Morgunblaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2006 33 GEIMVERA, sem fengi það óöfundsverða hlutverk að fylgjast með borgarstjórnarkosningum í Reykjavík vorið 2006 og að senda skýrslu til geimkynnis síns, mundi trúlega eiga bágt með að fatta fídusinn í sjónarspilinu. Geimveran mundi álykta sem svo, að ritstjóri Morgunblaðsins væri fylgismaður Fidels Castro í heil- ögu stríði gegn fákeppnisklíku auðvaldsins. Og að nánustu bandamenn hans væri að finna í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins, undir forystu velvilj- aðs öldungs að nafni Vilhjálmur. Geimver- an sæi í hendi sér, að þessi góði flokkur mætti ekkert aumt sjá og æli einkum önn fyrir börnum, konum, öldruðum og öryrkjum. Þetta bág- stadda fólk ætti hins vegar undir högg að sækja hjá atvinnumiðlun Fram- sóknarflokksins ehf., sem hefði lagt undir sig heilbrigðisráðu- neytið til þess að herja þaðan á varnarlaust fólk. Áróðursbækl- ingar Sjálfstæðisflokksins, leikn- ar sjónvarpsauglýsingar og annað kruðerí, litverpt úr bláu í bleikt, mundi styrkja geimveruna í þess- um söguskilningi. Höfundur velferðarríkisins Allar efasemdir hefðu svo horf- ið úr huga geimverunnar við að heyra Kjartan Gunnarsson fjár- festi (sem stýrði Sjálfstæð- isflokknum og Landsbankanum um skeið í aukavinnu) upplýsa al- menning um það í útvarpsþætti í vikulokin, að Sjálfstæðisflokk- urinn hefði fundið upp velferð- arríkið. Þar með hefði geimveran slegið því föstu, að Sjálfstæð- isflokkurinn væri heiðursfélagi í Alþjóðasambandi jafnaðarmanna, ef ekki beinlínis arftakaflokkur kommúnistaflokksins sálaða. Ef einhver hefði álpast til að nefna að fyrra bragði Hannes Hólm- stein og frjálshyggjufélagið í hirð Davíðs á nafn hefði sá hinn sami verið fullvissaður um, að Hannes væri núorðið sauðmeinlaus, enda lagstur í ferðalög og bókmennta- grúsk. Enda væru allar stríðs- yfirlýsingar hægrisinnaðra hug- sjónamanna gegn velferðarríkinu horfnar af heimasíðum þeirra – fyrir kosningar. Og ránfugls- merkið? Bara uppstoppaðar forn- menjar og stofustáss. Hafið eng- ar áhyggjur. Þjóð sem er svo lukkuleg að eiga svona góðgerð- arfélag eins og Sjálfstæðisflokk- inn fyrir þjóðarflokk þarf áreið- anlega ekki á neinum jafnaðarmannaflokki að halda – eða hvað? Velferðarríkið og óvinir þess En hefði geimveran mátt vera að því að sitja ársfund Seðla- bankans hefði hún fengið að heyra meira. Þar hefði hún t.d. heyrt Seðlabankastjórann (fyrr- verandi formann Góðgerðarfélagsins) skeyta skapi sínu á fyrrverandi félögum sínum í ríkisstjórn – einkum þó arftaka sínum á formanns- stóli og fyrrverandi fjármálaráðherra, Geir Haarde – fyrir að hafa brugðist í baráttunni við verð- bólguna. Og fyrir að hafa skilið sig einan eftir á verðbólgu- vaktinni. Verðbólg- an mælist nú hvorki meira né minna en 16% á þriggja mánaða tímabili. Hin skulduga þjóð horfir hnípin á höfuðstól skuldanna bólgna út, vaxtabyrð- ina þyngjast og kaupmáttinn hríðfalla. Hinir skuldugu vita, að veislunni er lokið og að reikning- arnir eru komnir í innheimtu. Ástæðan er