Morgunblaðið - 04.05.2006, Qupperneq 32
32 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Skúli Gíslasonfæddist í Reykja-
vík 6. ágúst 1940.
Hann lést á Land-
spítala – háskóla-
sjúkrahúsi við
Hringbraut 21. apríl
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Einarbjörg Böðvars-
dóttir, f. 23.10. 1903,
d. 12.7. 1985, og
Gísli Jónsson, f. 4.9.
1878, d. 9.11. 1944.
Systkini Skúla eru
Freysteinn, f. 21.7.
1925, Auður, f. 1.10. 1934, og
Hrafnhildur, f. 25.7. 1943. Látin
eru: Gísli, f. 23.4. 1924, d. 15.3.
1927, Rúnar Óskar, f. 17.2. 1927, d.
5.3. 1927, Aðalsteinn, f. 2.7. 1930,
d. 3.9. 1989, og Haraldur, f. 16.4.
1932, d. 12.3. 2005.
Fyrri kona Skúla var Elísabet
Jóhanna Sigurbjörnsdóttir, f.
12.12. 1944, d. 27.12. 2005. Áður
hafði Skúli eignast soninn Erling,
f. 21.1. 1960, d. 3.2. 2006, en saman
eignuðust þau synina a) Garðar, f.
12.8. 1963, kvæntur Guðrúnu
Kristinsdóttur, f.
10.10. 1959, og b)
Gísli, f. 15.9. 1965,
kona hans er Áslaug
Baldursdóttir, f.
2.11. 1974.
Árið 1984 kynnt-
ist Skúli síðari eigin-
konu sinni, Kristínu
Ólafsdóttur, mót-
tökuritara á Land-
spítala – háskóla-
sjúkrahúsi við
Hringbraut, f. 30.4.
1944. Börn Kristínar
eru: a) Lárus, f. 4.12.
1960, kvæntur Guðlaugu Helga-
dóttur, f. 23.6. 1964, b) Ásthildur, f.
29.9. 1967, gift Eiríki Ingvarssyni,
f. 6.1. 1959, c) Anna María, f. 29.9.
1967, gift Halldóri B. Brynjars-
syni, f. 27.6. 1962, og d) Andri Þór,
f. 23.6. 1971, kvæntur Unu Ósk
Kristinsdóttur, f. 26.9. 1972.
Skúli starfaði lengst af við versl-
unar- og þjónustustörf í Reykja-
vík.
Útför Skúla verður gerð frá
Grafarvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Elsku Skúli minn, það er sárt að
hugsa til þess að fá ekki að sjá þig aft-
ur, þú og mamma voruð eitt, þið vor-
uð mjög hamingjusöm og nutuð þess
að vera saman. Eins og mamma sagði
varst þú besti lífsförunautur sem
hægt var að hugsa sér og sárt að þið
skylduð ekki fá að eyða ellinni saman.
Þú varst svo rólegur og yndislegur en
gast leikið á als oddi þegar eitthvað
var um að vera. Og ég gleymi því
aldrei þegar ég var í kringum 16 ára
og fékk að skemmta mér með þér og
mömmu eina fallega sumarnótt þá
komu vinnufélagar þínir með þér
heim og allir skemmtu sér svo vel og
dönsuðu úti í garði fram á rauðanótt.
