Morgunblaðið - 04.05.2006, Qupperneq 34
34 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Björn Sigmars-son fæddist í
Krossavík í Vopna-
firði 22. nóvember
1919. Hann lést á
Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi 25.
apríl síðastliðinn, af
völdum slyss. For-
eldrar hans voru
Sigmar Jörgensson
frá Krossavík og
Sigríður Grímsdótt-
ir frá Hvammsgerði
í Selárdal í Vopna-
firði. Þau eignuðust
fjögur börn auk Björns, Jörgen,
Ingibjörgu, Bergþóru og Gunn-
ar. Auk þeirra ólst upp með
systkinunum frændi þeirra, Sig-
mar Björnsson. Bergþóra og
Gunnar lifa bróður sinn.
Björn kvæntist 26. desember
1948 Gunnþórunni Gunnlaugs-
dóttur frá Felli í Vopnafirði. Þau
eiga tvo syni, sem
báðir eru búsettir á
Vopnafirði, þeir
eru: 1) Garðar,
sambýliskona Guð-
rún Hjartardóttir.
Þau slitu samvistir.
Börn þeirra eru: a)
Hjörtur, sambýlis-
kona Ester Ósk
Hreinsdóttir. Dóttir
Hjartar úr fyrri
sambúð er Bryndís
Una. b) Gunnþór-
unn, búsett í Sví-
þjóð. 2) Sigmar Sig-
urður, kvæntur Hafrúnu
Róbertsdóttur, börn þeirra eru
a) Eydís Þórunn, gift Agli Sand-
holt, b) Björn Þór, sambýliskona
Bergdís Þrastardóttir, og c) Eva
Þórey, nemi í MA.
Björn verður jarðsunginn frá
Vopnafjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Hjartans afi minn. Með söknuð í
hjarta kveð ég þig að sinni en einnig
með þakklæti fyrir þann tíma sem
við áttum saman. Þegar ég hugsa til
þín dettur mér fyrst í hug síðasta
skipti sem að ég sá þig í fullu fjöri.
Þú í stóru hettuúlpunni með ullar-
húfuna í stígvélunum með rjóðar
kinnar og að skamma köttinn Bjálfa
sem var að spígspora í kringum þig á
hlaðinu í Krossavík. Ég man hlýjuna
frá þér og glettnisglampann í aug-
unum þegar ég kom að heilsa upp á
þig. „Ég ætla alltaf að muna hann
svona,“ hugsaði ég. Það var eitthvað
svo mikil friðsæld yfir þér þarna úti í
snjónum og sólinni. Ekki datt mér
þó í hug að þetta væri í síðasta skipti
sem að við ættum spjall saman. Eitt
veit ég þó að við eigum örugglega
eftir að hittast í annarri sveit á öðr-
um tíma og klárum að ræða málin.
Ég minnist þín með svo miklum hlý-
hug, þú gafst þér alltaf tíma til þess
að spyrja um mína hagi, og það var
gaman að spá hvað þér dytti í hug að
ræða um í það skiptið því að þú lást
svo sannarlega ekki á skoðunum þín-
um. Hreinskiptinn varstu, vel lesinn,
skemmtilegur og hortugur en um-
fram allt varstu mér einstaklega
góður afi. Vinir mínir og kunningjar
sem hittu þig höfðu á þér dálæti því
ekkert virtist vera þér óviðkomandi
þegar að kaffispjalli kom, hvort sem
um var að ræða heimsmálin, stríðs-
ástand eða nýkrýnda fegurðar-
drottningu, þú varst með þetta allt á
hreinu.
Við dunduðum mikið í gegnum tíð-
ina, ég druslaðist með þér um öll tún,
oft í grænu kerrunni aftan á trak-
tornum. Við dyttuðum að girðingar-
staurum, þú kenndir mér að taka á
móti lömbum, við gerðum við hina
ótrúlegustu hluti með bláum bagga-
böndum, þú gerðir mig að yfirkú-
reka nokkur sumur. Við ólum upp
heimalninga og kálfa sem við gáfum
mjólk úr pela sem amma gerði klára
fyrir okkur. Það er svo margt sem ég
get verið þakklát fyrir og það eru
forréttindi að hafa verið svona mikið
hjá ykkur ömmu í gegnum tíðina,
það var alltaf gott að koma í Krossa-
vík.
