Morgunblaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Miðbær | Nú er veturinn að baki og vetrarstarf Íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkur því að renna sitt skeið. Með hækkandi sól fylgja sumarleikir og sprell og í dag verður miðbærinn stútfullur af kassabílum af öllum stærðum og gerðum. Ástæðan er hið árlega kassabílarallí frístundaheimilanna í vesturbæ og miðbæ – Frosta- skjóls. Að sögn starfsfólks Frostaskjóls verður mikið lagt í viðburðinn þetta árið til þess að gera hann sem veglegastan. Börnin fylkja liði í skrúðgöngu frá Hallgrímskirkju niður Skólavörðustíg, Banka- stræti, Austurstræti og að Ingólfs- torgi. Hvert frístundaheimili hefur valið sér einkennislit og verða börnin því vel merkt sínu heimili. Mikið hefur verið lagt í smíði kassabílanna og börnin eru gríð- arlega spennt fyrir deginum. ÍTR vill hvetja sem flesta til þess að mæta og ganga frá Hall- grímskirkju í dag ásamt fríðu föruneyti barna og kassabíla. Skrúðgangan byrjar kl. 13.30 og sjálft kassabílarallíið er frá kl. 14 til 15.30 á Ingólfstorgi. Morgunblaðið/RAX Kassa- bílarallí í Frostaskjóli HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AKUREYRI Mosfellsbær | Varmárskóli tók á dögunum við fyrstu jafnréttisviður- kenningu Mosfellsbæjar, en hún var veitt við hátíðlega athöfn á dögunum. Viðurkenningin var veitt í samræmi við jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar 2005–2009 sem samþykkt var í bæj- arstjórn 1. febrúar sl. Jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar kveður á um að fjölskyldunefnd veiti árlega viðurkenningu til þess ein- staklings, stofnunar, fyrirtækis eða deildar innan bæjarkerfisins, sem staðið hefur sig best á árinu áður við að vinna að framgangi jafnrétt- isáætlunar bæjarins. Fjölskyldunefnd var einróma um að veita Varmárskóla viðurkenn- inguna fyrir árið 2005. Lagði nefndin jafnréttisáætlun skólans og fram- gang hennar til grundvallar vali sínu. Jafnréttisáætlun Varmárskóla er al- hliða áætlun um jafnrétti og mann- réttindi einstaklinga, sem hefur það að markmiði að stuðla að því að allir eigi jafnan rétt og beri jafnar skyld- ur og að einstaklingum sé ekki mis- munað. Skólinn hefur auk þess unnið að sérstöku átaki gegn einelti, en vinna allra starfsmanna að því verk- efni hefur stuðlað að jafnræði allra einstaklinga, bæði nemenda og hinna fullorðnu, í daglegu starfi skólans. Aðstaða nemenda til náms og ann- arrar starfsemi innan skólans skal vera jöfn óháð kynferði, kynhneigð, útliti, trúarskoðun eða uppruna og hefur því verið fylgt vel eftir í Varm- árskóla og hefur verið unnið sérstak- lega vel að móttöku og aðlögun barna sem eru af erlendu bergi brotin og þykir til mikillar fyrirmyndar hvern- ig staðið hefur verið að starfinu með börnunum og stuðningi við fjölskyld- ur þeirra. Í jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar er kveðið á um að fyrirtæki og stofn- anir í Mosfellsbæ sem hafa 25 eða fleiri starfsmenn setji sér jafnrétt- isstefnu og telur bæjarstjórn víst að vinna Varmárskóla verði öðrum hvatning. Varmárskóli fær jafnréttis- viðurkenningu Mosfellsbæjar Álftanes | Sigríður Anna Þórð- ardóttir umhverfisráðerra stað- festi 19. maí sl. aðalskipulag Álftaness 2005 til 2024. Vinna við endurskoðun aðalskipulags- ins hófst í upphafi kjörtímabils- ins. Skipulagsnefnd Álftaness hafði til ráðgjafar ýmsa sér- fræðinga við skýrslugerð m.a. um náttúrufar og skráningu á fornleifum. Mikil kynning var meðal íbúa á vinnslustigi og voru haldin tvö íbúaþing þar sem margar ábendingar komu fram sem unnið var úr. Í aðalskipulaginu er sérkennum byggðar á Álfta- nesi haldið við, en þau einkenn- ast af byggðakjörnum, stórum óbyggðum svæðum og verndar- ákvæðum. Aðalskipu- lag áranna 2005–2024 staðfest Seltjarnarnes | Sundlaug Seltjarn- arness verður opnuð eftir gagngerar endurbætur föstudaginn 26. maí nk. kl. 6.50. Á uppstigningardag, 25. maí nk., verður hægt að skoða laugina og þiggja veitingar