Morgunblaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 28
G
aman er að eiga góðan garð og það
gildir ekkert síður á Íslandi en í
löndum þar sem auðveldara er að
eiga við ræktun ýmiskonar. Jón
Guðmundsson, garðyrkjufræð-
ingur í Gróðrarstöðinni Mörk, er fróður um
gróður og var spurður út í hvaða ávaxtatré
þrífast best við íslenskar aðstæður.
„Það má segja að ég hafi verið að leita að af-
brigðum sem henta okkur hérlendis,“ sagði
Jón. „Ég hef ekki verið í kynbótum eða að búa
til sortir, heldur hef ég sótt þær til Norður-
Skandinavíu og Kanada og prófað hvort þær
þrífast hér.“ Jón hefur verið í því í fimm til sex
ár að leita að þessum sterku afbrigðum. „Fé-
lagi minn, Sæmundur Guðmundsson á Hellu,
hefur eiginlega verið í þessu lengur en ég, við
höfum verið í samstarfi, og hann hefur verið
drjúgur í að koma með nýjar tegundir.“
Undantekning frá reglunni
Í Gróðrarstöðinni Mörk er hægt að fá epla-
tré og kirsuberjatré. „Við höfum verið að prófa
okkur áfram með eplin og kirsuberin, plómur
og svo perutré,“ sagði Jón og lagði áherslu á að
þær plöntur sem eru á boðstólum séu þær sem
hafa verið að gera sig hérlendis.
Umhirða þessara trjáa er ekki flókin eftir
því sem Jón fullyrti. „Það eru fyrst og fremst
aðstæðurnar sem ráða því hvort trén pluma
sig. Gott skjól og sólríkur staður, gjarnan und-
ir suður- eða vesturvegg. Þarna er kannski
undantekning frá þeirri reglu að rækta ekki
tré uppi við hús. Við ræktum svona tré nefni-
lega gjarnan uppi við hús, þar sem er mesta
hlýjan og skjólið,“ útskýrði hann. „Það eiga all-
ir að geta ræktað þetta í sæmilega góðum
garði.“
Í máli Jóns kom fram að eplatrén vilja
gjarnan hafa félagsskap sinna líka. „Það þarf
að hafa tvö tré nálægt hvort öðru,“ sagði hann,
„til að frjóvgunin sé eðlileg og aldinin nái að
myndast,“ hélt hann áfram. „Frjóið þarf sem
sé að berast af öðru tré. Ef maður er bara með
stakt tré blómgast það en það kemur ekki
ávöxtur.“
Lirfur og maðkar
Ávaxtatré eru ekki heimtufrek á jarðveginn.
„Meðalgarðamold á alveg að duga,“ sagði Jón.
„Þegar trjánum er plantað má gjarnan gefa
þeim einhvern lífrænan áburð með, hænsna-
skít eða eitthvað slíkt, og bera svo vel á. Þau
þurfa góða alhliða áburðargjöf en það er ekki
gott að gefa of mikinn skít. Þá hleypur allt í
vöxt en við viljum að trén vaxi hægar og
blómstri meira. Tré sem er espað í mikinn vöxt
blómstrar ekki neitt.“
Það er ekki eins óalgengt og ætla mætti að
ávaxtatré séu í görðum og nokkur gömul og
góð finnast í Reykjavík. „Það eru til tré sem
hafa gefið allt upp í 200 aldin á sumrin, þá er-
um við að tala um svona 50 ára gömul tré,“
upplýsti Jón en bætti því við að sumum þess-
ara trjáa hefði kannski ekki verið sinnt sem
skyldi, þau lent í skugga eða einhverju viðlíka
volæði. „Það þarf líka að úða ávaxtatré oft með
eitri. Það koma gjarnan í þau lirfur og maðkar
og naga þau. Fylgjast þarf vel með þeim og
úða ef óværa sést.“ Jón segir jafnframt að
lykilatriði sé að vera með afbrigði sem sýnt
hefur verið fram á að þrífist hérlendis, ekki
þýði að kaupa bara eitthvað, t.d. frá Hollandi,
sem þrífst þar. „Það eru til 7–8.000 þekkt af-
brigði í heiminum, en einungis lítill hluti þeirra
þolir við á Íslandi.“
Í garðinum heima
Grænir fingur Jóns nýtast víðar en bara í
vinnunni því hann hefur komið sér upp
plöntum í garðinum sínum sem er, að maður
gæti haldið, ekki á gróðurvænlegasta staðnum,
eða á Akranesi, og einungis tíu metrar eru í
sjóinn. „Ætli ég sé ekki með um 20 eplatré, frá
tveggja ára upp í 7–8 ára, og fleira. Fyrstu ald-
inin komu fyrir tveimur árum hjá mér. Þau
báru aftur ávöxt í fyrra og vonandi fæ ég eitt-
hvað í ár líka,“ sagði hann vongóður á svip.
