Morgunblaðið - 04.05.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.05.2006, Blaðsíða 16
Mýrdalur | Það kom dálítið skrít- inn svipur á Önnu Elísabetu Jón- ínudóttur þegar hún fékk að gefa kindunum brauð í fjárhúsunum í Kerlingardal. Henni fannst greinilega ein kindin heldur frek. Jóhann og Lára eru með frek- ar fáar kindur en þegar krakk- arnir úr Grunnskóla Mýrdals- hrepps komu í heimsókn var komið eitt lamb. Það vakti mikla lukku hjá hópnum. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Grunnskólinn í heimsókn Fjárhús Akureyri | Suðurnes | Austurland Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Sigrún Björk Jakobsdóttir, sem skipar 2. sætið á lista sjálfstæðismanna við bæj- arstjórnarkosningarnar, hefur reynt að kveða niður þann draug síðustu vikur að hún og eiginmaðurinn Jón Björnsson séu að flytja til útlanda. „Ég hef heyrt talað um Lúxemborg og Brüssel, en við höfum ekki einu sinni pantað okkur helgarferð til útlanda!“ sagði Sigrún við blaðamann.    Rekstrarstjórar beggja stóru bygginga- vöruverslananna í bænum eru að hætta störfum; Helgi Eyþórsson í Húsasmiðj- unni fer utan til náms í sumar og Karel Rafnsson í BYKO hættir eftir að fyrir- tækið opnar nýja stórverslun í júlí. Ekki er vitað hvað Karel tekur sér fyrir hendur eftir það.    Úr viðskiptalífinu er það líka að frétta að Helgi Pálsson sem stýrði skrifstofu Eim- skipa er hættur og farinn til Intrum Jus- titia í gömlu KEA-höllinni og Hólmgeir Þorsteinsson hjá Tryggingamiðstöðinni gengur senn til liðs við slökkviliðið.    Þegar L-listinn kynnti stefnuskrá sína í gær rakst einhver á eina prentvillu í plagginu. Víðir Benediktsson skipstjóri, sem skipar 3. sæti listans útskýrði það á svipstundu: „Það var miðað við 3.665 slög þannig að við urðum að taka burtu einn staf!“    Hannes Sigurðsson í Listasafninu gerir það ekki endasleppt. Alþjóðlegri far- andsýningu, HOMESICK, verður hleypt af stokkunum í safninu á laugardaginn, en þar eiga verk listamenn frá Tyrklandi, Ísrael, Sviss, Spáni og Íslandi.    Sýningin er hugmynd Hannesar og unnin í samvinnu við Kynningarmiðstöð ís- lenskrar myndlistar. Sýningin fer til Tyrklands í desember, Ísrael vorið 2007 og til Sviss um sumarið. Úr bæjarlífinu AKUREYRI Eftir Skapta Hallgrímsson blaðamann BLOGG: www.skapti.blog.is Ólafsvík og Grundarfirði. Liðin voru fjölbreytt í útliti og gæðum. Það var úr mörgu að velja, liðin glæsileg og full af krafti og frískleika. Á myndinni sjást kepp- endur frá félaginu Rimar Yfir eitt þúsundmanns sóttu Snæ-fellsnes heim um helgina í þeim tilgangi að taka þátt í öldungamóti í blaki. Keppt var í íþróttahús- unum á Hellissandi, í á Dalvík. Þær eru f.v.: Helga Níelsdóttir, Hulda Njálsdóttir, Anna Hafdís Jóhannsdóttir, Matt- hildur Matthíasdóttir, Dagbjört Jónsdóttir, Lína Ingólfsdóttir og Guðbjörg Ragnarsdóttir. Morgunblaðið/Hrefna Magnúsdóttir Kraftur og frískleiki Úrslit voru tilkynntá dögunum í ár-legri vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga. Sigurvegari keppninnar um besta botninn varð Hreinn Guðvarðarson á Sauðárkróki: Fellur gengi, falla bréf fúna strengir ljóða. Allt of lengi eytt ég hef illa fengnum gróða. Sigurvegari í keppn- inni um bestu vísuna var hins vegar Pétur Stef- ánsson í Reykjavík. Þegar vorsins vindur blæs vetrar hörkur þegja, flýgur helsjúk heiðargæs hingað til að deyja. Rúnar Kristjánsson frá Skagaströnd yrkir: Góðir siðir göfga menn, gefa besta keiminn. Látum ekki öfgamenn eyðileggja heiminn. Úrslit í vísnakeppni pebl@mbl.is Þingeyjarsýsla | Stjórn markaðsráðs Þingeyinga hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem harmaðar eru þær athugasemdir sem Landvernd hefur gert og birtust í fjölmiðlum í síðustu viku um fyrirhugaðan Dettifossveg. Markaðsráðið segir frá því að staðsetn- ing Dettifossvegar vestan Jökulsár á Fjöllum hafi verið ákveðin í fullu samráði við íbúa og ferðaþjónustu í Þingeyjar- sýslum. Með henni sé tryggður aðgangur allra að þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum og Dettifossi. Þar við bætist að Dettifoss- vegur tryggi jafnframt að ferðafólk, inn- lent sem erlent, geti auðveldlega ekið Demantshringinn svokallaða á milli Mý- vatnssveitar, Jökulsárgljúfra og Húsavík- ur og komist í snertingu við náttúruperl- ur sem þar eru. Landsmenn hafi í gegnum árin farið fram á að þessir staðir verði öllum aðgengilegir en það hafi ekki verið raunin til þessa. „Stjórn markaðsráðs Þingeyinga fer góðfúslega fram á að gagnrýni ýmissa að- ila á uppbyggingu þjónustuvega verði hætt og íbúum gefið tækifæri til að halda búsetu sinni í Þingeyjarsýslu. Ráðið ber virðingu fyrir umhverfissjónarmiðum Landverndar en óskar eftir að samtökin reyni að skilja þarfir og afkomumöguleika íbúa umrædds landshluta,“ segir í yfirlýs- ingu. Tryggir að- gang allra að þjóðgarðinum Morgunblaðið/BFH Vegurinn Svona er staðan á fjallvegi F862, Dettifossvegi, um þessar mundir.    Óperusöngur í Keflavík | Vortónleikar Tónlistarfélags Reykjanesbæjar verða haldnir í Listasafni Reykjanesbæjar næst- komandi laugardag klukkan 16. Fram koma Bjarni Thor Kristinsson bassa- söngvari og síberíska sópransöngkonan Eteri Gcanzava. Meðleikari þeirra er Jón- as Ingimundarson píanóleikari. Yfirskrift tónleikanna er Ástir og örlög. Fluttar verða aríur og dúettar sem tengj- ast því efni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.