milli klukkan 14 og 16. Í tilefni af opnun laugarinnar verður veittur ókeypis aðgangur að henni frá 26. maí til og með 2. júní. Ókeypis í endurnýjaða Neslaug TORFI Gunnlaugsson flugstjóri lenti Fokker vél Flugfélags Íslands á Akureyrarflugvelli síðdegis í gær, einu sinni sem oftar. Veðrið var afar leiðinlegt, svo ekki sé meira sagt; norðanstormur og stór- hríð, en það verður kannski til þess að þessi sögulegi dagur, síðla í maí, verði honum enn eftirminnilegri en ella – þetta var nefnilega síðasta flug Torfa sem atvinnuflugmaður, eftir 41 ár í því starfi. Torfi er fæddur á Akureyri árið 1941. Hann fór fyrstu ferðina sem atvinnuflugmaður 17. júní 1965, á Piper Apache vél Norðurflugs, til Grímseyjar. Í tilefni dagsins kom sama flugvél á móts við Fokkerinn á stæðinu á Akureyrarflugvelli í gær og undir stýri í Apache vélinni í gær var annar Akureyringur, Arngrímur Jóhannsson flugstjóri, gamall vinur Torfa. Eiginkona Torfa, Guðfinna Gunnarsdóttir, börn þeirra og barnabörn, voru öll á meðal far- þega í síðustu ferð hans heim til Ak- ureyrar í gær og það var vel við hæfi. „Guðfinna hefur alltaf staðið þétt við bakið á mér, ekki síst í FN- ævintýrinu, sem var satt að segja oft dálítið ævintýri,“ sagði Torfi í samtali við Morgunblaðið eftir síð- ustu ferðina í gær. „Mér er efst í huga mikill sökn- uður eftir því frábæra fólki sem ég hef unnið með hjá Flugfélagi Ís- lands síðustu fjögur ár eftir að ég fór að fljúga Fokker,“ sagði Torfi aðspurður. Torfi hefur verið meira og minna á flugi síðan 1965. Hann réðst reyndar til Flugmálastjórnar 1973, sem flugumferðarstjóri á Akureyri og var lengi í því starfi, en flaug alltaf samhliða. Hann keypti, ásamt fimm öðrum, Norðurflug af Tryggva Helgasyni, haustið 1974. Það voru þrír flug- menn og þrír flugvirkjar sem keyptu fyrirtækið saman og ári seinna varð Flugfélag Norðurlands til, en Flugfélag Íslands varð þá strax 35% hluthafi í því félagi. Flugfélag Norðurlands var starf- rækt sem sjálfstætt félag til 1997 þegar það sameinaðist Flugleiðum innanlands í Flugfélagi Íslands. Torfi flaug hjá Flugfélagi Norð- urlands og fór svo að fljúga Fokker fyrir Flugfélag Íslands 2002. Hann hefur alla tíð átt lögheimili á Ak- ureyri þótt hann hafi haft aðsetur í Reykjavík síðustu fjögur ár vegna vinnunnar. Torfi flaug frá Reykjavík til Ísa- fjarðar í gærmorgun og síðan heim til Akureyrar síðdegis. Hann sam- sinnir því að líklega hafi hann aldr- ei lenti í höfuðstað Norðurlands í jafnleiðinlegu veðri á þessum árs- tíma. „Ég býst við því að þetta verði eftirminnilegur dagur, ekki síst vegna veðursins!“ Hann segir flugveður hafa verið hálfleiðinlegt síðustu daga „en flug- skilyrði voru reyndar miklu verri [í gær] í kringum Reykjavík en bæði fyrir vestan og hér á Akureyri; það var svo sterk norðanátt og sterkar bylgjur“. En allt gekk vel. Og honum fannst gaman að lenda á Akureyri í síðustu ferðinni sem atvinnuflugmaður. „Mér finnst gaman að hafa endað ferilinn á þeim stað sem ég byrjaði; ekki síst þar sem ég er að enda með mörgu fólki sem ég hef unnið með mjög lengi,.“ sagði Torfi, en fjöldi gam- ureyri í neinum mæli; ég hef líklega verið þrjú ár í burtu samtals þegar ég lærði flugið, siglingafræðina og flugumferðarstjórnina á sínum tíma. Ég hef alltaf verið Akureyr- ingur og verð það áfram.“ alla starfsfélaga tók á móti honum í stórhríðinni í gær. „Ég var reyndar kvaddur fyrir sunnan í dag af fólki sem ég hef unnið náið með síðustu fjögur ár, og ég hafði gaman af því. En ég hef aldrei viljað skilja við Ak- Torfi lenti á upphafsreit eftir 41 ár á flugi Velkominn heim! Margir gamlir vinir buðu Torfa velkominn heim eftir síðustu ferðina – en segja má að veðurguðirnir hafi strítt flugstjóranum… Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gamlir félagar Jón Karlsson (til hægri) og Skarphéðinn Magnússon voru báðir á meðal eigenda Flugfélags Norðurlands ásamt Torfa á sínum tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.