Morgunblaðið - 04.05.2006, Page 30

Morgunblaðið - 04.05.2006, Page 30
30 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ SigurbjörgPetra Hólm- grímsdóttir fæddist í Ormarslóni í Þist- ilfirði 2. maí 1936. Hún lést á Land- spítalanum við Hringbraut 27. apr- íl síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Svanhvít Péturs- dóttir, f. 21. desem- ber 1911, d. 22. september 1981, og séra Hólmgrímur Jósefsson, prestur á Raufarhöfn, f. 12. apríl 1906, d. 10. júní 1946. Systkini Sigurbjargar eru Hall- dóra, f. 2. maí 1936, Jóhann, f. 16. október 1938, Hólmfríður, f. 14. janúar 1943, Þuríður, f. 14. janúar 1943. Systkini, sammæðra, eru Selma Dóra Þorsteinsdóttir, f. 27. júní 1953, d. 27. mars 1993, og Hólmgrímur Þorsteinsson, f. 22. september 1956. Uppeldissystkini eru Kristrún Guðnadóttir, f. 10. febrúar 1927, og Sigurbjörg Sverrisdóttir, f. 18. febrúar 1946. Hinn 25. desember 1956 giftist Sigurbjörg, í Snartarstaðakirkju á Kópaskeri, Rósenberg Jóhanns- syni bifreiðastjóra, f. 27. maí 1928, d. 13. júlí 1974. Börn Sig- urbjargar og Rósenbergs eru: 1) Hólmgrímur, f. 8. júní 1956, maki Sólveig Þóra Jónsdóttir, f. 20. júní 1958. Sonur þeirra er Hólmgrím- ur Daníel Snær, f. 21. febrúar 1988. Börn Hólmgríms frá fyrra hjónabandi eru a) Rósenberg, f. 23. ágúst 1977, hann á dótturina Ingibjörgu, og b) Sigurbjörg Petra, f. 6. maí 1982, maki Sindri Guðjónsson, f. 29. mars 1979, þau eiga dótturina Kristeyju Söru. 2) Indriði, f. 30. september 1957, maki Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir, f. 20. mars 1963. Börn þeirra eru a) Jóhann Kristinn, f. 23. janúar þegar faðir hennar tók við emb- ætti sóknarprests þar. Þar bjó fjölskyldan til haustsins 1942 er séra Hólmgrímur var skipaður sóknarprestur á Raufarhöfn og í Svalbarðssókn í Þistilfirði. Þegar Hólmgrímur lést árið 1946 flutti ekkjan með börnin, sem þá voru orðin fimm, í Vog við Raufarhöfn. Bjó Sigurbjörg síðan í Vogi þar til hún fór til Reykjavíkur í tónlist- arnám. Hún lauk sínu grunnskóla- námi við Barna- og unglingaskóla Raufarhafnar. Snemma hneigðist hugur Sigurbjargar að tónlist og hóf hún tónlistarnám 12 ára göm- ul hjá Guðrúnu Pétursdóttur org- anista á Raufarhöfn. Síðan tók við tónlistarnám við Tónlistarskóla Reykjavíkur og nam hún þar til ársins 1954. Hún tók þátt í ýmsum söngnámskeiðum bæði hjá inn- lendum og erlendum kennurum. Sigurbjörg hóf söngferil sinn í Kolbrúnarkórnum á Raufarhöfn árin 1945–1948, var söngvari og gítarleikari í söngtríói á Raufar- höfn frá 1948–1952, var í hljóm- sveitinni Þaulæfð á Raufarhöfn á árunum 1954–1955 og hefur sung- ið í ýmsum kirkjukórum, meðal annars í Kór Fella- og Hólakirkju. Sigurbjörg var söngvari og hljóð- færaleikari í Ömmusystrum árin 1982–1987, umsjónarmaður og undirleikari Söngvöku f. e.b. í Reykjavík árin 1993–2004 og söngstjóri Kvennakórs Hreyfils árin 1993–1997. Frá árinu 1986 var Sigurbjörg söngstjóri Söng- fugla, kórs félagsstarfs aldraðra í Reykjavík. Einnig var hún söng- stjóri Kvennakórsins Glæðna, sem er kór kvenfélags Bústaðasóknar, frá 1994. Að auki sá hún um söng- stjórn og hljóðfæraleik við guðs- þjónustur á Vesturgötu 7 frá 1995 í samstarfi við dómkirkjupresta. Í ágúst 2005 varð hún að láta af öll- um störfum sökum veikinda. Árið 2004 gaf Sigurbjörg út geisladisk með hluta af þeim lög- um sem hún hafði samið um ævina og ber hann nafnið Kvöldgeislar. Útför Sigurbjargar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15. 