Morgunblaðið - 16.05.2006, Side 32

Morgunblaðið - 16.05.2006, Side 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Gissur Elíassonhljóðfærasmíða- meistari fæddist á Hunkubökkum í Kirkjubæjarhreppi í Vestur-Skaftafells- sýslu 12. september 1916. Hann andað- ist á LSH í Fossvogi að morgni 7. maí síðastliðins. Hann var sonur hjónanna Pálínu Elíasdóttur húsmóður, f. 13. apríl 1885, d. 7. ágúst 1974, og Elíasar Bjarnasonar, fyrrv. yfir- kennara við Miðbæjarbarnaskól- ann í Reykjavík, f. 17. júní 1879, d. 4. janúar 1970. Gissur var yngstur fjögurra barna þeirra en þau voru: Helgi, fræðslumála- stjóri, f. 18. mars 1904, d. 22. febrúar 1995; Helga Jóna, kenn- ari, f. 26. nóvember 1905, d. 8. mars 2003, og Jónína Ingibjörg, f. 10. nóvember 1907, d. 12. ágúst 1974. Gissur fluttist ásamt for- eldrum sínum til Reykjavíkur 1918. Gissur kvæntist Ragnheiði Magnúsdóttur, f. 24. ágúst 1924, d. 5. júní 1996. Foreldrar hennar voru Þórdis Þorkelsdóttir hús- móðir, f. 10 mars 1892, d. 15. apr- íl 1950, og Magnús Þórarinsson Öfjörð, bóndi og hreppstjóri, f. 21. júlí 1888, d. 25. apríl 1958. Gissur og Ragnheiður slitu samvistum. Börn Gissurar og Ragn- heiðar eru: 1) Elías Ragnar, f. 1945, maki Vera Snæ- hólm, þau eiga tvær dætur (fósturdætur Elíasar) og fjögur barnabörn. 2) Þór- dís, f. 1947, maki Sverrir Þórólfsson, þau eiga fjögur börn og fimm barnabörn. 3) Hákon Örn, f. 1949, maki Valdís Kristinsdóttur og eiga þau fimm börn og fimm barnabörn. 4) Hjördís, f. 1950, maki Geir Gunnar Geirsson og eiga þau þrjú börn og þrjú barna- börn. 5) Magnús Þórarinn, f. 1958, maki Anna Ágústa Hauks- dóttir og eiga þau þrjú börn. 6) Ásdís, f. 1958, maki Ragnar Th. Sigurðsson, þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn. Gissur nam hljóðfærasmíði í Svíþjóð og Þýskalandi á árunum milli 1930 og 40, og starfaði síðan við iðn sína í fimmtíu ár, bæði við uppsetningar á kirkjuorgelum og hljóðfæraviðgerðum. Útför Gissurar verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku pabbi, að heilsast og kveðja er lífsins gangur. Ég ætla að hripa niður smá þanka um þá góðu samleið, sem við áttum í bráðum fimmtíu og sex ár. Það er ljúft að vera komin á þennan aldur og líta til baka og finn- ast alltaf hafa verið sól og gleði. Finn- ast maður hafi alist upp á fyrsta far- rými, einhvern veginn gátuð þið mamma búið til með okkur börnunum sex þetta ævintýri að maður upplifði sig sem prinsessuna á bauninni þó svo að húsið hafi ekki verið stórt og lítið til. Leikföng af skornum skammti, einn bangsi, dúkka og lítill kistill, lítið herbergi sem við eldri systurnar deildum, sem í dag væri jafnvel of lítið fyrir fataskáp fyrir eina manneskju. Öll þessi ár eða til tvítugs þá vaknaði ég glöð og kíkti út um gluggann, horfði út á spegilsléttan sjóinn yfir í bústað Ásgeirs Ásgeirssonar (Bessa- staði) og hlakkaði til að byrja daginn, kom niður stigann, mamma og pabbi að undirbúa næringu fyrir afleggjar- ana sína, hafragraut, lýsi og brauð- sneið. Ríkisútvarpið með Axel Thor- steinsson í réttum notalegum tón. Í hádeginu skyr með rjóma og smur- brauð, íslensk lög í útvarpinu leikin undir. Kaffitími klukkan fjögur með heimabökuðum kökum og smur- brauði, stundum kakó með á köldum