Morgunblaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2006 43
MINNINGAR
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
PÉTUR GUÐLAUGSSON,
Austurbrún 37,
Reykjavík,
lést á líknardeild LSH í Kópavogi föstudaginn
19. maí sl.
Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju mánu-
daginn 29. maí kl. 13.00.
Halldóra E. Jónmundsdóttir,
Valur Karl Pétursson, Sigríður H. Jensdóttir,
Soffía Margrét Pétursdóttir, Vilhelm Jónsson,
Guðrún Karólína Pétursdóttir, Jóhann Pétur Pálsson
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og
afi,
JÓHANN SÓLBERG ÞORSTEINSSON,
lést föstudaginn 12. maí sl.
Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar
13G á Landspítalanum við Hringbraut.
Áslaug Ester Sigfúsdóttir,
Ragnheiður S. Jóhannsdóttir,
Bergþóra K. Jóhannsdóttir, Gunnar Rafn Skarphéðinsson,
María Jóhannsdóttir, Páll Steinþórsson,
Eggert Sólberg Jónsson,
Magnús Elvar Jónsson,
Jóhann Andri Gunnarsson,
Davíð Þór Gunnarsson,
Hafþór Gunnarsson,
Ester Anna Pálsdóttir,
Steinþór Pálsson,
Atli Pálsson.
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, afi, langafi
og bróðir,
HILMAR SIGURBJÖRNSSON,
Herjólfsgötu 7,
Vestmannaeyjum,
andaðist á dvalarheimilinu Hraunbúðum Vest-
mannaeyjum sunnudaginn 21. maí.
Útför Hilmars verður frá Landakirkju laugardaginn
27. maí kl. 14.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent
á Hjartavernd og kvenfélagið Líkn.
Jónína Margrét Ingibergsdóttir,
Sigurbjörn Hilmarsson, Sóley Hafsteinsdóttir,
Kristján Ó. Hilmarsson, Heiðrún Guðbrandsdóttir,
Katrín G. Hilmarsdóttir, Baldur Pálsson,
Árni G. Hilmarsson Sesselja Jónsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og aðrir aðstandendur.
Systir mín,
HREFNA SIGURÐARDÓTTIR,
Bergstaðastræti 11a,
áður til heimilis
á Suðurgötu 13,
Reykjavík,
lést miðvikudaginn 10. maí.
Bálför hefur farið fram að ósk hinnar látnu.
Unnur Sigurðardóttir.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN JÓHANNSSON
frá Valhöll á Bíldudal,
til heimilis á Kleppsvegi 62,
Reykjavík,
andaðist þriðjudaginn 23. maí.
Jarðarförin auglýst síðar.
Arndís Ágústsdóttir,
Gústaf Jónsson, Erla Árnadóttir,
Jakobína Jónsdóttir, Sigurþór L. Sigurðsson,
Kolbrún Dröfn Jónsdóttir, Kristófer Kristjánsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
þín, þú varst svo góður við öll litlu
frændsystkini þín og bara alla í
kringum þig og sem umgengust þig.
Það verður erfitt að finna annan eins
gullmola og þig elsku strákurinn
minn. Við söknum þín svo mikið.
Það er svo margt sem ég get skrif-
að niður um þig en það er svo erfitt,
tárin streyma bara niður, ég ætla að
geyma þær minningar í hjarta mínu
og halda fyrir mig. Ég skal segja þér
frá þeim áður en ég fer að sofa á
kvöldin Pétur Snær minn.
Ég ætla að enda þessi orð á fal-
legum texta.
Óðum steðjar að sá dagur,
afmælið þitt kemur senn.
Lítill drengur, ljós og fagur
lífsins skilning öðlast senn.
Vildi ég að alltaf yrðir
við áhyggjurnar laus sem nú
en allt fer hér á eina veginn:
Í átt til foldar mjakast þú.
Ég vildi geta verið hjá þér
veslings barnið mitt.
Umlukt þig með örmum mínum.
