Morgunblaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2006 11
FRÉTTIR
ANNMARKAR gætu verið á einum
af ákæruliðunum í þeim hluta
Baugsmálsins sem nú er fyrir Hér-
aðsdómi Reykjavíkur, að mati dóm-
arans í málinu, og gæti það orðið til
þess að þeim ákærulið verði vísað frá
dómi með vísan í sömu lagaákvæði
og þegar Baugsmálinu var öllu vísað
frá dómi 20. september 2005.
Um er að ræða fyrsta ákærulið
endurákæru í málinu sem gefin var
út eftir að 32 af upprunalegum
ákæruliðum var vísað frá. Í þessum
ákærulið er Jón Ásgeir Jóhannes-
son, forstjóri Baugs Group, ákærður
fyrir auðgunarbrot í tengslum við
viðskipti með 10-11 verslunarkeðj-
una. Ekki er gerð athugasemd við
hina 18 ákæruliðina.
Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær, en þar var ákveð-
ið hvenær fjallað verður um frávís-
unarkröfur verjenda ákærðu í mál-
inu, þeirra Jóns Ásgeirs, Tryggva
Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarfor-
stjóra Baugs, og Jóns Geralds Sul-
lenberger, framkvæmdastjóra Nor-
dica.
Í bókun Arngríms Ísberg héraðs-
dómara segir að hann veki athygli
saksóknara og verjanda Jóns Ás-
geirs á því að vera kunni að ákæru-
lýsingin í fyrsta kafla ákærunnar „sé
ekki svo glögg sem vera skyldi“. Það
kunni því að vera að ákæran sé ekki í
samræmi við fyrirmæli í lögum um
meðferð opinberra mála, samanber
116. grein, 1. málsgrein.
Í þeirri lagagrein er tiltekið hvað
koma skal fram í opinberri ákæru.
Meðal þess sem taka ber fram er það
brot sem ákært er vegna, hvar og
hvenær það er talið framið, heiti þess
samkvæmt lögum, og önnur skil-
greining. Auk þess á að vera þar tek-
ið fram hvaða lagagreinum brotið er
talið varða við, auk krafna um refs-
ingu og önnur viðurlög.
Fjallað um málið 15. júní
Dómarinn ætlar að gefa sækjanda
og verjanda Jóns Ásgeirs kost á að
fjalla um þessa athugasemd þegar
málið verður næst tekið fyrir, 15.
júní nk. Ákvörðun dómarans hvílir á
122. grein, 4. málsgrein laga um
meðferð opinberra mála, þar sem
segir:
„Hvenær sem er eftir þingfest-
ingu máls getur dómari vísað því frá
dómi með úrskurði þótt engin krafa
hafi komið fram um það ef hann telur
svo bersýnilega annmarka á því, sem
ekki verði bætt úr undir rekstri þess,
að dómur verði ekki kveðinn upp um
efni þess. Áður en máli verður vísað
frá dómi skal ákæranda þó gefinn
kostur á að tjá sig um málefnið, svo
og ákærða hafi hann sótt þing í mál-
inu.“
Þessi athugasemd dómara minnir
um margt á frávísun Héraðsdóms
Reykjavíkur á öllum ákæruliðum
Baugsmálsins, 20. september 2005,
en í úrskurði dómsins frá þeim tíma
segir m.a.: „Við athugun á ákærunni
hafa dómendur þóst sjá slíka ann-
marka á henni að úr þeim verði ekki
bætt undir rekstri málsins og dómur
því ekki kveðinn upp um efni þess.“
Var þar einnig vísað í 122. grein laga
um meðferð opinberra mála.
Í því tilviki var m.a. gagnrýnt að
verknaðarlýsing hafi verið ófull-
nægjandi í einhverjum tilvikum, og í
öðrum hafi ekki verið skilgreint
nægjanlega hvernig brotið var fram-
ið, hvernig ákærðu voru taldir hafa
auðgast af því, eða þá tjón eða tjóns-
hætta sem þeir áttu að hafa valdið
útlistuð.
