Morgunblaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Á OPNUNARDEGI sýningarinnar „Sense in Place“ í Viðey á morgun munu tvær þyrlur, útbúnar sérstöku hátalarakerfi, sveima yfir eyjunni og hafinu í kring. Frá þeim mun óma lag við vísur Vatnsenda-Rósu í flutn- ingi söngkvennanna Signýjar Sæ- mundsdóttur og Jóhönnu Þórhalls- dóttur. „Dúett fyrir sópranrödd og þyrlu“ heitir þetta hljóðlistaverk og er hugarfóstur írska listamannsins Sean Taylor. Blaðamaður sló á þráð- inn til listamannsins og spurði hann út í þetta forvitnilega verkefni. Af hverju valdirðu vísur Vatns- enda-Rósu? „Á síðasta ári þegar ég var stadd- ur hér við undirbúning verkefnisins varði ég miklum tíma í að hlusta á gamlar upptökur með íslenskri þjóð- lagatónlist. Ég valdi síðan nokkur lög til að taka með heim til Írlands og þetta lag stóð einhvern veginn upp úr. Þetta er auk þess lag sem flestir þekkja og ég vildi þannig lag í þetta verk,“ segir Taylor. „Mér þótti athyglisvert að setja þetta lag í framandi samhengi og textinn er auk þess afar hjartnæm- ur. Ég á gamla upptöku af þessu lagi þar sem það er sungið af kór og mér hefur alltaf fundist það sveipað ein- hverjum heilagleika, nánast eins og englar væru að syngja lagið. Ég vildi framkalla svipaða tilfinningu með því að láta sönginn hljóma úr himn- inum. Þyrlurnar munu dansa hálf- gerðan loftballett á meðan söng- urinn endurkastast af hafinu og eyjunni og hljóma þannig á marga vegu í eyrum hlustandans.“ Taylor hefur yfirleitt unnið lista- verk sem sveima um í loftinu, ýmist með hljóði eða án. Hann vakti t.d. mikla athygli á Írlandi fyrir áletr- aðan loftbelg sem hann lét svífa yfir sveitir landsins. „Ef til vill býr í mér pirraður flugmaður sem er að reyna brjóta sér leið út,“ segir hann og hlær. Er tónlist stór þáttur í þinni list- sköpun? „Já, tónlistin er afar mikilvægur þáttur í minni list og ég notast yf- irleitt við gömul lög, endurvinn þau, breyti þeim aðeins og geri þau á vissan hátt samtímaleg. Ég hafði lengi verið á höttunum eftir leið til að geta tengt saman ást mína á írskri þjóðlagatónlist og listsköpun mína. Það leiddi til þess að ég fór að vinna með hljóð á þennan hátt. Mér þykir Viðey tilvalinn staður fyrir þetta verkefni útaf legu eyj- arinnar. Hljómburðurinn ætti að vera ansi áhugverður þar sem hljóð- ið mun vonandi endurkastast á milli borgarinnar, eyjunnar og á fjöllin á bak við,“ segir Taylor og kross- leggur fingurna því óæskilegar vind- áttir gætu sett strik í reikninginn og truflað hljómburðinn. „Í augnablikinu eru horfurnar ekki svo bjartar. Þetta er vandamál sem fylgir því að vinna í tengslum við náttúruna. Ég þurfti eitt sinn að aflýsa verkefni þrisvar sinnum áður en veðrið bauð upp á annað. Ef vind- inn mun ekki lægja fyrir morg- undaginn munum við reyna aftur á föstudaginn og svo koll af kolli.“ Hljóðlistaverkið Dúett fyrir sópr- ansöng og þyrlur verður aðeins flutt í eitt skipti á sýningunni í Viðey en það er um fimmtán mínútur í flutn- ingi. „Verkin sem ég vinn eru yfirleitt tíma- og svæðisbundin. Ég sýni þau í eitt skipti en ég vonast síðan til að þau varðveitist í munnmælum. Fólk mun ef til vill segja sögur af brjálaða Íranum og þyrlunum hans,“ segir Taylor kíminn. „Á vissan hátt fjalla verk mín um ákveðin augnablik frekar en að geta staðið sem minnisvarðar um ókomna tíð. Þau fjalla um augnablik þar sem eitthvað óvenjulegt á sér stað.