Morgunblaðið - 12.06.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.06.2006, Blaðsíða 28
28 MÁNUDAGUR 12. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Ég man vel þegar ég var lítill og við fór- um í heimsókn til ömmu og afa. Þá var alltaf nóg hægt að finna sér til dundurs. Það var eins og eitt stórt ferðalag að leika sér í öllu dótinu sem var á ganginum frammi, alls- konar hlutir sem afi hafði safnað á ferðum sínum um heiminn. Það var líka mjög fínt í veislunum hjá þeim GUNNAR ÞORVARÐARSON ✝ Gunnar Þor-varðarson fædd- ist í Reykjavík 29. júlí 1927. Hann lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi í Fossvogi 29. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bústaðakirkju 2. júní. að fá fílakarmellur, tyggjó og annað út- lenskt nammi úr tunnunni, eitthvað sem maður fékk ekki dags daglega. Ég fékk að heyra margar sögur af afa á sjónum og heimsótti hann meira að segja einu sinni eða tvisvar á einu af skipunum sem hann var á. Ég held að það að afi var skipstjóri og ferðaðist um heimsins höf hafi haft áhrif á okkur barnabörnin og okkar sýn á heiminn. Mér finnst ég hafa lært í gegnum hann hvað rest- in af heiminum er í raun og veru nálægt okkur. Elsku afi, hvíldu í friði. Kveðja, Ragnar Þ. Ég var rétt nýkom- in heim úr stuttu ferðalagi þegar ég fékk fréttirnar að nú værir þú, afi minn, lagður af stað í ferðalag, þitt síð- asta. Það hefur eflaust verið mikil gleðistund þegar þið amma hittust á ný. Það er ekki nema rétt ár frá því hún kvaddi. Ég megnaði ekki að skrifa henni kveðjuorð þá því að- eins rúmir tveir mánuður voru þá liðnir frá því Freddý bróðir dó. Ég veit að þið takið hann upp á ykkar FREDDY LAUSTSEN ✝ Freddy Laust-sen fæddist í Kaupmannahöfn 17. ágúst 1916. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Eir 28. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Grensáskirkju 9. júní. arma og gætið hans eins vel og þið gættuð mín. Það má segja að ykkar heimili hafi verið mitt annað heimili. Frá Þóru- fellinu á ég margar góðar minningar og ég þakka ykkur ömmu fyrir það. Þú hafðir ávallt ákveðnar skoðanir á mönnum og málefn- um og gast rökstutt þær af miklum móð. Þú varst seinþreyttur í að segja frá nöfnum stjarna, plantna, fiska, fugla og steina; já afi, þú hafðir gaman af að tala. Þótt minninu hafi hrakað hjá þér síðustu árin tapaðir þú aldrei kímnigáfunni og glettninni sem ein- kenndi þig. Þannig minnust við Atli, Daníel Örn og Andri Þór þín. Arnfríður Eva. ✝ Jóhannes Jak-obsson fæddist á Gilsbakka í Eyja- fjarðarsveit 3. júlí 1916. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 3. júní síðastliðinn. Foreldrar Jóhann- esar voru hjónin Sigrún Ólafsdóttir, f. á Gilsbakka 6. mars 1887, d. 14. febrúar 1937, og Jakob Jóhannesson, f. í Ytri-Villingadal 2. ágúst 1886, d. 25. mars 1925, bóndi Gilsbakka. Systkini Jó- hannesar eru Ólafur, f. 1911, d. 1979. Kristbjörg Pálína, f. 1913, Áslaug Lilja, f. 1920, d. 1941, og Aðalbjörg Stefanía, f. 1924, d. 2005. Hinn 24. mars 1945 kvæntist Jóhannes Guðrúnu Helgu Kjart- ansdóttur, f. á Klúkum í Eyja- fjarðarsveit 15.júní 1925. For- eldrar hennar voru Sigríður Jónsdóttir, f. 8. febrúar 1887 á Uppsölum, d. 5. september 1969, og Kjartan Ólafsson frá Tungu í Fnjóskadal, f. 23. nóvember 1892, d. 2. mars 1974. Þau bjuggu í Miklagarði í Eyjafjarð- arsveit. Jóhannes og Guðrún eignuðust sex börn: 1) Jakob, f. 15. febrúar 1944, kona hans er Kristín Sigríður Ragnarsdóttir. Þau búa á Akureyri. Börn þeirra eru: Gunnar Örn, Ása, Jóhannes, Ólafur Ragnar og Arna. Barna- börn Jakobs og Kristínar eru tíu. 2) Þröstur Halldór, f. 11. ágúst 1948. Hann er bóndi á Gilsbakka. 