Söngelskur varstu og tókst ófáa
slagarana á fótstigna orgelið þegar
þannig lá á þér. Vænst þykir um mér
að hugsa til þess þegar þú og Róbert
afi tókuð dúettinn saman í brúðkaupi
okkar Egils, sunguð eins og englar
„svífðu blær um bláan himingeim“.
Svífðu nú afi minn um bláan him-
ingeim og ég mun hitta þig síðar, það
veit ég.
Þín
Eydís.
Krossavík í Vopnafirði var frá
upphafi mikilvægur staður í lífi
mínu. Þar bjuggu afi minn og amma,
tveir móðurbræður og móðursystir
ásamt fjölskyldum sínum. Þar voru
kýr og kindur, traktorar og hey-
skapur, þar var íslenskt sveitalíf og
þar leið mér vel. Ég var þar í sveit,
fyrst eitt sumar í Krossavik 2 hjá
þeim hjónum Ingibjörgu og Frí-
manni og síðan nokkur sumur í
Krossavík 1 hjá Gunnþórunni og
Birni bónda.
Björn frændi minn Sigmarsson
var sérvitur maður í bestu merkingu
þess orðs, því hann var bæði sér-
stakur og vitur. Hann hafði sinn eig-
in takt, sinnti bústörfunum á
ákveðnum tímum, lagði sig eftir mat
og kaffi, hlustaði á útvarp og las
Tímann. Þannig aflaði hann sér ótrú-
legrar þekkingar á mönnum og mál-
efnum. Hann velti mörgu fyrir sér,
leitaði skýringa og útskýrði fyrir
mér, hvernig grunnstingull mynd-
ast, þegar frýs í lækjum á vetrum.
Þetta hugtak hafði ég aldrei heyrt,
en Birni þótti undarlegt að slík fræði
væru ekki kennd í skólum landsins.
Hann tók afstöðu til mála, hafði
ákveðnar skoðanir og var óragur við
að láta þær í ljós. Margar sögur urðu
til um afstöðu hans og tilsvör og þær
ganga manna í millum. Björn eign-
aðist eina af fyrstu dráttarvélunum
sem komu til Vopnafjarðar – en var
annars ekki nýjungagjarn.
Björn fylgdist rólegur með breyt-
ingum á búsháttum, en breytti engu
fyrr en hann var fullviss um kosti
slíkra breytinga. Hann vissi hvað
hann vildi, lifði í samræmi við það og
fékkst ekki um hvað öðrum þótti. Af-
staða og vilji annarra fannst honum
oft hin mesta firra og hann átti erfitt
með að sætta sig við frábrugðin
sjónarhorn.
Með Gunnþórunni eiginkonu
Björns kom í Krossavík mesti verk-
snillingur sem ég hef kynnst. Hún
tók þátt í heyskap og öðrum bústörf-
um utanhúss, auk þess að sinna
heimilisstörfum og sonum þeirra
Garðari og Sigurði. Hún gat allt og
margt í einu. Þannig voru bústörf og
heimilishald þeirra hjóna í föstum
skorðum. Samt var alltaf tími til að
taka vel á móti gestum og margir
komu.
Úr tvíbýlinu í Krossavík 1 varð
einbýli þegar Gunnar bróðir Björns
hætti búskap og fluttist í þorpið
1962, búskapur lagðist niður í
Krossavík 2 eftir andlát Frímanns
bónda 1974 og loks varð úr félagsbú
Björns og Gunnþórunnar með syni
þeirra Garðari. Árið 1998 var búskap
svo hætt í Krossavík en þau hjónin
bjuggu þar áfram, höfðu þó vetur-
setu á elliheimilinu síðastliðna tvo
vetur. Björn hélt áfram sínum takti,
tók sér ýmislegt fyrir hendur á
ákveðnum tímum, þess á milli hlust-
aði hann á fréttir og las dagblöð.