“ Myndlist | Syngjandi þyrlur á alþjóðlegri listasýningu í Viðey Vatnsenda-Rósa í háloftunum Írski listamaðurinn Sean Taylor sýnir hljóðlistaverkið„Dúett fyrir sópranrödd og þyrlu“ í Viðey á morgun. Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is SIGURÐUR Flosason gaf út glæsi- legan geisladisk með þessum kvart- ett sínum í fyrra, Leiðin heim. Sá kom einnig út í Japan og var þar að finna tvö aukalög sem Kristjana Stef- ánsdóttir söng með kvartettnum. Þau eru bæði á þessum diskum auk 22 annarra laga Sigurðar sem öll eru við ljóð Aðalsteins Ásbergs Sigurðs- sonar. Aðeins fjórðungur þessara laga hefur heyrst áður, svo hér er ekki lítið færst í fang hjá listamönn- unum, ekki síst söngkonunni, því á henni hvílir hiti og þungi flutningsins. Þetta er um margt stórgóður disk- ur, en dálítið eintóna á stundum og hefði jafnvel verið farsælla að hafa hann einfaldan. Flest laganna eru eins konar djasssönglög, ekki söng- dansar, sem bera norrænum upp- runa höfundarsins vitni, en lög á borð við titillagið, Hvar er tunglið? (Enn og aftur á Leiðinni heim), og hið sömbuskotna Lesið af vörum, sem bæði voru sungin á Japansútgáfunni, eru ansi grípandi. Svo er tangó, fönk og blús þar sem Kristjana sýnir að hún getur þanið sig ekki síður en sungið af fágun, sem þó er aðal diskanna, og lokalagið, hið und- urfagra Kvöldljóð, er á stundum ansi nálægt íslenskri sögnlagahefð síð- ustu aldar, ekki síst píanóleikur Ey- þórs, þótt djassinn hafi alltaf yf- irhöndina. Það er margt afskaplega fallegt á þessum diskum; In memoriam er glæsilega blásið af höfundi, hvort sem er sólóinn eða hendingarnar á móti söng Kristjönu í svölum stíl með ögn af tilfinningu Hodges, sóló Ey- þórs í Mörg andlit er glæsilegur eins og upphafið að Smátt og smátt þar sem Kristjana og Eyþór ríkja ein uns djasssveiflan tekur yfir. Pétur Öst- lund setur mark sitt á tónlistina, hvort sem hann slær rýþmann kröft- uglega eða töfrar fram ljóð með burstum og symbölum og ekki ónýtt fyrir hinn unga og efnilega bassaleik- ara, Valdimar Kolbein, að fá að leika með slíkum manni og stendur hann sig afbragðsvel. Sólóar Sigurðar og Eyþórs eru hnitmiðaðir og meitlaðir. Tónn Sigurðar verður alltaf betri og betri og í hinu undurfagra lagi, Til þín með sólina í bakið, sem Kristjana syngur af einstökum yndisþokka, tekst honum vel að tvinna saman hinn svala tón vesturstrandardjass- ins og heita loftkennda tilfinningu meistara svingtímans. Þessar plötur eru stórvirki og bera elju Sigurðar gott vitni, en slíkt væri ekki mikils virði ef frjó og skapandi tónhugsun lægi ekki að baki. Afrek Kristjönu er mikið. Það er ekki heigl- um hent að syngja öll þessi lög eins og þau hafi verið á efnisskránni um árabil. Kristjana býr yfir mikilli tækni og tónmyndun hennar er glæsileg. Hún býr yfir innborinni sveiflu og raddfegurð um leið. Það eina sem finna má að er að á stundum vantar meiri dramatíska snerpu og mýkt í sönginn. Að lokum skal ljóðskáldsins getið, en öll eru lögin samin við ljóð Að- alsteins Ásbergs Sigurðssonar eða hann hefur samið ljóðin við lög Sig- urðar. Hann er gott ljóðskáld og næmur á tónlist eins og samvinna hans og eiginkonu hans heitinnar, Önnu Pálínu Árnadóttur, bar fagurt vitni um. Eitt af angurværustu lögum disksins er Það var skip, samið í minningu Önnu Pálínu, og er sóló Sigurðar þar fagursár og hljómar Eyþórs tregablandnir. Þessa tvöföldu skífu má ekki vanta í safn neins söngelsks Íslendings. Þar ganga tónar og orð í eina sæng. Söngperlur DJASS Geisladiskar