3) Sigrún, f. 3. des- ember 1954, sambýlismaður Víðir Ingvarsson. Þau búa á Reyðarfirði. Sonur hennar er Þröstur Heiðar Jónsson og dóttir Sigrúnar og Víðis er Sonja Lind. 4) Sigríður, f. 29. maí 1958. Sam- býlismaður Magnús Guðjónsson. Þau búa á Akureyri. Sonur Sigríðar er Þorsteinn Björns- son. Börn Sigríðar og fyrri manns hennar Heiðars Rögnvaldssonar eru Guðrún Helga og Unnar Ingi. Dóttir Heiðars er Íris Huld. Börn Magnúsar eru Hildur, Guð- jón og Silja Hlín. Barnabörn Sig- ríðar og Magnúsar eru fjögur. 5) Jóhannes Gunnar, f. 28. nóvem- ber 1963. Kona hans er Guðrún Guðjóna Svanbergsdóttir. Þau búa á Árbakka, Eyjafjarðarsveit. Börn þeirra eru Ingimar Svan- berg, Kjartan Jakob og Ingi- björg Rún. 6) Kristbjörg Lilja, f. 14. mars 1967. Maður hennar er Skafti Skírnisson. Þau búa í Grafarvogi. Börn þeirra eru Rúnar Steinn og Lilja. Á Gilsbakka hefur sama ættin búið frá 1897, þegar afi Jóhann- esar, Jóhannes Jósefsson og kona hans Lilja Olgeirsdóttir fluttu þangað. Jóhannes stund- aði fyrst búskap með systkinum sínum og svo með Guðrúnu konu sinni og frá 1987 voru þau í fé- lagsbúi með Þresti syni sínum. Jóhannes stundaði búskap til 1999. Útför Jóhannesar verður gerð frá Grundarkirkju í Eyjafirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Með miklum söknuði kveð ég elskulegan tengdaföður minn. Hann sem alla tíð sýndi mér og mínum einstaka hlýju og góðvild. Ungur að árum varð hann fyrir mikilli sorg þegar faðir hans og afi létust á sama sólarhringnum. En þau systk- inin áttu góða móður og ömmu sem hlúðu að þeim á erfiðum tímum. Heima á Gilsbakka undi hann sér best og var ekki mikið fyrir ferða- lög. Um eina ferð sem hann fór má þó lesa í bók Sigurjóns Rist „Vadd’ út í“, þegar hann og Sigurjón gengu á fjallið Kerlingu í ágúst 1933, þá 15–16 ára gamlir. Engan þekktu þeir sem farið hafði þarna upp. Þeir voru með nesti og í kúskinnsskóm og væntanlega með vænan skerf af ungmennafélagsandanum sem and- legt nesti. Veður og útsýni var frá- bært að sögn Sigurjóns. En á heim- leið lentu þeir á glæfrasvelli og þurftu stöðugt að stinga sjálfskeið- ungum sínum í svellið, svo þeir rynnu ekki ofan í stórgrýtisurð. Tengdapabbi var mikill gleðimað- ur í besta skilningi þess orðs. Hann hafði yndi af tónlist, spilaði á harm- oniku og hafði fallega söngrödd. Í mörg ár söng hann í kirkjukór Grundarkirkju. Einhverju sinni vaknaði ég við ljúfan söng á heimili mínu. Fyrir utan gluggann stóð tengdapabbi og söng Hamraborg- ina. Jóhannesi var hugtakið kynslóða- bil óskiljanlegt. Hann átti rík og ánægjuleg samskipti við fólk á öll- um aldri. Sem afi vildi hann öllum barnabörnunum gott gera og man ég að einu sinni fór hann í kaupstað og keypti jólakjól á litla afastelpu. Og búðardama ein sagði mér, að engan mann væri skemmtilegra að afgreiða. Hann vissi alltaf hvað hann vildi og ekkert þýddi að pranga inn á hann öðrum varningi en hann hafði ákveðið að kaupa áð- ur en hann steig inn í verslunina. Eitt sinn var Gilsbakkafólkið að skrifa á heillaóskakort til 100 ára afmælisbarns. Jóhannes spurði kankvís hvort tæki því að skrifa „bjarta framtíð“ á kortið. Hamingjusól hans var heimasæt- an frá Miklagarði, hún Guðrún tengdamamma mín, sú yndislega kona sem alltaf hefur verið til stað- ar fyrir hann og okkur öll. Hún hef- ur síðustu árin, ásamt Þresti mági mínum, annast hann af