Unir hver með sitt.
Oft ég hugsa auðmjúkt til þín
einkum, þegar húmar að.
Eins þótt fari óravegu
átt þú mér í hjarta stað.
Man ég munað slíkan,
er morgun rann með daglegt stress,
að ljúfur drengur lagði á sig
lítið ferðalag til þess
að koma í holu hlýja,
höfgum pabba sínum hjá.
Kúra sig í kotið hálsa,
kærleiksorðið þurfti fá.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson.)
Elsku yndislega systir mín, Pétur
minn, Ari, Hrannar, Guðrún, Helgi,
Helena Sirrý, Arna Siv, makar og
börn, mamma og pabbi, systur mínar
og bræður og fjölskyldur þeirra. Við
munum standa þétt saman og veita
hvert öðru stuðning í þessari óend-
anlega miklu sorg og haldast í hend-
ur, öll sem eitt.
Ég sakna þín, elsku Pétur Snær
minn og góða nótt.
Ástarkveðja frá fjölskyldunni,
Alda frænka.
Elsku Pétur Snær. Mikið var sárt
að missa þig. Þú varst vinur minn og
frændi. Ég sakna þín rosalega mikið,
við gerðum svo mikið saman. Við
ætluðum saman á Sigló um verslun-
armannahelgina vegna þess að ég
var í Póllandi síðast, og ég veit að þú
skemmtir þér svo vel þar og varst
ákveðinn að fara aftur. Manstu þeg-
ar við vorum að selja rauðmagana
um allan Sandgerðisbæ? Afi veiddi
fiskana og við drógum þá á kerru um
allt og seldum. Það var svo gaman.
Víkurfréttir komu og tóku myndir.
Takk fyrir allt saman vinur minn,
og takk fyrir allar bíóferðirnar. Ég
skal passa allar minningarnar vel í
hjartanu mínu. Og takk fyrir eyrna-
lokkinn sem þú gafst mér, ég lofa að
passa hann alltaf.
Guð geymi þig elsku Pétur Snær
og allir englarnir hans.
Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf
son sinn eingetinn, til þess að hver sem á
hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.
(Jóhannes 3:16.)
Ég sakna þín og elska þig.
Þinn frændi og vinur
Viktor Patrik.
Elsku hjartans frændi, þú ert far-
inn frá okkur.
Fallegur, duglegur og í blóma lífs-
ins. Sársaukinn er svo mikill að eng-
in orð fá því lýst. Aðeins 13 ára gam-
all. Aðeins nýfermdur. Við spyrjum
hvers vegna en það er fátt um svör.
Hver er tilgangurinn með að hrifsa
þig frá okkur, bara eins og hendi sé
veifað? Við verðum að trúa og
treysta Guði, að hans vilji ráði ríkj-
um, hversu sárt og óréttlátt það er.
Þú ert kominn í góðar hendur ástin
okkar. Það er bara svo sárt að þurfa
að kveðja.
Það er svo sárt að hugsa til þess að
fá ekki að knúsa þig meir, horfa í fal-
legu grænu augun þín, sem bræddi
alla … og brosið þitt. Alltaf varstu
brosandi, elsku Pétur Snær, svo
mikill gleðigjafi varstu. Það var allt-
af bjart í kringum þig. Í þessari
hræðilegu sorg er brosað í gegnum
tárin þegar minningarnar um þig
streyma um huga okkar. Þú varst
alltaf krúsíkallinn minn.
Við viljum þakka þér fyrir árin
sem við áttum saman, alla þá gleði þú
færðir okkur og kærleikann. Þú
varst eitt stórt hjarta. Það sem þú
dýrkaðir hana litlu frænku þína,
hana Sóldísi Köru, og varst henni svo
góður. Ég gleymi aldrei þegar þú
komst síðast til okkar, hentist inn
um dyrnar og hljópst til hennar,
bara til að heyra hana syngja you’re
beautiful og svo varstu farinn örfá-
um mínútum síðar, skellihlæjandi að
snillingnum eins og þú kallaðir hana.
