Morgunblaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MIKIÐ snjóaði í norðan hvassviðri norðanlands í gær og var víða að finna tuttugu og fimm til þrjátíu sentimetra jafnfallinn snjó. Líklega þarf að fara rúmlega aldarfjórðung aftur í tímann eða allt aftur til ársins 1979 til þess að finna dæmi um jafn- langvarandi kuldakast og nú í maí- mánuði, en vorið og sumarið 1979 er mörgum í fersku minni fyrir kulda og snjókomu langt fram á sumar. Veðurstofan spáir því að það gangi á með éljum eftir hádegið í dag og að það hlýni nokkuð um helgina, en ekki er útlit fyrir veruleg hlýindi fyrr en í fyrsta lagi um miðja næstu viku. Kristín Hermannsdóttir, veð- urfræðingur á Veðurstofu Íslands, sagði að það væri velþekkt að það kæmi hret fyrir norðan dag og dag á vorin og snemma sumars, en líklega þyrfti að fara allt aftur til ársins 1979 til að finna dæmi um jafn- langvinna norðanátt og kulda og nú. Kristín sagði að fyrir rúmri viku eða 17. maí hefði snúist í norðanátt og daginn eftir, 18. maí, hefði kólnað. Síðan þá hefði verið kalt í veðri og því væri spáð áfram fram eftir vik- unni og að ekki færi að hlýna fyrr en á föstudag eða laugardag. Þá ætti að draga úr norðanáttinni, en áfram yrði tiltölulega kalt loft yfir landinu, þannig að ekki yrði um mikil hlýindi að ræða. Kristín sagði að ekki væri útlit fyrir að það snerist í suðlægar áttir fyrr en í fyrsta lagi á miðvikudag eða fimmtudag í næstu viku. Hún sagði að mikið hefði snjóað fyrir norðan í gær. Úrkoma hefði verið talsverð víða um Norðurland. Þannig hefði verið talað um 25 senti- metra jafnfallinn snjó á Ólafsfirði og svipað eða 27 sentimetra í Aðaldal í gærmorgun klukkan 9 og bætt hefði í snjóinn í gærdag, því 21 millimetra úrkoma hefði verið á Staðarhóli í gærdag og 17 millimetrar á Skjald- þingsstöðum.. Þá hefði snjóað í Skagafirðinum og verið éljagangur á Skaga og á Vestfjörðum. Áfram yrði hvasst um vestanvert landið í dag, með snjókomu til að byrja með um Norðurland sem síðan myndi breyt- ast í él er liði á daginn. Ekki kaldara miðað við árstíma í hundrað ár Meðalhiti það sem af er maí- mánuði er 6,4 gráður og er það 0,7 gráðum yfir meðallagi, þrátt fyrir kuldakastið sem nú ríður yfir landið. „Miðað við skrá, sem ég hef yfir veð- urmælingar undanfarin 60 ár, hafa bæði verið slegin hita- og kuldamet í mánuðinum og þetta er svona frekar óvenjulegt,“ sagði Trausti Jónsson, veðurfræðingur. „Þetta eru einnig einhverjir þeir köldustu dagar eftir 20. maí sem við vitum um,“ sagði Trausti, og var hann þá að miða við stærsta hluta landsins, en helst ætti þetta við um sunnanvert landið. Frostið fór niður í 2,6 stig í Reykjavík í fyrrinótt og segir Trausti að það þurfi að fara hátt í hundrað ár aftur í tímann til að finna álíka kulda eftir 20. maí. Langvarandi kuldakast og snjókoma á Norðurlandi Bæði hita- og kuldamet hafa fallið í maímánuði Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hross híma í norðaustan hvassvirði og snjókomu fyrir utan Akureyri í gær. LÖGREGLAN á Blönduósi leit varla upp úr aðkallandi verkefnum og út- köllum vegna umferðaróhappa í sýsl- unni í gær. Hríðarveður og hálka á vegum gerði sitt til að halda lögregl- unni við efnið allt frá morgni til kvölds. Frá því snemma í gærmorgun og fram yfir hádegið fóru sjö bílar út af á Þjóðvegi 1 og var „allt á hvolfi“ um tíma vegna erils hjá lögreglunni, að hennar sögn, við að aðstoða öku- mennina. Undir kvöldið, þegar verið var að ryðja veginn um Langadal, fór ekki betur en svo að ruðningstækið sjálft lenti útaf og rann niður brekku þegar snjótönnin stakkst niður í jörð. Tækið skemmdist töluvert og varð að loka þjóðveginum á meðan verið var að sinna vettvanginum. Hríð og ófærð á vegum Í gærkvöldi varð síðan útafakstur með slysum á fólki þegar bíll fór út af veginum í Vatnsdal í krapa. Í leiðinni ók hann á umferðarskilti og lenti á malarbing með þeim afleiðingum að ökumaðurinn skarst í andliti og hlaut meiðsli á handlegg. Var hann fluttur til Reykjavíkur með sjúkrabíl. Far- þegar sem með honum voru lemstr- uðust einnig að sögn lögreglu. Ekki þarf að koma neinum á óvart lengur eftir þrálát óveður og hríð norðanlands, að færð á