„Já, já, ég reikna nú frekar með því að upp-
skeran aukist en hitt. Ég fæ nú ekki mikla
uppskeru, held það hafi verið um 70 plómur og
70 kirsuber í fyrra.“
Jón sagði að kirsuberin sem fást af þessum
trjám séu þau allra bestu. „Þú færð þau ekki
betri, sama hvað þú vilt borga. Plómurnar hafa
verið frambærilegar líka, en eplin eru svolítið
mismunandi, allt frá því að vera lítil og léleg
upp í sæmileg. Bestu eplin sem ég hef séð eru
svona 200 grömm.“
Að lokum tók Jón það fram að trjáplöntur,
sem hafa verið í potti, er óhætt að setja niður
allt sumarið, alveg fram á haust.
GRÓÐUR | Ávaxtatré sem þrífast við íslenskar aðstæður
Gott skjól og
sólríkur staður
Eftir Sigrúnu Ásmundar
sia@mbl.is
Að því gefnu að þetta tré plumi sig er þetta tilvonandi uppskera.
Morgunblaðið/ÞÖK
„Það er einhver kyrkingur í þessu litla hérna, ég hugsa að það sé kannski einu ári yngra en
þetta stærra. Þessi tré eru 4–5 ára,“ sagði Jón og sýndi stærðarmuninn á plöntunum.
É
g byrjaði að teikna fjögurra ára
gamall. Það er svo skrítið að ég
man eftir einum bíltúr með for-
eldrum mínum, ég man allt. Ég
man allar kirkjur, alla skóla,
hvernig allt lítur út, t.d. Langholtsskóli,“ segir
Ingi Hrafn Stefánsson, sem hefur verið í Fjöl-
mennt í nokkur ár. Þar áður var hann í Öskju-
hlíðarskóla, FB og hefur lokið námskeiði í Mynd-
listaskólanum í Reykjavík.
Nýlega var haldin sýning á verkum nemend-
anna í Fjölmennt og þar sýndi Ingi Hrafn lista-
verkin sín sem hann hefur unnið í vetur undir
handleiðslu Erlu Friðgeirsdóttur, myndmennta-
kennara í Fjölmennt.
„Systir mín var í Langholtsskóla,“ heldur Ingi
Hrafn áfram, „og hún var líka mjög góð að
teikna, alveg eins og ég. En hún hætti að teikna
og ég sagði við mömmu að ég vildi fara í Mynd-
listaskólann í Reykjavík. Mömmu fannst mynd-
irnar mínar voða frábærar og að ég ætti að fara í
Myndlistaskólann. Svo fékk ég sérkennslu hjá
Lóu Guðjóns í fjögur ár,“ segir Ingi Hrafn sem á
hlý orð um alla þá sem hafa kennt honum í gegn-
um tíðina.
Ingi Hrafn hefur alla tíð haft afskaplega gam-
an af því að teikna, eins og kemur fram í máli
hans var hann einungis fjögurra ára þegar áhug-
inn á myndlist kviknaði. „Ég vann tvisvar í jóla-
kortasamkeppni í FB,“ upplýsir hann stoltur.
