Morgunblaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Pétur SnærPétursson, til heimilis að Vallar- götu 42 í Sand- gerði, fæddist 21. október 1992. Hann lést miðvikudaginn 17. maí síðastliðinn. Foreldrar hans eru Snæfríður Karls- dóttir, f. 26. maí 1956, og Pétur Guð- laugsson, f. 9. apríl 1953. Foreldrar Snæfríðar eru Greta Frederiksen, f. 28. júlí 1938, og Karl Einars- son, f. 8. júlí 1936. Foreldrar Pét- urs voru Guðrún Pétursdóttir, f. 27. júní 1922, d. 4. ágúst 1994, og Guðlaugur Sigurjónsson, f. 7. maí 1919, d. 20. júlí 1968. Pétur Snær var næstyngstur af sjö systkinum, hin eru: 1) Ari Gylfa- son, f. 25. janúar 1974, maki María G. Pálsdóttir, börn þeirra Róbert Páll og Kara Petra, 2) Hrannar Már Pétursson, f. 13. september 1976, börn hans Hulda Björg og Jakob Máni. 3) Guð- rún Pétursdóttir, f. 5. júní 1981, maki Bjarni Ragnarsson, börn þeirra Snæ- fríður Una og Birg- itta Sól. 4) Helgi Pétursson, f. 1. júní 1984. 5) Helena Sirrý Pétursdóttir, f. 18. mars 1986. 6) Arna Siv Péturs- dóttir, f. 29. sept- ember 1994. Pétur Snær gekk í skóla í Grunnskóla Sandgerðis. Hann sótti sunnudagaskóla í Baptistakirkjunni í Njarðvík. Honum voru engin félagsstörf óviðkomandi, hann hafði nú ný- verið tekið við viðurkenningu fyrir að hafna í 2. sæti í billj- ardkeppni félagsmiðstöðva Sam- fés. Pétur Snær verður jarðsung- inn frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Elsku hjartans drengurinn. Við erum algjörlega máttvana og harmi slegin yfir þessu mikla áfalli sem við höfum orðið fyrir. Nú verð- um við að vera dugleg og halda vel utan um mömmu, pabba og systkini þín og gefa þeim allan þann styrk sem þau þurfa. Við vitum að Helgi frændi tekur þér opnum örmum og passar þig vel fyrir okkur. Guð, þú einn veist og þekkir það sem á hjarta okkar hvílir. Þú þekkir sorg okkar, eirðarleysi, ugg og spurningar allar. Við biðjum um styrk til að þiggja hvern dag úr hendi þinni. Við biðjum ekki um svör við öllum spurningum okkar – aðeins um styrk til að komast í gegnum þetta. Þakka þér allt gott og alla gleði, sem þú gafst í Pétri Snæ sem nú er horfinn. Hjálpa okkur að halda fast í góðu minningarnar, og virða þann látna með því að lifa í kærleika. Þú sem gafst son þinn í dauðann á krossi, í krossinum sé ég þá umhyggju og ást sem leiðir gegnum dauða til lífs. (Caroline Krook) Guð geymi þig, elsku Pétur Snær. Kveðja, amma og afi. Þá ertu farinn elsku yndislegi drengur. Oo hvað lífið getur verið grimmt. Og við skilin eftir í þessari óbærilegu sorg að hafa misst þig, elsku Pétur Snær. En áfram lifir minning þín, sem er svo falleg elsku barn. Og við munum varðveita hana vel í hjörtum okkar. Við reynum að vera ekki reið held- ur þökkum fyrir árin sem Guð gaf okkur með þér. Tilhugsunin ein að finna ekki framar gustinn þinn, sjá brosið þitt og horfa í fallegu grænu augun þín er óbærileg. Það var alltaf svo mikið að gera hjá þér, þú stoppaðir aldrei. En hafð- ir alltaf tíma fyrir aðra, svo kurteis og hjálpsamur. Börnin dýrkuðu þig, alltaf komstu þeim til að hlæja. Róbert Páll var nú ekki gamall, kannski sex mánaða, þegar hann lá í hláturskasti á meðan þú varst að leika við hann í göngu- grindinni. Fyrsta hláturskastið hans. Og þú hefur verið hans uppá- hald síðan, alltaf gaman í kringum þig. Þú varst svo mikill barnakall, alltaf fljótur að hlaupa til þegar Kara Petra birtist og kitla hana og knúsa. Já við eigum eftir að sakna þín al- veg óbærilega mikið en huggum okk- ur við það að hjá Guði verður tekið vel á móti þér og vonum að einhver tilgangur hafi verið með því að þú varst hrifinn í burtu frá okkur. Við elskum þig af öllu okkar hjarta og þú munt ávallt fylgja okkur, hvert sem er. Þú ert fallegasti engillinn á himn- um, elsku yndislega