Morgunblaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Blómleg viðskipti á HM í Þýskalandi á morgun  Fótafimustu kempurnar hafa mikil áhrif á efnahags- lífið á heimsvísu BJARTUR og rúmgóður garðskáli við matsalinn á Litlu-Grund var formlega tekinn í notkun á mánu- dag. Miklar framkvæmdir og end- urbætur hafa staðið yfir á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund síð- astliðin fimm ár. Að sögn Júlíusar Rafnssonar, framkvæmdastjóra Grundar, hafa tvær viðbyggingar verið teknar í notkun við Grund við Hringbraut en með þeim hefur starfsfólk fengið betri vinnuað- stöðu en áður og sameiginlegt rými fyrir heimilisfólk hefur verið stækkað til muna, m.a. með rúm- góðum setustofum. Þá var tengibygging á milli Grundar og Litlu-Grundar tekin í notkun á síðasta ári. Ásamt þessu hefur lóðinni við Brávallagötu ver- ið breytt verulega og hún gerð öll hentugri til útivistar fyrir heim- ilisfólk Auk þessa hafa ýmsar innri breytingar verið gerðar á húsnæði heimilisins. Að sögn Júlíusar lýkur fram- kvæmdum í september á þessu ári og verður þá gert hlé á þeim uns endanleg ákvörðun liggur fyrir um að koma fyrir salerni og bað- aðstöðu með hverju herbergi og gera þeim kleift, sem vilja, að vera í einbýli. Hugmyndir að þeim breytingum liggja nú hjá stjórn Grundar. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Guðfinna Hinriksdóttir, sem hefur verið heimilismaður á Grund í mörg ár, klippti á borðann þegar garðskálinn var tekinn í notkun og naut dyggrar aðstoðar Guðrúnar Gísladóttur, forstjóra Grundar. Miklar framkvæmdir á Grund Morgunblaðið/Brynjar Gauti Bjartur og rúmgóður garðskáli er kominn við matsalinn á Litlu Grund og einnig er búið að taka í notkun tengi- byggingu milli Grundar við Hringbraut og Litlu Grundar. Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir sl. ár. SKILVIRKNI í opinberri stjórnsýslu, stefnu- mótun fyrir unga og smáa skipulagsheild, starfs- mannasamtöl í framhaldsskólum, staðlar og stjórnsýsla, hlutverk stjórna í opinberum stofn- unum og félagsauður og netnotkun voru meðal viðfangsefna lokaverkefna fimmtán meistara- nema í opinberri stjórnsýslu (MPA), sem kynnt voru á ráðstefnunni Íslensk stjórnsýsla í sam- tímaspegli, sem haldin var á dögunum. Um 200 nemendur eru nú skráðir í nám í op- inberri stjórnsýslu, þar af 130 í MPA nám og 61 í svokölluðu diplómanámi, sem er fimmtán eininga nám sem gengur upp í meistaranámið. Hægt er að stunda diplómanámið sem fjarnám og eru um 35 nemendur víðs vegar á landinu sem það gera. Námsskrá MPA-námsins er að erlendri fyrir- mynd, en hefur námið verið lagað að íslenskum aðstæðum og lagaumhverfi fyrir hið opinbera. Árlega hefur námsframboð verið aukið og bætt við nýjum viðfangsefnum, en áhersla er lögð á tengsl við það sem vel er gert erlendis með er- lendum gestafyrirlesurum, möguleikum á starfs- námi erlendis og fleira. Þannig séu nemendur búnir undir síbreytilegt og í vaxandi mæli alþjóð- legt umhverfi hins opinbera; forystustörf, störf millistjórnenda og sérfræðinga að sögn dr. Óm- ars Kristmundssonar, lektors í opinberri stjórn- sýslu. „Námið nýtist ennfremur þeim er starfa hjá þeim vaxandi fjölda aðila sem taka að sér verkefni fyrir opinbera aðila; félagasamtök, stofnanir og fyrirtæki,“ segir Ómar. „Markmiðið er þannig að þjálfa framtíðarstjórnendur hjá hinu opinbera, samhliða því að byggja upp þekkingu á íslenskri stjórnsýslu með rannsóknar- og þróun- arstarfi.