Morgunblaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LÝÐRÆÐISSINNAR í Egypta- landi efast nú um að Hosni Mubarak forseti ætli að standa við loforð sín fyrir ári um að koma á auknu lýð- ræði. Vissulega var reglum breytt og Mubarak þurfti að keppa við nokkra keppinauta í forsetakosningunum sl. haust og í þingkosningunum skömmu síðar margfaldaðist tala stjórnarandstæðinga á þingi. Bræðralag múslíma vann 88 sæti af alls 454 en samtökin máttu ekki bjóða fram undir eigin nafni, þing- mannsefnin buðu fram sem óháð. Fullyrt er að Mubarak, sem er 77 ára og hefur verið við völd í ald- arfjórðung, sé staðráðinn í að tryggja að sonurinn Gamal Mub- arak, sem er 43 ára, verði arftakinn og annað hafi aldrei komið til mála. Lýðræðistalið hafi verið sjónarspil. Fordæmin eru mörg í arabaheim- inum fyrir því að sonur taki við af föðurnum þótt ríkið sé að nafninu til lýðveldi. „Verið að þurrka út lýðræðisvorið“ „Það er ekki eins og umbótum miði einfaldlega mjög hægt, það er verið að framkvæma eins konar af- töku á öllum lýðræðiskröfum, það er verið að þurrka út lýðræðisvorið sem var að byrja,“ segir þekktur dálka- höfundur, Salama Ahmed Salama. Margir liðsmenn Bræðralags múslíma, sem starfar í mörgum ríkj- um íslams, eru trúarofstækismenn og ljóst er að Mubarak notfærir sér ótta margra við trúarofstæki og hryðjuverk til að verja afturhvarfið frá stefnu lýðræðisumbóta. Ekki bætir úr skák að Hamas-samtökin, sem einnig boða stranga túlkun á ísl- am, unnu óvæntan sigur í þingkosn- ingum Palestínumanna. Mörgum óar við þeirri tilhugsun að svipað ástand og nú ríkir í Palestínu verði í Egyptalandi, fjölmennasta ríki arabaheimsins. En þá er spurt á móti hvort slíkur ótti réttlæti að lýð- ræðiskröfur séu hundsaðar. Bandaríkjamenn ýttu um hríð mjög undir umbætur í Egyptalandi og Condoleezza Rice utanrík- isráðherra gagnrýndi hart hand- tökur á stjórnarandstæðingum í ferð sinni um Mið-Austurlönd í júní í fyrra. Var gagnrýnin undirstrikuð með því að fresta viðræðum um frí- verslunarsamning milli ríkjanna tveggja. Þess má geta að Egyptar fá meiri fjárhagsaðstoð frá Bandaríkj- unum en nokkur önnur þjóð að Ísr- aelum undanskildum. Nú hefur Rice dregið mjög úr gagnrýni sinni á flokkseinræðið og mannréttindabrotin. Þegar hún sótti Egypta heim í febrúar, eftir sigur Hamas, viðurkenndi Rice að ým- islegt hefði valdið vonbrigðum í stefnu Mubaraks en kallaði hann samt sem áður „gáfaðan mann“ og hrósaði honum fyrir að leyfa nokkr- um frambjóðendum að keppa við sig um forsetaembættið. Margir lýð- ræðissinnar í Mið-Austurlöndum saka nú Bandaríkjamenn um hræsni, segja að ljóst sé að þeir vilji aðeins lýðræði ef úrslit kosninga séu þeim að skapi. Mubarak lætur ekki duga að berj- ast gegn íslamistum. Einn þekktasti lýðræðissinninn meðal stjórnarand- stæðinga, Ayman al-Nour, sem er veraldlega þenkjandi, var í desem- ber sl. dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir brot sem almennt eru talin til- búningur. Dómarar gegn flokkseinræðinu Harkan gagnvart stjórnarand- stæðingum er mikil. Tveir umbóta- sinnaðir dómarar, Hesham Bastaw- issi og Mahmoud Mekki, tóku þá djarflegu ákvörðun eftir þingkosn- ingarnar að saka yfirvöld um að hafa falsað niðurstöðurnar. Viðbrögðin voru ekki að láta rannsaka hvað væri hæft í þessum ásökunum heldur var mönnunum sagt að öryggislögreglan þyrfti að yfirheyra þá. Síðar voru þeir ákærðir fyrir að hafa svert heið- ur nokkurra kollega sinna sem lögðu blessun sína yfir svindlið. Í liðinni viku kom til mótmæla á götum Kaíró vegna