1982, sambýliskona Þórey Jóhannsdótt- ir, f. 1. nóvember 1981, b) Gunnar Örn, f. 1. júní 1983, c) Sig- urður Eiður, f. 21. september 1987, og d) Sigríður Ósk, f. 13. maí 1994. 3) Magni Þór, f. 26. febrúar 1959, maki Sigurborg Magnús- dóttir, f. 20. maí 1962. Börn þeirra eru a) Jenný Lára, f. 9. október 1982, sam- býlismaður Jörgen Friðrik Eiríks- son, f. 5. júlí 1973, þau eiga dótt- urina Þórunni Maríu, b) Fanney Dröfn, f. 11. júlí 1991, og c) Jafet Egill, f. 12. febrúar 1995. Fyrir átti Sigurborg Elfu Dögg Ómars- dóttur, f. 8. nóvember 1978. Börn hennar eru Máni Freyr og Erla Díana. 4) Þuríður Lilja, f. 12. ágúst 1961, maki Björn Valur Gíslason, f. 20. september 1959. Börn þeirra eru a) Sigurveig Petra, f. 2. janúar 1981, hún á son- inn Björgvin Mána, b) Berglind Harpa, f. 18. september 1985, og c) Katla Hrund, f. 13. október 1990. Fyrir átti Björn Valur son- inn Björgvin Davíð, f. 17. október 1976, d. 5. september 1992. 5) Finnur Guðni, f. 12. júlí 1963, maki Anna Kristín Jörundsdóttir, f. 15. nóvember 1968. Synir þeirra eru Jóhann Arnar, f. 5. september 2000, og Júlíus Örn, f. 27. mars 2004. Sonur Finns frá fyrra hjónabandi er Kristján, f. 11. apríl 1993. Sambýlismaður Sigurbjargar er Sigurður Sívertsen Guðmunds- son skipstjóri, f. 29. mars 1921. Frá fyrra hjónabandi á Sigurður tvö börn, Martein og Önnu Lísu. Frá Ormarslóni flutti Sigur- björg tveggja mánaða gömul að Skeggjastöðum við Bakkafjörð Fjóra drengi og eina snót, við eigum orðið saman, hóp að buxum sem vantar bót er það ekki gaman. Þessa vísu orti mamma um okkur systkinin þegar við vorum lítil. Hún lýsir henni sjálfri vel, hugarfarinu og viðhorfinu til lífsins þó verkefnin væru ærin með stóran barnahópinn. Mamma okkar var í eðli sínu mik- ið náttúrubarn. Hennar árstími var vorið með gróanda sínum og nýju upphafi og sumarið með sínar björtu nætur sem gáfu fyrirheit um hvað- eina sem hugurinn stefndi til. Og eins og í vorinu sá hún nýtt upphaf í börnum sem í hennar huga voru öll snillingar og gáfumenni sem átti að umgangast sem slík. Við munum eftir mömmu að leik við okkur systkinin og hin börnin í hverfinu og við munum eftir öllum ferðalögun- um sem hún og pabbi fóru með okk- ur út á land. Oft var þá farið í Vog við Raufarhöfn þar sem mamma ólst upp og verið þar um lengri tíma í góðu yfirlæti þar sem ævintýrin biðu okkar barnanna við hvert fót- mál. Ferðalögin með Laugu vinkonu í Hrútafirði þar sem dvalið var í Grænumýratungu er okkur einnig afar minnisstæð. Þar lékum við krakkarnir okkur áhyggjulaus og nutum frelsisins úti í náttúrunni. Mamma var mikil félagsvera og í gegnum tónlistina naut hún fé- lagsskapar við aðra sem voru á sömu nótum og hún gat deilt tónlist sinni með. En lífið var ekki alltaf leikur og gaman hjá mömmu. Hún stóð ein uppi með okkur krakkana eftir að pabbi dó sem var okkur öll- um erfiður tími. Síðar lenti hún í al- varlegu bílslysi, meiddist mikið og náði aldrei fullum bata. Það hefur líkast til hjálpað mömmu í þessum erfiðleikum að lundarfarið var gott og hún tók sig heldur ekki nema passlega alvarlega. Nema í tónlist- inni sem var hennar líf og yndi. Þar var hún örugg með sig og þar urðu draumarnir að veruleika. Mamma var þeirrar gerðar að hún gaf meira af sér í lifanda lífi en hún sjálf þáði. Það var ekki alltaf auðvelt að nálg- ast hana með þeim hætti, hún var ekki þiggjandi, hún gaf bara af sér. Mamma var í sambúð með Sigurði S. Guðmundssyni