hór- dóm, en ég myndi samt vilja taka þetta aðeins lengra og spyrja; Ef Ísland er hóra, er land- ið þá ódýr hóra? Jafn- vel hræódýr?? Ef svo er, í hverju liggur þá neyðin? Tortíming lands og þjóðarsálar á orkufylliríinu Núverandi ríkisstjórn hefur gert mikið til þess að sannfæra þjóðina um að stóriðjustefna þeirra sé eina og besta lausnin til atvinnuuppbygg- ingar og hagvaxtar. Að náttúran upp á hálendinu sé hvort sem er ekkert nema möl og sandur og ekki þess virði að vernda. Undir þetta taka því miður nokkuð margir landsmenn eftir allan áróðurinn og gleyma að spyrja sig að því hvaða aðra valkosti ríkisstjórnin hefur lagt stuðning sinn við, til dæmis í formi afslátt- arkjara eins og stóriðjan fær. Það mætti því segja að rík- isstjórninni hafi tekist að skapa ein- hvers konar nauðung fyrir hóruna sem verður að sætta sig við að þetta sé eina leiðin í lífi hennar. En ekki nóg með það, heldur er sagt að lík- ami hennar, eða landið, sé hvort sem er ekkert svo dýrmætt nema seldur sé aðgangur að orkuauðlindunum sem veldur tortímingu fagurrar náttúru landsins. Tortímingu sálar og líkama. Ríkisstjórnin spyr sál hórunnar, eða þjóðarsálina, hvort hún vilji virkilega ekki hagvöxt. Mín þjóðarsál svarar því fullum hálsi og spyr á móti hvort líkami hennar og sál sé virkilega ekki meira virði en þetta og hvort tortímingin sé virki- lega eina lausn málsins? Hagvöxtur getur vel komið án þess að selja sig á nákvæmlega þennan máta með óaft- urkræfri eyðileggingu náttúrunnar. Mín þjóðarsál bendir líka á að hjá henni ríki alls engin neyð. Mín þjóð- arsál vill góðkynja hagvöxt! Markaðssetning hórunnar Iðnaðarráðherra virðist aðhyllast ill- kynja hagvöxt og vill fórna ómetanlega dýr- mætum náttúruperlum okkar til stóriðju. Ekki veit ég hvort ráðherra gerir sér ekki grein fyrir afleiðingum gjörða sinna, en svo virðist sem hún geri sér ekki grein fyrir að við Kárahnjúka eru nú að fara fram mestu um- hverfisspjöll af manna- völdum í allri sögu landsins. Ráðherra er nýlega kominn heim af viðskiptaráð- stefnu í New York þar sem hún kynnti ódýru hóruna fyrir ál- framleiðendum í Bandaríkjunum. Salan er enn í fullum gangi þó svo þjóðarsálin sé að ranka við sér og vilji nú stoppa frekari eyðileggingu landsins í brj-ál-æðinu. Markaðs- setningin gengur út á að selja álris- um orkuna okkar á mjög lágu verði og fórna náttúruperlum og jökulám. Öðruvísi verður ekki skrapað saman þeim 30 terawattstundum sem virð- ast vera til sölu. Kaupandanum hef- ur verið gefið í skyn að full afnot á öllum mögulegum stöðum sé í boði ef þeir bara þiggja boðið á þessum ótrúlega spottprís sem hóran fær þó ekki uppgefinn sjálf. Hún fær sjálf bara lítinn hluta gróðans af öllu húll- umhæinu. Hún á bara að vera ánægð með að verða fyrir valinu og njóta þess að níðst sé á líkama hennar og fá fyrir það nokkrar krónur í vasann á meðan kaupandi þjónustunnar nýtur gróðans af þessum frábæra kraftmikla líkama með framleiðslu sinni. Í bæklingi iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar (1995) má lesa hvernig markaðssetning ríkisstjórn- arinnar byrjaði á Íslandi sem hræ- ódýrri hóru. Í Lowest energy prices má sjá mynd af láréttu stöplariti sem sýnir fjárfestum hversu ódýrt vinnuaflið er á Íslandi miðað við aðr- ar þjóðir Evrópu. Einnig kemur þar fram að þjóðin sé vel nærð og sé sjaldan frá vinnu. Þar segir: „Launa- kostnaður á Íslandi er lágur í sam- anburði við önnur lönd N-Evrópu og N-Ameríku. Fjarvera er með því lægsta sem gerist meðal iðnvæddra þjóða.