Settur ríkissaksóknari í málinu,
Sigurður Tómas Magnússon, vildi
ekki tjá sig um málið þegar eftir því
var leitað í gær.
Verjendur allra sakborningana í
málinu hafa krafist frávísunar fyrir
hönd sinna umbjóðenda, og verður
fjallað um kröfurnar fyrir dómi 15.
júní nk. Verjendur létu þó bóka
helsta rökstuðning sinn fyrir frávís-
unarkröfunni fyrir dómi í gær.
Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ás-
geirs, og Jakob Möller, verjandi
Tryggva, kröfðust frávísunar sam-
eiginlega, með margþættum rök-
stuðningi. Þeir vísuðu í bókun sinni
fyrst í Mannréttindasáttmála Evr-
ópu, og bentu á að engin ákvæði séu í
íslenskri löggjöf um endurútgáfu
ákæru í kjölfar frávísunar máls, auk
þess sem brotið hafi verið gegn meg-
inreglu um jafnræði allra aðila í að-
draganda útgáfu nýrrar ákæru.
Verjendurnir benda ennfremur á
að reglur um málshraða hafi ekki
verið virtar, afskipti sérstaks sak-
sóknara af skipan dóms sé brot á
reglum um sjálfstæði dómstóla, og
að afskipti Björns Bjarnasonar
dómsmálaráðherra af málinu séu
ósamrýmanleg réttindum sakborn-
inga.
Þeir Gestur og Jakob vísuðu í rök-
stuðningi sínum einnig í að grund-
velli málsins hafi verið raskað í nýrri
ákæru. Hafi þannig verið bætt inn
nýjum sakborningi, lýsingum stað-
reynda breytt, og heimfærsla til ref-
siákvæða hafi einnig tekið breyting-
um.
Að lokum sögðu þeir verulega
galla á rannsókn málsins. Hún hafi
ekki uppfyllt skilyrði laga um með-
ferð opinberra mála, rannsókn hafi
ekki verið lokið þegar ákæra var gef-
in út, einstakar sakagiftir hafi ekki
verið bornar undir ákærðu, og sér-
stakur saksóknari í málinu hafi ekki
lagt sjálfstætt mat á rannsóknina.
Engin ný sönnunargögn
Brynjar Níelsson, verjandi Jóns
Geralds, krafðist einnig frávísunar á
þeim þætti er snýr að umbjóðanda
hans. Vísaði hann í bréf Jóns H.
Snorrasonar saksóknara frá 14. og
20. desember 2005, þar sem hann
lýsti því yfir að ákvörðun hefði verið
tekin um að gefa ekki út ákæru á
hendur Jóni Gerald. Byggðist það á
mati ákæruvaldsins um að það sem
fram hafi komið við rannsókn máls-
ins um hlut hans væri ekki nægilegt
eða líklegt til sakfellingar.
Brynjar benti ennfremur á að Jón
H. Snorrason hafi lýst því sama yfir
við aðalmeðferð þess hluta málsins
sem ekki var vísað frá dómi. Ekki
verði séð að ný sönnunargögn hafi
komið fram eftir að rannsókn lauk,
og þessar yfirlýsingar voru gefnar.
Sigurður Tómas, settur ríkissak-
sóknari í málinu, ítrekaði í gær mót-
mæli sín við því að málinu verði vísað
frá dómi. Málinu var frestað til 15.
júní nk. þegar fjallað verður efnis-
lega um frávísunarkröfurnar, og
annmarka á einum ákæruliðanna.
Baugsmálið hélt áfram þegar hluti þess var tekinn fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær
Dómari telur annmarka
á 1 ákærulið af 19
Gæti orðið til þess að ákæru vegna kaupa á 10–11-verslununum verði vísað frá dómi
Morgunblaðið/Ásdís
Verjendur allra sakborninga hafa krafist frávísunar Baugsmálsins. Settur saksóknari, Sigurður Tómas Magn-
ússon, og Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, ræðast við í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
TEKIST var á um hvort kveða ætti til matsmenn
til að meta tölvugögn í Baugsmálinu í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær. Þegar hefur eitt slíkt mat farið
fram, en verjendur sakborninga telja það ófull-
nægjandi, segja það ekki svara spurningum um
hvort tölvupóstar sem lagðir hafa verið fram sem
sönnunargögn geti verið falsaðir.
