Morgunblaðið - 12.06.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.06.2006, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 12. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Matsölustaður Til sölu mjög snyrtilegur matsölustaður sem hefur siðlegan opnunartíma en aðeins er opið til kl. 20 á kvöldin. Lokað um helgar. Skemmtilegur vinnustaður fyrir tvo samhenta t.d. hjón eða par. Sæti fyrir um 50 manns. Stórt eldhús með flestum tækjum sem þarf, tilvalið til veisluþjónustu. Staðurinn er ný gegn- umtekinn, flest nýtt t.d. postulín, stólar og borð. Nýtt sjón- varp fyrir keppnina. Léttreikir kjöt á staðnum. Sérstakur, góður matseðill sem auðvelt er að afgreiða eftir. Þarf lítinn mannskap. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni, ekki í síma eða á netinu. Skráin á netinu: www.fyrirtaeki.is Lögg. fasteignasali: Bergur Guðnason hdl. Elsta fyrirtækjasalan á landinu. ENN einu sinni fer Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands (NÍ) fram á sjónarsviðið í Mbl. 9. júní sl. og talar gegn betri vitund. Hann vill bera til baka að gróðurhúsaáhrif geti verið Kárahnjúkavirkj- un til góðs. Höfundur þessarar greinar er í þeim hópi sem skrifað hefur um að aurfylling í Hálslóni taki lengri tíma en með var reikn- að. Það er túlkað sem eitthvað gott um Landsvirkjun og Háls- lón og það má að sjálf- sögðu ekki fyrir NÍ. Aurburður jökulfljóta minnkar þegar jöklar minnka það eru þeir búnir að vera að gera síðan á ísöld og engar líkur á öðru en þeir haldi því áfram nema ný ísöld komi og bjargi þeim. Árni virðist telja að við séum að hrósa happi fyrir hönd Landsvirkj- unar yfir loftslagsbreytingum. Við Árni getum verið sammála um að þær eru leiðindamál, en engar líkur eru á að hjá þeim verði komist. Lofts- lag 1930–1990 var óeðlilega stöðugt þegar litið er til lofslagssögunnar úr ískjörnum. Loftslagsbreytingar sem nú eru farnar af stað verða ekki stöðvaðar. Hugsanlega má hafa tak- mörkuð áhrif til skamms tíma með því að draga úr notkun olíu og kola, en þegar til lengri tíma er litið hefur það engin loftslagsleg áhrif hvort mannkynið klárar jarðolíuna sem nú er til á 100 eða 200 árum. Kyoto-samkomulag og kolefnis- kvótar er tölvuleikur sem engu breyt- ir. Tilgangurinn virðist vera að skammta þjóðum kolefniskvóta eins og notkun þeirra var áður. Þetta stöðvar efnahagslega þróun fátækra þjóða og tryggir stöðu þeirra sem nú eru innan múra ríkidæmis og velmeg- unar. Þessi hugsjón hef- ur ekki aðdráttarafl á mig. Eina vörn fátækra þjóða er að vera ekki með í Kyoto-sam- komulaginu. Hvernig fer um þann samning veltur á þróun mála í Indlandi og Kína. Ís- land hefur minna en ekki neitt að segja í því máli. Kárahnjúkavirkjun er nú að síga á seinni hlutann. Af henni eru nánast engin landspjöll, Hálslón er gamalt vatn sem einu sinni var á þessum stað, hvarf út um gljúfr- in þegar þau mynduðust en kemur nú aftur. Til að búa til náttúruspjöll úr þessu er einfaldlega ofstæki. Franklin D. Roosevelt Bandaríkja- forseti reif Bandríkin upp úr krepp- unni miklu með því að byggja stór- virkjanir út um allt og selja orkuna í iðnaðinn á kostnaðarverði. Með því gerði hann BN að stærsta iðnveldi heims og það eru þeir enn. Ísland á líka orku og í dag er verið að tryggja framtíð þjóðarinnar með því að virkja hana og selja í atvinnuskapandi starf- semi. Þetta er hægt að gera vegna framsýni góðra manna sem gengu fram fyrir skjöldu um að auðlindin skyldi rannsökuð. Má þarf nefna Ein- ar