Morgunblaðið - 24.05.2006, Page 20
20 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
EIMSKIP hefur fest kaup á 50%
hlut í Kursiu Linija, sem er eitt
stærsta skipafélagið í Eystrasalts-
ríkjunum í einkaeigu. Kaupin eru
fjármögnuð með eigin fé en kaup-
verðið er sagt trúnaðarmál.
Kursiu Linija er með sex skip í
rekstri og stundar flutningastarf-
semi milli Eystrasaltsríkjanna og
Bretlands, Hollands, Þýskalands og
Svíþjóðar. Heildarfjöldi gáma í
rekstri félagsins er í kringum 5.000.
Baldur Guðnason, forstjóri Eim-
skips, segir að væntingar séu um að
fjölga skipum á næstu misserum og
efla þannig félagið enn frekar.
Heildartekjur Kursiu Linija á
árinu 2005 námu um 46 milljónum
evra, jafnvirði um 4,3 milljarða
króna. Áætlun fyrir 2006 gerir ráð
fyrir tekjum upp á 60 milljónir evra
og að félagið skili hagnaði á árinu.
Meðal helstu viðskiptavina félags-
ins eru Masterfoods, Procter &
Gamble, Gillette og IKEA.
Vöxturinn 40–60%
Baldur segir að hjá Eimskipi
standi vonir til þess að kaupin muni
efla og styrkja starfsemi félagsins
en um 40–60% vöxtur hafi verið í
flutningum til og frá Eystrasalts-
ríkjunum og Rússlandi á hverju ein-
asta ári undanfarin ár.
„Við erum búin að leggja horn-
steininn að því að taka þátt í þeim
breytingum og vexti sem á sér stað
þarna. Það verður mikil hagræðing í
að samþætta ýmsa þætti í starfsemi
Eimskips og Kursiu Linija eins og
varðandi rekstur skipa og gáma,
samninga við birgja, innkaup á
byggingum eða eldsneyti og svo
framvegis. Við erum mjög ánægð
með þennan samning,“ segir Bald-
ur.
Kursiu Linija var stofnað árið
1995 af núverandi forstjóra, Arijus
Ramonas, og munu stjórnendur fé-
lagsins starfa áfram með nýjum
hluthöfum. Ramonas segir að fram-
tíðarsýn og stefna Eimskips falli
mjög vel að sýn og stefnu Kursiu
Linija. Hann segir að mörg stór
skipafélög á Norður-Atlantshafi hafi
sýnt áhuga á samstarfi við félagið
og Eimskip orðið hlutskarpast. Tel-
ur hann að kaupin muni koma báð-
um félögum til góða og stuðla að
frekari vexti þeirra.
Eimskip kaupir 50%
hlut í Kursiu Linija
Morgunblaðið/Eyþór
Undirritun Samningur um kaup Eimskips á 50% hlut í skipafélaginu Kursiu
Linija var undirritaður af Baldri Guðnasyni, forstjóra Eimskips, og Arijus
Ramonas, forstjóra Kursiu Linija.
Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur
sigurhanna@mbl.isÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● HLUTABRÉF hækkuðu í Kauphöll
Íslands í gær. Úrvalsvísitalan hækk-
aði um 1,23% og var 5502 stig við
lok viðskipta. Viðskipti með hluta-
bréf námu 3,1 milljarði króna, þar af
652 milljónum með bréf FL Group
sem hækkuðu um 5%. Bréf Flögu
hækkuðu um 2,33% og bréf KB
banka um 2,18%.
Norrænar hlutabréfavísitölur tóku
við sér í gær eftir mikla lækkun á
mánudag. Mest hækkuðu hlutabréf í
Noregi þar sem OBX hlutabréfa-
vísitalan í kauphöllinni í Ósló hækk-
aði um 7,1%.
OMX vísitalan í Stokkhólmi hækk-
aði um 5% í gær og OMX vísitalan í
Helsinki hækkaði um 4,5%.
Almenn hækkun
hlutabréfa
● SPARISJÓÐABANKI Íslands tók á
mánudag 100 milljónir evra að láni
hjá 19 evrópskum bönkum í níu
löndum, jafngildi um níu milljarða
króna. Um er að ræða sambankalán
til þriggja ára, og í fréttatilkynningu
segir að lánsfénu verði varið til að
endurfjármagna eldri lán og til að
fjármagna áframhaldandi vöxt bank-
ans.
Sparisjóðabankinn
tekur sambankalán
● DANSKA stórverslunin Magasin
du Nord, sem er í eigu Baugs
Group, hefur verið kærð til lög-
reglu vegna meintra villandi aug-
lýsinga. Í frétt Børsen kemur fram
að umboðsmaður neytenda í Dan-
mörku segist hafa fengið fjölda
kæra og ábendinga frá óánægðum
viðskiptavinum og því ákveðið að
kæra málið til lögreglu.
Málið snýst um auglýsinga-
herferð Magasin um síðustu
páska þar sem viðskiptavinum var
lofað 25% afslætti af öllum vörum
í þrjá daga. Viðskiptavinirnir kom-
ust hins vegar að því að afslátt-
urinn átti aðeins við um ákveðnar
vörur og vörutegundir.
Gerð var grein fyrir þessu í
smáu letri í umræddum auglýs-
ingum, en umboðsmaðurinn vill
meina að samt sem áður hafi ver-
ið um villandi auglýsingar að
ræða.
Magasin kært vegna
villandi auglýsinga
● EIGNARHALDSFÉLAG í eigu Víg-
lunds Þorsteinssonar, stjórnarfor-
manns BM Vallár, hefur verið að
kaupa hlutafé í Límtré-Vírneti und-
anfarið, en í frétt í Morgunblaðinu á
mánudag var ranglega sagt frá því að
BM Vallá stæði í kaupunum. Víg-
lundur sagði í samtali við Morg-
unblaðið að eignarhaldsfélagið ætti
nú liðlega 50% hlut í félaginu og
mundi leggja fram yfirtökutilboð í
eftirstöðvar. „Að því loknu munu
kostir verða kannaðir um samstarf
eða samruna við BM Vallá, en það
mun ekki verða fyrr en yfirtöku er lok-
ið,“ sagði Víglundur.
Hugsanlegt samstarf
í kjölfar yfirtöku
%&&'
()
,-.
/-/ 0
0. 123
%44
5/+.
,6 76