vegum er af- leit víða. Hálka og skafrenningur voru á Holtavörðuheiði en hálkublett- ir á Bröttubrekku og Fróðárheiði. Vonskuveður var á Klettshálsi í gær og lentu ökumenn í nokkrum vand- ræðum þar. Var vegurinn ruddur í gærmorgun en svo ákaflega snjóaði að vegurinn var orðinn ófær í gær- kvöldi. Á Steingrímsfjarðarheiði var hálka og skafrenningur, hálkublettir á Ströndunum og ófært norðan Bjarnarfjarðar. Í Húnavatnssýslum var víðast snjóþekja eða krapi en þæfingsfærð fyrir Vatnsnes. Einnig var þæfingsfærð á Þverárfjalli, snjó- þekja á Siglufjarðarvegi en þungfært í Fljótunum og Lágheiðin ófær. Þá snjóaði mikið á leiðinni milli Akureyr- ar og Dalvíkur og ekki hafðist undan með mokstur. Vetrarfærð var austur úr Þingeyjarsýslum yfir öræfin en yf- irleitt ekki fyrirstaða fyrir vetrar- búna bíla. Þó var stórhríð á Hóla- sandi og vegurinn þar ófær. Á Austurlandi var færð að komast í eðlilegt horf í gærkvöldi. Hellisheiði eystri var þó ófær en verið var að moka Mjóafjarðarheiði. Þá voru hálkublettir á Öxi. „Allt á hvolfi“ Óveður og ófærð í Húnavatnssýslum skapaði erfitt ástand á vegum með mörgum umferðaróhöppum í gær Vonskuveður var í Langadal í gær og lenti mokstursbifreið út af veginum. SEX manna hópur nemenda úr Menntaskólanum við Hamrahlíð situr nú veðurtepptur í Hrísey og sér ekki fram á að komast til Reykjavíkur fyrr en veður og færð leyfa, jafnvel ekki fyrr en á fimmtudag. Komu þau til Hríseyj- ar á laugardag og ætluðu heim á mánudag en óveðrið á Norðurland- inu ætlaði þeim öllu lengri dvöl. MH-ingarnir eru í nýkjörinni stjórn nemendafélags skólans og voru í hópeflisferð sem nú dróst svona á langinn. En það væsir ekki um mannskapinn því bústaðurinn er hús Ingólfs Margeirssonar rit- höfundar og fjölskyldu og er far- arstjórinn sjálfur forseti nemenda- félagsins og gestgjafi, Jónas Margeir Ingólfsson Margeirsson- ar. Að sögn eins strandaglópsins, Úlfs Hanssonar, datt hópnum ekki í hug að þessi forlög biðu þeirra þegar haldið var af stað í helg- arferðina. „Við bjuggumst ekki við að sitja föst hér í marga daga, fram yfir nokkur atvinnunámskeið, einkunnaafhendingar og samn- ingaviðræður,“ sagði hann í sam- tali frá Hrísey í gærkvöldi. En hópurinn hefur samt nóg að bíta og brenna á meðan úti geisar hríð- in. Og það var ekki nóg með að þeim væri bönnuð förin suður um heiðar því í þokkabót slitnaði sæ- strengur með þeim afleiðingum að rafmagnið fór af Hrísey. „Við þurf- um því að reiða okkur á rafmagn frá dísilvél sem heldur uppi raf- magninu í eyjunni núna. Við erum hvorki með útvarp né sjónvarp en höfum síma. Við höfum aldrei lent í öðru eins.“ Sex nemendur úr MH hafa verið veður- tepptir í Hrísey svo dögum skiptir „Höfum aldrei lent í öðru eins“ STANSLAUS bræla í þrálátum norðanáttum hefur orðið til þess að trillusjómenn á Húsavík hafa ekki getað sótt sjóinn í allt að 10 daga og er ekki útlit fyrir að hægt verði að komast á sjó fyrr en á föstudag í fyrsta lagi. Júlíus Bessason smá- bátaeigandi á Húsavík segir allt að 20 báta hafa verið í höfn svo dögum skipti og aldrei verði hægt að vinna upp þann tekjumissi sem af þessu hlýst. Ekki er þó hægt að segja til um það af hversu miklum tekjum smábátaeigendur hafa orðið vegna brælunnar. „Það setur óhjákvæmilega strik í reikninginn þegar enginn kemst á sjó í viku, tíu daga,“ segir Júlíus. „Það er drullubræla og allt á kafi í snjó. Það er einn bátur á grá- sleppuveiðum og hann er stopp. Hann náði einhverju af netunum upp en eitthvað á hann í sjó sem er í sjálfu sér ekki sérstaklega gott mál.“ Grásleppuvertíðinni er að ljúka um þessar mundir og eru sumir að skipta yfir í ýsu á net. „En það er ekki byrjað. Flestir eru á þorski en þrír bátar eru byrjaðir á kola með snurvoð. Annars eru flestir á línu og flestir ættu að vera byrjaðir á handfæraveiðum. En það hefur bara ekkert orðið vart ennþá. Norðvestanátt er versta áttin hér en það hefur verið norðan- og norð- austan undanfarið. Það hefur kannski ekki orðið mjög vart við kvikuna nákvæmlega hér við Húsa- vík en hún er hérna utan við.“ Þrálát bræla og enginn kemst á sjó Trillusjómenn á Húsavík lengi í landi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.