Morgunblaðið - 04.05.2006, Page 45

Morgunblaðið - 04.05.2006, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2006 45 MENNING SELLÓKONSERT Dvoráks verð- ur fluttur á tónleikum Sinfón- íuhljómsveitar Íslands í kvöld. Konsertinn var kveðjusöngur hans til Bandaríkjanna, þar sem hann hafði búið og starfað sem rektor National Conservatory of Music í New York um fjögurra ára skeið, en Dvorák var þjakaður af heimþrá alla Bandaríkjadvölina. Sellókonsert Dvoráks er talinn hafa markað spor í tónlistarsög- una, en margir telja þetta einn glæsilegasta einleikskonsert fyrir selló sem saminn hefur verið. Þar af leiðandi hefur hann verið viðmið fyrir öll seinni tíma tónskáld sem hafa spreytt sig á slíku verki, hvort sem um er að ræða Elgar, Walton eða Sjostakovítsj. Einleikari á tónleikunum verður Alban Gerhardt. Hann lærði hjá Boris Pergamentsjíkov og bauðst snemma að leika einleik með Berl- ínarfílharmóníunni undir stjórn Seymons Bychkovs. Í kjölfar þeirra opnuðust honum margar dyr enda hefur hann leikið með fleiri en 150 hljómsveitum viðs- vegar um heiminn, m.a. Lund- únafílharmóníunni, Sinfón- íuhljómsveitunum í Boston, Birmingham, Chicago og San Francisco, og Cleveland- og Fíla- delfíuhljómsveitunum. Einn af hápunktum næsta tón- leikaárs hjá Gerhardt verður flutn- ingur hans á sellókonsert Schu- manns með Berlínarfílharmóníunni undir stjórn Christian Thielem- anns. Gerhardt hefur yfir 45 selló- konserta á efnisskrá sinni og hefur stuðlað að útbreiðslu nýrra selló- verka með því að panta og flytja verk eftir m.a. Peteris Vasks, Jörg Widmann og Matthias Pintscher. Alban Gerhardt hlaut ECHO Classic-verðlaunin fyrir hljóðrit- anir sínar árin 1998 og 2003, og hefur nýverið skrifað undir samn- ing við bresku útgáfuna Hyperion. Hljómsveitarstjóri í kvöld verður Rumon Gamba, en auk sellókons- ertsins er Sinfónía nr. 1 eftir Will- iam Walton einnig á efnisskránni. Tónlist | Alban Gerhardt leikur með Sinfóníuhljómsveitinni Einn glæsilegasti sellókonsert allra tíma Alban Gerhardt, sem er meðal bestu sellóleikara sinnar kynslóðar, leikur einleik með Sinfóníu- hljómsveitinni í kvöld. ADAM Bateman opnar í dag sýningu í galleríinu Boreas, en hún er unnin í samstarfi við Borgarbókasafnið. Þetta er fyrsta einkasýning Batemans á Íslandi, en hann ætlar að byggja skúlptúr er gefur bókum sem aðrir hafa hent nýtt líf. Adam Bateman útskrifaðist frá Pratt Institute í Banda- ríkjunum fyrir þremur árum, en konsept-list hans sýnir m.a. hluti tengda tungumálinu í nýju ljósi fyrir tilstilli ólíkra miðla. Bókmenntir verða myndlist Eitt verka Batemans þar sem bók hefur verið fundið nýtt hlutverk. SÖNGSKÓLINN í Reykjavík hefur, frá því hann var stofnaður árið 1973, fylgt alþjóðlegu fyr- irkomulagi tónlistarprófa á veg- um The Associated Board of the Royal Schools of Music (ABRSM). Prófin eiga rætur að rekja til ársins 1889 og var þeim ætlað að efla gæði tónlistarnáms og jafnframt hvetja tónlistarnem- endur í námi en þau byggjast á átta hæfnisstigum þar sem fyrsta stigið miðast við færni byrjanda og það áttunda við fullnuma tón- listarmann. Í grundvallaratriðum hefur hugmyndafræði prófanna haldist fram til dagsins í dag en í kringum 640.000 nemendur gang- ast undir prófið á hverju ári í 93 löndum og nýtist það sem alþjóð- legur mælikvarði fyrir nemendur sem sækja nám í öðrum löndum. Frá stofnun Söngskólans í Reykjavík hafa prófdómarar á vegum ABRSM verið fengnir til landsins til að meta nemendur við í verklegu prófi en á bilinu 60-70 nemendur við Söngskólann gang- ast árlega undir hæfnisprófið. Að mati Richard Morris, yf- irmanns ABRSM, eru gæði söng- nema úr Söngskóla Reykjavíkur mikil í samanburði við aðra skóla sem stofnunin er í samvinnu við. Richard er staddur hér á landi til að kynna ABRSM og samstarf stofnunarinnar við Söngskólann en auk þess mun hann kynna sér starf tónlistarskóla á Íslandi al- mennt og íslenska prófakerfið. „Mér þykir það mjög einstakt að svona smár skóli eins og Söng- skóli Reykjavíkur geti getið af sér svo marga hæfileikaríka söngv- ara,“ segir Richard Morris og vill hann meina að söngnám skólans sé tvímælalaust á heims- mælikvarða. Hann segir auk þess að útskriftarnemendur við skól- ann séu gjarnan í hópi þeirra bestu sem stofnunin metur ár hvert. „Ég er meðal annars kom- inn hingað til að komast að því hvað veldur því að hér er svo mik- ið af góðu söngfólki,“ segir hann. Richard hrósar sérstaklega Garðari Cortes, skólastjóra og stofnanda Söngskólans, fyrir það starf sem hann hefur unnið við skólann. Söngur í hæsta gæðaflokki Morgunblaðið/Ásdís Richard Morris yfirmaður ABRSM.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.