“ Vel nærðir og duglegir þræl- ar! – Svona er markaðssetning rík- isstjórnarinnar á íslensku fólki! Sem sagt, Ísland er orðið mjög ódýr hóra. Álrisum frá Bandaríkj- unum er boðið hingað í þágu kosn- ingabaráttunnar. Landsbyggðin tel- ur að verið sé að bjarga samfélaginu okkar. Frá hverju er verið að bjarga okkur? Í hverju felst neyðin? Hversu mikið er atvinnuleysið? Stöðvum stóriðjustefnuna! Kæru samfélagar. Vinsamlegast metið landið okkar verðmætara en ódýra hóru fyrir risana sem keppast um að borga sem minnst fyrir afnot- in. Aldrei hafa fengist skýr svör við því hversu ódýr orkan verður. Ég spurði kynningarfulltrúa Lands- virkjunar og iðnaðarráðherra nýlega um það á hvaða verði þessi orka ætti að seljast til álrisanna og sögðust þau ekki ætla að upplýsa mig um það þó svo ég benti á að þetta væri nú einu sinni fyrirtæki í eigu þjóð- arinnar! Vinsamlegast finnið ást ykkar og náttúrukærleikann til landsins sem við erfðum. Látið þennan kærleika ná til handa ykkar sem setja kross- inn í næstu kosningum, því þann kross þurfum við að bera til langs tíma ef hann fer á rangan stað. Kærar þakkir fyrir lesninguna, Er Ísland ódýr hóra? Andrea Ólafsdóttir fjallar um orkumál, stóriðju og náttúruvernd ’Vinsamlegast metiðlandið okkar verðmætara en ódýra hóru fyrir ris- ana sem keppast um að borga sem minnst fyrir afnotin.‘ Andrea Ólafsdóttir Höfundur er háskólanemi og Íslandsvinur. NÝJAR þjónustumiðstöðvar hófu starfsemi sína í öllum hverf- um Reykjavíkurborgar á síðasta ári. Þjónustumið- stöðvarnar tóku við verkefnum sem áður tilheyrðu Félags- þjónustunni, Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, Leik- skólum Reykjavíkur og ÍTR. Líklegt er að enn fleiri verkefni færist til þjónustu- miðstöðva í framtíð- inni. Markmið þjón- ustumiðstöðvanna er að færa sem mesta þjónustu í nær- umhverfi íbúa borg- arinnar og efla vel- ferðarþjónustu með þverfaglegu samstarfi ólíkra fagstétta. Hver þjónustumiðstöð er sjálfstæð eining og hefur visst svigrúm innan þess ramma sem landslög og stefna Reykjavíkur- borgar setur. Undirrituð til- heyrir kraftmiklum starfsmannahópi sem vinnur á Þjónustumiðstöð Vestur- bæjar. Þar vinna saman undir ein- um hatti ólíkar fagstéttir, s.s. fé- lagsráðgjafar, sálfræðingar, kennsluráðgjafi, leikskólaráðgjafi, námsráðgjafi, frístundaráðgjafi, starfsmenn í heimaþjónustu og leiðbeinendur í félagsstarfi. Við er- um í samstarfi við fjölmargar stofnanir og einstaklinga í hverf- inu, s.s. leik- og grunnskóla, íþróttafélög og fleiri. Síðustu mán- uðir hafa verið skemmtilegt og krefjandi ferðalag þar sem við öll tökum þátt í að búa til fyrir- myndar þjónustueiningu sem eyk- ur velferð samfélagsins í Vestur- bæ. Við viljum hafa þjónustuna heildstæða, aðgengilega og árang- ursríka og við viljum efla félagsauð í hverf- inu sem við teljum að sé grunnur að heil- brigðu samfélagi. Með félagsauði er átt við samfélag þar sem ríkir sterk samkennd, traust og samvinna á milli íbúa, stofnana og félaga. Velferðaþjónusta í vestrænum sam- félögum hefur í gegn- um tíðina breyst og þróast eftir straumum og stefnum í ríkjandi hugmyndafræði hvers tíma. Á það jafnt við um heilbrigðisþjón- ustu, skólaþjónustu og félagsþjónustu. Hjá Þjónustumiðstöð Vest- urbæjar er nú í gangi tilraunaverkefni til að innleiða hugmynda- fræði í velferðar- þjónustu sem kallast „þátttökustefna“ („participationism“). „Þátttökustefna“ er samnefnari yfir aðferðir og stefnur sem miða að því að gera notendur þjónustu að þátttakendum í mótun þjónustunnar. Þátttökustefna byggist á hugmyndum um þátt- tökulýðræði og er kjarninn í not- endahreyfingum nútímans. Kost- irnir við þátttöku notenda í mótun þjónustu eru margir. Aukið lýð- ræði er einn þeirra, en með því aukast bæði réttindi og ábyrgð notenda. Með aðkomu notenda verður þjónustan líklegri til að mæta raunverulegum þörfum því mikilvægar upplýsingar og reynsla einstaklinga er nýtt til að móta og þróa þjónustuna. Í þátttökuþjón- ustu verður meira jafnvægi á milli notenda og fagaðila sem stuðlar að betra samstarfi og ánægjulegri upplifun beggja aðila. Þátttöku- þjónusta skilar betri árangri því notandinn verður meðvitaður og upplýstur um gang mála, hann fær tækifæri til þess að hafa áhrif sem leiðir til aukins sjálfsöryggis og sjálfsbjargargetu. Í tilraunaverk- efninu okkar, sem við nefnum „Fyrir hvert annað“ munum við sérstaklega beina sjónum að þjón- ustu við eldri borgara og þeirra sem eru félagslega einangraðir í Vesturbæ. Verkefnið er unnið í samstarfi við notendaráð Félags- miðstöðvarinnar á Aflagranda (þátttakendur í félagsstarfi í Afla- granda kjósa í notendaráðið úr eigin hópi). Rýnihópar notenda munu vinna með starfsmönnum að fara yfir kosti og galla núverandi þjónustu og koma með tillögur um breytta eða nýja þjónustu. Nám- skeið verða haldin fyrir starfs- menn þjónustumiðstöðvarinnar þar sem kennd verður hugmyndafræði þátttökuþjónustu og félagsauðs. Ýmsar uppákomur, sýningar og málþing verða einnig haldin í tengslum við verkefnið. Það er von starfsmanna á Þjónustumiðstöð Vesturbæjar að tilraunaverkefnið „Fyrir hvert annað“ verði árang- ursríkt og ánægjulegt tímabil í vegferð okkar að mótun enn betra samfélags. Nútímaleg velferðarþjónusta – Fyrir hvert annað Guðný Hildur Magnúsdóttir skrifar í tilefni af átakinu Fyrir hvert annað Guðný Hildur Magnúsdóttir ’Þátttökustefnabyggist á hug- myndum um þátttökulýðræði og er kjarninn í notendahreyf- ingum nú- tímans.‘ Höfundur er félagsráðgjafi og MA í félagsfræði og starfsmaður á Þjónustumiðstöð Vesturbæjar. SAMGÖNGUR til og frá Vest- mannaeyjum eru nú mjög í brenni- depli. Þar er um þrjár leiðir að velja til samgöngubóta. Jarðgöng, ferjulægi á Bakkafjöru og nýr Herjólfur. Tveir fyrstu valkost- irnir þurfa einhvern tíma í rann- sóknir í viðbót áður en hægt er að segja ótvírætt um það hvort þær leiðir séu færar eða hag- kvæmar. Herjólf höf- um við í dag og vitum hvað við höfum. Um flugið ræði ég ekki, ég ferðast ekki með fluginu því það er svo dýrt. Göng Við höfum á síðustu tveim árum heyrt um áætlaðan kostnað við gangagerð 14 til 16 milljarða, 30 til 38 milljarða og núna síðast 70 til 100 milljarða allt eftir óskhyggju höfunda upphæð- arinnar. Sagt er að 10 til 20 millj- ónir vanti til þess að ljúka raun- hæfum rannsóknum, til þess að fá úr því skorið hvort gangagerð milli lands og Eyja sé framkvæm- anleg og hagkvæm, eða hvort hún skuli afskrifuð. Herjólfur Á Suðurey í Færeyjum búa 5018 manns. Færeyingar tóku í notkun í október 2005 nýja ferju, Smirill, sem siglir tvisvar á dag milli Þórs- hafnar og Suðureyjar, 40 sjómílur sem er jafnlöng sigling og Vest- mannaeyjar–Þorlákshöfn. Smirill er 135 metra langur 22,7 m breið- ur, gengur 21 mílu á klukkustund og er 1 klst. og 45 mínútur á milli Þórshafnar og Suðureyja. Hann tekur 800 farþega og 200 bíla eða 30 gáma. Það væri mikil sam- göngubót fyrir okkur Vestmannaeyinga, þó við fengjum ekki al- veg svona stóran Herjólf ef hann hefði ganghraða um 21 mílu. Bakkafjara Siglingastofnun er búin að vera að reikna ferjuhöfn á Bakka- fjöru nú í 3 ár og eytt í það 30 milljónum króna. 