vetrardögum, líka tónlist í útvarpinu. Kvöldmatur fimm daga vikunnar, fiskur í ýmiss konar útgáfum, alltaf súpa eða grautur á eftir og viðeigandi tónlist með. Fréttir og dánarfregnir sem aðeins skyggðu á stemmninguna því einhverjir áttu bágt. Kvöldkaffi með tilheyrandi, nágrannarnir komn- ir í heimsókn að tala um pólitík, tón- list, fólk o.fl. Sunnudagar, litlu jólin messa í út- varpinu. Lambasteik með öllu, desert í skál sem var reynt að treina sér fram eftir degi, stundum restin seld á ofurverði næsta systkini sem hafði óvart gleypt í sig góðgætið of fljótt. Aldrei neinn svangur og enginn of feitur. Mamma heima að prjóna og sauma, veita ungunum sínum öryggi og aðhald, þú í vinnunni ýmist í hús- vitjun að lækna píanó eða í kirkjum að setja upp pípuorgel og stundum fékk ég að fara með en þá var mér uppá- lagt að bara horfa á og spyrja, ekki snerta. Ég hef oft hugsað til þess er ég horfi á alla þessa koparstrengi og gorma í flygli hvernig í ósköpunum þú náðir að stilla þá saman á svo fínan hátt að hægt var að leika líka þessa fínu tónlist á eftir í mörg ár. Þetta voru eins og aðrir töfrar sem þú og mamma göldruðuð fram. Þegar ryk- sugan heima fór í gang hækkaði tón- listin og litla húsið iðaði af gleði, strokið með klór og fægt með bóni, allt dustað og hrist í takt við tónana. Á kvöldin voru allir orðnir passlega þreyttir eftir dagsins önn sitjandi inni í stofu að hlusta á útvarpsleikrit. Börnin fara að hátta því að nágrann- arnir voru að koma í kvöldkaffi, systkinin á hleri bak við hurð að hlusta á framhaldsævintýri kvöld- gestanna. Þú varst gæfumaður pabbi minn, ferð á undan börnunum þínum, alls staðar vel liðinn, talaðir vel um sam- ferðafólk þitt, iðinn við störf þín, öf- undaðir aldrei neinn og varst nægju- samur og sáttur við þig og góður við þína. Elsku pabbi, þú sagðir að þér myndi batna þegar sumarið kæmi. Ekki er hægt að skilja betur við en að sofna inn í einn fallegasta dag ársins 7. maí, algjör kyrrð inni á sjúkrastof- unni með börnin sér við hlið, sólin að gægjast inn í daginn með ljúfum fuglasöng. Yndislegt starfsfólk búið að hlúa svo fallega að þér og setja blóm á borðið þitt, systkinin með tár á vanga. Svo mikil þögn og friður, ein- hvern veginn samt eins og allra ljúf- ustu tónar sem hægt er að leika inn í sál manns, fullkomlega sátt við líf og dauða áttatíu og níu ára öðlings. Pabbi minn, megi áframhald okkar allra báðum megin vera svona ljúft og milt eins og þessi fallega kveðju- stund. Þín Hjördís. Gissur Elíasson, tengdafaðir minn, lést að morgni sunnudagsins 7. maí eftir skammvinn veikindi. Það er margs að minnast frá ára- tuga vináttu og margt að þakka. Síðustu árin leit ég oft til hans á Laufásveginn, drakk með honum kaffi og við spjölluðum um gamla daga. Hann var fróður og víðlesinn og sagði skemmtilega frá, einkum árun- um sem hann dvaldi við nám og störf í Þýskalandi og Svíþjóð. Gissur var hljóðfærasmiður að mennt og starfaði lengst af sem slíkur. Hann var einstakur hagleiksmaður og gat gert við hvað sem var. Hann lagaði oft fyrir mig gömul húsgögn af mikilli list. Hann var líka hugvitsmaður mikill samanber „blöðruskódann“ sem ég keypti af honum um árið og var fullur af heimagerðum útbúnaði svo sem takka í gólfi fyrir rúðuþurrkurnar og fleira í þeim dúr. Strákarnir sem unnu hjá mér höfðu mikið gaman af þeim bíl! Fyrstu búskaparárin bjuggum við fjölskyldan heima hjá Gissuri á Mánabrautinni og lengi á eftir var það hefð að hann kæmi til okkar í kvöldmat og kynntist þá barnabörn- unum vel. Gissur bjó einn með kettinum sín- um síðustu árin og fylgjast þeir fé- lagar nú að yfir móðuna miklu. Ég þakka Gissuri samfylgdina og votta börnum hans samúð. Sverrir Örn Þórólfsson. Elsku afi, það er erfitt að átta sig á því að þú skulir vera farinn. Þótt þú værir orðinn gamall þá varstu alltaf svo hraustur. Við eigum svo margar góðar minningar um þig. Til dæmis þegar þú komst í mat til okkar á hverjum sunnudegi. Við hlökkuðum alltaf svo til að fá þig í heimsókn. Allt- af komstu í frakkanum og með flotta hattinn þinn. Gissur var svo hrifinn af höttunum þínum og var svo glaður þegar þú ákvaðst að gefa honum einn gamlan. Það var alltaf jólastemmning að koma til þín á aðfangadag með jóla- gjöfina. Þú bauðst okkur hnetur og sælgæti úr stóru flottu skelinni þinni. Svo sátum við saman og spjölluðum og höfðum það gott. Þú sagðir okkur frá myndunum sem héngu uppi á vegg hjá þér og öllum mununum sem þú hafðir safnað að þér í gegnum tíð- ina. Sérstaklega var skemmtileg sag- an af uppstoppaða geithafurshausn- um. Það var þannig að þegar þú varst ungur var hringt í þig frá umferðar- miðstöðinni og þér sagt að þar biði þín svartur plastpoki og þú beðinn að sækja hann sem fyrst. Í pokanum var svo alblóðugur geithafurshausinn sem þú lést þrífa og stoppa upp. Hann hékk svo tignarlega uppi á vegg hjá þér á Laufásveginum og var hálfgert einkennismerki staðarins. Þú fórst svo vel með allt, varst með eldgamalt lítið jólatré frá langömmu með ljósum sem virkaði alltaf og gamla útvarpið stóð alltaf fyrir sínu. Alltaf hittu svo vínilplöturnar sem þú gafst okkur í jólagjöf í mark. Þetta voru gjafirnar sem lifðu lengst og enn eru til. Plöturnar voru ávallt á fón- inum og við systkinin sungum og dönsuðum með. Það var svo gaman þegar pabbi sagði okkur sögur frá því hann var lít- ill. Þú gast verið svolítið stríðinn. Við munum eftir sögunni af því að þú þræddir lakkrís inn í banana og kall- aðir svo á þau systkinin. Þegar þau ætluðu svo að gæða sér á banananum héldu þau að lakkrísinn væri ormur. Pabbi hefur greinilega erft stríðnina frá þér. Svo fengum við oft að heyra sögur af því hversu tæknivæddur þú varst. Þú varst sá fyrsti í götunni sem eignaðist bíl og sjónvarp. Það var svo gaman að heyra pabba segja frá því þegar sjónvarpið kom inn á heimilið. Þau systkinin höfðu aldrei séð aðra eins græju og áttuðu sig engan veg- inn á því hvernig myndin kæmi inn í tækið. Gestagangur á heimilið jókst líka mikið því allir vildu horfa á sjón- varpið. Þú valdir alltaf það flottasta og besta, keyptir AEG-þvottavél og Bang & Olufsen-græjur. Einn daginn kom gestur í heim- sókn til þín. Það var flækingsköttur sem hændist mjög að þér og settist að. Þú skírðir hann Gest og þér þótti svo vænt um hann. Þú varst svo mikill kattakarl að þegar Gestur kvaddi þennan heim fékkstu annan kött, hann Kára. Þegar fátt var fréttnæmt var alltaf hægt að ræða um kisa, því við erum óttalegt kattafólk. Það var