Morgunblaðið - 16.05.2006, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 16.05.2006, Qupperneq 22
NÝ KYNSLÓÐ ELDRI BORGARA Opinn fundur um málefni eldri borgara verður haldinn þriðjudaginn 16. maí kl. 17.00 í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Gestir fundarins verða Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, leiðtogi borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, og Berglind Magnúsdóttir, öldrunarsálfræðingur. Ræða þau um nýja kynslóð eldri borgara. Fundarstjóri er Salome Þorkelsdóttir, formaður SES og fyrrverandi forseti Alþingis. Kaffi og kleinur. Allir hjartanlega velkomnir. SES - Samtök eldri sjálfstæðismanna. fólk. „Ég lít á líkamann sem vél,“ segir hún. „Allar vélar þarf að hreyfa reglulega, smyrja og gangsetja annað slagið. Annars verða þær ryðgaðar og ónýt- ar. Andlega og líkamlega er hreyfing ótrúlega mikilvæg, en líka fé- lagslega. Ég byrja daginn á því að svitna almennilega, koma hjartanu í gang og mæti í vinnuna með rjóðar kinnar. Ég tel líka að þetta sé gott fyrir húðina.“ Hún segir jafnframt að ef hún tekur sér frí frá hreyfing- unni finni hún mun á sér eftir um það bil viku. „Þá verð ég leiðinleg og leið.“ Mataræðið er ekki undir smásjá hjá þessari hressu og skemmtilegu konu. „Ég hef þá trú að maður eigi að borða glaður,“ útskýrir hún. „Ég hef alltaf haldið því fram að ef maður er með samviskubit á meðan maður Ég hreyfi mig alltaf fimmdaga vikunnar,“ segirÁgústa Jóhannsdóttir,sem hefur allt frá unga aldri verið mikil áhugamanneskja um hreyfingu. „Svo bæti ég við göngutúrum, golfi og skíðum þegar færi gefst.“ Ágústa lyftir lóðum þrisvar í viku en hleypur hina dag- ana og er mjög skipulögð í hreyfing- unni. „Golfið er bara aukalega,“ seg- ir hún glettnislega. „Ég lyfti og hleyp á morgnana áður en ég fer til vinnu.“ Ágústa er framhaldsskólakennari og það gengur vel upp með hreyfing- unni. „Stundum fer ég í ræktina klukkan 6 og stundum síðar eftir því hvenær vinna hefst. Þannig get ég oft vakið börnin og komið þeim í skólann og farið í ræktina áður en ég mæti í skólann. Þá er þetta ekkert mál.“ Ágústa er ekkert mjög lengi að í hvert sinn. „Ég er aldrei lengur en í klukkutíma,“ segir hún. „Þegar ég hleyp er ég bara hálftíma og svo teygi ég.“ Þau eru orðin nokkuð mörg árin sem hreyfingin hefur leikið stórt hlutverk í lífi Ágústu. „Þegar farið var að opna lyftingarstöðvarnar hérna á áttunda áratugnum fékk ég algjöra dellu fyrir lyftingum og vann m.a. við þjálfun í sal einn vetur.“ Henni hefur alltaf þótt gott að lyfta. „Ég held að það sé sérstaklega gott fyrir okkur konur,“ segir hún, „því að þyngdarpunkturinn hjá okkur, styrkurinn, er í mjöðmunum en ekki í öxlunum. Okkur veitir ekkert af að styrkja axlir og bak.“ Ágústa vann sem ljósmóðir og hjúkrunarfræð- ingur í tuttugu ár „…og ég fékk aldrei í bakið,“ segir hún og leggur áherslu á orð sín. Maður á að borða glaður Ágústa þekkir líkamann vel og veit hvað líkamsrækt gerir fyrir er að borða hafi það áhrif á brennslu líkamans. Þá heldur líkaminn að hungursneyð sé yfirvofandi og heldur fast í matarforðann. Ég vil borða lítið og oft en ég neita mér ekki um neitt. Ég segi það ekki að ef ég fæ mér súkkulaði um miðjan dag geri ég það ekki aftur seinna um daginn.“ Ágústa hefur sem ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur alltaf haft áhuga á líkamanum. „Ég hef alltaf haft þá trú að mað- ur þurfi að hreyfa hann. Ég tel það bráðnauðsynlegt fyrir konur að lyfta. Þegar þú hreyfir vöðvana á þennan hátt eykst blóðflæðið í þeim sem þýðir að þeir nudda beinin. Fyr- ir konur skiptir máli að halda í bein- massann því með auknum aldri minnkar hormónið estrogen sem er okkur mikilvægt til að forðast bein- þynningu. Þannig að það er mjög skynsamlegt að lyfta.