réttarhaldanna og á fimmtudag réðst lögreglan á fólkið, beitti óspart kylfunum og elti fólk uppi í húsasundum, margir særðust. Um 200 voru handteknir, hugsanlega mun fleiri og jafnframt var ákveðið að fréttamenn fengju ekki að vera viðstaddir réttarhöldin, að sögn egypska vikuritsins Al- Ahram. Voru sakborningar sagðir hafa móðgað Mubarak forseta auk þess að hafa truflað umferð og voru dæmdir í 15 daga varðhald. En stuðningurinn við dómarana virðist fremur hafa aukist meðal almenn- ings og félag dómara hótaði verk- falli. Dómararnir tveir hafa hvatt al- menning til að styðja sig í baráttunni gegn stjórninni og bent á að sam- kvæmt lögum frá því snemma á tí- unda áratugnum eigi sjálfstæði dóm- ara að vera tryggt. Fréttamenn efndu til táknræns setuverkfalls í að- alstöðvum samtaka sinna og ætlunin er að efna einnig til setuverkfalls við húsakynni hæstaréttar Egyptalands á morgun, fimmtudag. Lýðræðið hentar ekki Mubarak Flest bendir til þess að stjórnvöld í Egyptalandi ætli ekki að efna fyrirheit um aukið lýðræði Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Reuters Dómararnir tveir sem saka egypsk stjórnvöld um kosningasvindl og sæta nú ákæru fyrir vikið, Hesham Bastawissi (t.v.) og Mahmoud Mekki. ÍSRAELSKAR hersveitir hand- tóku í gær Ibrahim Hamed, einn helsta yfirmann vígahópa Hamas á Vesturbakkanum, en hann hefur verið eftirlýstur af Ísraelum frá árinu 1998 fyrir að hafa skipulagt fjölda sjálfsmorðsárása. Hamed var skipaður leiðtogi hinnar svo- kölluðu Ezzedin al-Qassam-her- deildar á Vesturbakkanum í des- ember 2003, en margsinnis hafði verið reynt að hafa hendur í hári hans. „Öryggissveitir [Ísraela] hand- tóku Ibrahim Hamed, einn helsta yfirmann hryðjuverkastarfsemi Hamas, sem skipulagði margar af mannskæðustu hryðjuverkaárás- unum gegn Ísrael á síðustu árum,“ sagði í tilkynningu Ísraelshers í gær. Liðsmenn Hamas töldu handtök- una hins vegar ógn við stöðugleika svæðisins. „Handtaka Ibrahims Hameds er alvarleg ögrun gegn Palestínumönnum á þeim tíma sem þeir reyna að stuðla að stöðug- leika,“ sagði Farhat Assad, einn af leiðtogum Hamas á Vesturbakkan- um, í gær. „Handtakan grefur und- an möguleikanum á að koma á stöðugleika á svæðinu.“ Vaxandi spenna frá sigri Hamas í þingkosningunum Ismail Haniya, forsætisráðherra Palestínu, vísaði því á bug í gær að borgarastríð væri að fara að brjót- ast út á meðal Palestínumanna, eft- ir vaxandi spennu á milli Hamas- liða og Fatah-hreyfingar Mahm- ouds Abbas forseta allt frá sigri Handtóku hátt- settan Hamas-liða Reuters Synir Khaled al-Radayda, jórdansks bílstjóra sem féll í átökum milli Ham- as-liða og Fatah-manna á Gaza á mánudag, syrgja föður sinn þegar þeir tóku við líki hans á flugvellinum í höfuðborg Jórdaníu, Amman, í gær. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Forsætisráðherra Palestínu vísar því algerlega á bug að hætta sé á borgarastyrjöld Hamas í þingkosningunum í jan- úar. „Orðið borgarastríð er ekki að finna í orðaforða Palestínumanna,“ sagði Haniya í gær. „Ég vil full- vissa alla Palestínumenn um að við höfum burði til að komast yfir þessa atburði,“ sagði hann. Stjórn Haniya hefur upp á síðkastið þurft að glíma við afleiðingar þess að al- þjóðasamfélagið hefur ekki viður- kennt stjórn Hamas. Kenna Fatah- hreyfingunni um Mikil spenna hefur einkennt samskipti hreyfinganna að undan- förnu og á mánudag féll bílstjóri jórdansks diplómata og níu Palest- ínumenn særðust þegar til átaka kom á milli nýrrar herlögreglu Hamas og öryggissveita Hamas á Gaza. Talsmenn