með ólíkindum hvað þú varst heilsuhraustur og hvað þú heyrðir vel alla þína ævi. Margar stundir sátum við og spjölluðum með öll barnabarnabörnin í kringum okk- ur og með útvarpið í gangi. Maður þurfti að leggja sig allan fram til að heyra það sem sagt var en alltaf heyrðir þú hvert einasta orð. Elsku afi – þú varst alltaf svo reffi- legur, unglegur og flottur með þykka gráa hárið greitt aftur. Því miður getur enginn lifað að ei- lífu – ekki einu sinni þú, afi. Með söknuð í hjarta kveðjum við þig. Minning þín munt alltaf lifa í hjörtum okkar. Hvíl í friði. Megi Guð geyma þig. Bryndís, Íris, Laufey og Gissur. Elsku afi. Ég man alltaf eftir þér og hér eru fáein orð um hvað þú varst yndislegur afi, enda eini afinn minn sem ég hef þekkt og nú á ég hvorki ömmu né afa. En ég hugsa bara hlýtt til þín og ég veit að þú ert í Himnaríki. Þegar ég dey þá sjáumst við bara. Ég man alltaf hvað mér fannst þú mikil dúlla og ég man líka þegar ég var alltaf að leika við köttinn þinn hann Kára. Þú áttir svona svamp- bolta og ég var að kasta honum til hans og hann elti hann. Líka alltaf þegar ég kom í heimsókn þá var kisan alltaf feitari og feitari. Einu sinni þegar ég kom í heim- sókn ásamt systkinum mínum, þá sagðistu ætla að kveikja á arninum og þú labbaðir hægt og rólega og náðir í kveikjara og þóttist ætla að kveikja á arninum en þá var þetta ekki alvöru arinn heldur ýtti maður á takka og þá kviknaði ljós. Elsku afi, með þessum orðum kveð ég þig. Ég á alltaf eftir að muna eftir þér. Ég kem svo og kíki í kirkjugarð- inn til þín og vona að þú verðir þar rétt hjá mér og fylgist með mér hvert og hvar sem ég er. Sofðu nú rótt, afi minn, og sjáumst þegar ég dey. Kveðja. Þín afastelpa, Konný. Við fráfall Gissurar Elíassonar er mér efst í huga þakklæti fyrir góð kynni við hann og alla hans fjöl- skyldu. Alltaf stóð gestum og gang- andi opið hús á Mánabraut 19 í Kópa- vogi. Þar var nægt hjartarými þó húsakynni væru hvorki há til lofts né víð til veggja. Hugvitssemi og listræn snyrtimennska var ríkjandi í öllu hús- haldi og það hafa afkomendurnir svo sannarlega tekið í arf. Gissur hafði sérlega góða nærveru og er mér frá barnæsku minnisstæður málrómur hans. Oft verður mér hugsað til dag- stundar þegar ég var á áttunda ári og sat á hljóðskrafi við hann. Þá opnaðist fyrir mér sá nýi heimur, að fullorðinn maður gæti talað við krakka á svo uppbyggilegan og þó jafningjalegan hátt. Ég naut þessarar dagstundar al- veg í botn eins og fólk segir nú og taldi eitthvert sérstakt lán liggja yfir mér að fá tíma með þessum manni og vera ekki kvaddur til neinna verka. Ég vona að mér verði ekki reiknað það til oflátungsháttar að ég hafi síðar reynt að umgangast börn og ung- menni á sama hátt og ég kynntist þennan sólskinsdag. Gissur var alltaf snyrtilega klædd- ur og fasið nokkuð sérstakt og fram- andi. Hann hafði jú numið fræði sín erlendis og kynnst framandi háttum og siðum. Kannski hafa genin í bland verið frönsk eða basknesk í ættir aft- ur. Uppruni hans var í Skaftafells- sýslu þar sem margur hrakinn skip- brotsmaðurinn bjargaðist til bæja. Þar fæddust svo stundum fínleg, sporlétt og brúneyg börn með suð- rænan glampa í augum. Í áranna rás bættu þau svo norræna stofninn