Morgunblaðið - 04.05.2006, Síða 28

Morgunblaðið - 04.05.2006, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN A ðeins eitt getur fengið mig til að verða spenntur vegna úr- slita borgarstjórn- arkosninganna í Reykjavík í lok mánaðarins: Vonin um að R-listaflokkunum verði út- hýst, helst öllum í bili. Það er fjarri því að vera öruggt, munurinn í könnunum ekki meiri en svo. En jafnvel þótt sjálfstæðismenn nái aðeins sjö sætum er ekki ólíklegt að þeir kyngi stoltinu og leiti sam- starfs við Vinstrigræna, nú eða Framsókn ef hún kemst yfir þröskuldinn. Varla ætti það að gera slíkan umsnúning torveldari fyrir D- listamennina að nýtt fólk er í for- ystu hjá þeim tveim flokkum sem helst berjast um oddaaðstöðuna. Björn Ingi Hrafnsson gerir nú hraustlega atlögu að því orðspori flokksins að græni liturinn standi ekki fyrir æskuþrótt og vor heldur gamla myglu úr skúmaskotum for- tíðarinnar. Og Svandís Svav- arsdóttir kemur svo vel fyrir að öf- undin bókstaflega lekur af öðrum flokkum. Tvær ráðgátur hafa engir stjórnmálaspekingar enn leyst; hvers vegna hæfaleikafólkið er svona dæmalaust margt í liði Steingríms almannatengslajöfurs og hvers vegna flokkurinn er SAMT með svona afleitar og úrelt- ar skoðanir á mörgum þjóðmálum. Einhverjir myndu segja að þetta sé bara of ungt, ekki verið til nema í tæp átta ár og allir vita hvað sjö ára krakkar eru stundum pirrandi. En 1. maí var VG með kaffi fyrir göngulúna á Hótel Borg. Af einhverjum ástæðum voru veitingar ekki til reiðu. Inn- vígðir segja að þá hafi flokksfólk búið sjálft til kaffi og meðlæti á svipstundu og því sannað að það gæti vel stýrt - Borginni. Þetta eru víst bráðþroska börn. En hvers vegna fer gamla valdagengið, R-listaspírurnar, í borgarstjórn svona í taugarnar á mér? Það er auðvelt að benda á fá- eina góða hluti á afrekaskránni, menningarnótt fest í sessi, reið- hjólabrautum fjölgað, laun leik- skólakennara hækkuð. En það er ósvífnin sem hleypir í mann illu blóði, hvernig stöðugt er verið að búa til nýjar stöður við borgarjöt- una handa vildarvinum flokkanna. Og ótalmörg dæmi um að margir liðsmenn R-listaflokkanna eru miklu kuldalegri við smælingja en nokkur íhaldskurfur við stjórnvöl- inn myndi voga sér. Hjartað slær vinstra megin en ekki lengur fyrir þá sem mest er hampað í ræðum og áróðri, minnihlutann sem góð- ærið gleymdi. Nóg um þessa tegund jafn- aðarstefnu og undarlegt daður hennar við hákarla viðskiptalífs- ins, lítum á blekkingaleikinn í sambandi við fjármál Reykjavík- ur. Tugmilljarðaskuldir hafa hlað- ist upp þrátt fyrir góðærið, á sama tíma hefur ríkissjóður verið önn- um kafinn við að borga niður skuldir. Reykjavík hefur síðustu árin notað bókhaldsbrellur til að fela skuldirnar, látið stofnanir og fyrirtæki borgarinnar taka við drýgstum hluta þeirra. Vandinn er færður til, ekki lengur í augsýn. Þá er hægt að segja að borgin standi ágætlega, a.m.k. borg- arsjóður. Það eru bara Orkuveitan og fleiri af því tagi sem safna skuldum. En ætli flestir kjósendur sjái ekki í gegnum þennan fárán- lega skollaleik? Nýlega var okkur sagt að það væri fjarstæða að lækka verð á þjónustu einokunarrisans þegar hann getur vegna þess að þá myndi fólk bara fara að bruðla með heitt vatn og rafmagn. Síð- kapítalistarnir vinstrisinnuðu, sem nú halda að þeir séu að reka einka- fyrirtæki og vilja vera menn með mönnum, vildu fá að mjólka al- menning og leika sér með millj- arða, til dæmis við að rækta risa- rækjur. Fáir