Ingi Hrafn hefur sterkt sjónminni og hann
teiknar oft kirkjur eftir minni. „Ég hef voða
gaman af því að teikna kirkjur,“ segir hann, „og
ég man allar kirkjur á Íslandi, hef teiknað þær
allar. Þá tek ég þær bara úr minninu á mér og
teikna þær út.“
Ingi Hrafn var um tíma í FB og ákvað þegar
hann útskrifaðist þaðan að fara í Fjölmennt. „Þá
fékk ég líka svo góða kennara, sem eru svo
ánægðir með listaverkin sem ég geri,“ segir
hann. „Í FB lærði ég myndlist, kraftgöngu og
stærðfræði og líka íþróttir og vettvangsferðir.“
Þá fór Ingi Hrafn stundum út með hópnum sem
hann var í og í ferðunum voru gerðar skissur og
teiknaðar myndir.
Árin 1989 til 1992 var Ingi Hrafn í Öskjuhlíð-
arskóla. „Einn strákur sagði einu sinni við mig
að hann skammaðist sín fyrir að vera í Öskju-
hlíðarskóla,“ segir Ingi Hrafn. „Ég sagði við
þann strák, fyrir hvað þarf maður að skammast
sín þó að maður sé í Öskjuhlíðarskóla? Þetta er
frábær skóli og góðir kennarar. Maður nýtur
sérkennslu til að hjálpa manni að læra,“ segir
Ingi Hrafn og lítið bros læðist fram á varir hans.
Í Fjölmennt lærir Ingi Hrafn auk myndlist-
arinnar ensku. „Já, ég er að læra „english“ hjá
Helgu Gísla, það eru voða góðir kennarar hér.
Helga segir alltaf: Þetta er „the best group“,
besti hópur sem ég hef fengið,“ segir Ingi Hrafn
og gleðiglampi er í augum hans.
Ingi Hrafn býr í Reykjavík ásamt mömmu
sinni og lýsir því að hann hafi gaman af að fá sér
göngutúr í Laugardalnum. „Það er voða fallegt
útivistarsvæði.“
Ingi Hrafn teiknar líka heima hjá sér og er
glaður gjafari. „Ég hef líka haldið sýningu í
Hallgrímskirkju og ég gaf öllu starfsfólkinu þar
myndir.“ Honum finnst gaman að halda sýningar
og stingur að lokum lítilli tillögu að stjórnendum
Reykjavíkurborgar. „Mér fyndist að það mætti
vera gallerí þar sem fólk gæti komið saman og
teiknað og málað. Það væri mjög gaman.“
ÁHUGAMÁLIÐ | Ingi Hrafn Stefánsson hélt sýningu á verkum sínum hjá Fjölmennt
Teiknar kirkjur eftir minni
Morgunblaðið/Jim Smart
Ingi Hrafn stoltur við verkin sín.
maí
Daglegtlíf
Úr garði Jóns á Akranesi. Kirsuberjatréð er
flatt út á grindinni, þannig hefur hver grein
sól allan daginn. Þetta er gott fyrir tré sem er
á mörkunum með að þola við á Íslandi.
HUGSANLEGA er hætta á
bakteríusýkingu vegna vatns-
ins sem er í naghringjum frá
breska fyrir-
tækinu The
First Years og
því eru for-
eldrar beðnir
að taka hring-
ina úr notkun.
Í fréttatilkynningu frá fyrir-
tækinu Icepharma eru neyt-
endur beðnir að setja nag-
hringinn í plastpoka og skila á
næsta sölustað eða senda til
Icepharma, Lynghálsi 13 í
Reykjavík, ásamt nafni og
heimilisfangi svo hægt sé að
bæta þeim vöruna.
Icepharma biðst velvirðingar
á þeim óþægindum sem þetta
kann að valda. Frekari upplýs-
ingar má finna á www.ice-
pharma.is eða í síma 540-8000.
Innköllun á
vatnsfylltum
naghringjum
NEYTENDUR