fyrrverandi skip- stjóra og hafði siglt með honum um ókunn lönd og upplifað ævintýrin sem slíkum ferðalögum fylgja. Sig- urður reisti þeim síðar sumarhús á Vatnsleysuströndinni þangað sem hún leitaði mikið eftir hvíld frá skarkala borgarinnar og fékk frið til að sinna tónlistinni. Mamma veiktist alvarlega síðla sumars 2005 og náði aldrei heilsu eftir það. Hún lést fimm dögum fyr- ir sjötíu ára afmæli sitt á krabba- meinsdeild LHS. Við systkinin viljum færa öllum þeim sem önnuðust hana í erfiðum veikindum okkar innilegustu þakkir fyrir. Sambýlismanni hennar Sigurði S. Guðmundssyni þökkum við umönn- un hennar á heimili þeirra og vott- um honum innilega samúð okkar vegna hans missis. Elsku mamma. Við þökkum þér fyrir allt og kveðjum þig með sárum trega en í þeirri vissu að þér líði nú betur og hafir náð samfundum við farna ástvini. Minningin um þig sem góða og ástríka móður mun alltaf fylgja okk- ur. Indriði, Magni Þór, Þuríður Lilja og Finnur Guðni. Elsku Sifa mín, nú ert þú farin frá okkur en úr því sem komið var þá var þetta lausn fyrir þig. Ég sé þig fyrir mér á sólríkum stað hlaupandi um, laus undan öllum þjáningum. Þú varst ekki bara tengdamóðir mín, þú varst líka vinkona mín, við gátum talað saman um allt, það skipti ekki máli hvað það var. Þú varst gædd mörgum góðum eigin- leikum en það fyrsta sem ég tók eft- ir í þínu fari var það hvernig þú komst fram við börn. Þú hafðir endalausa þolinmæði og ást gagn- vart börnum. Börnin okkar fengu aldeilis að njóta þess. Þegar Holli minn valdi sinn farsíma-vin þá var það að sjálfsögðu Amma, hér á árum áður töluðuð þið saman oft á dag og voruð reyndar í símasambandi fram á síðasta dag. Þær eru ógleyman- legar ferðirnar ykkar í húsið á Ströndinni. Þú hringdir í Holla og sagðir „Nú er gott veður, við afi ætl- um suðureftir, kemur þú ekki með“. Að sjálfsögðu fór Holli alltaf með og dvaldi þar oft á sumrin við gott at- læti, hann og afi að smíða og vinna ýmis verk og amma í eldhúsinu að baka kleinur eða lummur og á kvöldin var spilað bridge, þetta voru góðir tímar. Þessar minningar geymum við og varðveitum. Svo hafa örlögin komið því svo fyrir að við fjölskyldan erum bráðlega að flytja í húsið á Ströndinni. Sifa, ég sakna þín, þú varst svo blíð og góð kona, öll samtöl okkar endaðir þú alltaf með orðunum „Jæja mín kæra“ eða með öðrum elskulegum orðum. Ást þín á lífinu og fólkinu í kringum þig var óendanleg. Það er eitt sem ég veit, þú ert komin á góðan stað. Lofa þú Drottin, sála mín, og allt sem í mér er, hans heilaga nafn, lofa þú Drottin, sála mín, og gleym eigi neinum velgjörðum hans. Hann fyrirgefur allar misgjörðir þínar, læknar öll þín mein, leysir líf þitt frá gröfinni, krýnir þig náð og miskunn. Hann mettar þig gæðum, þú yngist upp sem örninn. (103. Davíðssálmur, 1-5.) Sólveig Þóra. Í dag verður tengdamóðir mín, Sigurbjörg Petra Hólmgrímsdóttir, til grafar borin. Sifa, eins og hún var kölluð, var um margt sérstök kona sem tók lífinu af æðruleysi þess sem hefur verið með vindinn í fangið. Samskipti okkar tveggja, mín og tengdamóður minnar, voru alla tíð afar góð. Sennilega var það sameig- inlegur áhugi okkar á tónlist sem varð til þess að svo vel fór á með okkur tengdamömmu frá fyrsta degi. Sifa var tónlistarmaður af guðs náð, náttúrubarn í tónlist og mjög meðvituð um gildi tónlistarinnar á öllum sviðum mannlífsins. Með tón- listinni gat hún tjáð sínar dýpstu til- finningar og unnið úr því sem lífið