skilja vísdóminn á bak við risarækjurnar alræmdu og fleiri uppátæki R-listans. En nú vill hann að Orkuveitan kaupi grunnnet Símans – á lánum! Enginn þarf að efast um ástæð- una fyrir því að nútímalegir vinstrimenn Samfylkingarinnar og Framsóknar, sem hafa haft for- göngu um skrautlegustu ævintýr- in síðustu 12 árin, eru svona gal- vaskir. Þeir vita sem er að auðvitað er engin hætta á að Orku- veitan fari á hausinn. Við gætum ekki leyft henni að hætta störfum eitt augnablik. Sama á við um ýmsa aðra mikilvæga þjónustu sem borgin annast, hún er óhjá- kvæmileg. Vandinn er að oftast skortir alla samkeppni og það sem verst er, ráðamenn sem braska fyrir hönd Reykvíkinga þurfa ekki að hætta eigin fé. Þeir geta því siglt djarflega um ólgusjói markaðanna þótt kjós- endur geti auðvitað refsað þeim síðar og svipt þá völdum. Yfirleitt gerist það samt of seint til að af- stýra verstu slysunum. Ætli einhver spyrji ekki hvort sjálfstæðismenn hafi stjórnað af slíkri snilld hér í eina tíð að þeir séu endilega betri kostur? Ekki alltaf en lengi má vona. Nú þarf maður að stunda hálfgerðar sagn- fræðirannsóknir. Það var einhvern tíma á ofanverðri síðustu öld að sjálfstæðismenn urðu fyrir þeirri auðmýkingu að borgin þeirra (og allra hinna) sneri við þeim baki í annað sinn. Sumir sögðu fyrir fullt og allt. Þeir bentu á að flokkurinn væri yfirleitt ekki með meirihluta atkvæða í Reykjavík í þingkosn- ingum og ekki neitt náttúrulögmál að hann stæði sig alltaf betur í borgarstjórnarkosningum. En þá gleymdu menn því hvað vald- þreyta getur gert fyrir þá sem ráfa um í eyðimörkinni, vald- þreyta og hroki þeirra sem fengið hafa að sitja of lengi við kjötkatl- ana. Nú verða sjálfstæðismenn að vona að þeir sem segja að slímseta vinstribræðingsins í borginni sé orðin of löng fari ekki að rifja upp hvað sumir eru búnir að stýra landinu lengi. Sum rökin gegn R- listanum sáluga virka í ýmsar átt- ir. Skipta þarf út – í bili Og ótalmörg dæmi um að margir liðsmenn R-listaflokkanna eru miklu kuldalegri við smælingja en nokkur íhaldskurfur við stjórnvölinn myndi voga sér. kjon@mbl.is VIÐHORF Kristján Jónsson ÉG SKRIFA þessa grein til að vekja athygli á málum þeirra sem eru öryrkjar. Sjálf er ég öryrki vegna al- varlegra veikinda og hef oft þurft að dvelja á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri. Þar hef ég fengið mjög góða þjónustu og er þakklát öllu því fag- fólki sem hefur stundað mig í mínum veikindum. En svo vandast málið þegar kemur að því að lifa í samfélaginu sem öryrki. Hvar eigum við að fá upplýsingar um réttindi okkar? Hver á að leiða okkur á fund þeirra sem geta upplýst okkur um þennan rétt? Ég get talað af reynslu þegar ég segi að leiðin að þessum rétt- indum er vægast sagt torfarin. Hvar á að leita aðstoðar? Þegar einstaklingur er nýgreindur með alvarlegan sjúkdóm er ekki mikil orka til staðar til að fara að hringsnú- ast í kerfinu og leita réttinda sinna en það er einmitt þannig sem málin standa í dag. Þó að félagsráðgjafar séu á sjúkrahúsum hefur það sýnt sig að það er ekki nóg og sú hjálp skilar ekki nægum árangri, því oft er það ekki fyrr en út í samfélagið er komið að spurningarnar vakna. Það hefur oft verið sagt að einstaklingar þurfi að vera frískir og fullir af orku til að hafa úthald í það að fara á milli stofnana til að kanna rétt sinn til aðstoðar og bóta í kerfinu. Gott væri að hafa aðgang að stað þar sem sálfélagslegur stuðn- ingur væri veittur. Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis styður við bakið á ein- staklingum sem greinast með krabba- mein og aðstandendum þeirra. Fjár- magn til rekstrar þess félags kemur að mestu frá einstaklingum sem greiða árgjald til félagsins. Sömu sögu má örugglega segja um mörg önnur félagasamtök sem standa vörð um ýmsa sjúklingahópa. Það má velta því fyrir sér hvort ríki og/eða sveitarfélög ættu ekki að styðja betur við þessi fé- lög sem gætu þá eflt starfsemina til hagsbóta fyrir skjólstæðinga sína. Í framhaldi af því má örugglega leiða líkur að því að þetta styddi verulega við bakið á þeim sem á slíkri þjónustu þyrftu að halda og auðveldaði þeim líf- ið og gerði þeim jafnvel kleift að verða virkari í samfélaginu. Víða erlendis eru nokkurs konar þjónustu- miðstöðvar þar sem t.d. krabbameinssjúkir og fjölskyldur þeirra geta leitað eftir ýmiskonar aðstoð, svo sem viðtölum við félagsráðgjafa, sál- fræðinga, iðjuþjálfa, presta eða djákna og síðast en ekki síst sam- verustundir með öðrum í svipuðum aðstæðum. Þessir aðilar eru ekki endilega starfsmenn „miðstöðvanna“ en þeir sem þar vinna geta vísað skjóstæðingum sínum til þeirra. Félög líkt og Krabbameinsfélagið hafa á undanförnum árum reynt að efla þjón- ustu við þá sem greinast með krabba- mein og fjölskyldur þeirra, en þar sem fjármagn til rekstrar slíks félags (og örugglega annarra félaga ákveðinna sjúklingahópa) er af skornum skammti reynist þetta oft mjög erfitt. Endurhæfingarstarf á Kristnesi Mér er kunnugt um að félagsmála- ráð Akureyrarbæjar og Krabba- meinsfélag Íslands hafa stutt við krabbameinsfélagið hér í bænum svo hægt væri að halda námskeið fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra. Þetta námskeið hefur verið haldið þrisvar og sett upp í formi fyrirlestra þar sem m.a. var fjallað um félagsleg réttindi, endurhæfingu, næring- arráðgjöf, verkjameðferð, andlegan stuðning, slökun o.fl. En betur má ef duga skal og nú er ekki útlit fyrir að félagið fái áframhaldandi styrk til þessa verkefnis, þó svo að könnun sem gerð var af RHA sýndi fram á mjög mikla ánægju þátttakenda með þetta námskeið og sjálf get ég sagt að ég og minn nánasti aðstandandi nutum góðs af. Á þessu námskeiði komst ég t.d. að því að ég ætti möguleika á því að kom- ast í endurhæfingu á Kristnesi og fór þangað. Þar eigum við algera gull- námu sem við verðum að standa vörð um og gott væri ef allir sem þörf hafa fyrir geti sótt þangað þá hjálp sem þeir þurfa til að geta verið sem virk- astir í samfélaginu. Því þótt við séum öryrkjar þá er ýmislegt sem við getum gert ef við fáum stuðning. Stuðningur við öryrkja Eftir Lilju Guðmundsdóttur ’Hvar eigum við að fáupplýsingar um réttindi okkar? Hver á að leiða okkur á fund þeirra sem geta upplýst okkur um þennan rétt? Ég get talað af reynslu þegar ég segi að leiðin að þessum rétt- indum er vægast sagt torfarin.‘ Lilja Guðmundsdóttir Höfundur lést af völdum krabba- meins aðfaranótt 1. maí. Hún var 21 árs öryrki og fjarnemi við VMA og skipaði 6. sæti á lista Vinstri grænna á Akureyri. Greinin er birt að ósk að- standenda. Vegna mikils aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda bæjar- og sveitarstjórnarkosninganna verður formi þeirra greina, sem lúta að kosningunum, breytt. Er þetta gert svo efnið verði aðgengilegra fyrir les- endur og auka möguleika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar. Bæjar- og sveitarstjórnarkosningar ÞAÐ verður æ dapurlegra að fylgjast