ekki illmennska held- ur ábyrgðarleysi í ríkisfjár- málum, að sögn seðlabankastjór- ans. Á útlensku heitir þetta „incompetence“ – en á íslensku fúsk. Afleiðingarnar eru hinar sömu, hverjar svo sem nafngift- irnar eru. Það er komið að skuldadögum. Og það eru kjós- endur sem borga brúsann. Skattar og skerðingar Kannski geimveran hefði mátt vera að því að slást í hópinn í Háskólabíói, þar sem fulltrúar þrettán þúsund aðstandenda aldraðra heyrðu dr. Stefán Ólafs- son prófessor afhjúpa blekk- inguna um hið meinta Góðgerð- arfélag. Undir forystu fjármálaráðherra Góðgerð- arfélagsins, Geirs Haarde, hefur ójöfnuður vaxið sem aldrei fyrr í íslensku samfélagi. Hinir ríku hafa orðið ríkari, en hinir fátæku eru að verða fátækari. Þetta hef- ur sem betur fer ekki farið fram hjá lesendum Morgunblaðisins, þökk sé ritstjóra þess. Allt er þetta í anda Bush og Reagans, sem fjármálaráðherrann fyrrver- andi er sagður hafa í hávegum. Geir hinn harði hefur létt skatt- byrði hinna ríku, en þyngt hana á öllum hinum, og mest á þeim, sem minnst bera úr býtum. Þetta eru staðreyndir, sem ráðherrum og hjálparkokkum þeirra hefur ekki tekist að hrekja, þrátt fyrir ærna tilburði. Með skattastefnu sinni og tekjutengingu lífeyrisgreiðslna, mitt í góðærinu, hefur fjár- málaráðherrann tekið til baka í ríkissjóð með hægri hendinni það sem lífeyristryggingakerfið hefur greitt öldruðum með vinstri hendinni. Seðlabankastjórinn lof- syngur íslensku lífeyrissjóðina og segir þá vera hina öflugustu í heimi. Það er nokkuð til í því, þökk sé verkalýðshreyfingunni. En með sköttum sínum og skerð- ingum hefur fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins komið í veg fyrir, að ellilífeyrisþegar fái notið þessa skyldusparnaðar að lokinni starfsævi. Skyldusparnaðurinn er að verulegu leyti gerður upp- tækur í ríkissjóð. Með þessari stefnu eru fjármálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins að grafa undan trausti almennings á vel- ferðarríkinu. Þetta er eftiröpun á aðför bandarískra hægrimanna undir forystu Bush að velferð- arríkinu. Þeir fylgja honum ekki bara í löglausu ofbeldi í Írak. Þeir herma eftir honum í heima- stjórninni líka. Enda komst enska vikuritið The Economist að þeirri niðurstöðu, að hagstjórn- armistök Íslendinga væru af sama toga og hjá Bush – ábyrgð- arleysi í ríkisfjármálum, botnlaus viðskiptahalli og hraðvaxandi ójöfnuður – og myndu enda með ósköpum – þar líkt og hér. Að kvitta fyrir með kjörseðli Kosningabarátta, sem er rekin af ímyndarumbum og förð- unarmeisturum, mun seint kveikja ástríður í brjóstum fólks. Enda er tilgangurinn sá að svíkja bæði mál og vog ærlegra skoð- anaskipta og að hylja veruleikann í værðarvoðum og felulitum. Eins og t.d. þeim, að Sjálfstæðisflokk- urinn, þessi gamli fyrirgreiðslu- flokkur sérhagsmunahópa, sé ein- hvers konar sambland af Rauða krossinum og Thorvaldsensbas- arnum. Gott ef Móðir Teresa er ekki gengin í flokkinn, fyrir kosn- ingar. En eldri borgarar þessa lands og aðstandendur þeirra, þeir sem fylltu Háskólabíó og hafa nú