10 miljónir eru eftir af fjárveitingunni og vantar aðrar 30 milljónir til þess að hægt sé að halda áfram næstu tvö til þrjú ár í rannsóknum á möguleikum og hagkvæmni á byggingu ferjuhafnar á Bakka- fjöru. Þremur árum hefur verið eytt í útreikninga án þess að þeir sem við rannsóknirnar starfa hafi komið á staðinn nema þegar best og blíðast er veður. Öldumælisdufl er staðsett á 25 metra dýpi fyrir utan fyrirhugað hafnarstæði og eru legufæri þess þannig útbúin að duflið sýnir ekki hæstu öldur. Þó eru mælingar þessa öldudufls ein af aðalforsendum tillagna skýrslu Siglingastofnunar fyrir mögu- leikum ferjuhafnar. Í æviminning- um Guðlaugs Gíslasonar alþing- ismanns segir hann m.a. frá því að á árunum kring um 1966 þegar Vestmannaeyingar voru að undir- búa lagningu vatnsleiðslunnar milli lands og eyja, þurfti að þyngja hana svo hún héldist örugglega við botninn á grunnsævi út frá Landeyjasandi. Þar botn- brýtur langt út í mestu brimum. Upplýsingar lágu fyrir frá Vita- málaskrifstofunni um að öldurnar þar gætu orðið allt að 15 metra háar. Hvað hefur breyst? Ekkert í veðurfarinu og það botnbrýtur ennþá langt út frá ströndinni í verstu brimum. Það er þekkt að ameríski herinn gerði heilmiklar rannsóknir á stríðsárunum við suðurströndina, með hafnargerð í huga. Samkvæmt upplýsingum frá Gesti Gunnarssyni reikna þeir með sandflutningi með ströndinni um milljón rúmmetra á ári. Víst væri samgöngubót að ferjuhöfn á Bakkafjöru. Þessi hafnargerð eins og Siglingastofnun hefur kynnt hana í skýrslu sinni verður ekki nothæf vegna þess að þeir nota ekki réttar forsendur í sínum út- reikningum. Þeir gera ekki ráð fyrir óveðrum og efnisflutningur meðfram ströndinni er sennilega 3 til 4 sinnum meiri en skýrslan seg- ir til um. Verði farið að hugmynd- um eins og sett er fram í skýrsl- unni, verður sú höfn langtímum saman full af sandi. Skýrsla Sigl- ingastofnunar gerir ráð fyrir því að örugg sigling Bakkaferju sé í allt að 3,8 metra ölduhæð á dufl- inu. Það siglir enginn ábyrgur skipstjóri farþegaferju inn yfir sandrif á 4 til 6 metra dýpi í 3,8 metra ölduhæð enda botnbrýtur þá á rifinu. Samkv. skýrslunni hefðu frátafir vegna ölduhæðar verið 3,8 m ölduhæð 2004, 19 ferð- ir hefðu fallið niður. 3,8 m öldu- hæð 2005, 16 ferðir hefðu fallið niður, 3,5 m ölduhæð 2004, 28 ferðir hefðu fallið niður, 3,5 m ölduhæð 2005, 25 ferðir hefðu fall- ið niður. Eins getum við búist við að við 3.0 m ölduhæð muni 40 til 50 ferðir falla niður á ári. Senni- lega þarf að miða örugga siglingu farþegaferju inn yfir rifið við 2,5 metra ölduhæð. Eru Vestmanna- eyingar að kalla yfir sig enda- lausar niðurfellingar á ferðum Bakkaferju, eins og við þekkjum úr fluginu? Með þessum rann- sóknum á gangagerð og Bakka- fjöru ná ráðamenn sér í nokkurra ára frest á endurnýjun Herjólfs. Er Bakkafjara fyrirsláttur? Gísli Jónasson fjallar um samgöngumál Vestmannaeyja ’Með þessum rann-sóknum á gangagerð og Bakkafjöru ná ráðamenn sér í nokkurra ára frest á endurnýjun Herjólfs.‘ Gísli Jónasson Höfundur er fyrrverandi skipstjóri í Vestmannaeyjum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.