Þú varst alltaf svo myndarlegur og
vel klæddur. Ef þú sagðir mann flott-
an þá vissi maður að maður var flott-
ur, þú komst mér heldur betur á óvart
einn daginn þegar þú bauðst mér að
stytta ermarnar á nýja jakkanum
sem ég hafði keypt mér, ég hló og
sagði, þú! En já, þú varst svo mynd-
arlegur og fórst nú létt með þetta eins
og þú hefðir aldrei gert annað og allar
myndirnar sem þú hafðir saumað, já
þú kunnir ýmislegt. Ég man hvað
gaman mér þótti að láta þig spá í spil
en það gerðir þú nokkrum sinnum
þegar þannig lá við þér og varst þá
nokkuð sannspár. Þú varst mikið fyr-
ir steina og allstaðar sem þú fórst leit-
aði þú uppi fallega steina og sást eitt-
hvað sniðugt út úr þeim og er aldeilis
til steinasafn í litla fallega garðinum
ykkar sem allir dáðust að. Við hitt-
umst öll á jólunum og strákarnir þínir
og fjölskyldur þeirra, og var þá glatt á
hjalla, eyddum nokkrum áramótun-
um öll saman en ykkur fannst líka
yndislegt að vera bara tvö ein útaf
fyrir ykkur og var þá alltaf hringt á
miðnætti og við urðum að óska hvort
öðru gleðilegs árs. Ykkur fannst gam-
an að ferðast og komuð stundum með
í sumarbústaðaferðirnar okkar en
minnistætt er þegar við gistum öll í
bústaðnum hjá ykkur í Húsafelli og
áttum yndislega helgi við varðeld og
kósíheit.
Áður en ég hætti verð ég að minn-
ast á að þú gerðir bestu fiskibollur í
heimi og alltaf allt frá grunni, varst
ótrúlega fjölhæfur og vel liðinn alls-
staðar og allt svo skipulagt í kringum
þig. Ég get lengi haldið áfram að rifja
upp allar minningarnar okkar en þær
eru okkur dýrmætar, þú varst okkur
systkinunum yndislegur sem faðir og
barnabörnin dáðu þig. Brynjar
gleymir aldrei fjöruferðunum sem þú
fórst með hann í, sem voru svo fræð-
andi og skemmtilegar fyrir hann.
Þú tókst veikindunum af æðru-
leysi, barðist hetjulega og kvartaðir
aldrei, allt fram á síðasta dag. Ég
þakka fyrir að hafa fengið að styðja
ykkur mömmu og fengið að vera hjá
þér síðustu dagana. Við fjölskyldan
vorum lánsöm að hafa átt þig að og
missir okkar er mikill. Þú verður ætíð
í hjörtum okkar og takk fyrir allt.
Ásthildur.
Elsku Skúli, það er okkur mjög erf-
itt að setjast niður til að skrifa okkar
hinstu kveðju til þín. Þú og mamma
byrjuðuð að búa saman fyrir rúmum
tuttugu árum og sást strax hvað þið
elskuðuð hvort annað mikið og báruð
mikla virðingu hvort fyrir öðru.
Nokkrum árum seinna eignuðumst
við Benni okkar fyrsta barn, hana
Kristínu. Við komum oft til ykkar, þín
og mömmu og Kristín fékk oft að vera
hjá ykkur og varð hún mjög náin afa
sínum og ömmu. Þú sagðir nú oft
svona í gríni að þú hefðir alið hana
upp, það ánægður varstu með hana
Kristínu. Stundum þegar við komum í
heimsókn fórst þú í göngutúr út á róló
með Kristínu og þar sast þú í mestu
rólegheitum og last blaðið þitt á með-
an hún lék sér. Þeir voru ekki fáir
göngutúrarnir sem Kristín fór með
þér og mömmu í Grafarvoginum, það
fannst henni skemmtilegt. Þú varst
svo barngóður og þolinmóður að börn
löðuðust strax að þér og hafðir þú al-
veg einstakt lag á þeim. Það er sárt að
hann Gunnar Örn afastrákurinn þinn
fái ekki að njóta þín lengur, en honum
fannst afi sinn svo sniðugur, sérstak-
lega þegar þú sagðir honum ýmsar
skrýtnar sögur sem hann vissi ekki
alveg hvort hann ætti að trúa. Skúli,
þú varst mikill smekkmaður, alltaf vel
klæddur og myndarlegur, það var
gott að geta spurt þig álits á hinu og
þessu, t.d. fötum en þú hafðir unnið
mikið með fatnað hér áður fyrr og ef
þér leist vel á var maður ánægður
með sig. Þú varst mikill náttúruunn-
andi og þú og Benni spjölluðuð oft
saman um rjúpnaveiði og höfðuð
gaman af, því þú hafðir farið oft á
veiðar hér áður fyrr. Þú varst svo
fróður um margt, hina og þessa staði
á landinu og nöfn á fjöllum og þess
háttar, svo voru það steinarnir sem
þér fannst gaman að safna. Þegar þú
sást einhvern sérstakan tókstu hann
heim og settir í litla fallega garðinn
ykkar mömmu sem þið hélduð alltaf
svo fínum. Það var svo notalegt að
koma til ykkar í góðu veðri og sitja í
sólinni, sötra kaffi og spjalla. Einnig
áttum við góðar stundir í sumarbú-
staðnum á Klaustri og í Húsafelli fyr-
ir nokkrum árum. Já, það er margs að
minnast og dýrmætt að eiga svona
góðar minningar um þig.