Tvisvar á dag ók hann á gamla trak-
tornum sínum um landareignina og
hugaði að ýmsu. Hann hafði ekið um
á traktor áratugum saman og vildi
halda því áfram. Hann kallaði það
leikfimina sína.
Fyrir nokkrum árum hóf Björn að
hlaða upp vörðum við bæinn. Þar
standa þær listrænt hlaðnar og fal-
lega upp raðaðar ásamt fyrsta trakt-
ornum, fyrsta jeppanum og nokkr-
um gömlum tækjum á vel hirtum
túnbletti. Margir furðuðu sig á uppá-
tækinu og veltu fyrir sér tilgangin-
um. Skýringin var einföld, Björn
langaði að hlaða upp vörðurnar.
Undanfarin sumur dvaldi ég hluta
sumarleyfis ásamt fjölskyldu minni í
húsbíl við bæjarlækinn í Krossavík.
Við Björn ræddum mikið saman, fór-
um á traktornum um landareignina
og í fjöruferðir. Það var góður tími.
Mér fannst ég alltaf vera velkom-
inn í Krossavík og vil að lokum
þakka Birni frænda mínum og
Gunnþórunni fyrir það, svo og fyrir
að mér hafi alltaf fundist ég eiga þar
dálítið heima.
Sigmar Karlsson.
Skarð er fyrir skildi. Elsku Björn
bóndi, frændi minn í Krossavík, lést
af völdum hörmulegs slyss hinn 25.
apríl sl. Minningarnar eru margar,
stórar og smáar, frá því að ég og tví-
burarnir, Hjalti og Flosi, vorum
krakkar heima á Bökkum og fórum
upp í Krossavík til þess að leika við
Sigga og Garðar í útilegumannaleik
uppundir Háuklöppum og svo var
það fallin spýta inni í Frímannsgirð-
ingu, alltaf gaman og alltaf gott veð-
ur í minningunni. Mér er minnis-
stætt hvað alltaf ríkti mikill friður í
Krossavík, allt svo hlýlegt og nota-
legt og átti Gunnþórunn ekki síst
þátt í því. Mér eru einnig í minni
smalamennskur í heimalandinu þeg-
ar þeir bræður, Björn og Jörgen,
skipuðu fyrir hægri-vinstri og allir
voru að stjórna öllum, við krakkarn-
ir eins og hráviði á hestunum fram
og aftur, þetta var eins og villta
vestrið. Svo líða árin, ég verð ung-
lingur, flyt í þorpið og verð upptekin
af sjálfri mér og lífinu eins og ungu
fólki er tamt. Fullorðinsárin taka
við.
Við Óskar sonur minn flytjum til
Reykjavíkur og aftur til baka eftir
einhver ár og við tekur ógleyman-
legur vetur á Bökkum. Ófærð, vont
veður og snjór, erfitt að komast á
milli en Björn frændi missti aldrei
trúna á mig, var stoltur þegar ég
flaut á voffanum yfir ófærurnar og
lét mig óspart heyra það. Á þessum
tíma var ég farin að upplifa fræði-
manninn og þennan ótrúlega lesna
og skemmtilega mann sem hann
hafði að geyma. Síðar hef ég komið
heim á Vopnafjörð á hverju sumri og
þá hefur leiðin fljótlega legið upp í
Krossavík að hitta Björn og Gunn-
þórunni, eiga í skemmtilegum rök-
ræðum og fræðast í leiðinni. Um-
ræður um trúmál voru oft ofarlega á
baugi og skemmtilegt hvað Björn
frændi setti sig hiklaust inn í þessi
fræði og hafði eldheitar skoðanir.
Síðasta samverustundin var í jan-
úar þegar ég skrapp á þorrablót
austur og var svo heppin að ná þeim
hjónum uppi í Krossavík, því þótt
þau væru flutt í þorpið lögðu þau leið
sína þangað svo til daglega. Við átt-
um saman skemmtilega stund og
spjallað var um alla heima og geima.