Kvartett Sigurðar Flosasonar og Krist- jana Stefánsdóttir: Kristjana Stef- ánsdóttir söngur, Sigurður Flosason altó- saxófón, Eyþór Gunnarsson píanó, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson bassa og Pétur Östlund trommur. Dimma 19/20. Hljóðritað 2005/6. Hvar er tunglið? Morgunblaðið/Árni Sæberg Vernharður Linnet FJÓRÐA og síðasta sýningin í al- þjóðlega listverkefninu Site Ations: Sense in Place verður opnuð í Viðey á morgun og í Listasafni Reykjavíkur eftir viku. Þátttökuþjóðir auk Íslands eru Írland, Pólland, Lettland, Spánn og Wales sem er aðalskipuleggjandi verkefnisins. Myndhöggvarafélagið í Reykjavík er skipuleggjandi íslenska hlutans en að sögn Rósu Sigrúnar Jónsdóttur sýningarstjóra er markmið sýning- arinnar að beina athygli að sérkenn- um hvers staðar fyrir sig. Alls munu átta erlendir listamenn sýna verk sín á útisýningu í Viðey. Þeir eru Sarah Browne og Sean Taylor frá Írlandi, Philippa Lawrence frá Wales, Tom- asz Matuszak og Mariusz Soltyzik frá Póllandi, Kristaps Gulbis frá Lettlandi og Tomy Ceballos og Mon- ica Fuster frá Spáni. Mikilvægur hluti af verkefninu er samstarf við grunnskóla og listaskóla í Reykjavík. Um er að ræða verkefni með völdum hópum nemenda í grunnskólum Reykjavíkur þar sem fram fer skapandi vinna samkvæmt leiðarstefinu „orka“. Einnig gefst nemendum í listnámi kostur á að vinna með erlendu listamönnunum meðan á dvöl þeirra stendur. Sýning á verkum grunskólanemendanna mun verða opnuð í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur samhliða sýningaropnun listamannanna í Við- ey sem verður sem fyrr segir á morg- un klukkan tvö. Staðarvitund í Viðey Morgunblaðið/Brynjar Gauti Listamennirnir sem taka þátt í lokaverkefni sýningarinnar Sense in Place í Viðey. GLERLYKILLINN, verðlaun „Skandinaviska kriminalsellskapet“ (SKS) fyrir bestu norrænu glæpa- söguna, fór að þessu sinni til Sví- þjóðar, rétt eins og í fyrra. Að þessu sinni er það saga Stiegs Larssons, „Menn sem hata konur“, sem hlýtur verðlaunin. Í fréttatilkynningu frá hinu íslenska glæpafélagi segir að verðlaunasagan greini „frá blaða- manninum Mikael Blomkvist – sem stundum er kallaður Kalle Blom- kvist – honum til lítillar ánægju, sem beðinn er að rita fjölskyldusögu mik- ilvirkrar og virðingarverðrar fjöl- skyldu í Svíþjóð skömmu eftir að hann er dæmdur fyrir meiðyrði í garð áhrifamikils fjármálamógúls. Fjölskyldusagan reynist hins vegar aðeins yfirvarp til að fá hann til að rannsaka betur fjörutíu ára gamalt mannshvarf innan þessarar sömu fjölskyldu. Stieg Larsson lést nokkrum mán- uðum áður en þessi fyrsta glæpa- saga hans kom út, aðeins fimmtugur að aldri. Hann var virtur og afkasta- mikill blaðamaður og samfélags- rýnir, sem lagði sérstaka áherslu á baráttuna gegn uppgangi hægri öfgamanna og fyrir jafnrétti kynja jafnt sem kynþátta. Verðlaunasag- an, Karlar sem hata konur, er sú fyrsta af þremur sem hann kláraði skömmu fyrir andlát sitt, en hann skilaði þeim öllum í einu, fullklár- uðum, til útgefanda síns. Eru þær hugsaðar sem þríleikur, og bók númer tvö, Stúlkan sem lék sér að eldinum, er væntanleg frá Norstedts forlag innan skamms.“ Ísland átti engan fulltrúa í keppn- inni um Glerlykilinn í ár, þar eð ekki fékkst styrkur til þýðingar skáldsög- unnar Svartur á leik eftir Stefán Mána, sem tilnefnd var til Glerlyk- ilsins af hinu íslenska glæpafélagi á síðasta ári. Glerlyk- illinn í ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.