Morgunblaðið - 04.05.2006, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2006 21
DAGLEGT LÍF Í MAÍ
KAUPUM OG SELJUM
ANTIKBÚÐIN Bæjarhrauni 10B
Hafnarfirði (bak við Hraunhamar), sími 588 9595
30-50%
af öllum vörum
Antiksprengja
Lokum í Hafnarfirði 24. maí, eftir 20 daga.
ALLT á að seljast
Einstakt tækifæri
250 fm troðfull antikbúð
ALLT á að seljast
Höfum opnað nýja antikbúð
á Laugavegi 118 (neðri hæð bókabúðar)
Verið velkomin
Antikbúðin Hlemmi
Laugavegi 118
Sími 552 8222
Opið laugardag og sunnudag
Fituminna álegg
Sláturfélag Suðurlands hefur sett
á markað tvær nýjar fituminni
áleggstegundir,
spægipylsu með
65% minni fitu og
pepperoni með
55% minni fitu. Í
fréttatilkynningu
frá Sláturfélaginu
kemur fram að vör-
urnar eru með
hefðbundnu bragði
og útliti en inni-
halda jurtaost í
stað fitu. Vörurnar fást í flestum
matvöruverslunum.
Nýr Höfðingi
Osta- og Smjörsalan hefur sett á
markað nýjan Höfðingja sem er
mjúkur hvít-
og blámyglu-
ostur. Osturinn
er mildur des-
ertostur og
gjarnan borð-
aður með brauði, kexi, ávöxtum eða
grænmeti. Hann bráðnar einnig
ágætlega og hentar því vel í mat-
argerð.
Maltbrauð og normalbrauð
Gæðabakstur hefur nú sett á
markað tvær nýjar tegundir af nið-
ursneiddu brauði,
normalbrauð og
maltbrauð en fyr-
ir var hægt að fá í
sams konar
pakkningum sól-
kjarnarúgbrauð
og speltrúgbrauð.
Gæðabakstur
framleiðir einnig
rúgbrauð og
orkukubba og ýmsar aðrar tegundir
af bakkelsi og brauði.
NÝTT
B-VÍTAMÍN veitir ekki vörn gegn
hjartaáfalli, að því er þrjár nýlegar
rannsóknir benda til og greint er
frá í Svenska Dagbladet.
Undanfarinn áratug hafa ýmsar
kenningar verið á lofti um gagn-
semi B-vítamíns í þessu sambandi
og þá sérstaklega í sambandi við
efnið homocystein. Talið var að of
mikið af því í blóðinu yki hættuna á
hjartaáfalli en að fólínsýra, ein teg-
und B-vítamíns, gæti lækkað gildi
þess.
Þrjár stórar rannsóknir, sem
samanlagt 13 þúsund sjúklingar
tóku þátt í, hafa nú leitt í ljós að
hættan á hjartaáfalli minnkaði ekki
við inntöku B-vítamíns, eins og
SvD hefur eftir New England
Journal of Medicine. Gildi homocy-
steins í blóðinu lækkaði vissulega
við inntöku vítamínsins en ekki var
hægt að sýna fram á samband þess
við líkur á hjartaáfalli.
HEILSA
B-vítamínið
veitir ekki
vörn gegn
hjartaáfalli
LESANDI hafði samband og falaðist eftir
súpuuppskrift frá Reykjavík pizza company en
þangað hafði hann lagt leið sína nýverið.
„Við opnuðum staðinn um áramótin og bjóð-
um m.a. upp á pítsur, beyglur, súpur og vefj-
ur,“ segir Þorleifur Jónsson, eigandi Reykja-
vík pizza company á Laugaveginum. Þorleifur
rekur líka Eldsmiðjuna en segir hana vera
uppvaxna og hann hafi viljað opna nýjan stað
sem væri aðeins öðruvísi. „Ég er aðallega með
bakaðar pítsur og býð þar upp á allt stafrófið
eins og það leggur sig. En ég merki allar píts-
urnar mínar eftir stafrófinu, svo hér er hægt
að fá pítsur frá a til ö eða jafn margar tegundir
og stafirnir í stafrófinu eru. Við bjóðum líka
upp á speltpítsur og pítsur með jurtaosti fyrir
þá sem eru með mjólkurofnæmi.“
Þorleifur segir umferðina hafa byrjaði ró-
lega en straumurinn af fólki sé alltaf að aukast
og það sé orðið fullt að gera hjá þeim í öllum
matmálstímum.
„Við byrjuðum með fjóra starfsmenn en við
erum núna orðin fimmtán. Ég er m.a. með
franska smurbrauðskonu, hana Beatrice, sem
sér um súpurnar og beyglurnar,“ segir Þorleif-
ur sem fékk Beatrice til að gefa lesendum upp-
skrift að súpu sem er vinsæl hjá viðskiptavin-
um Reykjavík pizza company.
Grænmetissúpa
(fyrir 4–6)
1 miðlungsstór laukur
2 miðlungsstór púrrulaukar
5–6 stórar gulrætur
3 sellerístönglar
1 miðlungsstór rófa
1 msk. kjötkraftur
Provence-krydd eftir smekk
Steikið laukinn í ólífuolíu, grænmeti skal
skorið í litla bita og
bætt út í laukinn, setjið vatn yfir grænmetið,
nóg svo það fljóti yfir
það, og bætið kjötkraftinum og kryddinu
við. Mauksjóðið súpuna og setjið síðan í bland-
ara og berið fram. Þetta er heil máltíð – og holl
í þokkabót.
UPPÁHALDSRÉTTUR
Pítsur frá A til Ö
Morgunblaið/RAX
Beatrice, kokkur á Reykjavík pizza company.