einstakri umhyggju. Á síðasta fjölskyldumóti „Gilsbakkaranna“ flutti hann ræðu yfir hópnum sínum og bað honum Guðs blessunar. Við biðjum honum þess hins sama í dag. Nú er sætið hans afa autt en áfram munum við öll sækja í sveitina til þín, elsku amma. Góða ferð, elsku tengda- pabbi. Kristín S. Ragnarsdóttir. Við systurnar finnum bara góðar minningar þegar við hugsum til þess tíma þegar við fengum að vera í sveitinni hjá afa og ömmu. Afi stendur okkur fyrir hugskotssjón- um sinnandi búinu og skepnunum sínum. Afi takandi í nefið með skrautmynstraða tóbaksklútinn í hendinni. Og afi raulandi fyrir munni sér í fjósinu. Oft launaði afi okkur hjálpina við sveitastörfin með því að lauma peningaseðli í lófa okk- ar þótt við vissum öll að gæði bú- starfa okkar systranna væru álíka lítil og verksvit hans við eldhús- störfin. Afa fannst ekki leiðinlegt að þefa af flöskunni þegar hann var uppá sitt besta og var manna hressastur í góðra vina hópi. Hann söng mikið og vel og undi sér við að hlusta á góða tónlist meðan hann prjónaði sokka á afkomendur sína. Sagan segir að eitt sinn hafi hann spilað svo mikið á nikkuna að hún hrökk í sundur; hefur sennilega ofhitnað við langt spilerí. Það er skrítið að hugsa til þess að eiga ekki eftir að sjá hann afa okkar sitjandi í horninu sínu í eldhúsinu á Gilsbakka meðan amma stússast í kringum fólkið sitt. Þar sat afi oft og samdi lausavísur um menn og málefni líðandi stundar og skrifaði þær svo á umslög og litla bréf- snepla. Frá því við vorum litlar var ómissandi að fá faðmlag og koss frá afa og lauma hendinni góða stund í hrjúfar vinnuhendur hans þegar við kvöddum hann. Fyrir það allt vilj- um við þakka um leið og við sendum þér, elsku amma, og börnunum þín- um og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ása og Arna Jakobsdætur. Kæri vinur, Jóhannes. Nú er þín vegferð hér í heimi á enda runnin. Margs er að minnast frá liðnum ár- um, þegar lífs- og sálarkraftar voru enn í góðu lagi hjá okkur báðum. Ég minnist þess með gleði hve já- kvæður þú varst – alltaf tilbúinn með þína rödd er þjóna skyldi tón- listinni, hvort sem var á ferðinni karlakór eða kirkjukór í okkar gamla góða Hrafnagilshreppi. Oft var glatt á hjalla og mikil til- hlökkun er læra skyldi nýtt lag og allir lögðu sig fram við að læra, svo lagið hljómaði fagurlega að end- ingu. Þarna vorum við að leggja fram okkar litla skerf að fótstalli sönggyðjunnar og uppskárum gleði og hrifningu í ríkum mæli. Þakka þér fyrir allt. Kæri vinur, vertu blessaður og sæll og „í Drottins ást og friði“. Með söngkveðju. Sigríður Schiöth. JÓHANNES JAKOBSSON Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr- ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn- ur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvadd- ur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minn- ingargreinunum. Minningargreinar Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EINARS ÖGMUNDSSONAR fyrrverandi formanns Landssambands vörubifreiðastjóra, Grímshaga 3, Reykjavík, sem andaðist á Landspítala við Hringbraut föstu- daginn 2. júní fer fram frá Dómkirkjunni þriðju- daginn 13. júní kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktar- og minningarsjóð Félags nýrnasjúkra, sími 568 1865. Ögmundur Einarsson, Magdalena Jónsdóttir, Ingibjörg Einarsdóttir, Júlíus Sigurbjörnsson, Ingveldur Einarsdóttir, Trausti Sveinbjörnsson, Þórunn Einarsdóttir, Frank Jenssen, afa- og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.