Við kveðjum þig með miklum sökn-
uði. Þú varst góður faðir, tengdafaðir
og afi. Við munum ávallt geyma þig í
hjörtum okkar. Biðjum góðan guð að
styrkja mömmu og fjölskylduna alla á
þessum erfiða tíma. Þökkum þér fyrir
allt, Guð veri með þér. Hvíldu í friði.
Anna María og Halldór Benjamín.
Það var föstudagskvöldið 21. apríl,
sem við fjölskyldan fengum hring-
ingu frá móður minni, þar sem hún
sagði okkur að hann Skúli væri látinn.
Við fundum ólýsanlegan sársauka
inni í okkur, þegar við gerðum okkur
grein fyrir að þetta var blákaldur
veruleikinn. Hann Skúli var dáinn.
Skúli sem hafði verið órjúfanlegur
hluti af lífi okkar, verið okkur traust-
ur faðir, dásamlegur tengdafaðir og
börnunum okkar yndislegur afi. Skúli
sem var alltaf til staðar þegar á hjálp
þurfti að halda, Skúli sem var alltaf til
staðar fyrir mömmu, Skúli sem var
alltaf til staðar þegar barnabörnin
komu í heimsókn, og tók á móti þeim
sem jafningjum í sömu augnhæð og
þau, með því að taka þau alltaf upp,
undantekningarlaust.
Það var fyrir rúmlega 20 árum,
sem mamma og Skúli kynntust. Skúli
var ákaflega glæsilegur maður, hár,
grannur, vel klæddur og eins og kom
strax í ljós, traustur og áreiðanlegur.
Samband Skúla og mömmu varð
mjög traust, mjög ástríkt og ein-
kenndist af gagnkvæmri virðingu
hvort fyrir öðru. Skúli var mikill ná-
kvæmnismaður og það sást á öllu því
sem hann tók sér fyrir hendur, „ann-
aðhvort gerir maður þetta vel, eða
sleppir því“, það var hans trú. Skúli
var fróður, víðlesinn og kunni skil á
hinum ýmsu málum. Bækur voru
hans yndi og þaðan nam hann mikinn
fróðleik. Hann hafði yndi af því að
hugsa um garðinn þeirra mömmu,
sem var alltaf svo snyrtilegur, vel
skipulagður og fallegur. Skúli hafði
ótrúlega næmt auga fyrir steinum,
hann þurfti ekki annað en að fara út
að ganga, og hann fann steina sem
enginn annar sá nokkuð í. Ótrúlega
næmt auga fyrir fallegum hlutum, fal-
legri náttúru eins og kom svo oft í
ljós. Mamma og Skúli höfðu gaman af
því að fara í langa göngutúra. Oft
voru barnabörnin í för, þau elskuðu
að fara í göngutúr með afa Skúla og
ömmu Kristínu. Skúli og mamma
höfðu svo góð áhrif á hvort annað, að
það var aðdáunarvert hvernig þau
voru öðrum til eftirbreytni. Þau voru
ávallt til staðar fyrir hvort annað,
þegar á þurfti að halda. Alltaf var
maður velkominn, alltaf mætti manni
hlýja og alltaf tók Skúli á móti afa-
börnunum á sinn hátt, sem jafningi
þeirra. Þegar maður lítur um öxl, átt-
ar maður sig skyndilega á hvað Skúli
hafði mikil áhrif á líf manns. Skúli var
ótrúlega jákvæður á lífið og alltaf var
glettnin til staðar.
