Morgunblaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2006 39
UMRÆÐAN
Stærð: 350,7
Byggingarár: 2005
Brunabótamat: 56,840.000
Bílskúr: já
203 Kópavogur
Glæsilegt einbýlishús á einstakri hornlóð með miklu útsýni innbyggðum bílskúr og auka húsi innréttað sem
3ja herbergja íbúð. Teiknað af Sigurði Pálma Ásbergssyni arkitekt. Innanhúshönnun var unnin í samráði við
Rut Káradóttur og er samræmd í öllu húsinu. Húsið er viðhaldsfrítt, steinað og álgluggar eru með
granítáferð. Allar innréttingar og hurðir sem eru í yfirstærð eru sérsmíðaðar frá Fagus og eru með liggjandi
hnotu og öll borð með granít. Mikið er lagt í alla raf- og tölvulagnir og gert er ráð fyrir Instabus-kerfi í aðalrými
og rafstýrðum gardínum. Ljós og lýsingahönnun er frá Rafkaup og er leikið skemmtilega með lýsinguna. Hiti
er í öllum gólfum, lofthæð er mjög góð lægst 2,80m og í aðalrými hússins er hún 4m. Gólfefni er
náttúrusteinn og innflutt “hallarparket” gegnheilir eikarplankar olíubornir, barðir og lakkaðir. Útgengt er úr
öllum herbergjum hússins út í garð. Þetta er einstök eign á útsýnis hornlóð á þessum vinsæla stað.
Óskað er eftir tilboðum í eignina.
Ásdís Ósk
Sölufulltrúi
asdis@remax.is
Hafdís
Sölufulltrúi
hafdis@remax.is
Jónas Örn
Jónasson hdl.
lögg. fasteignasali
520 9550
EIGN FYRIR VANDLÁTA
MÉR ofbjóða ummæli Stefáns
Benediktssonar í Morgunblaðinu
hinn 20. maí sl. vegna viðtals við
Gísla Martein Baldursson í Blaðinu
15. maí sl. Það er ótrúlegt að lesa
slík skrif frá menntuðum manni
sem Stefáni Benediktssyni, en
hann ætti að hafa yfirsýn frá veru
sinni á Alþingi og sem venjulegur
vegfarandi í umferðinni, þar ofan á
kominn inn á framboðslista í höf-
uðborginni, að hann skuli voga sér
með þessum hætti að nánast sví-
virða stjórnmála-
mann sem einn af
fáum sveit-
arstjórn-
armönnum tekur
upp alvarleg
vandamál umferð-
ar í sveitarfélagi
sínu, Reykjavík.
Stefáni er ef til
vill ekki kunnugt
um það, að Íslendingar hafa 15–
30% árekstra sinna í aftan-
ákeyrslum meðan aðrar þjóðir hafa
7–15%. Honum er ekki kunnugt um
að útlendum ökumönnum líður illa í
íslenskri umferð vegna umferð-
arbrota og skipulagsleysis. Honum
er ekki kunnugt um að umferð-
arlöggæslu hefur hrakað verulega á
undanförnum áratugum, miðað við
gífurlega aukningu ökutækja. Hon-
um er ekki kunnugt um að hægt er
að aka margsinnis umhverfis landið
án þess að sjá lögreglumenn. Stef-
án dregur fram í grein sinni margt
sem er til bóta, en hann nefnir ekki
mistökin í umferðar- og skipulags-
málum sem stjórnmálasamtökin
sem hann tilheyrir hafa skapað í
höfuðborginni á undanförnum ár-
um, þau mistök hafa áhrif á lands-
vísu og verða kunn nágrannaþjóð-
um okkar innan skamms, ef
óstjórnin í umferðarmálum er ekki
þeim ljós nú þegar. Jafnvel starfs-
mönnum Reykjavíkurborgar ofbýð-
ur bullið.
Að endingu vil ég þakka ungum
stjórnmálamanni, Gísla Marteini
Baldurssyni, fyrir sitt framlag til
góðs fyrir umferð á Íslandi.
GYLFI GUÐJÓNSSON,
ökukennari og fv. lögreglumaður.
Óhróður Stefáns
Frá Gylfa Guðjónssyni:
Gylfi Guðjónsson
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
Stefnuskrár
almennt jákvæðar
Í stefnuskrám frambjóðenda til
bæjarstjórnar gefur að líta mörg
mikilvæg mál sem væntanlegir bæj-
arfulltrúar ætla sér að vinna bæj-
arbúum til heilla. Flest atriðin eru
jákvæð og ég trúi því að einlægni og
heilindi liggi á bak við óskirnar sem
þar koma fram.
