Morgunblaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF EIMSKIP hefur fest kaup á 50% hlut í Kursiu Linija, sem er eitt stærsta skipafélagið í Eystrasalts- ríkjunum í einkaeigu. Kaupin eru fjármögnuð með eigin fé en kaup- verðið er sagt trúnaðarmál. Kursiu Linija er með sex skip í rekstri og stundar flutningastarf- semi milli Eystrasaltsríkjanna og Bretlands, Hollands, Þýskalands og Svíþjóðar. Heildarfjöldi gáma í rekstri félagsins er í kringum 5.000. Baldur Guðnason, forstjóri Eim- skips, segir að væntingar séu um að fjölga skipum á næstu misserum og efla þannig félagið enn frekar. Heildartekjur Kursiu Linija á árinu 2005 námu um 46 milljónum evra, jafnvirði um 4,3 milljarða króna. Áætlun fyrir 2006 gerir ráð fyrir tekjum upp á 60 milljónir evra og að félagið skili hagnaði á árinu. Meðal helstu viðskiptavina félags- ins eru Masterfoods, Procter & Gamble, Gillette og IKEA. Vöxturinn 40–60% Baldur segir að hjá Eimskipi standi vonir til þess að kaupin muni efla og styrkja starfsemi félagsins en um 40–60% vöxtur hafi verið í flutningum til og frá Eystrasalts- ríkjunum og Rússlandi á hverju ein- asta ári undanfarin ár. „Við erum búin að leggja horn- steininn að því að taka þátt í þeim breytingum og vexti sem á sér stað þarna. Það verður mikil hagræðing í að samþætta ýmsa þætti í starfsemi Eimskips og Kursiu Linija eins og varðandi rekstur skipa og gáma, samninga við birgja, innkaup á byggingum eða eldsneyti og svo framvegis. Við erum mjög ánægð með þennan samning,“ segir Bald- ur. Kursiu Linija var stofnað árið 1995 af núverandi forstjóra, Arijus Ramonas, og munu stjórnendur fé- lagsins starfa áfram með nýjum hluthöfum. Ramonas segir að fram- tíðarsýn og stefna Eimskips falli mjög vel að sýn og stefnu Kursiu Linija. Hann segir að mörg stór skipafélög á Norður-Atlantshafi hafi sýnt áhuga á samstarfi við félagið og Eimskip orðið hlutskarpast. Tel- ur hann að kaupin muni koma báð- um félögum til góða og stuðla að frekari vexti þeirra. Eimskip kaupir 50% hlut í Kursiu Linija Morgunblaðið/Eyþór Undirritun Samningur um kaup Eimskips á 50% hlut í skipafélaginu Kursiu Linija var undirritaður af Baldri Guðnasyni, forstjóra Eimskips, og Arijus Ramonas, forstjóra Kursiu Linija. Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur sigurhanna@mbl.isÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● HLUTABRÉF hækkuðu í Kauphöll Íslands í gær. Úrvalsvísitalan hækk- aði um 1,23% og var 5502 stig við lok viðskipta. Viðskipti með hluta- bréf námu 3,1 milljarði króna, þar af 652 milljónum með bréf FL Group sem hækkuðu um 5%. Bréf Flögu hækkuðu um 2,33% og bréf KB banka um 2,18%. Norrænar hlutabréfavísitölur tóku við sér í gær eftir mikla lækkun á mánudag. Mest hækkuðu hlutabréf í Noregi þar sem OBX hlutabréfa- vísitalan í kauphöllinni í Ósló hækk- aði um 7,1%. OMX vísitalan í Stokkhólmi hækk- aði um 5% í gær og OMX vísitalan í Helsinki hækkaði um 4,5%. Almenn hækkun hlutabréfa ● SPARISJÓÐABANKI Íslands tók á mánudag 100 milljónir evra að láni hjá 19 evrópskum bönkum í níu löndum, jafngildi um níu milljarða króna. Um er að ræða sambankalán til þriggja ára, og í fréttatilkynningu segir að lánsfénu verði varið til að endurfjármagna eldri lán og til að fjármagna áframhaldandi vöxt bank- ans. Sparisjóðabankinn tekur sambankalán ● DANSKA stórverslunin Magasin du Nord, sem er í eigu Baugs Group, hefur verið kærð til lög- reglu vegna meintra villandi aug- lýsinga. Í frétt Børsen kemur fram að umboðsmaður neytenda í Dan- mörku segist hafa fengið fjölda kæra og ábendinga frá óánægðum viðskiptavinum og því ákveðið að kæra málið til lögreglu. Málið snýst um auglýsinga- herferð Magasin um síðustu páska þar sem viðskiptavinum var lofað 25% afslætti af öllum vörum í þrjá daga. Viðskiptavinirnir kom- ust hins vegar að því að afslátt- urinn átti aðeins við um ákveðnar vörur og vörutegundir. Gerð var grein fyrir þessu í smáu letri í umræddum auglýs- ingum, en umboðsmaðurinn vill meina að samt sem áður hafi ver- ið um villandi auglýsingar að ræða. Magasin kært vegna villandi auglýsinga ● EIGNARHALDSFÉLAG í eigu Víg- lunds Þorsteinssonar, stjórnarfor- manns BM Vallár, hefur verið að kaupa hlutafé í Límtré-Vírneti und- anfarið, en í frétt í Morgunblaðinu á mánudag var ranglega sagt frá því að BM Vallá stæði í kaupunum. Víg- lundur sagði í samtali við Morg- unblaðið að eignarhaldsfélagið ætti nú liðlega 50% hlut í félaginu og mundi leggja fram yfirtökutilboð í eftirstöðvar. „Að því loknu munu kostir verða kannaðir um samstarf eða samruna við BM Vallá, en það mun ekki verða fyrr en yfirtöku er lok- ið,“ sagði Víglundur. Hugsanlegt samstarf í kjölfar yfirtöku %&&' ()       ,-.        /-/ 0        0. 123 % 44     5/+.  ,6 76     
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.