Hamas kenndu liðs- mönnum Fatah-hreyfingarinnar um árásina, en aðeins nokkrum klukkustundum áður skutu Ha- mas-liðar Mohammed Abu Taima til bana í bænum Abassan á Gaza, en hann var meðlimur í Al-Aqsa- herdeildum píslarvotta, sem er vopnuð hreyfing tengd Fatah. Abbas verður í forsæti ráðstefnu um ástandið á fimmtudag, en vonir um árangur af henni fara dvínandi. BORÍS Tadic, forseti Serbíu, sagð- ist í gær viðurkenna niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu í Svartfjalla- landi sl. sunnudag þar sem Svart- fellingar samþykktu að segja sig úr ríkjasambandi við Serbíu og stofna sjálfstætt ríki. „Ég var hlynntur því að ríkjasamband yrði áfram en sem lýðræðissinni og forseti í lýðræðis- ríki þá viðurkenni ég úrslit sem sýna vilja íbúa Svartfjallalands,“ sagði Tadic. Forsetinn hvatti til þess að ríkin tvö, Serbía og Svartfjallaland, hefðu mikið og náið samstarf í framtíðinni þó að leiðir skildu nú með formleg- um hætti. „Svartfjallaland getur alltaf treyst á að Serbía verði traust- ur samstarfsaðili og vinaríki. Það munu aldrei rísa neinir múrar eða hindranir milli Serbíu og Svart- fjallalands,“ sagði Tadic. Alls greiddu 230.711 kjósendur í Svartfjallalandi atkvæði með tillögu um að tengsl yrðu rofin við Serbíu, þ.e. 55,5%, en 184.954 voru á móti. Gerð hafði verið krafa af hálfu ESB um a.m.k. 55% meirihluta fyrir sjálf- stæði í atkvæðagreiðslunni. Fyrr í gær höfðu fulltrúar Evr- ópusambandsins sagt að sjálfsagt væri að hefja viðræður við yfirvöld í Svartfjallalandi um nánari tengsl landsins við ESB og hugsanlega að- ild síðar meir. „Evrópuleiðin er opin Svartfellingum,“ sagði Olli Rehn, sem fer með stækkunarmál í fram- kvæmdastjórn ESB. Lítt hrifnir af því að til yrðu fjölmörg ný smáríki Leiðtogar ESB hafa ávallt sagt að þeir myndu hjálpa eftir mætti þjóð- unum á Balkanskaga, sem áður til- heyrðu sambandsríkinu Júgóslavíu en bárust á banaspjót á síðasta ára- tug. En þeir hafa að sama skapi ver- ið mótfallnir því að til yrðu fjölmörg smáríki á Balkanskaga, sem öll hefðu áhuga á að ganga í ESB. Viðræður höfðu staðið yfir milli Serbíu-Svartfjallalands og ESB um nánara samstarf, jafnvel ESB-aðild. Fyrr í þessum mánuði bundu for- ráðamenn ESB hins vegar enda á þær viðræður, enda þykja stjórn- völd í Belgrad ekki hafa sýnt nægi- legan samstarfsvilja í málefnum eft- irlýstra stríðsfanga, s.s. Ratko Mladic, herforingja í Bosníustríðinu 1992–1995, en hann gengur enn laus. Forseti Serbíu við- urkennir úrslitin „Evrópuleiðin er opin Svartfellingum,“ segir Olli Rehn, talsmaður ESB Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is Vilnius. AP. | Lögregluþjónar í Litháen héldu fyrst að mælitækin væru biluð þegar þeir könnuðu áfengismagnið í blóði vörubíl- stjóra sem á laugardag ók eftir vegi um 100 km frá höfuðborginni Vilnius. En nokkrar mælingar sýndu að svo var ekki, magnið reyndist vera 7,27 grömm í lítra af blóði. Það segja læknar að ætti að gera út af við flesta. Bannað er að aka bifreið í Litháen ef magnið er yfir 0,4 grömm. „Þessi náungi hefði átt að vera dauður en hann var enn að keyra. Þetta hlýtur að vera óop- inbert landsmet,“ sagði Saulius Skvernelis hjá lögreglunni. „Hann var í sólskinsskapi og hló stöðugt þegar hann var yfirheyrður.“ Maðurinn heitir Vidmantas Sungaila og er 41 árs. Hann segist hafa hafa fengið sér neðan í því á föstudeginum og reynt að rétta sig af með hálfum lítra af bjór fyr- ir morgunverðinn. Eftir einn og marga í viðbót ei aki neinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.