Um er að ræða mat á sönnunargögnum sem
fjallað er um fyrir héraðsdómi vegna endurákæru
í Baugsmálinu, en einnig verða þessi gögn metin
af Hæstarétti Íslands vegna áfrýjunar sýknu-
dóms yfir ákærðu.
Það voru lögmenn Jóns Ásgeirs Jóhann-
essonar, Tryggva Jónssonar og Kristínar Jóhann-
esdóttur sem kröfðust þess að nýir matsmenn
yrðu kvaddir til af héraðsdómi til að meta áreið-
anleika tölvupósta, sem eru sönnunargögn í mál-
inu. Ákæruvaldið telur tölvupóstana komna frá
m.a. Jóni Ásgeiri, Tryggva og Kristínu, en verj-
endur benda á að þeir finnist ekki í tölvum þeirra.
Sigurður Tómas Magnússon, settur rík-
issaksóknari í málinu, mótmælti því að þörf væri á
nýrri matsgerð og krafðist þess að dómurinn
hafnaði því að hún færi fram, en til vara að ein-
stökum liðum sem verjendur vilja láta meta verði
hafnað. Hann sagði nýtt mat til þess fallið að tefja
framgang málsins að þarfalausu.
Þegar fjallað var um málið fyrir dómi í gær
sagði hann það vissulega grundvallarreglu að
bæði sækjandi og verjendur ættu möguleika á því
að afla gagna í máli sem þessu. Hann líti hins veg-
ar svo á að þegar hefði farið fram mat á tölvu-
gögnum, sem svaraði í raun öllum þeim spurn-
ingum sem verjendur vildu fá svör við sem skiptu
einhverju máli.
Sakborningar geti borið
hönd fyrir höfuð sér
Sigurður staðfesti að spurningar hefðu vissu-
lega verið orðaðar öðruvísi þegar matsmenn voru
upphaflega fengnir, en þá hefðu bæði verjendur
og dómari átt þess kost að gera athugasemdir við
spurningar þær sem matsmenn áttu að svara, en
þeir hefðu kosið að nýta sér ekki það tækifæri.
Sækjandinn hafnaði því að láta matsmenn
leggja mat á það hvort unnt væri að falsa tölvu-
pósta, líkt og verjendur vilja. Um slíkt beri að
fjalla fyrir dómi en ekki í matsgerð af þessu tagi.
Kristín Edwald, verjandi Kristínar Jóhann-
esdóttur, segir að ef því verði hafnað að kalla til
matsmenn að kröfu verjenda sé í raun verið að
hindra sakborninga í þessu máli í því að bera hönd
fyrir höfuð sér. Verjendur eigi skýlausan rétt á
því að krefjast þess að mat verði lagt á þennan
þátt málsins og ekki sé verið að óska eftir sömu
gögnum og þegar hafi komið fram.
Hún benti þó á að ekki væru neinar hömlur á
því að lagt yrði mat á eitthvað sem þegar hefði
verið metið. Það væri hins vegar undir dómara í
málinu komið hvort tekið yrði tillit til nýja mats-
ins, og allur kostnaður af því yrði greiddur af sak-
borningum, nema dómurinn ákvæði annað.
Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, sagði
verjendur óska eftir þessu mati til þess að fá úr
því skorið hversu áreiðanleg gögn tölvupóstar
væru og hvort það lægi fyrir að gögnin gætu, eða
gætu ekki verið fölsuð. Einkennilegt væri að
sækjandi í málinu setti sig upp á móti því að þetta
yrði kannað, þar sem hann ætti að líta til allra
gagna í málinu, bæði þeirra sem benda til sektar
og þeirra sem benda til sýknu.
Þorgerður Erlendsdóttir héraðsdómari tók sér
frest til að úrskurða um hvort matið eigi að fara
fram, en sagðist í gær ætla að úrskurða um málið
innan viku.