Að leiðarlokum kveð ég frænda
minn með virðingu og hlýhug og
þakka allt, einnig vil ég votta öllum
aðstandendum mína dýpstu samúð.
Jónína Jörgensdóttir.
Allt frá barnæsku á ég minningar
um Björn frænda minn, allar góðar
og allar tengdar Krossavík. Björn
fæddist og lifði öllu sínu lífi þar og
hann vildi hvergi annars staðar vera.
Sem ungur maður var hann tvo vet-
ur í skóla á Eiðum, sem hann minnt-
ist með ánægju, en annars alltaf í
Krossavík.
Ein fyrsta minningin sem ég á er
frændi sitjandi við orgelið spilandi
eitthvert danslag glaður á svip. Þeir
bræður, hann og pabbi, spiluðu báðir
fyrir dansi á orgelið og síðar Gunnar
á harmonikku og má segja að þeir
hafi lagt drjúgan skerf til dansleikja-
halds í Vopnafirði um allnokkurn
tíma. Önnur minning er mér sérlega
kær en það var þegar þau giftu sig
Björn og Gunnþórunn um jólin 1948.
Þá var ég bara 6 ára og man lítið úr
því brúðkaupi, nema hvað mér
fannst þau bæði ofboðslega falleg,
hann með sitt ljósa liðaða hár og
bláu augu og hún koldökkhærð og
brúneygð. Ég hugsaði oft þegar ég
varð eldri að þau væru eins og dagur
og nótt og saman mynduðu þau sól-
arhring sem var alveg eins og sólar-
hringar áttu að vera. Alltaf síðan
þegar ég hef komið í Krossavík hef
ég haft þessa sömu tilfinningu. Þar
mætti mér alltaf bros og þessi hæg-
láta hlýja sem er svo dýrmæt.
Fáa menn hef ég þekkt sem mér
þóttu skemmtilegri en Björn frændi,
hann hafði smitandi hlátur og hann
kunni öðrum mönnum fremur að
halda uppi samræðum. Einnig
komst hann stundum hreint meist-
aralega að orði og ef ég færi að rifja
upp öll þau gullkorn sem hrutu af
hans vörum, bara í minni viðurvist,
væri það efni í heila bók. En hann
var einnig víðlesinn og feykilega
minnugur, fylgdist grannt með öllu,
bæði í útvarpi og sjónvarpi, og hafði
yndi af góðum söng og íslensku efni,
sérstaklega ef það var nú eitthvað
fræðandi. Hann hafði áhuga fyrir
fólkinu sem kom fram í sjónvarpinu,
vildi gjarnan vita hverra manna það
væri og hvort við þekktum eitthvað
til þess. Margar stundir man ég sem
við sátum við eldhúsborðið í Krossa-
vík og ræddum stjórnmál eða trú-
mál, sem hann hafði mjög ákveðnar
skoðanir á, eða bara það sem hæst
bar hverju sinni.
Frændi minn var einnig alveg sér-
stakt snyrtimenni. Hann var fyrsti
maður sem ég þekkti sem alltaf gekk
í samfestingi við alla útivinnu, fór úr
honum þegar hann kom inn og
hengdi á snaga við útidyrnar (örugg-
lega alltaf sama snagann), þvoði sér
um hendurnar, brá greiðu í hárið og
kom svo inn í eldhús í mat eða kaffi,
tandurhreinn og fínn og ekki
minnsta fjósa- eða fjárhúsalykt af
honum. Utandyra var allt jafn hreint
og snyrtilegt hjá Birni eins og innan-
dyra hjá Gunnþórunni. Þau voru
samtaka með það eins og annað,
hjónin í Krossavík. Þau bjuggu aldr-
ei neinu stórbúi en farsælu og höfðu
alltaf nóg fyrir sig og sína og reynd-
ar gott betur því hvergi veit ég um
annan eins gestagang eins og var í
Krossavík hvert einasta sumar svo
lengi sem ég man. Það voru heilu
fjölskyldurnar sem dvöldu frá 2–3
nóttum upp í viku til hálfan mánuð,
jafnvel lengur, svona fyrir utan alla
sem komu nú bara í mat eða kaffi.
