Morgunblaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2006 61 TÓNLISTARMAÐURINN Nick Cave heldur tónleika í Reykjavík laugardaginn 16. september. Nick Cave er meðal virtustu tónlistar- manna samtímans og á að baki tíma- mótaverk bæði einn síns liðs og með hljómsveitunum Birthday Party og The Bad Seeds. Hann hélt tvenna eftirminnilega tónleika hér á landi fyrir fjórum árum og var viðstaddur frumsýningu á uppfærslu Vest- urports á Woyzeck hérlendis í fyrra, en hann samdi tónlistina við verkið. Tónleikar Nicks Cave í Reykjavík fara fram í Laugardalshöll og til- kynnt verður um miðasölu síðar. Það er Hr. Örlygur sem stendur fyrir tónleikum Cave á Íslandi. Fjölhæfur listamaður Nicholas Edward Cave fæddist árið 1957 í smábænum Warrackna- beal nærri Melbourne í Ástralíu. Hann stofnaði sína fyrstu hljómsveit 16 ára gamall sem stuttu síðar varð hluti af öflugri neðanjarðar- rokkmenningu Melbourneborgar sem Boys Next Door. Sveitin breytti um nafn eftir að Nick og fé- lagar fluttu til London árið 1980 og kallaðist sveitin þá Birthday Party. Birthday Party varð fljótt þekkt fyrir framsækna, pönkaða og drungalega tónlist en sveitin náði þó aldrei almennri hylli meðan hún var starfandi, en ófáir tónlistarmenn og hljómsveitir sem á eftir komu hafa nefnt hana sem einn helsta áhrifa- vald sinn. Við upplausn sveitarinnar árið 1984 stofnaði Nick Cave The Bad Seeds og byrjaði jafnframt að skrifa sína fyrstu skáldsögu; And the Ass Saw the Angel. Cave hefur skrifað fjölmörg ljóð, leikrit og kvik- myndahandrit sem meðal annars má finna í bók hans Kings Ink frá 1988. Hann hefur auk þess leikið í nokkr- um kvikmyndum, m.a. Wings of Desire og Ghosts … of the Civil Dead í leikstjórn Tims Wenders og Johnny Suede þar sem Brad Pitt var í aðalhlutverki. Glæsilegur ferill Nick Cave á að baki fjölmörg ódauðleg meistaraverk bæði einn síns liðs og með félögum sínum í The Bad Seeds. The Firstborn is Dead (1985), Your Funeral, My Trial (1986) og Tender Pray (1988) eru á meðal helstu verka Nicks Cave and the Bad Seeds frá níunda áratugnum. Sveitin náði nýjum hæð- um í vinsældum með Let Love In (1992) og Murder Ballads (1996) þar sem PJ Harvey og Kylie Minogue syngja með Cave á plötunni í lög- unum „Henry Lee“ og „Where the Wild Roses Grow“ sem er meðal allra vinsælustu laga Nicks Cave. Murder Ballads var fylgt eftir með einlægri, hrárri og fallegri The Boatman’s Call (1997) sem þrátt fyrir að ná ekki sömu vinsældum og fyrri tvær skífur Bad Seeds fékk einróma lof gagnrýnenda og þykir með sterkustu verkum Caves. Árið 2000 flutti meistari Johnny Cash lag Cave „The Mercy Seat“ á plötu sinni American III: Solidarity Man og saman tóku þeir síðar upp lögin „I’m so Lonesome I Could Cry“ og „Cindy“ sem komu út á breiðskífum Cash; American IV: The Man Com- es Around og Johnny Cash: Unhearted. Slær hvergi af Eftir útgáfu ljóðaplötunnar Secr- et Life the Love Song (1999) sneri Cave aftur með Bad Seeds á No More Shall We Apart (2001) sem var vel tekið af plötukaupendum og