Morgunblaðið - 24.05.2006, Síða 29

Morgunblaðið - 24.05.2006, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2006 29 DAGLEGT LÍF Í MAÍ LÚXUSSMOKKUR er væntanlegur á markað frá sænska framleiðand- anum RFSU. Smokkurinn heitir ekkert minna en Royal og kemur þessi lúxusvara á norrænan markað innan skamms, að því er m.a. kemur fram á viðskiptavef Svenska Dag- bladet. Royal verður í gulllituðum um- búðum og er sagður hafa fengið toppeinkunn í alþjóðlegum tímarit- um á borð við Cosmopolitan og Max- im. SvD spyr hvort ekki sé hætta á að viðskiptavinir verði fyrir von- brigðum þegar búið er að lofa miklu. Carl Osvald, markaðsstjóri RFSU, vill ekki meina það. „Fólk fær tæki- færi til að prófa smokk sem gerir gott betra.“ Að hans mati er mikill munur á mismunandi smokkum, munur sem hægt er að líkja við mun- inn á mismunandi morgunkorni. Royal er þróaður í Indlandi og er frábrugðinn öðrum smokkum þann- ig að endinn á honum er snúinn. Það er talið leiða til þess að hann passi betur. Markhópurinn er ekki þeir sem eru að nota smokk í fyrsta sinn heldur reynslumeiri einstaklingar. Verðið á lúxussmokknum í Svíþjóð verður sem samsvarar um 550 krón- um fyrir sex stykki. Sænskur lúxussmokkur  KYNLÍF SÆNSKAR gallabuxur virð- ast nú fara sigurför um heim- inn. Merkin Cheap Monday, Nudie og Acne eru orðin þekkt og í nýlegri grein í New York Times eru öll þessi merki nefnd á nafn í umfjöllun um níðþröngar gallabuxur sem allir þurfa að eiga. Þetta snið er kannski ekki allra en haft er eftir hönnuð- inum Mark Badgley að þegar maður hafi einu sinni prófað það vilji maður aldrei fara í „boot-cut“ sniðið aftur, þ.e. gallabuxurnar sem víkka út að neðan. Að sögn greinarhöfundarins Eric Wilson er erfitt að kom- ast í níðþröngu gallabuxurnar en þegar maður er kominn í þær fær maður skemmtilegar ábendingar eins og að maður minni á Nick Cave eða Iggy Pop. Þrengslin séu þó reyndar næstum óbærileg í sumum buxunum. Þröngu gallabuxurnar eru bæði fyrir karla og konur og þekktir hönnuðir eins og Karl Lagerfeld og Alexander McQueen hafa tekið þær upp á sína arma. Þeirra buxur eru ekki þær ódýrustu en það eru hins vegar buxurnar frá Cheap Monday, sem eins og nafnið bendir til eru ódýrar. Fjögur þúsund krónur fyrir galla- buxur þykir ekki mikið og buxurnar hafa vakið mikla lukku innan og utan Svíþjóðar og hefur þetta lága verð átt stóran þátt í því. Einkennismerki Cheap Monday er hauskúpa sem er á tölunum og á merkinu á hefð- bundnum stað í buxnastrengnum. Yfirleitt eru buxurnar lausar við önnur smáatriði, þ.e. aukasauma eða tölur. Sniðin eru nokkur mismun- andi, bæði þröngar og víðar buxur og í mörgum litum. Cheap Monday hóf göngu sína vorið 2004 þegar stofnandinn Örjan Andersson ákvað að prófa að fram- leiða flottar gallabuxur en ódýrar. Aðeins eitt verð er á Cheap Monday buxunum; 400 sænskar krónur, þ.e. innan við 4.000 íslenskar. Fyrsta upplagið seldist á nokkrum vikum í Stokkhólmi og ekki varð aftur snúið. Nú framleiðir Cheap Monday einnig boli, jakka og fylgihluti handa báð- um kynjum og selur í verslunum sín- um í Stokkhólmi og Gautaborg og utan Svíþjóðar. Ódýr mánudagur  TÍSKA TENGLAR ..................................................... www.cheapmonday.com NÚ á dögum fer meiri tími í að þvo þvott en á nítjándu öld. Þvottavél- arnar sem áttu að verða til tíma- sparnaðar eru nú í gangi margar klukkustundir á dag á mörgum heimilum og eftir sem áður eru það oftast konurnar sem sjá um að halda fjölskyldunni hreinni. Á vefnum forskning.no kemur fram að nú hefur verið opnuð sýn- ing tileinkuð óhreina tauinu í Kvennasafninu í Kongsvinger í Noregi. Ingun G. Klepp, vísinda- maður við norsku neytendarann- sóknastofnunina, stendur fyrir sýn- ingunni og hún hefur rannsakað hvort fleiri ástæður en snyrti- mennska liggi að baki tauþvotti. Þvottabrettið var byltingarkennt hjálpartæki við fataþvott á nítjándu öld. Í kringum 1860 voru fötin þvegin með hjálp þess nokkrum sinnum á ári. Á 21. öldinni er að meðaltali korter á dag notað í fata- þvott. Yfirleitt er það konan á heimilinu sem sér um hann og að sögn Ingun Klepp er ein af ástæð- unum fyrir miklum og tíðum þvott- um sú að orðspor konunnar getur orðið slæmt ef karlinn og börnin eru í óhreinum fötum! Þvotturinn tímafrekari en á fyrri öldum  HEIMILISSTÖRF Morgunblaðið/Golli MasterCard Mundu ferðaávísunina! Rimini E N N E M M / S IA / N M 21 78 3 Króatía Costa del Sol Fuerteventura Benidorm Mallorca Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • Hafnarfjörður sími: 510 9500 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. Stökktu tilboð. 24. eða 31. maí í viku. 24. maí - 15 sæti 31. maí - örfá sæti 7. júní - 19 sæti 29.995 kr. Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. Stökktu tilboð. 31. maí í 2 vikur. 24. maí - uppselt 31. maí - uppselt 7. júní - 12 sæti 49.990 kr.– í 2 vikur Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. Stökktu tilboð. 1. júní í viku. 25. maí - uppselt 1. júní - 15 sæti 8. júní - 7 sæti 39.990 kr. Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára á Barcelo Jandia Golf. 21. júní í 6 nætur. Uppselt í maí og júní Aukaflug 7. júní - 17 sæti Aukaflug 21. júní - nokkur sæti 41.195 kr. Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. Stökktu tilboð. 25. maí og 1. júní í viku. 25. maí - örfá sæti 1. júní - nokkur sæti 8. júní - 17 sæti 29.990 kr. Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. Stökktu tilboð. 25. maí eða 1. júní í viku. 25. maí - örfá sæti 1. júní - nokkur sæti 8. júní - 11 sæti 29.990 kr. Síðustu sætin í maí og júní ótrúlegt verð – gríptu tækifærið Allt að seljast upp! Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.