Verjendur vilja frekara mat á tölvupóstum
KRANABÍLL sporðreistist og lenti
á Keiluhöllinni í Öskjuhlíðinni í
gærmorgun. Engin slys urðu á
fólki. Unnið er að stækkun Keilu-
hallarinnar og var verið að hífa upp
steypusíló þegar óhappið varð. Tók
þá vogaraflið yfir eins og aðstoð-
arvarðstjóri slökkviliðsins komst að
orði.
Kraninn lenti á byggingunni sem
skemmdist nokkuð og þurfti tvo
krana til að ná honum upp aftur og
laga skemmdirnar. Verkamenn
sem voru á staðnum náðu að forða
sér undan krananum í tæka tíð en
litlu mátti muna að sögn lögregl-
unnar í Reykjavík.
Kranabíll sporð-
reistist og lenti á
Keiluhöllinni
HEILDARKOSTNAÐUR Ríkis-
útvarpsins (RÚV) við þátttöku og
útsendingar frá undanúrslitum og
úrslitum Söngvakeppni evrópskra
sjónvarpsstöðva í Aþenu nam um 19
milljónum króna. Beinar tekjur
Ríkisútvarpsins af þessum útsend-
ingum námu um 18 milljónum
króna. Nettókostnaður RÚV vegna
þátttöku og samtals 5 klukkustunda
beinna útsendinga frá Aþenu var
því um 1 milljón króna. Þetta kem-
ur fram í fréttatilkynningu frá Páli
Magnússyni útvarpsstjóra.
Heildarkostnaður RÚV vegna
forkeppninnar á Íslandi og undan-
úrslita og úrslita í Aþenu nam tæp-
um 100 milljónum króna. Beinar
tekjur vegna þessa námu rúmum 52
milljónum króna, þannig að kostn-
aður umfram beinar tekjur var
tæpar 47 milljónir króna.
Nettókostnaður á hverja frum-
sýnda klukkustund var því tæplega
2,5 milljónir króna. Áhorf á þessa
dagskrárliði var á bilinu 50–80%,
segir í tilkynningu útvarpsstjóra.
Að sögn Evu Magnúsdóttur, upp-
lýsingafulltrúa Símans, voru greidd
um 110 þúsund atkvæði í símakosn-
ingu keppninnar og kostaði hvert
atkvæði 99,9 krónur. Má því áætla
að kosningin hafi velt tæplega 11
milljónum króna, en Eva vildi ekki
upplýsa hvernig sú fjárhæð skiptist
á milli RÚV og Símans.
Söngvakeppnin
kostaði RÚV
100 milljónir
EF UNNT væri að bjóða blóðfitu-
lækkandi lyfið Sivacor, sem fram-
leitt er af Actavis, á sama verði hér
og í Danmörku myndu lyfjaútgjöld
Tryggingastofnunar (TR) lækka
um 160 milljónir króna á ári. Þetta
er dæmi um þann sparnað sem ná
mætti fram með fjölgun samheita-
lyfja á verðlagi svipuðu og í ná-
grannalöndum okkar. Stofnun rík-
isrekins innflutningsfyrirtækis á
lyfjum er til skoðunar í heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneyti. Frá
þessu er greint á vefsíðu TR. Þar er
haft eftir Guðrúnu I. Gylfadóttur,
deildarstjóra lyfjadeildar TR, að
lyfjakostnaður stofnunarinnar hafi
lækkað um 342 milljónir króna, eða
5,3%, milli áranna 2004 og 2005.
Segir hún skýringuna þríþætta. Í
fyrsta lagi hafi orðið umtalsverð
styrking á gengi krónunnar, í öðru
lagi var gigtarlyfið Vioxx tekið af
markaði og við það dró einnig úr
notkun á sambærilegum lyfjum. Í
þriðja lagi lækkaði lyfjaverð í kjöl-
far samkomulags heilbrigðisráðu-
neytisins við lyfjaheildsala og fram-
leiðendur. Lyfjanotkun heldur
engu að síður áfram að aukast.
Lyfjakostnaður
TR lækkaði
um 5,3%