Benediktsson, Jón Þorláksson, Jakob Gíslason og Jóhannes Nordal. Í þessu máli hafa NÍ gersamlega brugðist. Félagið eltir Landsvirkjun og áliðnaðinn með mótmælaborðum en lætur alla náttúruvernd sigla sinn sjó. Segir ekki orð um rányrkjuna í hafinu, skurða- og gaddavírsfarganið á öllu ræktanlegu landi, trjá- plöntuóræktina á eyðijörðum eða neitt annað sem máli skiptir í raun- verulegri náttúruvernd hér á landi. Sem dæmi má taka að þegar búið er að veita framkvæmdaleyfi skiptir útlitshönnun mannvirkjanna gríð- arlegu máli. Hér má finna mörg dæmi um hvernig farið hefur vegna þess að sofið var á verðinum. Nefna má útlitið á Grundartanga, línuhnút- inn á Hellisheiðinni og háspenni- línuna sem slapp í gegn um Fjalla- bakssvæðið með miklum náttúruspjöllum því þar var ekkert álver á hinum enda línunnar. Fer ekki að verða tímabært að stofna ein- hver náttúruverndarsamtök sem taka náttúruvernd alvarlega og gegna sínu hlutverki? Það er vænt- anlega ekki langt í það að tog- araveiðar stöðvist, þá hefur þjóðin orkuiðnaðinn og túrismann eftir þeim vegum sem hann hefur skapað. Án þessara atvinnugreina væru veru- legar líkur á landflótta héðan ef fisk- urinn bregst, e.t.v. til Brasilíu, en nýj- ustu fréttir herma að þar fáist gott verð fyrir orku. Af óraunhæfum útreikningum Jónas Elíasson svarar Árna Finnsyni formanni NÍ ’Aurburður jökulfljótaminnkar þegar jöklar minnka, það eru þeir búnir að vera að gera síð- an á ísöld og engar líkur á öðru en þeir haldi því áfram nema ný ísöld komi og bjargi þeim.‘ Jónas Elíasson Höfundur er prófessor. Á ÍSLANDI er ríkisrekið heil- brigðis- og menntakerfi. Á Íslandi sér ríkið um að byggja vegi og bæta. Þeir sem þurfa aðstoð verða yf- irleitt að treysta á rík- isvaldið til að fá hana. Barnafjölskyldur treysta á að ríkisvaldið sendi þeim ávísun með reglulegu millibili og skuldsettir íbúðareig- endur gera ráð fyrir vaxtabótum til að láta enda ná saman. Allt þetta traust er sett á kostnað skattkerfisins sem aftur er haldið uppi af þeim sem treysta á það. Þessu höfum við vanist frá upphafi og e.t.v. finnst mörgum erfitt að ímynda sér að hlutirnir gætu verið öðruvísi. Hvað með allt hitt? En hið ríkisrekna er ekki hið eina sem kemur að daglegu lífi fólks. Matvörubúðir eru ekki í umsjón rík- isstarfsmanna, og hið sama má segja um sjóntækja- og fataverslanir, bíla- sölur, apótek, skemmtistaði, líkams- ræktarstöðvar, verktakafyrirtæki og fasteignasölur, og í seinni tíð banka, sementsverksmiðjur og sím- fyrirtæki. Hvernig yrði Ísland ef rík- ið myndi, með löggjöf og eignaupp- töku, ákveða að einoka og fjármagna eða styðja með skattfé fyrirtæki í þessum geirum og öðrum sem einka- aðilar hafa á sínum höndum í dag? Ef eitthvað er að marka reynsluna af ríkisrekstri á Íslandi og annars staðar er svarið augljóst: Biðraðir, síhækkandi verðlag, versnandi gæði, óánægja, verkföll, deilur í samfélag- inu öllu og almenn hrörnun á þjón- ustu. Ríkisvaldið er einfaldlega ekki í stakk búið til að sinna rekstri af neinu tagi. Meira að segja grundvall- arsvið kerfisins, lög- og dómgæsla, losna ekki við harða gagnrýni og stundum vafasamt orðspor (barna- níðingar og nauðgarar sleppa létt, kaupendur og seljendur lítils magns fíkniefna fá að dúsa lengi). Ástæða þess að ríkið er lélegur rekandi fyr- irtækja er sú að ríkið er einokunar- aðili. Enginn sleppur við að greiða skatt og ef einhver þarf á þjónustu ríkisfyrirtækis að halda þá standa viðkomandi fáir valkostir opnir. Ríkisrekstur er hið eina