barn. Og hversu hart sem frostið verður og svart vetrarmyrkrið. Er sál þín aldrei ísilögð og aldrei hverfur þú mér alveg. (Nína Björk Árnadóttir.) Ari bróðir og María mágkona. Elsku hjartans bróðir minn. Hvað á ég að segja, það var svo skyndilegt þegar þú fórst frá okkur að ég hef varla áttað mig á þessu ennþá, ég er bara hálfdofin en ég veit það að þú kemur ekki aftur. Það er nokkuð sem verður erfitt að sætta sig við en ég veit það og hugga mig við það að þú ert á mun betri stað núna og núna líður þér vel, elsku hjartað mitt. Þú varst svo yndislegur, góðhjart- aður, fyndinn, skemmtilegur og bara allt sem hægt er að óska sér í bróður. Þú varst svo uppfullur af ást að ég er alveg viss um að hjarta þitt var úr gulli, en þú varst mikið veikur ástin mín og við vissum það ekki og þess vegna gátum við ekki gert líf þitt bærilegra. Það var alltaf sagt bara að þú værir með mígreni en það var bara ekki rétt ástin mín og þess vegna gerðist þessi hræðilegi at- burður. Við eigum þó minningar, myndir og upptökur af þér engillinn minn og við hlýjum okkur við þær og þær gefa okkur styrk til að komast fram úr á morgnana. Ég veit að Snæfríður Una og Birg- itta Sól voru þitt líf og yndi og ég veit það að hún Snæfríður Una mun aldr- ei gleyma þér en Birgitta Sól er það lítil ennþá en ég passa upp á það að hún viti alveg hvers konar strákur þú varst og minna hana á að í hvert skipti sem þú labbaðir inn heima hjá okkur sagðir þú alltaf: „Heeeellllú- úú,“ með svona fallega skerandi hljóði og hún brosti út að eyrum vegna þess að hún vissi að þetta var uppáhaldsfrændi hennar. Þú komst alltaf á hverjum einasta degi. Þú átt- ir nú heima hjá mér í 2–3 vikur eftir ferminguna þína vegna þess að þú fékkst tölvu í fermingargjöf en pabbi var ekki búinn að tengja netið í þína tölvu svo þú komst með alla tölvuna þína og tengdir hana við minn ráder og þar varst þú allan daginn ef þú varst ekki í skólanum. Og alveg er ég viss um það að þú ert að spila á gítar fyrir hina englana og skemmtir þeim konunglega og öruggleg að rúlla þeim upp í billjard. Þeir eru örugg- lega allir bara núbbakúla er það ekki? Ég á eftir að sakna þín svo óendanlega mikið, ég meina hver á að koma yfir og fá að hringja eða sníkja pening fyrir krapís eða bara til að segja: „Hæ, hvar er Birgitta Sól, má ég vekja hana?“ eða bara til þess að kíkja á stóru systur og knúsa hana. Það er stórt skarð í hjartanu mínu núna sem ég næ aldrei að fylla upp í enda átt þú það pláss og það fær það enginn. En mundu það bara að þetta er ekki kveðjustund, ég ætla ekki að kveðja þig, bara segja góða nótt, vegna þess að við hittumst aft- ur. Við hittumst aftur þegar að því kemur og ég veit að þar verður þú fremstur til að taka á móti mér. „I love you longtime,“ er það ekki Pét- ur Snær, var það ekki sagt svona. Ég elska þig ástin mín og hvíl í friði eng- illinn minn. „Rock on,“ elskan, „rock on!“ Frost er úti fuglinn minn, ég finn hvað þér er kalt. Nærðu engu í nefið þitt, því nú er frosið allt. En ef þú bíður augnablik ég ætla að flýta mér að biðja hana mömmu mína um mylsnu handa þér. (Höf. ók.) Ég mun aldrei gleyma ástin mín og góða nótt. Þín systir Guðrún. Pétur Snær, litli engill, nú er búið að taka þig frá mér langt fyrir þinn tíma. Elsku litli bróðir minn, nú ertu hjá englunum og finnur ekki lengur til, heldur horfir niður til okkar með bros á vör. Allar minningarnar sem ég á um þig, það sem við gerðum saman, þeg- ar við bara fengum okkur að borða og töluðum saman um stelpur og bíla. Og eins þegar við vorum að keyra saman og skoða bíla á toyotu- sölunni, þegar við sáum cherokee- jeppann með v8-vélinni og þegar við tókum rúnt á honum, hvað þú ljóm- aðir allur þegar ég setti hann í gang, það var gaman. Eða þegar