“ Nemendur miðla sjálfir þekkingu Ómar segir einn helsta kost nemendahópsins þann að nemendur hafi mjög fjölbreyttan bak- grunn, stór hluti þeirra hafi mikla starfsreynslu hjá hinu opinbera, m.a. sé töluverður fjöldi for- stöðumanna hjá ríki og sveitarfélögum í náminu, en engu að síður sé þekkingin ólík og þannig verði námið ekki síður þekkingarmiðlun milli nemend- anna sjálfra, en fyrirlestrar kennara. Þá skipi hóp stundakennara við námið sérfræðingar hjá ríki og sveitarfélögum, sem tryggi að góð tengsl séu milli námsins og viðfangs þess, hins opinbera. Konur eru heldur fleiri en karlar í MPA-nám- inu, en þó er hlutfallið jafnara en í mörgum öðrum greinum í Háskólanum. Konur sækja í vaxandi mæli í stjórnunarstöður hjá hinu opinbera og nýta m.a. námið til þess og segir Ómar það af hinu góða, enda veiti ekki af að fjölga konum í stöðum yf- irmanna ríkisstofnana. Þorgerður Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Sjónarhóls – ráðgjafarmiðstöðvar fyrir foreldra barna með sérþarfir, lauk meistaragráðu í stjórn- sýslufræðum frá HÍ í febrúar. Fjallaði hún í rann- sókn sinni um hvata að mótun heildarstefnu um uppbyggingu og rekstur meðferðarstofnana. Byggðist rannsókn hennar á þingsályktun frá 2002 sem laut að því að móta þyrfti heildarstefnu um uppbyggingu á sviði áfengis- og vímuefna- meðferðar og þátttöku ríkisins í stofnkostnaði og rekstri meðferðarstofnana. Með viðtölum við flutningsmenn þingsályktunartillögunnar og þrjá lækna sem stjórna og hafa eftirlit með vímuefna- meðferð í landinu, greindi Þorgerður hvata þess að þingsályktunartillagan var lögð fram, helstu áhrifavalda við mótun heildarstefnu í málaflokkn- um, áhersluatriði við mótun stefnunnar og hvaða ávinnings er vænst af þeirri vinnu. Telur hún rannsóknarverkefni sitt geta nýst vel í vinnu við mótun heildarstefnu á þessu sviði. Þorgerður kveður nám í opinberri stjórnsýslu líka nýtast vel í starfi frjálsra félagasamtaka sem oftar en ekki þurfa að eiga ríkuleg samskipti við hið opinbera, jafnt ríki og sveitarfélög. „Ég tel að þetta nám gefi fólki sem starfar á vegum frjálsra félagasamtaka góða innsýn í störf hins opinbera. Það stuðlar að jafnræði milli fólks sem starfar ut- an og innan stjórnsýslunnar að þekking á leiðum stjórnkerfisins sé fyrir hendi á báðum vígstöðv- um,“ segir Þorgerður. Ómar tekur undir þetta og bætir við að félagasamtök vinni mjög oft og í vax- andi mæli að samfélagslegum verkefnum og sinni opinberri þjónustu á grundvelli samninga við hið opinbera. Innritun í námið fer nú fram, en henni lýkur 6. júní nk. HÍ kynnir lokaverkefni nemenda í opinberri stjórnsýslu Námið nýtist vel jafnt innan sem utan hins opinbera stjórnkerfis Morgunblaðið/Ásdís Ómar Kristmundsson lektor og Þorgerður Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Sjónarhóls. TENGLAR ............................................................... www.mpa.hi.is „ÞAÐ hefur gengið vel hingað til,“ segir Bjarki Birgisson, en 15. maí sl. lögðu hann og Gyða Rós Bragadóttir upp í hringferð um landið, sem farin er til þess að vekja athygli á mál- efnum Barna- og unglingageðdeild- ar Landspítalans, BUGL. Þegar blaðamaður náði tali af Bjarka mánudag voru hann og Gyða stödd á Bíldudal en þar ætluðu þau að hvíl- ast einn dag. Bjarki segir hjólreið- arnar taka á en misjafnt sé hversu langa vegalengd þau Gyða hjóli á einum degi. „Það fer eftir veðri og vindum. Undanfarið höfum við lent í erfiðum köflum. Það er búinn að vera mót- vindur og svona, þannig að þetta hefur verið dálítið eins og spinning- tími,“ segir Bjarki og hlær. Á sunnudag hjóluðu þau Gyða og Bjarki 136 kílómetra vegalengd sem var sú mesta á einum degi fram að því. Hann segir að á ferðum sínum hingað til hafi þau Gyða mætt mikl- um velvilja fólks. „Fólk er almennt ánægt með framtakið okkar og vill allt fyrir okkur gera,“ segir hann. Bjarki Birgisson og Gyða Rós á leið sinni yfir Dynjandisheiði. Mótvind- urinn eins og spinn- ing-tími
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.