Sjálfstæðisflokkurinn tryggir
aðgengi að ráðamönnum á
landsvísu
Eitt atriði í stefnuskrá Sjálfstæð-
isflokksins á Seyðisfirði finnst mér
þó ekki viðeigandi og í stíl við hug-
myndafræði alræðiskerfa. Í stefnu-
skrá Sjálfstæðisflokksins á Seyð-
isfirði stendur í inngangsorðum:
„Styrkur Sjálfstæðisflokksins á
landsvísu skiptir miklu máli, þegar
kemur að því að tala máli bæj-
arfélags eins og Seyðisfjarðar,“ og
þetta: „Ætli Seyðfirðingar að eiga
gott aðgengi að ráðamönnum þjóð-
arinnar þurfa sjálfstæðismenn á
Seyðisfirði að vera í meirihluta.“
Forgangsröðun sveitarfélaga
En málið er flóknara en það. Hug-
myndin sem kemur þarna fram er
að Seyðfirðingum verði á einhvern
hátt fyrirmunað að eiga gott að-
gengi að ráðamönnum þjóðarinnar
kjósi þeir ekki Sjálfstæðisflokkinn
27. maí nk. Gaman gæti verið að
velta því fyrir sér hvernig þetta
kemur til með að líta út í veru-
leikanum og hvaða forsendur menn
þurfa að gefa sér til að svo geti orð-
ið. Við verðum ganga út frá því að
ráðamenn þjóðarinnar séu sjálf-
stæðismenn og verði það einnig eft-
ir alþingiskosningarnar á næsta ári.
Ráðamennirnir (væntanlega ráð-
herrar og þingmenn) munu síðan
sjá til þess að þau bæjarfélög sem
lúta stjórn Sjálfstæðisflokksins fái
gott aðgengi að sér. Önnur bæj-
arfélög (ekki bara Seyðisfjarð-
arkaupstaður) munu síðan mæta af-
gangi. Samkvæmt þessu munu
ráðamenn Sjálfstæðisflokksins mis-
muna fólki, jafnvel heilum bæj-
arfélögum, eftir því hvaða stjórn-
málaflokki bæjarstjórnarmenn
tilheyra. Bæjarfulltrúar úr öðrum
flokkum en Sjálfstæðisflokknum fá
ekki gott aðgengi að ráðamönnum
og mál umbjóðenda þeirra þar með
ekki áheyrn. Hér má spyrja hvort
ónefndur höfundur inngangsorð-
anna hafi fundið þessa fullyrðingu
upp hjá sjálfum sér (og enginn tek-
ið eftir því) eða hvort hér sé bein-
línis um heildarstefnumörkun
Sjálfstæðisflokksins að ræða.
Þróun einræðis
Þetta fyrirbæri er vel þekkt í ein-
ræðisríkjum og er einnig þar látið
taka á sig jákvæða mynd „sig-
urvegarans“, „foringjans“ , „rétt-
lætisins“ o.s.frv. Þrátt fyrir stjórn-
arskrá og kosningar hafa
valdhafar getað komið málum
þannig fyrir að angar valdakerf-
isins teygja sig inn um allar gáttir
mannlífsins.
Raunveruleg stefnumál og
stjórnmálaleg aðferðafræði, t.d.
umfjöllun um eignarhlutföll í sam-
félaginu, sameign/samhjálp – sér-
eign/einkahagsmuni og hugmyndir
um hvort og hvers vegna fólk ætti
að búa við miserfiðar aðstæður er
látin liggja milli hluta.
„Jákvæð“ slagorð um bjarta
framtíð þegnanna undir hand-
leiðslu valdhafans eru í fyrirrúmi
og það verður púkalegt, hallær-
islegt, kjánalegt og smám saman
heimskulegt eða jafnvel hættulegt
að vera ekki með rétt flokks-
skírteini.
Að sjálfsögðu eru mismunandi
hættur á ferðinni. Handhafar
valdsins eiga það til að réttlæta alls
kyns aðgerðir, eins og til dæmis að
ákveðnir hópar manna séu vanaðir
vegna litningagalla og ólöglegar
símahleranir stundaðar. Svona að-
gerðir eru oft framkvæmdar á
þeim forsendum að málin varði „ör-
yggi ríkisins“, „almannaheill“ og
fleira sem réttlætir að lýðræðið víki
um stundarsakir og lögbrot séu
framin með velþóknun valdhafa og
jafnvel fyrir þeirra tilstilli. Þar sem
einræðið er mjög þróað geta and-
stæðingar valdhafans átt á hættu
að verða líflátnir við minnstu til-
burði til andstöðu við þá.
Annars staðar þar sem einræðið
er veikt og enn að þróast geta
menn búist við því að fá ekki störf
hjá hinu opinbera (og jafnvel ekki
hjá stuðningsmönnum valdhafa)
eða þá að fyrirtæki þeirra, sveit-
arfélög, vinir og vandamenn fái
ekki áheyrn hjá valdhöfum þegar
þörf er á og verði dæmd til fjár-
sveltis og sinnuleysis.
Andlýðræðisleg hótun
Í fullyrðingunni sem verið er að
fjalla um hér felst ekki mjög dulbúin
hótun um verri þjónustu valdhafa á
landsvísu við sveitarfélög sem ekki
lúta stjórn Sjálfstæðisflokksins.
Gera má ráð fyrir því að þetta gildi
fyrir öll sveitarfélög. Stuðningur við
slíka hugsun finnst mér brjóta í bága
við lýðræðisleg markmið þjóðarinnar
og ætti að forðast eins og heitan eld-
inn.
PÉTUR KRISTJÁNSSON,
Seyðisfirði.
Eru ráðamenn þjóðarinnar eða þjóðin ráðamannanna?
Frá Pétri Kristjánssyni
þjóðfræðingi: