Morgunblaðið - 12.06.2006, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 12. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
HVAÐ eiga Íslendingar að halda
um trúverðugleika Írans í kjarn-
orkuvopnamálum? Hvað vitum við
svosem almennt um Íran?
Flestir okkar vita kannski að þetta
er landið sem áður hét Persía, og að
þar bjuggu Persar hinir fornu sem
stóðu uppi í hárinu á Forn-Grikkjum.
Þeir höfðu þá konunga með nöfnum
eins og Kýros, Daríos
og Xerxes. Þegar svo
Alexander mikli lagði
undir sig Persaveldi,
náði það frá Miðjarð-
arhafi til Indlands, og
spannaði þá löndin sem
við nefnum í dag Tyrk-
land (Litlu Asíu), Írak
(Mesópótamíu) og Íran
(Persíu).
Við lærðum í gagn-
fræðaskóla og mennta-
skóla að í Íran byggju
þjóðir sem töluðu indó-
evrópskt mál einsog
við, og voru nafntogaðastar þjóða þar
Medar og Persar í blómatíð Forn-
Grikkja, en svo Parþar og Sassanítar
á tímum Rómaveldis. Veittu þá Par-
þar Rómverjunum marga skráveif-
una; svosem konungurinn Mý-
þradates, en aldrei tókst Rómverjum
þó að leggja veldi þeirra undir sig.
Eftir þann tíma hverfur ríkið útúr
meginstraumi mannkynssögunnar,
þartil kringum 1970, er keisarinn
þeirra Reza Pahlavi er að reyna að
iðnvæða borgir landsins, og svo aftur
kringum 1980 þegar honum er steypt
af stóli, og klerkastjórn verður í
fyrsta sinn ein um völdin. Síðan kem-
ur stríðið við Írak sem varir til 1988.
Þessar fáu staðreyndir segja þó
furðu mikið: Þarna er hern-
aðarsinnuð þjóð sem hefur vanist því
að vera sjálfstæð, og að líta stórt á sig
í sögulegu tilliti. Fyrir utan skamm-
vinna landvinninga grannþjóða hefur
hún að mestu verið sjálfstæð að kalla
í um 2500 ár, og hafa þar Persar og
frændur þeirra verið langfjölmenn-
asta þjóðarbrotið (nú um 40% lands-
manna). Síðan á 16. öld hafa þeir haft
tvípóla stjórnarfar keisaraveldis
Shasins og klerkaveldis Shíta-
múslima; sem laut jafnan forystu hins
veraldlega sinnaða keisara.
Íranar hafa lengi þurft að vera á
verði gagnvart ásælni grannþjóða:
Má þar nefna Írak í suðri, Tyrkland í
vestri, Rússland í
norðri, og Indland í
austri. Við þetta bætt-
ust á 20 öld áhrif breska
heimsveldisins, Banda-
ríkjanna, og nú einnig
Kína; einkum er varðar
olíuviðskiptin.. En
margar grannþjóða Ír-
ans hafa nú kjarn-
orkuvopn sér til full-
tingis, svosem
Rússland, Natóríkið
Tyrkland, Indland,
Pakistan, Kína og Ísr-
ael. Við slíkar kring-
umstæður fer því varla hjá því að
Írönum finnist að þeir hafi nánast
heilagan rétt til að þróa sín eigin
kjarnorkuvopn. Sérstaklega í ljósi
hins nýlega innrásarstríðs frá Írak,
1981–1988. Við þetta bætist að Íranar
eru talsvert hervæddir, líkt og flestar
nágrannaþjóðir þeirra, og hermál því
væntanlega ofarlega í huga stjórn-
málamanna þeirra alla jafna sem
áhrifavaldur. Því hlýtur nú að vera
næstum ómótstæðileg freisting fyrir
þá að þróa kjarnorkutilraunir sínar í
átt til bæði kjarnorkuvers og kjarn-
orkuvopna í senn. Þannig fari saman
hagsæld, virðing, öryggi og drottn-
unarvald.
Ef ennþá ríkti keisarastjórn í Íran,
yrði það kannski ekki uggvænlegra
kjarnorkuveldi en t.d. Pakistan er
núna. En þar eð þeir eru svo flæktir í
trúarlega byltingu heima fyrir, og svo
flæktir í stuðning við andspyrnuhópa
Síta í ýmsum nágrannalöndunum, þá
virðast þeir engan veginn hafa til að
bera þann stöðugleika sem eigendur
svo öflugra gereyðingarvopna sem
kjarnorkuvopn eru, þyrftu við; til að
forða jafnvel sjálfum sér frá voða.
Þá er ótalið, að þeir eru á enn við-
kvæmara áhrifasvæði Bandaríkjanna
í Asíu en sjálf Norður-Kórea er á; og
yrðu því svipuð ógn í því valdatafli og
Írak var að verða með kjarn-
orkuvopnatilraunum sínum á níunda
áratuginum.
Ljóst virðist því að vesturveldin
verða að vera tilbúin að beita tals-
verðu valdi til að forða því að svo stór
ógn verði að veruleika.
Nú er Ísland að sækja um sæti í
Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Er
þar meginatriði í stefnuskrá okkar að
stuðla gegn frekari útbreiðslu kjarn-
orkuvopna. Enda virðist að áfram-
haldandi útbreiðsla kjarnorkuvopna-
eignar hlyti á endanum að leiða til
slita á heimsfriðinum; ef ekki til slita
sjálfs heimsins. Því virðist nú sem ut-
anríkisráðherra okkar mæli með
hefðbundinni árás á Íran, sem ör-
þrifaráðs; ef það megi verða til að af-
stýra því að Íranar komi sér upp
kjarnorkuvopnum.
Hætt er þó við að Íran yrði þá að
hliðstæðu vandamáli og Írak er nú
orðið; og jafnvel að spjót múslímskra
öfgamanna færu þá að beinast að Ís-
landi sérstaklega; ef Ísland væri
formlegur aðili að slíkri innrás úr
sæti sínu í Öryggisráði Sameinuðu
þjóðanna!
Friðvænleiki Írans
Tryggvi V. Líndal
fjallar um Íran ’Er þar meginatriði ístefnuskrá okkar að
stuðla gegn frekari
útbreiðslu kjarnorku-
vopna.‘
Tryggvi V. Líndal
Höfundur er þjóðfélagsfræðingur og
áhugamaður um kjarnorkuafvopnun.
RADÍÓAMATÖR ! Hvað er nú
það?
Við sem höfum þetta að áhugamáli
erum oft spurðir að þessu. Og eins og
gefur að skilja er stundum erfitt að
segja frá því í stuttu máli. Fyrst og
fremst er þetta áhugamál um fjar-
skipti og fjarskiptatækni. Sumir eru
í því að hafa samband við aðra ama-
töra um allan heim en
aðrir hafa meiri áhuga
á að smíða alls konar
búnað. Allt frá því Mar-
coni tókst að senda loft-
skeyti hafa radíó-
amatörar verið til,
kannski var hann sá
fyrsti! Fljótlega fór
þeim fjölgandi sem
höfðu áhuga á þessu og
þar kom að þeir sem
töldu sig vera "alvöru"
ákváðu og bundust
samtökum um að þess-
ir amatörar ættu ekki
tilverurétt á langbylgjunni og úthlut-
uðu þeim svæðum á stuttbylgjunni,
sem væri hvort sem er alveg ónýt til
fjarskipta.
Fljótlega fóru þessir amatörar að
smíða sér senda og viðtæki og settu
upp loftnet til þess að nota sín á milli.
Þróun í fjarskiptum varð mjög
hröð á þessum upphafstímum og
kom að því að samband við radíó-
amatöra í öðrum löndum tókst og
amatörar fengu því framgengt að
þeim var úthlutað smábútum hér og
þar á stuttbylgjusviðinu. Og nú í dag
hafa amatörar leyfi til að nota tíðni-
svið frá langbylgju 1,8 MHz og að 29
MHz og nú í seinni tíð (tilraunaút-
sendingar) á 137 Hz,
Félagið Íslenskir radíóamatörar,
skammstafað ÍRA, var stofnað 14.
ágúst 1946, verður því 60 ára á næsta
ári, en þá skömmu áður höfðu íslensk
yfirvöld sett reglugerð um starfsemi
radíóamatöra þar sem nokkuð
ströng skilyrði voru sett. Þeim var
gert að undirgangast próf til þess að
sanna að þeir kynnu eitthvað fyrir
sér í þessum fræðum en það var í
fullu samræmi við það sem tíðkaðist
erlendis. Einnig var sett ákvæði um
að þeir sem sóttu um leyfi urðu að
vera greiðendur útvarpsgjalds.
ÍRA hefur frá upphafi reynt að
standa vörð um starfsemi amatöra á
Íslandi og í góðri samvinnu við yf-
irvöld sem áður voru
Landssími Íslands en á
seinni árum Póst- og
fjarskiptastofnun. Má
segja að sú stofnun hafi
verið okkur afar hag-
stæð og menn þar á bæ
verið framsýnir á þarfir
radíóamatöra. Þess má
geta að fyrir u.þ.b. 35
árum var sett reglu-
gerð um starfsemi ný-
liða og urðum við þar
með fyrstir í Evrópu til
að leyfa ungu fólki, sem
kannski hafði ekki allt
þetta á hreinu, að kynnast þessu
áhugamáli og með tímanum að til-
einka sér þetta. Það er núna fyrst
sem það hefur komið til tals í ná-
grannalöndum okkar að nauðsynlegt
væri að taka þetta upp
En nokkrir frumkvöðlar höfðu þó
verið í loftinu hér á landi án leyfis en
amatörleyfi höfðu verið útgefin víða í
Evrópu. T.d. eru félögin annars stað-
ar á Norðurlöndum komin yfir 80 ár-
in. Enn í dag verða amatörar um all-
an heim að undirgangast próf til þess
að fá að fara í „loftið“. Í seinni tíð
hafa kröfur til amatöra verið sam-
ræmdar milli landa þannig að nú get-
ur íslenskur radíóamatör farið til
flestra landa í heiminum og haft sam-
band þaðan við umheiminn og flestir
komið til Íslands. Í tímans rás hefur
þó þessum takmörkunum verið aflétt
eða þær rýmkaðar verulega. Ekki
þarf lengur að kunna að senda og
taka á móti morse.
Radíóamatörar um víða veröld
hafa veitt radíóþjónustu á hættutím-
um, til dæmis þegar flóðbylgjan
mikla olli miklu manntjóni, þá voru
það radíóamatörar frá nálægum
löndum sem settu upp radíóþjónustu
sína og veittu alla þá hjálp sem þeir
gátu. Einnig í BNA hafa þeir verið til
staðar vegna hamfara (fellibylja) en
þar í landi er mikil hefð fyrir ama-
törradíói og má geta þess hér að þeir
fá ekki leyfi nema undirgangast skil-
yrði um að veita þessa þjónustu.
Við íslenskir radíóamatörar höfum
lengi veitt þessa þjónustu fyrir Al-
mannavarnir ríkisins en því miður
hefur nú sem stendur ekki verið ósk-
að eftir okkar aðstoð en þó fer fjöldi
manna og kvenna í okkar röðum af
stað ef þörf krefur. Margar björg-
unarsveitir landsins hafa innan sinna
raða einmitt menn sem eru radíó-
amatörar þannig að við komum víða
að. ÍRA hefur staðið fyrir nám-
skeiðum í radíófræðum og fyr-
irhugað er eitt slíkt í byrjun næsta
árs.
Ef þú hefur áhuga þá ertu velkom-
in(n) í félagsheimili okkar að Skelja-
nesi (endastöð Strætó) en við erum
með opið hús alla fimmtudaga frá kl.
20 og oftast heitt á könnunni.
Á heimasíðu okkar www.ira.is eru
frekari upplýsingar um félagið.
Sjáumst fljótlega.
TF3HP
Hvað er amatörradíó ?
Haraldur Þórðarson fjallar
um radíóamatöra ’Margar björgunar-sveitir landsins hafa inn-
an sinna raða einmitt
menn sem eru radíó-
amatörar þannig að við
komum víða að.‘
Haraldur Þórðarson
Höfundur er tækjavörður
við efnafræðiskor HÍ.
AÐ UNDANFÖRNU hef ég
skrifað greinar um Krabbameins-
félag Íslands (KÍ). Svör við þessum
greinum hafa borist fyrst frá for-
manni stjórnar og síðan 3. júní frá
forstjóra KÍ, Guðrúnu Agnars-
dóttur. Aldrei hefur mér verið boð-
ið í kaffi í gegnum
Mbl. en allt er ein-
hvern tímann fyrst.
Þar sem fram kemur í
þessum greinum
þeirra að ég sé að
gagnrýna starfsemi og
meðferð fjármála KÍ
verð ég að leiðrétta
þau aðeins.
Tilgangur minn er
að vekja athygli á því
sem tugir krabba-
meinsgreindra hafa
nefnt við mig. Sér-
staklega þeir sem hafa
tekið virkan þátt í
starfsemi stuðnings-
hópa KÍ og tóku einn-
ig þátt í söfnun KÍ ár-
ið 2001 „Einn af
hverjum þremur“.
Þetta fólk er reitt,
fullt af gremju og bit-
urt út í hvernig starf-
semi KÍ er háttað. Ég
verð að taka undir
með þessu góða fólki sem hefur
verið að berjast við sinn sjúkdóm í
fleiri ár, með það að gagnrýni
þeirra er að mörgu leyti réttmæt í
garð KÍ.
Þegar rætt er við krabbameins-
greinda einstaklinga sem hlotið
hafa fullkomna bót á meinum sín-
um líkamlega og rætt við þá um þá
þjónustu sem þeir fá varðandi
framtíðina og andlegan þátt veik-
inda sinna get ég ekki orða bund-
ist. Framtíðin er með stóru „EF“
sjúkdómurinn tekur sig upp aftur,
lýtaaðgerðir og aðrar skurð-
aðgerðir ásamt öllu því amstri sem
því fylgir. Inn í andlega þáttinn
koma líka breytingar í samlífi
hjóna, skilnaðir og annað sem
krabbameinsgreindur getur lent í.
Og margir búa einir. Félagsleg
nánd, t.d. koma saman og ræða
málin við aðra sem eru í svipaðri
aðstöðu, hefur hjálpað þessu fólki
ómetanlega. Að horfa á einstakling
á bestu árum ævi sinnar, kominn
með útskrift, brotna síðan saman
vegna „EFSINS“ vegna þess að við
fáum ekki sömu þjónustu og aðrir í
heilbrigðiskerfinu. Vegna þess að
hagsmunagæsla krabbameins-
greindra gagnvart heilbrigðiskerf-
inu er engin. Peningar sem safnað
er 2001 og lofað til þessara hluta
eru ekki nýttir. Þetta er ekki að
mínu mati gagnrýni á starfsemi KÍ
heldur staðreynd um starfsemi KÍ.
Á meðan sjúklingum innan okkar
hóps er mismunað með gjaldtöku
innan LSH og annarra stofnana
segir KÍ ekki neitt. Staðreynd. Ég
viðurkenni þó að stjórn KÍ sýndi
smálit á aðalfundi sínum að færa
Ljósinu, endurhæfingar- og stuðn-
ingsmiðstöð krabbameinsgreindra,
2,5 milljónir að gjöf. Ljósið var sett
á stofn, ekki að tilstuðlan KÍ, sem
mér hefði þótt rétt, heldur af
krabbameinsgreindum ein-
staklingum sem vissu af þörfinni í
þjóðfélaginu og gátu ekki sætt sig
við óbreytt ástand.
Innan KÍ er fjölbreytt starfsemi
í leit að krabbameini og við lestur
ársreikninga KÍ kemur í ljós að
tekjur eru umtalsverðar af rekstri.