Fyrir um ári veiktist Skúli og háði
hetjulega baráttu við sinn sjúkdóm,
en hann stóð ekki einn. Við hlið hans
stóð mamma, sterk sem klettur, og
fór í gegnum veikindi hans með hon-
um allt til hins síðasta. Skúli skilur
eftir sig stórt skarð í okkar hópi, sem
verður aldrei fyllt. Það er ólýsanlegur
sársauki að missa Skúla, hann var svo
stór hluti af okkar lífi og barnanna
okkar.
Mamma, ég veit að þú ert að fara í
gegnum mjög erfiða tíma, þú átt okk-
ur öll að, börnin þín og barnabörnin
þín, og við munum gera allt sem hægt
er til að létta þér sorgina og missinn
sem þú finnur til.
Ástarkveðja,
Lárus.
Það er skrýtið þetta blessaða líf
okkar og maður skilur ekki hvers
vegna sumir þurfa að kveðja svona
fljótt. Einhvern tilgang hlýtur þetta
samt að hafa og maður verður að
reyna að trúa því.
Mér er það sérstaklega minnis-
stætt þegar ég sá Skúla í fyrsta skipti.
Ekki grunaði mig þá að hann ætti eft-
ir að verða tengdapabbi minn en mik-
ið rosalega leist mér vel á manninn.
Hann var svo glæsilegur eins og
klipptur út úr tískublaði með þennan
flotta hatt og fína yfirvaraskegg. Ég
er hreint ekkert hissa á því að hún
Kristín hafi fallið fyrir honum.
En það var ekki bara útlitið sem
var fallegt, ekki síður var það per-
sónuleiki hans sem heillaði mig og
myndi ég þá fyrst af öllu nefna hjarta-
hlýju hans og húmor. Þetta tvennt
notaði hann óspart og náði að bræða
alla í kringum sig og alveg fram á síð-
asta andartak sama hversu veikur
hann var orðinn. Honum var margt til
lista lagt og allt hans handbragð ein-
kenndist af vandvirkni og nákvæmni,
sama hvað hann tók sér fyrir hendur,
þannig var Skúli í einu og öllu. Ég má
til með að minnast á fiskibollurnar
hans en þar held ég bara að hann hafi
slegið henni ömmu minni við og það
hélt ég að ekki væri hægt í þeim efn-
um, að ekki sé minnst á túnfisksalatið
góða sem frægt er orðið á mörgum
heimilum.
Skúli var okkur afskaplega góður
og alltaf var hann tilbúinn að rétta
hjálparhönd ef á þurfti að halda.
Stelpunum okkar var hann líka alveg
sérlega góður afi, enda hafði hann
sérstakt lag á börnum, þau hreinlega
soguðust að honum.
Í dag fylgjum við Skúla síðasta
spölinn. það er sárt að þurfa að
kveðja, en sárast og erfiðast er það
fyrir elsku Kristínu að þurfa að horfa
á eftir sínum góða manni. Hún stóð
allaf eins og klettur við hliðina á hon-
um alla tíð og í gegnum öll veikindin,
var svo ótrúlega dugleg og alltaf svo
jákvæð. Ég bið góðan Guð að styðja
við bakið á henni núna.
Elsku Skúli, takk fyrir allar ljúfu
samverustundirnar.
Ástarkveðja,
Guðlaug.
Elsku besti afi minn, mér er illt í
hjartanu, ég skil ekki, af hverju? – Ég
er aftur orðin lítið barn, barn sem
saknar afa síns.