Ég varðveiti allar þessar minningar,
ástin mín. Þú áttir svo stóran hluta af
mínu hjarta. Og elsku drengurinn
minn hann Viktor Patrik, hann sakn-
ar þín svo sárt. Þið voruð ekki aðeins
frændur heldur líka miklir vinir og
oft voruð þið svo líkir. Ég hef alla tíð
fundið Viktor Patrik í þér. Hann
elskaði þig mikið elskan og leit upp
til þín. Og þegar ég sagði þér það
varstu að slá upp í grín og sagðir; vá
maður, það er ekki eins og ég sé hár;
svona varstu, með endalausan húm-
or og svo bráðskemmtilegur.
Ég ætla mér bara að kveðja í bili,
gullið mitt.
Nærvera þín fyllir húsið.
Jafnvel þegar þú ert í burtu
gríp ég mig í því að hlusta eftir þér.
Ég opna dyr og býst hálfvegis við því
að þú sért þarna, sný mér við að tala við þig
og finn til söknuðar þegar mér mætir þögnin ein.
Þú býrð í huga mér og hjarta,
í hverjum andardrætti sem ég dreg.
Við Jason, Viktor Patrik og Sóldís
Kara munum hitta þig aftur, þegar
sá tími kemur. Þangað til, sofðu rótt
og megi englar Guðs varðveita fal-
legu sálina þína. Þú varst undursam-
lega skapaður.
Hvíldu í friði, þín frænka
Gréta.
Elsku Pétur Snær minn, það er
svo sárt að hugsa til þess að þú sért
farinn frá okkur, og svona ungur og
fallegur drengur sem áttir svo mikið
fram undan er tekinn svo snöggt frá
okkur. Þú varst með svo bjart bros
og gleðin skein úr augunum þínum.
Stundum vissi ég ekki hvar ég hafði
þig þegar þú varst pirraður, en það
breyttist fljótt þegar ég fór að tala
um bíla eða eitthvað sem kom þér í
gott skap, sem var nú varla mikið
vandamál því þú varst opinn fyrir
gleði og hamingju og ekki þurfti mik-
ið til að kæta þig, og þú þurftir ekki
mikið til að kæta aðra.
Ég fer alltaf að brosa þegar ég
hugsa um, þegar ég, þú, og mamma
þín sátum heima hjá þér og ég var að
segja þér sögu sem þér þótti svo
fyndin og þú baðst mig að segja hana
aftur og aftur og alltaf fannst þér
hún jafn fyndin og við hlógum mikið
þann dag og þeim degi mun ég aldrei
gleyma. Ég er svo heppinn að eiga
svo margar minningar um þig sem
ég geymi í hjarta mínu og við svo
heppin að hafa þekkt þig. En Pétur
Snær minn ég kveð þig í bili og við
sjáumst síðar, góða nótt elsku
frændi ég mun aldrei gleyma þér.
Hugsandi um engla ég hugsa til þín.
Með hárið þitt eldrautt og heilbrigða sýn.
Er lát þitt ég frétti brást lífstrúin mín.
Hugsandi um engla ég hugsa til þín.
Guð fylgi þér engill þá ferð sem þér ber.
Þótt farin þú sért, þá veistu sem er.
Að sorg okkar hjörtu nístir og sker.
Við sjáumst á ný þegar kemur að mér.
(KK – þýð. ÓGK.)
Elsku Fríða, Pétur, Ari, Hrannar
Már, Guðrún, Helgi, Helena Sirrý,
Arna Siv, amma og afi, megi Guð
styrkja ykkur í þessari miklu sorg,
elskunar mínar. Þinn frændi
Brynjar Mar.
