Morgunblaðið - 29.04.2006, Side 47

Morgunblaðið - 29.04.2006, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 47 MINNINGAR Enginn má sköpum renna. Látin er elskuleg bekkjar- systir og frænka. Hugurinn leitar til baka til námsáranna í MR. Við fylgd- umst að í sex ár, frá því í 1. bekk til stúdentsprófs, sem er þó nokkur tími. ELÍSABET MARÍA KVARAN ✝ Elísabet MaríaKvaran fæddist á Borðeyri við Hrútafjörð hinn 29. mars 1928. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut að kvöldi síðasta vetr- ardags hinn 19. apr- íl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni 28. apríl. Beta var góður námsmaður og stóð sig alltaf með prýði. Þá kusum við hana sem umsjónarmann bekkj- arins, en bekkurinn var kvennabekkur, og var hún í bekkjarráði. Tíminn líður, en stend- ur ekki kyrr. Fyrir nokkuð mörgum árum tókum við bekkjar- systur frá því í 1. bekk upp á því að hittast einu sinni í mánuði og borða saman hádegis- verð. Við vorum sex sem þetta gerð- um. Nutum við þessara stunda og bar alltaf margt á góma. Þessar stundir voru sérstakar og eru okkur dýrmæt eign þegar árin líða. Beta blessunin er sú af okkur sem kveður. Ég minnist 50 ára stúdentsafmælis okkar í Stykkishólmi 16. júní 1998. Bekkjarráðið skipulagði þá ferð og átti Beta drjúgan þátt í þeim und- irbúningi. Dýrðardagar í Stykkis- hólmi verða ógleymanlegir og sigl- ingin út í Flatey þá ekki síst það sem lifir í minningunni. Það er margt sem leitar á hugann þegar komið er að kveðjustund, sem svo skyndilega bar að. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Hugur minn leitar til eiginmanns hennar Þorvaldar Garðars, Ebbu dóttur þeirra og yngri Þorvaldar Garðars sem svo mikið hafa misst. En sagt er að Drottinn leggi líkn með þraut og megi svo verða. Ég sendi þeim innilegar samúðarkveðjur frá mér og mínu fólki. Megi tíminn draga úr sársaukanum. Gott er að minnast góðra. Elskulegri frænku minni og bekkj- arsystur óska ég góðrar ferðar til lands lifenda. Megi hún njóta hvíldar og næðis þar. Blessun Guðs sé með henni. Ingibjörg Ólafsdóttir. Með söknuði sest ég niður til þess að kveðja góða vinkonu mína hana Ragnheiði, sem lést föstudag- inn 7. apríl langt fyrir aldur fram. Ragnheiði eða Gógó eins og hún var alltaf kölluð kynntist ég á Spáni þeg- ar við hjónin keyptum okkur hús á La Marina. En Gógó og Skarphéðinn voru þá búin að kaupa sér hús þar, og voru þar í öllum sínum fríum. Gógó var glæsileg kona sem heill- aði alla með fallegri framkomu og notalegri nærveru. Gógó var ekki allra en við Birgir vorum svo heppin RAGNHEIÐUR LÍNDAL HINRIKSDÓTTIR (GÓGÓ) ✝ Ragnheiður Lín-dal Hinriksdótt- ir (Gógó) fæddist í Geirmundarbæ á Akranesi 18. júlí 1936. Hún lést í Landspítalanum við Hringbraut 7. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Grafarvogs- kirkju 21. apríl. að eignast hana að vini. Og þegar við vorum á sama tíma úti reynd- um við að hittast eins oft og við gátum og t.d. var það orðið að fastri reglu hjá okkur að hittast og drekka morgun- og síðdegis- kaffi saman á sama stað og sátum við alltaf við sama borðið. Og stundum var svo mikið skrafað að morgun- og síðdegiskaffið runnu nánast saman út í eitt, nema á laugardögum, þá varð Skarp- héðinn að fá að horfa á fótboltann. Kynni okkar voru kannski ekki mjög löng miðað við heila mannsævi en tryggari vin var ekki hægt að hugsa sér. Því komst ég að þegar Birgir veiktist skyndilega úti á Spáni og lést nokkrum dögum síðar. Þá voru þau Gógó og Skarphéðinn alltaf til staðar fyrir mig hvort sem ég þurfti á þeim að halda á nóttu eða degi. Og fyrir það verð ég þeim ævinlega þakklát. Gógó var búin að berjast í þrjú ár við sín veikindi en núna síðustu mán- uðina hrakaði henni mjög hratt, en þegar ég heimsótti hana á spítalann var hún eins og ávallt full af bjartsýni og hörð á því að hún ætlaði að sigrast á sínum veikindum. Og talaði hún mikið um að hún hlakkaði svo til að komast aftur út, og við ættum eftir að eiga þar góðar stundir saman. Ég vildi eins og hún trúa því að henni tækist að sigrast á veikindun- um, en því miður varð okkur ekki að þeirri ósk. Elsku Skarphéðinn, ég votta þér og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Elsku Gógó, mig langar til þess að kveðja þig með þessu sálmaversi sem segir meira um þig en þúsund orð: Hver fögur dyggð í fari manns er fyrst af rótum kærleikans. Af kærleik sprottin auðmýkt er, við aðra vægð