Það var einfaldlega fullt hús lungann
úr sumrinu. Á móti öllum var tekið
með brosi á vör og af stakri gest-
risni, hlaðið borð hjá Gunnþórunni
og skemmtilegt spjall við gestina þar
til Björn varð að fara út að sinna
heyskap því þetta var jú alltaf um
hábjargræðistímann. Og allir komu
aftur, sumar eftir sumar og alltaf
sama gestrisnin.
Björn frændi minn var hamingju-
maður. Það sagði hann mér sjálfur í
eitt af síðustu skiptunum sem ég
hitti hann. Við sátum inni í litlu stof-
unni inn af eldhúsinu og horfðum út
um gluggann í glaða sólskini og
blíðu. Þá sagði Björn: „Sjáðu nú,
frænka mín, hér hef ég nú búið alla
mína tíð, á þeim stað sem mér þykir
vænst um, giftur bestu og fallegustu
konu í Vopnafirði, á góða og heil-
brigða syni og barnabörn. Hvers er
hægt að óska sér meira.“ Sennilega
ekki mikils. Ég hafði á honum miklar
mætur og kveð hann með söknuði.
Gunnþórunni minni, Garðari, Sig-
urði Sigmari (Sigga) og fjölskyldum
þeirra votta ég mína dýpstu samúð.
Farðu heill, frændi.
Laufey Jörgensdóttir.
„Vertu blessuð, heillin, og akið þið
nú varlega,“ var með því allra síð-
asta sem Bubbi bóndi sagði við mig.
Við ókum varlega. Bubbi bóndi ók
líka alltaf varlega, hvort sem hann
ók gamla Landrovernum, litla jepp-
anum eða dráttarvélunum sínum.
Hægt og örugglega hélt hann áfram.
Allt gekk þetta, þó að ekki væru nú-
tímatækniundrin. Það þurfti ekki.
Alltaf fórum við fjölskyldan í hey-
skapinn austur í Krossavík í Vopna-
fjörðinn okkar og nutum þess afar
mikið. Nutum samvistanna við alla
fjölskylduna. Nutum þess að vera úti
að vinna. Nutum þess að fara inn og
fá okkur af hlaðborðinu hennar
Gunnþórunnar frænku minnar. Allt
var þetta svo skemmtilegt, þó að
skemmtilegast væri að moka heyinu
inn í blásarann, allir kepptust við,
ákafinn var mikill að koma heyinu í
hlöðuna, að ljúka dagsverkinu. Þá
var það Bubbi sem kom og bað mig
nú að fara mér hægar, annars yrði
ég óvinnufær daginn eftir. Eitt sinn
voru lætin svo mikil að ég stakk hey-
gafflinum í legginn á mér. Þá kom
Bubbi með joðið og hreinsaði sárið.
Síðan þá höfum við alltaf átt joð á
mínu heimili. Björn bóndi og Gestur
höfðu ákaflega gaman af því að tala
saman, rökræða daginn í dag og
morgundaginn og kryfja allt til
mergjar. Þetta voru ákaflega
skemmtilegar umræður, á mörgu
tekið og ekkert látið órætt. Enda
Björn bóndi fjölfróður maður,
greindur og minnugur með afbrigð-
um og sagði skemmtilega frá. Hon-
um fannst hann ekki þurfa að fara til
Reykjavíkur, hefði farið þangað um
miðja síðustu öld. Hann þekkti
Reykjavík og vissi hvernig hún væri,
hefði bæði lesið um hana og séð í
sjónvarpinu. Eins var um útlönd.
Hann hafði séð þetta allt. Vissi allt
um útlönd. Þó að hann hefði ekki
komið á staðinn hafði hann búið sér
til hugmyndir. Hann var einstakur.
