Morgunblaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2006 29 DAGLEGT LÍF Í MAÍ LÚXUSSMOKKUR er væntanlegur á markað frá sænska framleiðand- anum RFSU. Smokkurinn heitir ekkert minna en Royal og kemur þessi lúxusvara á norrænan markað innan skamms, að því er m.a. kemur fram á viðskiptavef Svenska Dag- bladet. Royal verður í gulllituðum um- búðum og er sagður hafa fengið toppeinkunn í alþjóðlegum tímarit- um á borð við Cosmopolitan og Max- im. SvD spyr hvort ekki sé hætta á að viðskiptavinir verði fyrir von- brigðum þegar búið er að lofa miklu. Carl Osvald, markaðsstjóri RFSU, vill ekki meina það. „Fólk fær tæki- færi til að prófa smokk sem gerir gott betra.“ Að hans mati er mikill munur á mismunandi smokkum, munur sem hægt er að líkja við mun- inn á mismunandi morgunkorni. Royal er þróaður í Indlandi og er frábrugðinn öðrum smokkum þann- ig að endinn á honum er snúinn. Það er talið leiða til þess að hann passi betur. Markhópurinn er ekki þeir sem eru að nota smokk í fyrsta sinn heldur reynslumeiri einstaklingar. Verðið á lúxussmokknum í Svíþjóð verður sem samsvarar um 550 krón- um fyrir sex stykki. Sænskur lúxussmokkur  KYNLÍF SÆNSKAR gallabuxur virð- ast nú fara sigurför um heim- inn. Merkin Cheap Monday, Nudie og Acne eru orðin þekkt og í nýlegri grein í New York Times eru öll þessi merki nefnd á nafn í umfjöllun um níðþröngar gallabuxur sem allir þurfa að eiga. Þetta snið er kannski ekki allra en haft er eftir hönnuð- inum Mark Badgley að þegar maður hafi einu sinni prófað það vilji maður aldrei fara í „boot-cut“ sniðið aftur, þ.e. gallabuxurnar sem víkka út að neðan. Að sögn greinarhöfundarins Eric Wilson er erfitt að kom- ast í níðþröngu gallabuxurnar en þegar maður er kominn í þær fær maður skemmtilegar ábendingar eins og að maður minni á Nick Cave eða Iggy Pop. Þrengslin séu þó reyndar næstum óbærileg í sumum buxunum. Þröngu gallabuxurnar eru bæði fyrir karla og konur og þekktir hönnuðir eins og Karl Lagerfeld og Alexander McQueen hafa tekið þær upp á sína arma. Þeirra buxur eru ekki þær ódýrustu en það eru hins vegar buxurnar frá Cheap Monday, sem eins og nafnið bendir til eru ódýrar. Fjögur þúsund krónur fyrir galla- buxur þykir ekki mikið og buxurnar hafa vakið mikla lukku innan og utan Svíþjóðar og hefur þetta lága verð átt stóran þátt í því. Einkennismerki Cheap Monday er hauskúpa sem er á tölunum og á merkinu á hefð- bundnum stað í buxnastrengnum. Yfirleitt eru buxurnar lausar við önnur smáatriði, þ.e. aukasauma eða tölur. Sniðin eru nokkur mismun- andi, bæði þröngar og víðar buxur og í mörgum litum. Cheap Monday hóf göngu sína vorið 2004 þegar stofnandinn Örjan Andersson ákvað að prófa að fram- leiða flottar gallabuxur en ódýrar. Aðeins eitt verð er á Cheap Monday buxunum; 400 sænskar krónur, þ.e. innan við 4.000 íslenskar. Fyrsta upplagið seldist á nokkrum vikum í Stokkhólmi og ekki varð aftur snúið. Nú framleiðir Cheap Monday einnig boli, jakka og fylgihluti handa báð- um kynjum og selur í verslunum sín- um í Stokkhólmi og Gautaborg og utan Svíþjóðar. Ódýr mánudagur  TÍSKA TENGLAR ..................................................... www.cheapmonday.com NÚ á dögum fer meiri tími í að þvo þvott en á nítjándu öld. Þvottavél- arnar sem áttu að verða til tíma- sparnaðar eru nú í gangi margar klukkustundir á dag á mörgum heimilum og eftir sem áður eru það oftast konurnar sem sjá um að halda fjölskyldunni hreinni. Á vefnum forskning.no kemur fram að nú hefur verið opnuð sýn- ing tileinkuð óhreina tauinu í Kvennasafninu í Kongsvinger í Noregi. Ingun G. Klepp, vísinda- maður við norsku neytendarann- sóknastofnunina, stendur fyrir sýn- ingunni og hún hefur rannsakað hvort fleiri ástæður en snyrti- mennska liggi að baki tauþvotti. Þvottabrettið var byltingarkennt hjálpartæki við fataþvott á nítjándu öld. Í kringum 1860 voru fötin þvegin með hjálp þess nokkrum sinnum á ári. Á 21. öldinni er að meðaltali korter á dag notað í fata- þvott. Yfirleitt er það konan á heimilinu sem sér um hann og að sögn Ingun Klepp er ein af ástæð- unum fyrir miklum og tíðum þvott- um sú að orðspor konunnar getur orðið slæmt ef karlinn og börnin eru í óhreinum fötum! Þvotturinn tímafrekari en á fyrri öldum  HEIMILISSTÖRF Morgunblaðið/Golli MasterCard Mundu ferðaávísunina! Rimini E N N E M M / S IA / N M 21 78 3 Króatía Costa del Sol Fuerteventura Benidorm Mallorca Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • Hafnarfjörður sími: 510 9500 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. Stökktu tilboð. 24. eða 31. maí í viku. 24. maí - 15 sæti 31. maí - örfá sæti 7. júní - 19 sæti 29.995 kr. Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. Stökktu tilboð. 31. maí í 2 vikur. 24. maí - uppselt 31. maí - uppselt 7. júní - 12 sæti 49.990 kr.– í 2 vikur Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. Stökktu tilboð. 1. júní í viku. 25. maí - uppselt 1. júní - 15 sæti 8. júní - 7 sæti 39.990 kr. Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára á Barcelo Jandia Golf. 21. júní í 6 nætur. Uppselt í maí og júní Aukaflug 7. júní - 17 sæti Aukaflug 21. júní - nokkur sæti 41.195 kr. Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. Stökktu tilboð. 25. maí og 1. júní í viku. 25. maí - örfá sæti 1. júní - nokkur sæti 8. júní - 17 sæti 29.990 kr. Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. Stökktu tilboð. 25. maí eða 1. júní í viku. 25. maí - örfá sæti 1. júní - nokkur sæti 8. júní - 11 sæti 29.990 kr. Síðustu sætin í maí og júní ótrúlegt verð – gríptu tækifærið Allt að seljast upp! Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.