Morgunblaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2006 31 UMRÆÐAN ÍSLENSK stjórnvöld undir forystu sjálfstæðismanna stunduðu njósnir um pólitíska andstæðinga sína á tím- um kalda stríðsins. Grunurinn um það hefur vomað eins og skuggi yfir ís- lenskri stjórnmálasögu í áratugi. Grunsemdir um símahleranir og njósnir um pólitíska andstæðinga Sjálfstæðisflokksins á tímum kalda stríðsins fengust loks staðfestar með gagnmerku erindi Guðna Th. Jóhann- essonar sagnfræðings á Söguþinginu um símahleranir íslenskra stjórnvalda í kalda stríðinu. Í rannsóknum Guðna koma fram svo alvarlegar upplýsingar um að- gangshörku stjórnvalda gagnvart póli- tískum andstæðingum Sjálfstæð- isflokksins og þeirra ríkisstjórna sem hann veitti forystu, að þær kalla á taf- arlausa rannsókn á málinu. Blygð- unarlausar njósnir stjórnvalda um al- þingismenn sósíalista, fjölmiðla (Þjóðviljann) og verkalýðsforingja eru grafalvarlegt athæfi sem beinist gegn lýðræðinu í landinu. Það alvarlegar að Alþingi verður að mínu mati að fjalla um það og mun ég taka málið upp í þinginu þegar það kemur saman eftir kosningar. Annað hvort á Alþingi að skipa rannsóknarnefnd, skipaða alþing- ismönnum eða þeim sem löggjafinn kýs að fela rannsókn málsins, eða setja sérstök lög um rannsóknina, líkt og gert var í Noregi. Það sem kemur ekki til greina er að ekkert verði gert. Meginatriðin í máli Guðna eru þau að á árunum 1949–68 fengu stjórnvöld sex sinnum leyfi dómsvalds (saka- dómara/yfirsakadómara) til að hlera símanúmer vegna ótta um öryggi rík- isins (8 úrskurðir en 6 tilvik). Þetta var á tímabilinu 1949–1968. Vera má að hluti af þessum hlerunum hafi átt rétt á sér, þó ég dragi það stórlega í efa. Það kemur í ljós við rannsókn málsins en það blasir að mínu mati við að það verður að fara fram opinskátt uppgjör í málinu þar sem dregið er fram um- fang símahlerana stjórnvalda, ástæður þess, um hverja var njósnað og hvað var gert við upplýsingarnar. Upp úr stendur að grófar pólitískar njósnir voru stundaðar á Íslandi af stjórnvöldum. Allt í nafni óttans um öryggi ríkisins. Vissulega voru þetta tímar kalda stríðsins þegar vænisýkin réði ríkjum og tekist var harkalega á um utanríkismálin, nánast upp á líf og dauða, og vissulega fóru sósíalistar mikinn gegn undirlægjuhætti ís- lenskra stjórnvalda í garð NATO og Bandaríkjanna. Hleranir á borð við þær sem íslensk stjórnvöld ástunduðu á andstæðingum sínum eru gróf aðför að friðhelgi einkalífs hvers einstaklings. Hleranir geta aldrei verið annað en örþrifaráð í mikilli neyð, t.d. þegar öryggi þjóðar liggur undir. Ekki öryggi Sjálfstæð- isflokksins í íslenskri pólitík. Símahleranamálið er angi af því pólitíska ofstæki sem forystumenn Sjálfstæðisflokksins stóðu fyrir megn- ið af síðustu öld. Raunar er það stað- festing á því. Þetta er ekkert annað en pólitískar njósnir. Ólöglegar og óréttlætanlegar en af þessu athæfi á að draga pólitískan lærdóm. Í dag eru hleraðar þúsundir símtala á ári. Alla daga ársins er verið að brjóta á friðhelgi fjölda Íslend- inga í afar misjöfnum til- gangi og umdeil- anlegum. Þetta þarf að fara ítarlega yfir og dómsúrskurður er fjarri því að vera nægjanlegur þröskuldur. Lýðræð- islegt aðhald verður að koma til t.d. í formi þingkjörinnar eftirlitsnefndar. Það kemur fram í svari dóms- málaráðherra við fyrirspurn minni, um heimildir til símahlerana síðustu 10 árin, að mikið er hlerað í dag. Slíkar heimildir voru t.d. 157 árið 2005. En hver á að gæta varðanna? Hver á að hafa eftirlit með leyni- starfsemi á borð við hleranir og njósnir um borgara landsins? Lýð- ræðislegt eftirlit verður að koma til. Til dæmis þingkjörin nefnd sem er bundin trúnaði. Nú er hins vegar brýnt að draga fram í dagsljósið umfang og tilgang pólitískra hler- ana á Íslandi á síðustu öld og í því ljósi verður fróðlegt að sjá hvernig Sjálfstæðisflokkurinn bregst við. Eða bregst ekki við og reynir að svæfa málið. Pólitískar hleranir kalla á rannsókn Alþingis Björgvin G. Sigurðsson skrifar um símahleranir á tímum kalda stríðsins ’Hleranir geta aldrei ver-ið annað en örþrifaráð í mikilli neyð, t.d. þegar ör- yggi þjóðar liggur undir.‘ Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Björgvin G. Sigurðsson Kristinn Pétursson: „End- urvinna gagnagrunns ICES og Hafró“ Þorsteinn Gestsson fjallar um vímuefni. Kosningar 2006 www.mbl.is/kosningar Magnús Helgi Björgvinsson: „Að meðaltali flytja um 10% íbúa frá Kópavogi á hverju ári.“ Gunnar Einarsson „Traust fjár- málastjórn – staðreyndir um miðbæ Garðabæjar.“ Einar Kristján Jónsson „Höld- um áfram“ Vignir Bjarnason: „Grafarvog- urinn.“ Guðmundur Örn Jónsson: „Lóðirnar í Kópavogi.“ Toshiki Toma: „Vinir okkar frá útlöndum, tökum þátt í kosning- unum“. Magnús Helgi Björgvinsson „Fjölmiðlar eru sko ekki að standa sig gagnvart Kópa- vogsbúum.“ Magnús Helgi Björgvinsson: „Framganga Sjálfstæðismanna í Gustsmálinu.“ Edda Björgvinsdóttir: „Nöt- urlegur Hafnarfjarðarbrandari.“ Svanur Sigurbjörnsson: „Frjálslyndir besti kosturinn.“ Vilborg Halldórsdóttir: „Flug- móðurskip Björns Inga“ Toshiki Toma: „Spurning til allra frambjóðenda.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.