og góðvild hver og friðsemd hrein og hógvært geð og hjartaprýði stilling með. (Þýð. Helgi Hálfd.) Sigurlaug Sturlaugsdóttir. Kveðja frá starfsfólki Árbæjarsafns Nú hefur konan með roðskóna kvatt þennan heim en öðlingskonan Snæbjörg Ólafsdóttir var þekkt hjá gestum Árbæjarsafns undir þess- um titli. Árum saman sat hún á baðstofu- loftinu í gamla burstabænum í Ár- bæjarsafni, saumaði roðskó og fræddi gesti og samstarfsfólk um liðna tíð. Börn og fullorðnir heill- uðust af þessari gömlu konu sem hafði svo sannarlega upplifað tím- ana tvenna. Snæbjörg ólst upp í torfbæ vest- ur á fjörðum en sex ára gömul var hún send í vist. Á þeim tíma voru börn látin sitja yfir ánum, reka kýr í haga og sitt hvað fleira og roð- skór voru eina skótauið sem Snæ- björg þekkti í æsku. Barnung kynntist hún því vinnuhörku og fá- tækt en þrátt fyrir harðræði og erfiðleika var lundin ætíð létt og húmorinn óborganlegur. SNÆBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR ✝ Snæbjörg Ólafs-dóttir fæddist á Vindheimum í Tálknafirði 13. október 1914. Hún lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 1. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Árbæjar- kirkju 24. mars. Snæbjörg var ein af þessum hvers- dagshetjum sem lét ekki bugast við mót- læti og reyndi ætíð að draga fram spaugilegar hliðar hversdagsins. Ekki hafði hana órað fyrir því að roð- skór ættu eftir að færa henni nýtt hlut- verk á efri árum og mikið var hún stolt þegar hún frétti að roðskórnir hennar væru komnir á safn í Japan. „Ævintýri lífs míns,“ sagði hún með blik í augum, „það hefur verið ævintýri lífs míns að fá að vera á Árbæjarsafni,“ en það var ekki síð- ur ómetanlegt fyrir safnið að fá að hafa hana Snæbjörgu því hún kunni þá list að gefa af sjálfri sér og deila æskuminningum sínum með okkur starfsfólkinu og gestum safnsins. Baðstofan í Árbæ lifnaði við og fortíðin varð áþreifanleg og nálæg þegar Snæbjörg Ólafsdóttir sat á rúminu sínu, saumaði roðskó og fræddi börn og fullorðna um veröld sem var. Starfsfólk Árbæjarsafns þakkar Snæbjörgu Ólafsdóttur innilega fyrir ánægjulegar samverustundir og vottar fjölskyldu hennar samúð. Minningin um merka konu mun lifa í hug og hjarta allra þeirra fjöl- mörgu sem fengu að kynnast kon- unni með roðskóna. Gerður Róbertsdóttir. ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Halldór Ólafsson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Hjartans þakkir færum við þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, HREGGVIÐS HERMANNSSONAR læknis, Nónvörðu 14, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild A-7, Landspítala Fossvogi, fyrir góða umönnun og hlýlegt viðmót. Guð blessi ykkur öll. Lilja Jóhannsdóttir, Margrét Hreggviðsdóttir, Bjarni Guðjónsson, Hermann Torfi Hreggviðsson, Ágústa Hildur Gizurardóttir, Elín Kristín Hreggviðsdóttir, Júlíus Sigurðsson, Guðmundur Páll Hreggviðsson, Sólveig Silfá Karlsdóttir, Björn Blöndal, Gísli Blöndal, Sólveig Leifsdóttir, James William Sandridge, Jóhann Dalberg, Kristín Ruth Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju við andlát eiginmanns míns, föður okkar, sonar, bróður og tengdasonar, KARLS PETERSEN tónlistarmanns, Löngumýri 24, Akureyri. Ragnheiður Sigurðardóttir, Hólmfríður Kristín, Aniina Ragna, Sigurður Óli, Kristjana Katla, Martin Petersen, Kristín Sigurðardóttir, Ragnar Petersen, Kristín Petersen, Hólmfríður Kristjánsdóttir. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalanga- ömmu, HULDU SALÓME GUÐMUNDSDÓTTUR frá Úlfsá. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks á þjónustudeild Hlífar og öldrunardeildar Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði fyrir frábæra umönnun og vináttu. Gunnar Veturliðason, Valdís Friðriksdóttir, Valdís Veturliðadóttir, Steinþór Steinþórsson, Sveinfríður Hávarðardóttir, Ólöf Veturliðadóttir, Guðmundur Einarsson, Guðmunda Veturliðadóttir, Þórir Sturla Kristjánsson, Stefán Veturliðason, Helga Kristjánsdóttir, Jón Veturliðason, Ásta Svana Ingadóttir, Magni Veturliðason, Harriet Andreassen, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Kærar þakkir til allra þeirra sem sýndu okku samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar, PÁLMA REYNIS VALDIMARSSONAR, Meyjarhóli, Svalbarðsströnd. Anna Valdimarsdóttir, Aðalheiður Valdimarsdóttir, Steingrímur Valdimarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.