Eitt sinn sagði hann við mig, að ég
hefði örugglega verið sveitakona í
fyrra lífi. Þetta fannst mér mikið hól.
Takk fyrir það, Bubbi bóndi. Þau
Gunnþórunn og Bubbi voru ákaflega
góð við dóttur okkar, sem átti búið
sitt við lækinn, ásamt Dísu frænku.
Það eru forréttindi fyrir hana að
hafa notið svona leikja og svona
stunda. Halla Bára og Gunni senda
sínar bestu kveðjur og þakklæti. Það
eru líka forréttindi fyrir okkur hjón-
in að hafa þekkt og umgengist slíkan
mann sem Bubba bónda í Krossavík.
Elsa og Gestur Einar.
Ekki man ég nákvæmlega hvenær
ég hitti Björn bónda Sigmarsson í
Krossavík fyrst, sennilega 1978 eða
1979, en það er því miður of seint að
spyrja hann að því núna, hann væri
líklegast með það á hreinu, enda
með afbrigðum minnugur maður.
Mínar fyrstu minningar af honum
eru þó af hestamannamóti að sum-
arlagi í veðri eins og það gerist best
á Vopnafirði á hestamannasvæði
milli Hofs og Teigs.
Í útimessunni talaði prestur um að
ekki væri mikið fjallað um hesta í
Biblíunni og þá læddi Björn út úr sér
,,en þeim mun meira um asna“.
Löngu seinna kynntist ég skoðunum
hans á trúmálum og þá fyrst skildi
ég brandarann.
Þannig háttaði til að ég og Sigga
systurdóttir hans fluttumst búferl-
um eftir nám til Vopnafjarðar 1981
og hófust þá fyrir alvöru kynni okk-
ar Björns.
Við vorum þeirrar gæfu aðnjót-
andi að vera tíðir gestir hjá þeim
hjónum Birni og Gunnþórunni.
Hvort sem það var spjall yfir kaffi og
pörtum og eða smalamennska eða
heyskapur sem við tókum þátt í með
þeim Birni, Sigmari heitnum Björns-
syni, Garðari og öðrum ættmennum.
Björn var ekki tækjaóður maður
og var heyskapur í Krossavík unninn
eftir gamla laginu. Sláttuvélin hans
virtist vera hönnuð fyrir hraðan ann-
ar gír sem var vinnuhraði Björns við
sláttinn og reyndar aðra vélavinnu
enda ekki verið að ana að neinu.
Önnur helstu tæki voru heytætla,
rakstrarvél og heyblásari sem knúin
voru af dráttarvélum sem allar voru
komnar til ára sinna í mínum fyrsta
heyskap og voru enn í notkun er bú-
skap var hætt 1998 og dugðu vel.
Þetta voru þau tæki sem til voru
og sá gamli lét sér nægja. Því heyi
sem var í svona þokkalegu kallfæri
frá hlöðunum á hjáleigunni, við fjós-
ið og húsunum fram frá, var ýtt með
ámoksturstækjunum á dráttarvél-
inni að blásaranum og handaflið not-
að við afganginn. Því sem var lengra
í burtu var einfaldlega mokað saman
í sátur, ýtt og dregið af nokkrum vél-
um eða ekið á pallvagni að viðkom-
andi hlöðu eftir því sem tími vannst
til. Einfalt en virkaði.
Smalamennskan frá Gljúfursá og
út í Vindfell var heldur ekki flókin,
Björn akandi eftir veginum gefandi
skipanir og við hin hlaupandi upp og
niður fyrir veg, farandi mismikið eft-
ir fyrirmælum foringjans.
Eitt er víst, við eigum eftir að
sakna þess mikið að hitta ekki Björn
á hlaðinu í Krossavík næst þegar við
eigum leið um þennan yndislega
stað.
Ég kveð minn gamla vin með þökk
fyrir allt og allt.
Pétur H. Ísleifsson.
BJÖRN
SIGMARSSON