stofnað félagsskap til að halda hlífiskildi yfir öfum og ömmum þessa lands, sem sætt hafa skeytingarleysi og vanvirðu af hálfu fjármálaráðherra Sjálf- stæðisflokksins, vita betur. Kvenþjóðin veit líka, hverjir hafa rétt hlut kvenna í stjórn- sýslustörfum og hverjir hækkuðu laun umönnunarstétta, þegar á reyndi. Það gerði borgarstjórn Reykjavíkur undir stjórn Reykja- víkurlistans. Þetta eru afgerandi stórmál, sem skilgreina afstöðu manna í pólitík, þegar á reynir, ekki bara í orði – heldur í verki. Og er nú rétt að muna frýjunar- orð Einars Odds um aðför að stöðugleikanum af þessu tilefni og yfirlýsingu Mathiesens fjár- málaráðherra um að kjör umönn- unarstétta kæmu honum ekki við. Kjörseðlar eru kvittanir. Fyrir þetta þarf að kvitta. Hugsjónir og hæfileikar Og eitt enn: Fyrir ungu kyn- slóðina í Reykjavík er valið í þessum kosningum auðvelt. Það er kosið um hver skuli gegna embætti borgarstjóra Reykvík- inga. Þetta er valdamikið djobb. Valið stendur milli tveggja ein- staklinga: Fulltrúa hins gamla fyrirgreiðsluflokks sérhags- munanna annars vegar og leið- togaefnis nýrrar kynslóðar jafn- aðarmanna á Íslandi hins vegar. Það gengur ekki upp að kvarta undan því að hæfileikamenn fáist ekki til að gefa kost á sér í póli- tík, en láta svo tækifærið sér úr greipum ganga, loksins þegar það gefst til að kjósa slíkan mann. Dagur Eggertsson hefur það til að bera, sem mestu varðar í fari stjórnmálamanna: Hugsjónir og hæfileika. Kjör hans í embætti borgarstjóra gæti orðið merk- isviðburður í hinu pólitíska daga- tali framtíðarinnar. Hugsum um það. P.s. Í Staksteini sínum í dag, 21. maí, vænir ritstjóri Mbl. Al- freð Þorsteinsson, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, um að vera „mafíós“, þ.e.a.s. spilltur stjórn- málamaður. Ritstjórinn tekur það fram, að Alfreð hafi alltaf dreymt um að starfa með Sjálfstæð- isflokknum í spillingunni, en hann hafi „neyðst til að vinna með vinstri mönnum í 12 ár“. Þetta eru hlýlegar kveðjur til samstarfsflokksins í ríkisstjórn og þýðingarmikil skilaboð til kjósenda, sem þeir ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Af förðunarmeisturum og felulitum Eftir Jón Baldvin Hannibalsson ’Kosningabarátta, sem er rekin af ímyndarumbum og förðunarmeisturum, mun seint kveikja ástríður í brjóstum fólks.‘ Jón Baldvin Hannibalsson Höfundur er fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins. SÍÐUSTU daga hef ég verið á ferðinni um Austur- land í vorhretinu. Vegir hafa verið varasamir, flughálka og einstöku leiðir teppst. Björg- unarsveitin í Nes- kaupstað þurfti að ná í 17 manns upp í Oddsskarð á sunnu- dagskvöld, sem þar sátu föst í lang- ferðabíl. Þetta skýrir ástandið, enda ekki við öðru að búast. Fjallvegurinn um Oddsskarð fer í 630 metra hæð og stenst ekki Evrópustaðla. Brattinn fer yfir 13% upp úr Eskifirði og er víða um 10%, en á þungaflutningaleiðum má hallinn ekki fara yfir 8% í nútímavega- gerð. Jarðgöngin eru of þröng og lág fyrir staðlaða gámaflutninga. Þessa síðustu daga hef ég verið þrá- spurður um