Afi. Fyrsta minningin um þig er frá
því þegar ég var lítil. Ég man alltaf
eftir því hvað þú varst alltaf með flott
yfirvaraskegg og hlýlegt bros.
Ég var alveg viss um það, að þú
værir afi í Morgunsjónvarpi barn-
anna. Og svo varstu líka alltaf svo
fyndinn.
Þegar ég var lítil, þá varstu alltaf
svo góður við mig, og vildir alltaf
halda á mér og þá var ég lengst uppi í
loftinu.
Svo varð ég stærri.
Og þú hélst áfram að vera frábær.
Ég man eftir því þegar þú kenndir
mér að spila kapal, og svo fékk ég að
smakka kaffi hjá þér.
Svo stækkaði ég meira og meira, og
minningarnar urðu fleiri og fleiri.
Seinasta minningin mín um þig var
þegar ég kom að heimsækja þig á
spítalann. Þá varstu með vel snyrt
yfirvaraskeggið og þú brostir svo hlý-
lega til mín.
Þessar minningar ætla ég að
geyma í hjartanu mínu og þá hættir
mér að vera illt í því.
Afi, þú ert engill. Engill sem vakir
yfir litla barnabarninu sínu.
Þín
Hrefna Lind.
Ég næ þessu ekki ennþá. Að afi sé
farinn. Hann var svo frábær og yndis-
legur. Þetta er ekki sanngjarnt, að
Guð skuli taka þá yndislegu svona
snemma. Þegar ég hugsa um afa sé
ég hann alltaf fyrir mér, rosalega kát-
an karl. Alltaf hress. Með litlu krökk-
unum, knúsa þau og kyssa, lyfta þeim
upp í loftið og hvaðeina. Svo man ég
líka eftir ferðinni okkar í Kolaportið.
Ég, amma og afi. Mér fannst það frá-
bært.
Þótt ég sé látinn, harmið mig
ekki með tárum, hugsið ekki um
dauðann með harmi eða ótta. Ég er
svo nærri, að hvert eitt tár ykkar
snertir mig og kvelur, þótt látinn
mig haldið. En þegar þið hlæið og
syngið með glöðum hug lyftist sál
mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð
og þakklát fyrir allt sem lífið gefur
og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði
ykkar yfir lífinu.
(Kahlil Gibran.)
Amma, þú veist að þú átt okkur öll
að, við munum standa með þér.
Ég elska þig.
Jóhanna.
Ég sakna þín rosalega mikið. Þú
varst svo góður afi. Mig langar að
þakka þér fyrir samveruna. Það var
rosalega gott að hafa þig. Þú varst
duglegur, skemmtilegur og jákvæð-
ur. Takk fyrir allt sem þú hefur gert
fyrir mig. Þú varst einn broskall og
það var alltaf jafn gaman að koma til
þín því þú tókst alltaf svo vel á móti
mér.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Hafðu það alltaf gott.
Þín
Helga.
Elsku afi Skúli, ég veit ekki hvar ég
á að byrja að tala um allar góðu minn-
ingarnar sem ég á um þig.
Ég var ekki fædd þegar þið amma
byrjuðuð að búa saman, en eftir að ég
fæddist urðum við tvö mjög góðir vin-
ir og ég varð strax náin þér.
Ég var oft í heimsókn hjá þér og
ömmu og mér fannst það alltaf svo
gaman. Þegar ég var yngri spiluðum
við oft saman og þú sýndir mér oft
spilagaldra sem ég skildi ekkert í.
Ég gleymi því ekki þegar ég kom
til ykkar að gista einn veturinn og það
var alveg brjálað veður, snjóaði og
snjóaði. Við ákváðum að fara út að
gera snjóhús í skaflinum við girð-
inguna. Okkur var ískalt en við klár-
uðum snjóhúsið okkar þrátt fyrir allt
og fórum svo inn í hlýjuna til ömmu.