gagnrýnendum og í kjölfarið fylgdu Nocturama (2003) og hin tvöfalda Abbatoir Blues/The Lyre of Orp- heus (2004). Fjölmargar safnplötur, tónleikaplötur og DVD-diskar með tónlist og myndverkum Cave og Bad Seeds hafa verið gefin út í gegnum tíðina. The Best of Nick Cave and the Bad Seeds frá 1988 inniheldur vinsælustu lög hans og hljómsveitar hans og á B-Sides & Rarities sem kom út í fyrra má finna 56 lög sem erfitt hefur verið að ná í til þessa og/eða hafa komið út á smáskífum og verið í hinum ýmsu kvikmyndum. Fyrstur kemur … Eins og áður sagði hélt Nick Cave tvenna tónleika hér á landi árið 2002 á Broadway. Miðarnir á fyrri tón- leikana seldust upp á 50 mínútum og voru því skipulagðir sérstakir auka- tónleikar sem einnig seldist upp á. Hann samdi tónlistina við uppfærslu Vesturports á Woyzeck ásamt Bad Seeds-meðliminum Warren Ellis og var viðstaddur frumsýningu verks- ins í Reykjavík. Í mars sendu þeir félagar frá sér breiðskífuna The Proposition sem inniheldur tónlist úr samnefndri kvikmynd. Nick Cave kemur fram hérlendis í Laugardalshöll ásamt hljómsveit sem skipuð er Bad Seeds-meðlim- unum Martyn P. Case, Jim Scav- unos og áðurnefndum Warren Ellis. Tónlist | Nick Cave heldur tónleika í Höllinni í september Cave snýr aftur Ástralski tónlistarmaðurinn Nick Cave nýtur mikillar hylli hér á landi. Breska leikkonan Alex Kingst-on, sem er vel þekkt úr sjón-varpsþáttaröðinni Bráða- vaktinni, segir að hún hafi þótt of þrýstin fyrir hlutverk Lynette Scavo í Aðþrengdum eiginkonum. Felicity Huffman fékk hlutverkið, en Kingst- on sagði í viðtali við breska dag- blaðið Evening Standard að hún hefði ekki fengið hlutverkið vegna þess að hún væri of mikil um sig. „Ég fékk ekki hlutverkið og ég veit hvers vegna og það hefur ekkert með leikhæfileika að gera, ég er bara allt of stór,“ sagði Kingston, sem sakaði leikkonurnar í sjón- varpsþáttaröðinni um að valda kon- um áhyggjum af þyngd sinni. Fólk folk@mbl.is Omega 3-6-9 FRÁ H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir GÓÐ HEILSA GULLI BETRI Fjölómettaðar fitusýrur APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI SÝND Í STAFRÆNNI ÚTGÁFU, MYND OG HLJÓÐ FRÁ J.J. ABRAMS, HÖFUNDI LOST OG ALIAS eeee VJV, Topp5.is eee JÞP blaðið S.U.S. XFM eee H.J. mbl AF MÖRGUM TALIN VERA BESTA MISSION IMPOSSIBLE MYNDIN TIL ÞESSA. Leitið Sannleikans Byggð á vinsælustu skáldsögu veraldar Sýnd í Álfabakka og Keflavík VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG THE DA VINCI CODE kl. 3 - 6 - 9 - 10:45 B.I. 14 ára THE DA VINCI CODE LÚXUS VIP kl. 3 - 6 - 9 AMERICAN DREAMZ kl. 3:30 - 5:45 - 8 - 10:20 B.I. 14 ára SHAGGY DOG kl. 3:45 - 5:50 - 8 MI : 3 kl.3:30 - 6 - 8:30 - 10:30 B.I. 14 ára FAILURE TO LAUNCH kl. 8 SCARY MOVIE 4 kl. 4 - 6 B.I. 10 ára FIREWALL kl. 10:10 B.I. 16 ára AMERICAN DREAMZ kl. 5:45 - 8 - 10:20 MI : 3 kl. 5:30 - 8 - 10:40 B.I. 14 ára SHAGGY DOG kl. 6 SCARY MOVIE 4 kl. 8:10 - 10:20 B.I. 10 ára VERÐUR HANN HUNDHEPPINN EÐA HVAÐ!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.