það, hvenær sé að vænta nýrra ganga milli Eskifjarðar og Norð- fjarðar og hvort slík gangagerð sé næst á dagskrá. Ég hef svarað því, að vilji minn standi til þess. Í samgönguáætlun eru þrenn jarðgöng nefnd: Norðfjarð- argöng, göng til Vopnafjarðar og göng milli Arnarfjarðar og Dýra- fjarðar. Framkvæmdaröðin hefur hvorki verið rædd né ákveðin í þingflokki Sjálfstæðisflokksins né á Alþingi. Á hinn bóginn hefur verið ákveðið að göng séu gerð til Bolungarvíkur vegna grjóthruns á veginn um Óshlíð, sem getur orðið mönnum að fjörtjóni, og er raunar sömu sögu að segja af Þvottár- og Hvalnesskriðum. Á fundi á Eskifirði fyrir skömmu lýsti samgönguráðherra því yfir, að rannsóknum fyrir jarðgangagerð til Norðfjarðar yrði hraðað og að það væri hans óskastaða, að samtímis yrði ráð- ist í Norðfjarðargöng og göng fyrir vestan. Þetta er staðfesting á því, að undirbúningsrannsóknir á báðum þessum stöðum verða látnar haldast í hendur. Fyrir síðustu kosningar lýsti ég því yfir, að ég mundi berjast fyrir því af alefli að í Norðfjarð- argöng yrði ráðist. Niðurstaða er ekki komin í þau mál, en ég tel þau brýnust þeirra ganga, sem nú eru í undirbúningi. Til skýr- ingar hef ég stundum tekið dæmi af Súgandafirði og þær breyt- ingar sem urðu vestra við jarð- gangagerðina þangað. Ætli Súg- firðingar gætu hugsað sér í dag, að 630 metra fjallvegur skildi á milli þeirra og Ísafjarðar? Ætli það. Jarðgöng til Norðfjarðar Eftir Halldór Blöndal ’Niðurstaða er ekkikomin í þau mál, en ég tel þau brýnust þeirra ganga, sem nú eru í undirbúningi.‘ Halldór Blöndal Höfundur er 2. þingmaður norðausturkjördæmis. alþjóðlegan samning gegn man- sali sem Ísland hefur undirritað,“ segir Jóhanna. Í skýrslunni er bent á að átök í löndum eins og Angóla, Sierra Leone og Líberíu hafi minnkað, stuðningur við Alþjóða stríðs- glæpadómstólinn hafi aukist, sí- fellt fleiri krefjist þess að Guant- anamo-búðunum verði lokað og almenningur sé orðinn virkari í baráttunni fyrir mannréttindum. „Almenningur er farinn að láta meira í sér heyra og segja skoð- anir sínar á mannréttindabrot- um,“ segir Jóhanna og bætir við að það sjáist meðal annars í því að félagar í Amnesty séu orðnar tvær milljónir í heiminum og sex þúsund á Íslandi. é varið í Viðbrögð a þegar kk yfir í um þetta, ptekin af rkum“ að ist til að g hjálpa ansali rkari málefni í eldi gegn g Ísrael. til bjart- kki bara hóf rann- amþykkti árið og Afr- eru til rfur og abrot öldum angabúð- reina frá aldið er í kum“ og i – Sameinuðu þjóðunum sem hvattar eru til að vinna að vopna- viðskiptasáttmála, sem stýri við- skiptum með smávopn þannig að þau séu ekki notuð til að fremja mannréttindabrot. – Átta helstu iðnríkjum heims sem samtökin saka um „hræsni“ fyrir að segjast vilja útrýma fá- tækt í Afríku en um leið sjá stríð- andi fylkingum fyrir meirihluta vopnanna sem notuð eru í átökum í álfunni. di hunsuð arkmiða Reuters d Hussein og dóttir hennar sem var skotin í fót- oru í var rænd í Darfur-héraði í Súdan. röfur árið 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.