með kosninga- baráttu Samfylkingarinnar í Reykjavík. Í stað þess að fjalla um brýnustu málefni borgarinnar og borgarbúa ráðast þeir Stefán Jón og Dagur á fram- bjóðendur sjálfstæðismanna og saka þá um blekkingar. Í stað þess að viðurkenna og reyna að læra af mistökum sínum, kenna þeir ríkisstjórninni um eigið sinnuleysi og hringlandahátt. Sitjandi ráðherrum er lýst sem illmennum, og flokkssystkini þeirra dæmd ómerkingar. Steinum kastað … Stefán Jón Hafstein lýsti meintri mannvonsku ráð- herranna á eftirfarandi hátt í nýlegri blaðagrein: ,,…auðgildi er einrátt og ofar öllu. Og það sem verst er: Þetta gerist ekki af vanrækslu, ekki af því ,,að þeir vita ekki hvað þeir gjöra“, heldur einmitt af því að þetta er það sem þeir vilja. Þeir sem ráða för ganga svona til verks með opin augu og einbeittan brotavilja.“ Í Kastljósþætti á fimmtudaginn var lýsti Dagur B. Eggertsson framboðslista sjálfstæðismanna í Reykja- vík með eftirfarandi spurningu: ,,Hverjir eru bara að daðra við íbúasamtök fyrir kosningar en ætla síðan að ganga í lið með Sturlu?“ Og um oddvita sjálfstæð- ismanna sagði hann í sama þætti: ,,Ég held að Vil- hjálmur Þ. hafi setið í tvo áratugi í borgarstjórn og bar- ist á móti uppbyggingu leikskólamála og hann ætlar nú að verða stóri frelsarinn í leikskólamálum.“ Í sama um- ræðuþætti beindi Dagur með glotti á vör eftirfarandi spurningu til Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar: ,,Á að senda konurnar heim?“ …úr glerhúsi Hér kom spurning úr hörðustu átt. Er Dagur búinn að gleyma því að Guðrún Halldórsdóttir, fyrrv. for- stöðukona Námsflokka Reykjavíkur, lagði grunninn að námi nýbúa hér á landi? Að Námsflokkarnir riðu á vað- ið með þá kennslu og sinntu meginhluta hennar frá upphafi? Að Stefán Jón heiðraði ómetanlegt skólastarf Guðrúnar á sjötugsafmæli hennar í fyrra með því að leggja Námsflokkana niður og senda þar með heim tugi kvenna sem sinntu m.a. þessari kennslu? Og er honum ókunnugt um að þessi kennsla hefur nú verið í uppnámi vegna þessarar ,,hagræðingar“? Hver sendir konur heim? Er Dagur búinn að gleyma því að hann og Stefán Jón lögðu niður gæsluvellina og sendu gæslukonurnar heim þann 1. september sl., þó sumar hefðu unnið þar í áratugi? Hefur hann gleymt framkomunni gagnvart þessum ágætu konum, þegar Stefán Jón lofaði í blöðum með bros á vör að þær fengju starfslokasamning, en sveik þær svo þegar til kastanna kom? Hver sendir kon- ur heim? Dramb er falli næst Málflutningur Dags og Stefáns Jóns lýsir þeim sjálfum best. Sá sem aldrei viðurkennir mistök sín lærir aldrei af þeim. Það er lítilmannlegt að kenna öðrum um eigin mistök og ótrúlegur hroki að telja sig hafa einkaleyfi á hugsjónum og vilja til góðra verka. Málflutningi af þessu tagi er einungis ætlað að slá ryki í augu kjósenda og ala á fordómum og andúð gegn pólitískum mótherjum. Við skulum því vona að þeim kumpánum takist ekki að draga kosningabaráttuna niður í svaðið. Hver sendir konur heim? Marta Guðjónsdóttir Höfundur skipar 10. sætið áframboðslista sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þorsteinn Gestsson fjallar um vímuefni. KOSNINGAR 2006 Hildur Baldursdóttir: „Við mæðgurnar." Úrsúla Jünemann: „Kosningajeppi.“ Íris Jóhannsdóttir: „Bréf til frambjóðenda í Mosfellsbæ.“ Guðvarður Jónsson: „Kosningaloforð.“ Kári Páll Óskarsson: „Enginn vill búa við mengun.“ Toshiki Toma: „Þátttaka og viðhorf í borgarstjórn.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.