T.d. árið 2004 eru skoðanagjöld 66
millj., styrkur frá ríkissjóði 240
millj., fjárveiting frá ríkissjóði 29
millj., erfðagjafir 39 millj., aðrar
tekjur 89 millj. Eignir KÍ eru sam-
tals 641 millj.
Athygli vekja útgjaldaliðir s.s.
launakostnaður 256 millj., verk-
takavinna 64 millj., Ríkisspítalar
vegna launa lækna 4
millj.
Styrki til aðild-
arfélaga, vegna þess
að GA minnist á þá, er
fróðlegt að skoða. Er
þá hægt að skoða í
ársskýrslu 2004 undir
Landssöfnun 2001
(þjóðarátak gegn
krabbameini), rekstr-
arreikningur 2004.
Getur það verið að 60
millj. séu enn inni af
75 millj. sem voru til
úthlutunar? Ég hélt að
söfnunin hefði heitið
„Einn af hverjum
þremur“?
Ég hef í áhuga mín-
um sótt tvo aðalfundi
aðildarfélaga. Í öðru
félaginu sóttu fundinn
22 félagsmenn. Aðal-
fundarstörf tóku 20
mínútur. Allir sam-
mála enda í sjóðum
félagsins 3,2 millj. Engin starfsemi
og engin umræða um að nýta fjár-
munina. Í hinu félaginu tóku aðal-
fundastörf aðeins lengri tíma þar
sem mér datt í hug að koma með
fyrirspurnir. Á fundinn mættu
u.þ.b. 10 manns. Í sjóði þess félags
eru um níu millj. Umræða var mik-
il á þeim fundi um óánægju með
störf KÍ og hvernig stuðningshópar
væru undir hælnum á stjórn KÍ.
Engin umræða um á hvern hátt
ætti að verja sjóðum félagsins.
Ég komst ekki yfir fleiri aðal-
fundi, enda hækkandi bensínverð,
en ég get ímyndað mér að í sjóðum
annarra stuðningshópa og félaga sé
sama sjóðmyndunin.
Á heimasíðu KÍ má lesa sögu KÍ
frá upphafi. Margsinnis hefur KÍ
fengið styrki frá t.d. Heilbrigðsst.
Bandaríkjanna, 25 aura styrk af
hverjum sígarettupakka sem þá
kostaði 15,80 kr. og margt fleira.
KÍ rekur röntgendeild, rann-
sóknastofur, leitarstöð og krabba-
meinsskrá. Starfsfólk krabbameins-
skrár er 10 manns en starfsmenn
KÍ eru 78 í 60 stöðugildum.
Læknar sem unnu sem verktakar
hjá KÍ eru 23. Í vísindaráði KÍ
sitja níu manns. Læknar í starfi við
LSH sem störfuðu í 50% starfi við
KÍ eru 16 talsins. Er þarna vina-
samfélagið? Á sama tíma og viðtal
er tekið við hjartasjúkling/
þingmann í tímariti sem lýsir yfir
ánægju sinni með aðbúnað á
Reykjalundi og hjartadeild sér
maður svo ekki verður um villst að
langt er í land. Getur nokkur
hjartasjúklingur ímyndað sér
Hjartaheill, landssamtök hjarta-
sjúklinga, hefja rannsóknir á
hjartasjúkdómum? KÍ verður að
skilja að starfsemi sína og hags-
munagæslu fyrir krabbameins-
greinda. Er áhugi fyrir hendi?
Heimildir: Heimasíða KÍ. Árs-
skýrsla 2004.
Umsvif Krabba-
meinsfélags
Íslands
Haukur Þorvaldsson
fjallar um starfsemi
Krabbameinsfélags Íslands
’KÍ verður aðskilja að starf-
semi sína og
hagsmunagæslu
fyrir krabba-
meinsgreinda.‘
Haukur Þorvaldsson
Höfundur er krabbameinsgreindur
öryrki.
Gætum tungunnar
Á stofunni eru einar dyr og í þeim er ein hurð.
Á skálanum eru tvennar dyr og sín hurðin í hvorum þeirra.