við vorum á leið í Sandgerði og þú baðst mig að fara gryfjuleiðina þegar það var nýbúið að rigna og það var allt í drul- lusvaði, það var gaman að keyra í pollana saman. Elsku litli bróðir minn, æ hvað ég sakna þín mikið. Svo man ég líka eftir því að þú varst að koma með alls konar drasl heim sem var gull í þínum augum og þegar þú varst að fikta með eina tölvuna og settir straumbreytinn á 220 volt og hann sprakk, hvað við hlógum mikið að því. Svo tókst þú aðra tölvu og gerðir það sama og hann sprakk líka. Og svo líka þegar þú varst að koma með hjól heim til að laga og gera þitt hjól flott, því þú vildir alltaf free- style-hjól til að gera listir á. Hvað ég get sagt um þig elsku kall? Hvað þér fannst gaman að pirra mig og systkini þín og hvað ég elskaði það þegar þú varst að pirra mig, þótt ég hafi skammað þig fannst mér þetta bara gaman. Og þú varst alltaf að pirra systur þína, hana Örnu Siv. Þið gátuð hvorki verið saman né án hvort annars. Þetta var svo furðulegt með ykkur tvö og á öll- um þeim myndum sem ég er búinn að skoða af ykkur eruð þið alltaf saman en nú ertu farinn frá mér. Hver á að bögga mig og biðja mig um pening núna eða að kaupa fyrir sig grab? Hver á að sitja hjá mér þegar ég er að vinna í bílunum mínum eða þegar ég er að gera eitthvað annað? Æ, hvað ég á eftir að sakna þín, elsku Pétur Snær. Elsku litli bróðir minn, þú litla sál sem gerðir líf mitt betra með þínu öskri og brosi, æ, hvað ég elska þig heitt, gerði það frá byrjun og alveg til enda. Elsku litli Pétur Snær, eða Helgi litli, eins og þú varst kallaður líka, hvað ég á eftir að sakna þín litla sál. Ég hef ávallt elskað þig og geri það enn og þú verður með mér það sem eftir er í mínu hjarta. Mamma og pabbi, Guð styrki okk- ur öll á þessum erfiðum tíma. Við munum öll sakna þín heitt, elsku Pétur Snær. Ég elska þig Pétur Snær og megir þú hvíla í friði. Þinn elskandi stóri bróðir Helgi. Elsku litli engillinn minn. Ég get samt ekki sagt litli, þú ert sex árum yngri en ég en samt varstu að ná mér og þú varst alltaf að minna mig á það. Þetta er svo erfitt fyrir okkur öll að þú sért farinn, elskan mín, en þú ert alltaf hjá mér í hjarta mínu og í minningu. Það er svo erfitt að fá að vita að þú hafir verið svo veikur eftir að við misstum þig, það var alltaf sagt að þú værir með mígr- eni, það var bara ekki rétt, en samt kvartaðirðu aldrei. Þú varst svo hraustur, duglegur og allra fyndn- asti strákur sem ég hef á ævi minni kynnst, þú varst vinur allra. Þú hjálpaðir mér alveg rosalega mikið í gegnum allt, ég hefði ekki getað gert þetta hefðir þú ekki verið þarna og hjálpað mér að brosa og hlæja allan daginn. Ég gleymi því samt aldrei þegar þú komst fram með svitaeyði og varst að leika bíl með nítró vrrrvrrr og sprautaðir svo og það endaði með því að þú kláraðir hann og húsið ang- aði af svitalyktareyði. Ég veit að þú verður samt ánægð- ur með að vita að Finnland vann Evróvisjón, ég veit hvað þú varst hrifin af þeim, þeir rústuðu þessu al- veg. Ég man eftir því þegar þið Arna Siv voruð að rífast og þú prumpaðir framan í hana og hún kom alveg brjáluð inn í eldhús og sagði við okk- ur að hún hefði fundið vind koma í andlitið á sér og þetta var nú bara eitt af því sem þú hefur gert. Mig langar að koma með smá handa þér. Vísa mér veg þinn, Drottinn, lát mig ganga í sannleika þínum. (Sálmarnir 86:11.) Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (Sálmarnir 23.) Dýrð sé Guði, föður og syni og heilögum anda. Svo sem var í upphafi, er og verður um aldir alda. Amen. Vísa mér veg þinn, Drottinn, lát mig ganga í sannleika þínum. „Love you long time“ elskan. Ég mun aldrei gleyma því sem við gerðum og ég mun aldrei gleyma þér elsku ástin mín. Ég býð þér góða nótt og við sjáumst aftur. Þín systir Helen Sirrý. Elsku Pétur Snær, ég elska þig mjög mikið. Við rifumst mikið en það er allt í lagi, ég á eftir að sakna þess að rífast við þig og pirra þig. Það var rosalega gaman þegar við fórum að veiða á sumrin, ég man þegar þú varst alltaf að passa upp á mig. Við vorum eins og tvíburar, gátum ekki hvort án annars verið en gátum samt eiginlega ekki verið saman, þá fórum við að rífast og slást og pirra hvort annað. Ég mun alltaf elska þig og ég mun aldrei gleyma þér og öllu því sem við gerðum saman. Þú varst alltaf að passa að ég dytti ekki í sjóinn þegar við fórum að veiða. Ég man þegar við fórum til Mallorca í ágúst í fyrra, við fórum oft í billjard og borðhokkí og þú vannst mig eiginlega alltaf en ég fékk samt að vinna þig tvisvar sinn- um. Það var rosalega gaman og ég hefði ekki viljað eyða þessum stund- um með neinum nema þér, ég á eftir að sakna þín svo mikið. Ég man þeg- ar við fórum út á sjó með pabba og ég man hvað þú varst rosalega sjó- veikur og ég líka, en samt ekki eins mikið og þú. Eina sem við gerðum á sjónum var að horfa á Cartoon Net- work og drekka appelsín en stundum fórum við að horfa á pabba veiða en samt fór eiginlega allur tíminn í sjón- varpsgláp og appelsíndrykkju. Hey, gaur, þú ert núbbakúla. Ég mun sakna þín mikið, elsku bróðir minn og ég elska þig. Þín syst- ir Arna Siv. Elsku hjartans drengurinn minn. Hversu óréttlát getur lífið verið? Maður spyr sig en fær engin svör. Þú varst ekki nema 13 ára og hrifinn í burtu frá okkur svona snögglega. Þetta er ekki sanngjarnt. Ég tók á móti þér þegar þú komst í heiminn og fallegra barn hafði ég aldrei séð, mér fannst ég eiga svo mikið í þér. Það hvarflaði ekki að mér að ég fengi ekki að njóta ævinn- ar með þér lengur en 13 ár og auðvit- að hvarflaði það ekki að neinum, þú hefur alltaf átt stað í hjarta mínu og munt alltaf eiga elsku litli snúllinn minn. Þú varst svo góður strákur, þú varst svo góður við mömmu þína og pabba sem þú elskaðir svo mikið enda algjör mömmu- og pabbaling- ur, þú varst svo góður við ömmu og afa, þú varst svo góður við systkini PÉTUR SNÆR PÉTURSSON Elsku frændi. Við elskum þig alltaf og við gleymum þér aldrei. Þú varst og verður alltaf uppáhaldsfrændi okkar. Sjá, nóttin er á enda, nú árdagsgeislar senda um löndin ljós og yl. Í nafni náðar þinnar ég nú til iðju minnar, minn Guð, að nýju ganga vil. (Helgi Hálfdánarson.) Góða nótt elsku frændi og hvíl í friði. Snæfríður Una og Birgitta Sól. Elsku Petur Snær. Ég sakna þín svo mikið. Sofðu rótt kæri vinur. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þinn frændi Grétar. Þú varst góður vinur og ég vildi að ég gæti fengið meiri tíma með þér og fengið að gera meira með þér. Ég þakka fyrir tímann með þér og allt það sem þú gafst mér. Þú varst besti vinur minn og munt alltaf vera það, þótt þú ert ekki hér lengur, ég sakna þín. Sofðu vel Önundur Georg (Brúsi). Þeir segja þig látna, þú lifir samt og í ljósinu færð þú að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. Frá litlu hjarta berst lítil rós, því lífið þú þurftir að kveðja. Í sorg og í gleði þú senda munt ljós, sem að mun okkur gleðja. (Guðmundur Ingi Guðmundsson.) Róbert Páll og Kara Petra. Takk fyrir samveruna og góðar minningar yndislegi, já- kvæði og lífsglaði drengur. Vertu sæll um alla eilífð, elskulega góða barn. Þó að stöðugt þig við grátum þreytt og mædd um lífsins hjarn eigum við í huga hrelldum helga von og bjarta þrá að eiga vísa endurfundi aftur þig að mega sjá. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Elsku Fríða og Pétur, megi góður Guð veita ykkur og fjöl- skyldu ykkar allri styrk á þess- um erfiðu tímum. Fanney Dóróthe. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.