stór- lega. Gissuri geðjaðist mjög að vel krydduðum, suðrænum mat svo og suðrænum drykkjum, sætum og sterkum. Það reynist því miður oft veikleiki hjá norræna stofninum en að íslenskum bændasið þótti honum gott að eiga eitthvað á pela. Líklega var Gissur frekar dulur um sín eigin mál. Þessi fjölfróði maður huldi jafnan harm sinn og gleði en hugsaði sitt til enda. Ég veit ósköp vel að líf hans var ekki alltaf dans á rós- um og margir verða öræfajöklarnir á langri göngu en mikið var hann ham- ingjusamur með börnin sín sem eru frábærlega vel heppnað fólk. Það er nú alltaf þannig að þó fólk nái hárri elli að alltaf verður tómleiki við fráfall hvers og eins. Bestu kveðjur til aðstandenda Gissurar. Erlingur Kristjánsson. Elsku afi, mér finnst eitthvað svo undarlegt og óraunverulegt að þú sért farinn frá okkur, mér finnst þú vera hérna enn og að ég sjái þig á morgun. En raunveruleikinn er ann- ar og komið að kveðjustund um sinn. Þegar ég sit hérna og skrifa þessi lokaorð mín til þín, rifjast upp svo margar ljúfar og broslegar minning- ar. Hugur minn ber mig til þín í kjall- arann á Laufásveginum þar sem þú situr í mjúka stólnum þínum með kaffibolla í hendi og köttinn Kára þér við hlið, sem er órjúfanlegur hluti af þér. Kári kom til þín fyrir 13 árum og varð einn af þéttari köttum landsins, og þó víðar væri leitað, enda komst hann eitt sinn í sjónvarpið fyrir lögu- legt holdafar sitt. Við hlógum mikið að því, þú og ég. Þú vildir nú samt aldrei viðurkenna alveg að hann væri of feitur – frekar svona mjúkur, greyið litla. Þið skilduð hvor annan þó að þið töluðuð ekki sama tungumál, þið áttuð ykkar eigið. Á menntaskólaárum mínum varð ég þess aðnjótandi að búa á hæðinni fyrir ofan þig. Samskipti okkar styrktust á þessum tíma og kynntist ég annarri hlið á þér, þú varst ekki lengur bara afi, heldur líka vinur sem var mér svo kær og kenndi mér svo margt. Sjaldan hef ég kynnst eins já- kvæðum og ljúfum manni og þér og hef ég reynt að taka það með mér sem fyrirmynd út í lífið. Þú kenndir mér líka með framkomu þinni að tala aldr- ei illa um náungann og öfunda enn síður. Þetta eru góðir siðir sem hverj- um manni ber að hafa hugfast í lífsins ólgusjó. Sumrin voru okkar tími, þá sátum við oft úti í portinu hjá þér hvort með sína kókina í gleri og fylgdumst með kettinum Kára rannsaka svæðið í kring og verkstæðið þitt, Harmoníu. Harmonía var ævintýraheimur út af fyrir sig, þar voru verkfæri hengd snyrtilega upp um alla veggi og hljóð- færastrengjum skipulega raðað á borðunum. Þarna sveif andi liðinna tíma yfir og einhvern veginn fannst manni alltaf fylgja pínulítill ómur af tónlist með. Þarna varstu alltaf eitt- hvað að bardúsa, það þurfti að líma þetta og strengja hitt, þér leiddist aldrei. Ég held að þér hafi aldrei leiðst, ekki einn einasta dag, þú hafðir alltaf eitthvað fyrir stafni. Hver tími dagsins átti sína stund eins og hver hlutur í kringum þig átti sinn stað. Elsku afi, ég á svo fallegar minn- ingar um þig sem ég geymi í hjarta mínu og gleymast aldrei þó þær séu ekki skrifaðar á blað. Ég kveð þig nú, elsku afi. Þín vinkona og dótturdóttir, Friðrika. GISSUR ELÍASSON             !      "# $

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.