færði henni hverju sinni. Og hún gat talað um tónlist út í eitt ef því var að skipta. Oft var hún búin að hringja norður til okkar Þuríðar og leyfa okkur að hlusta á nýjan texta, nýtt lag eða nýja útsetningu sem hún ýmist söng fyrir okkur eða spilaði af bandi í gegnum símann. Tóngæðin voru ekki alltaf upp á það besta en ákafinn í henni varð þess valdandi að okkur fannst við oft hafa orðið vitni að nýju tímamótaverki. Og það var einfaldlega skilningur Sifu á nýju lagi og fallegum texta. Hvert nýtt verk, hversu smátt sem öðrum fannst það, var tímamótaverk, ný sköpun, ný hugsun sem aldrei yrði endurtekin og varð því að fá sitt pláss og athygli. Og hún kunni að hvetja og hrósa. Það kom fyrir, eftir að hafa rætt við hana um tónlist, spilað með henni eða lofað henni að heyra mína tónlist, að hún taldi mér trú um að ég væri líklega í hópi mestu stórmenna tónlistarsögunnar. Til þess notaði hún öll sterkustu lýs- ingarorð sem íslensk tunga hefur að geyma, ásamt tilheyrandi handapati og svipbrigðum sem ekki var hægt annað en falla fyrir. Slíkur var sann- færingarkrafturinn hjá tengda- mömmu þegar hún náði sér á strik. Sifa starfaði mesta sína ævi við tónlist. Hún samdi mikið af tónlist, bæði við eigin texta og annarra. Hún stjórnaði kórum og lék undir með þeim ásamt því að útsetja radd- ir og hljóðfæri. Hún tók starf sitt með kórum eldri borgara í Reykja- vík mjög alvarlega og bar mikinn metnað fyrir þeirra hönd. Sifa gaf árið 2004 út geisladiskinn, Kvöld- geislar sem hefur að geyma 11 lög eftir hana flutt af úrvals tónlistar- fólki. Sifa eignaðist fimm börn með Rósenberg manni sínum, fjóra syni og eina dóttur. Allt mikið sómafólk í alla staði sem hún var afar ákaflega stolt af. Verst þótti henni að hafa hana Þuríði sína ekki hjá sér og var aldrei almennilega sátt við að hún byggi úti á landi. Því þó svo að Sifa væri fædd og alin upp í fámenninu á landsbyggðinni og bar ætíð hlýjan hug til æskustöðva sinna, þá var hún eins mikið borgarbarn í sér og hægt var að vera. Hún unni Reykjavík og samdi bæði falleg ljóð og lög til borgarinnar sinnar þar sem hún bjó mestan sinn aldur. Ég votta sambýlismanni hennar, börnum og öðrum aðstandendum innilegustu samúð mína vegna frá- falls Sigurbjargar Petru og kveð tengdamóður mína með þakklæti í huga fyrir samfylgdina í gegnum líf- ið. Björn Valur. Elsku amma mín, ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað þú varst orðin alvarlega veik fyrr en mamma og pabbi sögðu mér það um páskana. Ég hélt að þér myndi batna og við gætum farið suðureftir eins og við gerðum alltaf á sumrin. Síðasta sumar vorum við búin að plana hvað við ætluðum að gera í sumar. En svona er þetta fljótt að breytast. Ég á seint eftir að gleyma þegar þú, afi, ég og Eiður vorum á Ströndinni, jafnvel heilu vikurnar. Þetta var ógleymanlegur tími. Ég man fyrir stuttu, þá sagðir þú mér að þig langaði svo að sjá breyting- arnar á húsinu á Ströndinni og ég sagði við þig, auðvitað færðu að sjá þær amma mín og ekki tek ég það til baka því þú færð að sjá þær það- an sem þú ert núna. Ég veit að þú ert komin á góðan stað, þú varst bara of ung til að deyja. Ég veit að þér fannst þú ekki vera búin að gera allt sem þig langaði til, má það vel vera en því sem þú gerðir fyrir mig og þína mun enginn gleyma. Ég sakna þín amma mín og mun gera alla tíð. Þinn Hólmgrímur Daníel Snær. Elsku amma, Sigurbjörg Petra, eða Sifa eins og hún var alltaf köll- uð, var ein