Morgunblaðið - 24.05.2006, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2006 31
UMRÆÐAN
ÍSLENSK stjórnvöld undir forystu
sjálfstæðismanna stunduðu njósnir
um pólitíska andstæðinga sína á tím-
um kalda stríðsins. Grunurinn um það
hefur vomað eins og skuggi yfir ís-
lenskri stjórnmálasögu í áratugi.
Grunsemdir um símahleranir og
njósnir um pólitíska andstæðinga
Sjálfstæðisflokksins á tímum kalda
stríðsins fengust loks staðfestar með
gagnmerku erindi Guðna Th. Jóhann-
essonar sagnfræðings á Söguþinginu
um símahleranir íslenskra stjórnvalda
í kalda stríðinu.
Í rannsóknum Guðna koma fram
svo alvarlegar upplýsingar um að-
gangshörku stjórnvalda gagnvart póli-
tískum andstæðingum Sjálfstæð-
isflokksins og þeirra ríkisstjórna sem
hann veitti forystu, að þær kalla á taf-
arlausa rannsókn á málinu. Blygð-
unarlausar njósnir stjórnvalda um al-
þingismenn sósíalista, fjölmiðla
(Þjóðviljann) og verkalýðsforingja eru
grafalvarlegt athæfi sem beinist gegn
lýðræðinu í landinu. Það alvarlegar að
Alþingi verður að mínu mati að fjalla
um það og mun ég taka málið upp í
þinginu þegar það kemur saman eftir
kosningar.
Annað hvort á Alþingi að skipa
rannsóknarnefnd, skipaða alþing-
ismönnum eða þeim sem löggjafinn
kýs að fela rannsókn málsins, eða setja
sérstök lög um rannsóknina, líkt og
gert var í Noregi. Það sem kemur ekki
til greina er að ekkert verði gert.
Meginatriðin í máli Guðna eru þau
að á árunum 1949–68 fengu stjórnvöld
sex sinnum leyfi dómsvalds (saka-
dómara/yfirsakadómara) til að hlera
símanúmer vegna ótta um öryggi rík-
isins (8 úrskurðir en 6 tilvik). Þetta var
á tímabilinu 1949–1968. Vera má að
hluti af þessum hlerunum hafi átt rétt
á sér, þó ég dragi það stórlega í efa.
Það kemur í ljós við rannsókn málsins
en það blasir að mínu mati við að það
verður að fara fram opinskátt uppgjör
í málinu þar sem dregið er fram um-
fang símahlerana stjórnvalda, ástæður
þess, um hverja var njósnað og hvað
var gert við upplýsingarnar.
Upp úr stendur að grófar pólitískar
njósnir voru stundaðar á Íslandi af
stjórnvöldum. Allt í nafni óttans um
öryggi ríkisins. Vissulega voru þetta
tímar kalda stríðsins þegar vænisýkin
réði ríkjum og tekist var harkalega á
um utanríkismálin, nánast upp á líf og
dauða, og vissulega fóru sósíalistar
mikinn gegn undirlægjuhætti ís-
lenskra stjórnvalda í garð NATO og
Bandaríkjanna.
Hleranir á borð við þær sem íslensk
stjórnvöld ástunduðu á andstæðingum
sínum eru gróf aðför að friðhelgi
einkalífs hvers einstaklings. Hleranir
geta aldrei verið annað en örþrifaráð í
mikilli neyð, t.d. þegar öryggi þjóðar
liggur undir. Ekki öryggi Sjálfstæð-
isflokksins í íslenskri pólitík.
Símahleranamálið er angi af því
pólitíska ofstæki sem forystumenn
Sjálfstæðisflokksins stóðu fyrir megn-
ið af síðustu öld. Raunar er það stað-
festing á því.
Þetta er ekkert annað en pólitískar
njósnir. Ólöglegar og
óréttlætanlegar en af
þessu athæfi á að draga
pólitískan lærdóm. Í dag
eru hleraðar þúsundir
símtala á ári. Alla daga
ársins er verið að brjóta
á friðhelgi fjölda Íslend-
inga í afar misjöfnum til-
gangi og umdeil-
anlegum. Þetta þarf að
fara ítarlega yfir og
dómsúrskurður er fjarri
því að vera nægjanlegur
þröskuldur. Lýðræð-
islegt aðhald verður að koma til t.d. í
formi þingkjörinnar eftirlitsnefndar.
Það kemur fram í svari dóms-
málaráðherra við fyrirspurn minni,
um heimildir til símahlerana síðustu
10 árin, að mikið er hlerað í dag. Slíkar
heimildir voru t.d. 157 árið 2005.
En hver á að gæta
varðanna? Hver á að
hafa eftirlit með leyni-
starfsemi á borð við
hleranir og njósnir um
borgara landsins? Lýð-
ræðislegt eftirlit verður
að koma til. Til dæmis
þingkjörin nefnd sem er
bundin trúnaði.
Nú er hins vegar
brýnt að draga fram í
dagsljósið umfang og
tilgang pólitískra hler-
ana á Íslandi á síðustu
öld og í því ljósi verður fróðlegt að sjá
hvernig Sjálfstæðisflokkurinn bregst
við. Eða bregst ekki við og reynir að
svæfa málið.
Pólitískar hleranir
kalla á rannsókn Alþingis
Björgvin G. Sigurðsson
skrifar um símahleranir á
tímum kalda stríðsins ’Hleranir geta aldrei ver-ið annað en örþrifaráð í
mikilli neyð, t.d. þegar ör-
yggi þjóðar liggur undir.‘
Höfundur er þingmaður
Samfylkingarinnar.
Björgvin G. Sigurðsson
Kristinn Pétursson: „End-
urvinna gagnagrunns ICES og
Hafró“
Þorsteinn Gestsson fjallar um
vímuefni.
Kosningar 2006
www.mbl.is/kosningar
Magnús Helgi Björgvinsson:
„Að meðaltali flytja um 10% íbúa
frá Kópavogi á hverju ári.“
Gunnar Einarsson „Traust fjár-
málastjórn – staðreyndir um
miðbæ Garðabæjar.“
Einar Kristján Jónsson „Höld-
um áfram“
Vignir Bjarnason: „Grafarvog-
urinn.“
Guðmundur Örn Jónsson:
„Lóðirnar í Kópavogi.“
Toshiki Toma: „Vinir okkar frá
útlöndum, tökum þátt í kosning-
unum“.
Magnús Helgi Björgvinsson
„Fjölmiðlar eru sko ekki að
standa sig gagnvart Kópa-
vogsbúum.“
Magnús Helgi Björgvinsson:
„Framganga Sjálfstæðismanna í
Gustsmálinu.“
Edda Björgvinsdóttir: „Nöt-
urlegur Hafnarfjarðarbrandari.“
Svanur Sigurbjörnsson:
„Frjálslyndir besti kosturinn.“
Vilborg Halldórsdóttir: „Flug-
móðurskip Björns Inga“
Toshiki Toma: „Spurning til allra
frambjóðenda.“
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar