Morgunblaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 57
DAGBÓK
Til sölu
nokkrar glæsilegar fullbúnar íbúðir
í grónu hverfi 2ja, 4ra og 5 herbergja
• Tveggja herbergja 80 m²
• Fjögurra herbergja 135 m²
• Fimm herbergja 143 m²
Baðherbergi eru rúmgóð, 90 cm sturta, baðkar, eikarinnréttingar og
fínar flísar. Svefnherbergi er 12 til 16 m² með fallegum eikarskápum.
Eldhús eru rúmgóð með góðum borðkrók og eikarinnréttingum.
Stofurnar eru 30-40 m².
Á gólfum eru flísar og gott eikarparket.
Stórar svalir á móti suðri og sérstaklega fallegt útsýni.
Stutt í golfvöll.
Hrauntún ehf. byggir
Uppl. gefur Örn Ísebarn, byggingameistari,
í símum 896 1606 og 557 7060.
Dæmi um 2ja herbergja íbúð
Ámorgun, sunnudaginn 30. apríl, verðurhaldið í safnaðarheimili Laugarnes-kirkju málþing um málefni geðsjúkra áÍslandi, málþingið stendur milli klukk-
an 12.30 og 15.30.
„Markmiðið með þessu málþingi er að varpa
ljósi á þá þjónustu sem við erum að veita í dag og
hver gæði hennar eru. Sem og er ætlunin að ræða
um stefnumótun næstu ára, einkum í tengslum við
búsetu og þjónustu við geðsjúka og aðstandendur
þeirra,“ segir Auður Axelsdóttir forstöðumaður
Geðheilsu-eftirfylgni/iðjuþálfunar.
„Þeir sem standa að málþinginu eru Geðhjálp,
Vin-athvar Rauða kross Íslands fyrir geðfatlaða,
Laugarneskirkja, Þjónustumiðstöð Laugardal og
Háaleitis, Heilsugæslan Bolholti 4, Svæðis-
skrifstofa um málefni fatlaðra og LSH geðsvið.
Ráðherra félagsmála, Jón Kristjánsson, setur
þingið.“
Hvar eru mestu þröskuldarnir í kerfinu okkar?
„Það sem ég held að þurfi að efla fyrst og
fremst er þjónusta við geðfatlaða úti í samfélagi
og veita þeim aðstoð við daglegt líf, efla hlutverk
og lífsgæði og hluti af því er að eiga fasta búsetu
og lífsgæðin séu mannsæmandi og ekki síst að
vinnumarkaðurinn opni sig og efli sveigjanleika.“
Á geðfatlað fólk erfitt með að fá húsnæði?
„Staðreyndin er sú að það eru langir biðlistar.
Það vantar húsnæði og það vantar fjölbreyttan
stuðning við búsetu. Okkur hættir til við aðstæður
sem þessar að byggja og byggja og halda að það
sé nóg, en við þurfum ekki síður að huga að þjón-
ustuforminu með það fyrir augum að mæta hverj-
um og einum á hans forsendum, fólk hefur ólíkar
þarfir, við þurfum að hlusta eftir hver þörfin er.
Að vísu eru byggingarframkvæmdir ekki hafnar
en það er hluti af því sem er í farvatninu hvað
snertir aukna þjónustu.“
Eru kjör hinna geðfötluðu almennt slæm?
„Já, þau eru slæm og kerfið okkar er byggt upp
þannig nú að fólk „festist í örorkugildrunni“, en
hefði í raun oft fremur þörf á sveigjanlegri örorku
sem miðast við að geta nýtt góð tímabil til vinnu
en fengið örorkubætur þegar á þarf að halda.
Þessu þarf að breyta.
Markmið málþingsins er ekki síst að safna upp-
lýsingum um þau þjónustuúrræði sem fyrir hendi
eru í samfélagi okkar í þágu geðsjúkra, ástæða er
til að skoða vel hvaða úrræði eru þegar fyrir hendi
og hvernig þau megi sem best nýtast. Um leið
þarf að leitast við að þoka áfram hagsmunamálum
þessa hóps á Íslandi.
Þegar byggt er upp nýtt þjónustuform þarf í
raun að klæðskerasauma það að hverjum og ein-
um einstaklingi, það er ekki hægt að ganga út frá
að allir séu með sömu þarfir sem greinst hafa með
geðsjúkdóm. Þingið er öllum opið og aðgangur
ókeypis.