besta amma sem barn getur hugsað sér að eiga. Hún var snillingur á öll hljóðfæri og þar sem hún var, þar var tónlist. Á ættarmótum var það hún sem tróð upp og var með tónlistaratriðin og okkur fannst alveg ferlega merkilegt að eiga svona klára ömmu! Hún átti þó nokkur hljóð- færi, t.d. píanó, hljómborð, gítar og harmonikku og var eldklár á þetta allt. En samt fannst okkur merki- legast að hún amma okkar spilaði á trommur þegar þess þurfti. Það áttu sko ekki allir krakkar tommuleikara fyrir ömmu eins og við. Hún var líka kórstjórnandi og sá um útfærslur á lögum fyrir kórana sína, samdi einn- ig mikið af fallegum lögum og gaf út einn geisladisk, Kvöldgeislar. Hún sagði okkur að það sem hún saknaði hvað mest í veikindunum var það að geta ekki lengur spilað á píanóið. Það sýnir hversu mikið tónlistin gaf henni. Við hlökkuðum alltaf mikið til að heimsækja ömmu Sifu og hefðum viljað geta gert það oftar en við gerðum. Það var ekki hægt að láta sér leiðast hjá henni og hún þreytt- ist aldrei á að leika við okkur eða hafa ofan af fyrir okkur með ýmsum hætti. Við teiknuðum, föndruðum og fórum út að leika. Einnig voru það ófáar stundirnar sem við sátum og spiluðum á hljóðfærin hennar og skemmtum okkur æðislega vel. Löngum og skemmtilegum degi fylgdi nær alltaf göngutúr yfir í Hólabúð að kaupa okkur eitthvað gott í svanginn. Þetta var fyrir mörgum árum en okkur finnst þetta allt eins geta hafa gerst í gær. Svona líður tíminn hratt. Amma var ekki gömul kona, rétt að verða sjötug sem er ekki hár ald- ur. Hún var ung í anda og alltaf glöð og kát og var líka alltaf að hvetja okkur til að lifa lífinu á meðan við værum ungar. Hún var mjög glöð þegar Sigurveig Petra heimsótti hana í vetur með Björgvin Mána litla strákinn sinn. Amma Sifa hefði haft gaman af því að fá að slást að- eins við hann eins og hún gerði við mömmu hans á sínum tíma! Ekki var hún síður glaðari þegar Berg- lind Harpa kom til hennar og Sigga og eldaði kjötsúpu með öllu tilheyr- andi handa liðinu. Besta kjötsúpa sem ég hef fengið, sagði hún og var viss um að Berglind yrði kokkur þegar hún yrði stór. Þegar hún kvaddi Kötlu Hrund fyrir nokkrum dögum spurði hún hana hvort hún væri nokkuð að fara að gifta sig. Gerðu það nú ekki, vinan mín, sagði hún, njóttu þess að vera ung, þú átt eftir að gera svo mikið. Það eru sko ekki allar ömmur svona, alltaf eit- urhressar eins og Sifa amma. En núna er allt breytt. Engin amma Sifa að heimsækja þegar við komum suður. Siggi einn eftir í Flyðrugr- andanum. Við vorum eiginlega alltaf vissar um að amma myndi ná sér af veik- indum og allt yrði eins og það var. Svo fór ekki. Elsku amma, þú stóðst þig eins og hetja í veikindunum. Megir þú hvíla í friði og englar Guðs vaka yfir þér. Við vitum að þú munt vaka yfir okkur. Sigurveig Petra, Berglind Harpa og Katla Hrund Björnsdætur. „Mamma, amma er að deyja og þetta er svo sárt.“ Svona var upphaf símtals sem ég fékk frá dóttur minni kvöldið áður en tengdamóðir mín fyrrverandi sagði skilið við þetta líf og hélt til Drottins. Fyrir allmörg- um árum hringdi síminn hjá mér og var Sifa á línunni „getur þú hjálpað mér? – mér tókst að fótbrjóta mig –“ þar með hófust nánari kynni okk- ar. Seinna varð hún tengdamóðir mín og amma tveggja barna minna. Enn hringdi síminn, á línunni var Sifa, sárþjáð af nýrnakasti, „getur þú komið?“ Þessi þrjú símtöl eru SIGURBJÖRG PETRA HÓLMGRÍMSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.