Við þrjú fórum oft í göngutúra um
Grafarvoginn og þá oft meðfram sjón-
um og svo upp tröppurnar hjá kirkj-
unni. Ég gæti haldið áfram að telja
upp minningarnar en ég ætla að
stoppa hér.
Þú verður alltaf í hjarta mínu og
hugsunum og ég vona að þér líði vel
þar sem þú ert kominn nú.
Elsku afi guð geymi þig, hvíldu í
friði.
Þín
Kristín.
Elsku Kristín og fjölskylda.
Söknuðurinn er mikill við fráfall
Skúla en góð og hlý minning um hann
mun alltaf lifa með mér.
Góðvinum meðan þeim endast ár
þín ástúð fyrnast mun eigi
en fremst þínum kæru er sorgin sár
og saknaðar bitur tregi.
Hve þung eru sporin þeim í dag
á þínum síðasta vegi.
(Steingrímur Thorsteinsson.)
Ragnheiður mágkona (Systa).
Það er alltaf jafnsorglegt að horfa á
eftir gæðamönnum kveðja á besta
aldri, sem nú á við Skúla Gíslason.
Skúli var svili minn til margra ára.
Ég man fyrst eftir honum fyrir
nokkrum áratugum á Eiðsvallagöt-
unni á Akureyri en þar bjuggu Frey-
steinn bróðir hans ásamt eiginkonu
sinni, Bellu. Ég var tíður gestur þar
sem strákhnokki. Næst lágu leiðir
okkar saman er hann var að hefja
sambúð með Kristínu systur Ragn-
heiðar fyrrverandi eiginkonu minnar.
Á fallegu heimili þeirra í Hamrabergi
hitti ég aftur fjölskyldu hans frá
Akureyri sem að mestu var þá flutt til
höfuðborgarinnar. Samgangur okkar
jókst til muna er við öll fluttum í
Grafarvoginn, Kristín og Skúli í
Frostafold og við Ragnheiður í Hest-
hamra. Við skiptumst oft á heimboð-
um, grilluðum, fórum í heita pottinn
og ræddum málin af einlægni og góð-
um húmor.
Skúli var afar vel lesinn og visku-
brunnur í öllum málum. Við Skúli átt-
um mörg sameiginleg áhugamál, m.a.
málverk gömlu meistaranna, fugla-
skoðun, stangaveiði og ekki síst mat-
ar- og víngerðarlist. Skúli var af-
bragðskokkur og ekki síðri vín-
gerðarmaður. Við brugguðum í
bílskúrnum hjá okkur Ragnheiði til
einkanota. Svo vel tókst til með Ca-
bernet Sauvignon rauðvínið okkar að
einn þekktasti vínsmakkari landsins
sem átti fund með mér heima um
veiðimál fékk að smakka eftir að ég
hafði umhellt í karöflu. Ég bað hann
að blindsmakka og gefa einkunn.
Hann fullyrti að þetta væri eitt al-
besta Cabernet árgangsrauðvín sem
kæmi eflaust frá Chile. Hann fékk
aldrei að vita um „leyndarmálið“.
Kristín og Skúli aðstoðuðu mig við
móttöku gesta á stangaveiðisýning-
um sem ég stóð fyrir. Hlýleg og falleg
framkoma þeirra var til sóma. Skúli
var rólyndur maður, varfærinn við
aðra, glæsilegur og snyrtipinni heima
og að heiman.
Kæra Kristín og fjölskyldur, besta
huggunin felst í trúnni og því eiga
eftirfarandi ljóðlínur vel við.
Þótt döpur og niðdimm sé dauðans nótt,
mun dagurinn renna í austri skjótt,
svo bjart verður aftur yfir.
Ef greinum vér markið, sem gnæfir hæst,
þá gleði í söknuði verður stærst
að trúa, að látinn lifir.
(Jóhann Bárðarson.)
Stefán Á. Magnússon.
SKÚLI
GÍSLASON