Geðheilsa | Málþing um málefni geðsjúkra
Búseta og þjónusta
Auður Axelsdóttir
fæddist í Reykjavík
1963. Hún er menntað-
ur iðjuþjálfi og er nú
forstöðumaður mið-
stöðvar innan heilsu-
gæslu höfuðborg-
arsvæðisins:
Geðheilsa-eftirfylgd/
iðjuþjálfun í Bolholti 4.
Auður er gift og á þrjú
börn.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
50 ÁRA afmæli. 1. maí nk. verðurfimmtug Erla Hrund Frið-
finnsdóttir, Grenivöllum 32, Ak-
ureyri. Hún og eiginmaður hennar,
Páll Baldursson, taka á móti ætt-
ingjum og vinum á afmælisdaginn, í
Oddfellowhúsinu, Sjafnarstíg 3, kl.
15–19.
Bóklestur barna
og unglinga
ÞEGAR ég var barn að aldri, las ég
mikið, eða eins og tök voru á. Ekki
voru þó bækur keyptar að marki á
mínu heimili, til þess skorti fé. En
sem betur fór, var leitað til tveggja
lestrarfélaga, og þurfti þó yfir fjall-
garð að halda, til að komast í annað
bókasafnið. Annars las ég mest bæk-
ur fyrir fullorðna, allt frá ferming-
araldri.
En hvers vegna fer bóklestri
barna hrakandi, eins og sagt er í fjöl-
miðlum? Þrennt kemur þarna til, að
því er ætla má.
1. Barnabókum fer heldur fækkandi.
Færri rithöfundar skrifa fyrir
börn og unglinga en fyrrum, hvað
sem veldur.
2. Notkun rafrænna miðla, eins og
tölva og sjónvarps, fer vaxandi.
Lesa má mikið á vefnum og skján-
um, sem reynir minna á lesand-
ann en bóklestur.
3. Eru samdar jafn skemmtilegar og
áhugaverðar barna- og unglinga-
bækur og áður var? Ég bara spyr,
og í framhaldi af því kom mér í
hug staka:
Börnunum leiðast bækurnar
og bækur lesa tregar.
Það er af, sem áður var.
En eru þær læsilegar?
Þetta verður ekki lengra. Ég sé
enga ástæðu til að teygja lopann
lengur um þetta. Bið lesendur að
íhuga málið.
Auðunn Bragi Sveinsson.
Þakkir fyrir skilvísi
ÉG, Þorbjörg, bið fyrir kærleiksríkt
þakklæti til þess sem fann veskið
mitt og kom því til skila sem ég tap-
aði 11. apríl. Allt var í veskinu sem
átti að vera. Ég bið guð og ljósið
helga að blessa og vernda þann sem
fann veskið.
Hugljúf kveðja,
Þorbjörg.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 kl. 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
1. d4 c5 2. d5 e5 3. Rc3 d6 4. e4 Be7 5.
Rf3 Rf6 6. Be2 0–0 7. 0–0 Re8 8. Rd2 g6
9. Rc4 f5 10. f4 exf4 11. Bxf4 g5 12. Bd2
f4 13. g3 Bh3 14. Hf3 Bg4 15. Hf2 Bd7
16. a4 fxg3 17. Hxf8+ Bxf8 18. hxg3
Df6 19. e5 dxe5 20. Re4 Dg6 21. Bd3
Bg7 22. Df3 g4 23. Dh1 Bf5 24. Hf1
Rd7 25. Re3 Bxe4 26. Bxe4 Dh6 27.
Rxg4 Dxh1+ 28. Bxh1 Rd6 29. Rh6+
Bxh6 30. Bxh6 c4 31. Bg2 Rf7 32. Be3
Kg7 33. d6 Rf6 34. a5 Rxd6 35. a6 Rde4
36. axb7 Hb8
Staðan kom upp á Evrópumeist-
aramóti einstaklinga sem lauk fyrir
skömmu í strandbænum Kusadasi í
Tyrklandi. Alþjóðlegi meistarinn Héð-
inn Steingrímsson (2.447) hafði hvítt
gegn Azeranum Faik Aleskerov
(2.325). 37. Hxf6! Rxf6 38. Bxa7 Rd7
39. Bxb8 Rxb8 40. c3 og svartur gafst
upp enda taflið gjörtapað.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.