Kveðja
Söknuður
sál mína kvelur
minn kæri vinur
þú ei lengur hér
á jörðu dvelur
þinni lífsgöngu
ei ætlað var
lengri veg
sárt er því að taka
vildi að þú værir
ennþá hér
Nú þú leið þína
hefur lagt
yfir móðuna miklu
með vissu ég veit
þar þú mætt hefur
móttökum góðum
þar hlýtur nú að vera
glatt á hjalla
þannig ávallt það var
er þú mættir með
brosið þitt bjarta
Þú einstaka sál
hafðir að geyma
þér ég aldrei
mun gleyma
minningin um þig er
björt og mikil
hér á jörðu niðri
hún áfram lifir
í hjarta mínu
þinn stað þú ætíð
munt eiga
(Jónína Sesselja Gísladóttir.)
Góða nótt, þú verður aldrei einn á
ferð.
Elsku hjartans systir mín, Pétur,
systkini, mamma og pabbi og frænd-
systkini öll, þetta er svo tilgangs-
laust, meiningarlaust og illt. „Hvers
vegna?“ hrópum við. „Af hverju?“
Stundum fáum við svar sem sefar og
nægir. En oftar ekki, ekki strax, ekki
fyrr en í eilífðinni. Í þeirri birtu þar
sem sérhver rún er ráðin og öllum
spurningum svarað. Þangað til vilj-
um við treysta því að öllu sé óhætt í
hendi Guðs.
Megi algóður Guð gefa okkur
styrk í þessari miklu sorg. Minning
Péturs Snæs er ljós í lífi okkar.
Ástarkveðja,
Ólína, Lárus, Jón Karl
og Katrín Helga.
Elsku Pétur Snær.
Ég ætla að reyna að kveðja þig, en
þetta er svo sárt.
Við erum búin að bíða eftir að
vakna upp af þessari martröð, en
þetta er víst veruleiki sem við getum
ekki breytt, svo óréttlátt sem allt
þetta ferli er.
Elsku Pétur Snær það er svo gott
að minnast þín, þú varst svo góður
drengur og með fallegt hjarta. Mikill
mömmulingur og alltaf að hugsa um
mömmu þína enda margt líkt með
ykkur.
Hvernig á maður að skilja þetta,
svo hress á þriðjudaginn þegar ég
hitti þig, þá varstu að tala um hvað
þú ætlaðir að kaupa fyrir ferming-
arpeninganna.
Já það eru ekki nema fimm vikur
síðan þið Einar Pétur fermdust.
Þú varst alltaf svo góður í þér,
pínu stríðinn og hlóst mikið ef þér
fannst eitthvað fyndið, þér fannst
kannski skemmtilegast að stríða
Örnu Siv, það var oft svo gaman að
fylgjast með ykkur, enda mjög sam-
rýnd systkini.
Elsku Pétur Snær, það er svo
margt sem fer um hugann á svona
stundu, eins og þegar þið Arna Siv
fóruð einn túr með pabba ykkar á
sjóinn, nei takk, þetta var sko ekki
„cool“ og þú vildir bara koma heim
sem fyrst. Í september komu
mamma þín og pabbi þér á óvart og
fóru með ykkur til Spánar, þú varst
ekkert smáglaður, það sést nú best
af myndunum sem voru teknar þeg-
ar þér var tilkynnt að þið væruð að
fara upp í vél.
Elsku engillinn, þú skilur bara eft-
ir góðar minningar, og við vitum að
Helgi, Gunna amma, Hildur og
margir aðrir munu vefja þig örmum
og passa þig og vernda. Við hin ætl-
um að passa mömmu þína og pabba,
systkini þín og ömmu og afa sem
sakna þín svo sárt elsku karlinn.
Sofðu rótt elsku Pétur Snær og
Guð geymi þig engillinn okkar.
Elsku Fríða, Pétur, Ari, Hrannar,
Guðrún, Helgi, Helena Sirrý og
Arna Siv, missir ykkar er mikill en
góðar minningar um elskaðan son og
bróður sem við öll getum yljað okkur
við er yndislegt að eiga á þessum
tímum.
Guð leiði ykkur og styrki á sorg-
arstundum.
SJÁ SÍÐU 44