“ Að þessu sögðu lýsir Ágústa undrun sinni á því hvað konur eru óduglegar að stunda lyftingar með lóðum. Hvað gerir fólk unglegt? Mikilvægi þess að teygja er held- ur aldrei ofmetið. „Teygjur eru af- bragðs líkamsrækt,“ segir Ágústa. „Maður fegrar skrokkinn mikið með teygjum, enda finnst mér alltaf dansarar vera ákaflega fallega form- að fólk með þessa löngu stinnu, vöðva. Það er sérstaklega mikilvægt að teygja þegar maður eldist,“ segir hún og spyr svo óvænt: „Hvað gerir fólk unglegt?“ Blaðamaður verður hálfhvumsa en Ágústa svarar sjálf spurningunni. „Í mínum huga er fólk unglegt ef það hreyfir sig fallega. Það eru ekki hrukkur eða líkamsþyngd sem gerir útslagið, heldur hreyfingarnar. Léttar, fjaðurmagnaðar hreyf- ingar.“  HREYFING | Líkaminn er vél sem ryðgar ef henni er ekki haldið við Morgunblaðið/ÞÖK „Ég lyfti þungt,“ sagði Ágústa Jóhannsdóttir. „Enda er ég alltaf sterkasta stelpan í salnum, þó ég sé að nálgast fimmtugt,“ bætti hún við og skellihló. Eftir Sigrúnu Ásmundar sia@mbl.is Árið 2002 uppgötvuðu vís-indamenn Íslenskrar erfða-greiningar að breytileiki í ákveðnum erfðavísi veldur auknum líkum á geðklofa. Í kjölfarið hafa margar alþjóðlegar rannsóknir ver- ið gerðar og í nýlegri grein í New York Times er greint frá rannsókn sem gefur vísbendingar um hvernig tengslunum er háttað. Um er að ræða erfðavísinn neuregulin-1 sem er einn af tíu sem hingað til hafa verið tengdir við geðklofa. Neuregulin gegnir mismunandi hlutverkum, m.a. í tengslum við samskipti taugafrumna en truflanir á þeim geta einmitt tengst geð- klofa. Vísindamenn við Oxford- háskóla og Bandarísku heilbrigð- ismálastofnunina telja sig hafa komist nær sannleikanum um or- sakir geðklofa með því að rannsaka þetta nánar. Neuregulin er einna stærsti erfðavísirinn í erfðamengi manns- ins. Hann myndar a.m.k. sex af- brigði af neuregulin-1 próteininu í líkamanum þar sem mismunandi hlutar erfðavísisins koma við sögu. Daniel R. Weinberger hjá Banda- rísku heilbrigðismálastofnuninni hefur stjórnað rannsóknum þar sem sýnt var fram á að eitt afbrigði af neuregulin-1 próteinsins mynd- ast í auknum mæli í ennisblaði heil- ans hjá geðklofasjúklingum en talið var að það væri fremur afleiðing geðklofans en orsök hans. Ásamt Amanda J. Law hjá Oxford-háskóla hefur hann nú rannsakað svæði í heilanum sem nefnist dreki, og er það svæði heilans þar sem fyrstu minningar um andlit og staði verða til og er talið að geðklofi hafi hvað mest áhrif á. Í þetta skipti rann- sökuðu þau afbrigði próteinsins sem Íslensk erfðagreining uppgötv- aði fyrir tveimur árum. Það af- brigði er talið líklegra til að tengj- ast líffræðilegum orsökum geðklofa þar sem myndun þess byrjar ná- lægt þeim stað í erfðavísinum sem vitað er að hefur að geyma breyti- leika sem tengist auknum líkum á geðklofa. Vísindamennirnir komust að þeirri niðurstöðu að fólk sem hafði erft áhættuarfgerð erfðavís- isins frá báðum foreldrum, myndaði 50% meira af þessu afbrigði pró- teinsins en fólk sem ekki bar áhættuarfgerð eða hafði erft hana aðeins frá öðru foreldri. Þetta þyk- ir benda til þess að aukin áhætta þeirra sem bera áhættuarfgerð neuregulin-1 erfðavísisins á að fá geðklofa, sé til komin vegna auk- innar myndunar á þessari sérstöku gerð neuregulin-1 próteinsins. Í frétt NY Times kemur fram að það virðist lítilvægt að framleiða aðeins meira af afbrigði eins próteins en samt geti það valdið svo alvar- legum sjúkdómi eins og geðklofa. Dr. Weinberger segir að einmitt megi búast við því að geð- sjúkdómar séu afleiðing mjög lítilla frávika í heilastarfseminni. Haft er eftir Kára Stefánssyni, forstjóra Ís- lenskrar erfðagreiningar, að al- mennt sé mjög erfitt að fá nægileg- an fjölda sýna úr heila geðklofa- sjúklinga til að unnt sé að fá tölfræðilega marktækar niður- stöður í rannsóknum af þessu tagi. En standist þessar niðurstöður, séu þær mjög merkilegar. Geðklofinn í erfðavísum  HEILSA maí Daglegtlíf Golfið er bara aukalega …

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.