sanna dæmi um einok- un og Íslendingar þekkja vel áhrif þess að skipta við fyrirtæki í einokunaraðstöðu (t.d. þeirra sem ríkið ver fyrir samkeppni með tollum, löggjöf og nið- urgreiðslum). Fjármögnun ríkis- rekstursins er óréttlát Skattkerfið er eitt öflugasta stjórntæki ríkisvaldsins og grund- völlur þess að ríkið geti viðhaldið einokunaraðstöðu sinni. Launafólk greiðir sína skatta og ætlast í stað- inn til að ríkið veiti ákveðna þjón- ustu. Ríkisvaldið sem einokunaraðili veitir vissulega þjónustu, en þjón- ustu sem hækkar í verði og versnar í frammistöðu á hverju ári. Ríkið get- ur jafnvel sleppt því að veita um- beðna þjónustu með því að sam- þykkja lög sem útiloka suma en veita öðrum forréttindi. Þeir sem treysta á ríkið til að lækna geta þurft að sætta sig við langa biðlista og verða einfaldlega að una því. Háir skattar valda því að frjáls markaður fyrir heilbrigðisþjónustu berst í bökkum og krefst þess að fólk hafi bæði efni á sköttunum og greiðslunum sem markaðsaðilar verða að fá til að standa undir sínum rekstri. Þetta er óréttlátt og skapar bæði vandræði og þjáningar. Vandræði og þján- ingar á hinum frjálsa markaði leys- ast með því að einstaklingar skipta um þjónustuaðila, semja um verð eða stofna til samkeppni. Ríkisrekst- urinn getur aldrei boðið slíkan sveigjanleika. Allt þarf að einkavæða Lausnin á vandamálum rík- isrekstursins er einföld en ef til vill eilítið róttæk. Hún er sú að einka- væða allar stofnanir og fyrirtæki ríkisins (í mishörðum áföngum þó). Skattar eru vond leið til að fjár- magna rekstur og ríkið er lélegur rekstraraðili sem þarf ekki að taka tillit til skjólstæðinga sinna enda ein- okunaraðili sem getur bannað sam- keppni með lögum. Kosningar á fjögurra ára fresti á milli slæmra valkosta eru engin sérstök ástæða til að óttast óánægju viðskiptavinanna, fyrir utan þá staðreynd að flestir þingmenn á Alþingi vilja beinlínis auka umsvif hins opinbera enn frek- ar. Verkföll meðal starfsmanna banka, matvöruverslana og bifreiða- verkstæða þekkjast ekki, og mót- mæli á Austurvelli vegna lélegrar þjónustu á hárgreiðslustofum eða ósveigjanleika bankanna munu aldr- ei eiga sér stað. Starfsmenn spítala, hjúkrunarheimila og skóla hafa eng- in önnur úrræði til að fá áheyrn hjá hinu opinbera. Hvað ef allt væri einkavætt og sett á hinn frjálsa markað með til- heyrandi skattalækkunum og af- námi hamlandi reglugerða? Nið- urstaðan væri sú að stjórnmálamenn þyrftu líklega að finna sér eitthvað annað og betra að gera en fæða og klæða fólk sem getur gert það mun betur á eigin vegum, eða fundið mun hæfari aðila til að sinna þörfum sín- um á mun hagstæðara verði. Hvað ef? Geir Ágústsson fjallar um ríkisrekstur og einkavæðingu Geir Ágústsson ’Lausnin á vandamálumríkisrekstursins er ein- föld en ef til vill eilítið rót- tæk. Hún er sú að einka- væða allar stofnanir og fyrirtæki ríkisins…‘ Höfundur er í stjórn Frjálshyggjufélagsins og starfar sem verkfræðingur í Danmörku. FYRIR sex árum samþykkti Al- þingi Jarðgangaáætlun Vegagerð- arinnar fyrir Vestfirði, Norður- og Austurland sem eitt forgangsverk- efni þótt vitað væri að engin ávinningur yrði af Héðinsfjarð- argöngum fyrir Eyja- fjarðarsvæðið og Skagafjörð. Fljótlega komu fram efasemdir um að veggöngin milli Siglufjarðar og Ólafs- fjarðar myndu gagnast fjarlægari byggðum. Allt tal um að Davíð Oddsson hafi lofað heimamönnum Héðins- fjarðargöngum er rök- leysa. Fátt var um svör þegar vonsviknir heimamenn beggja megin Tröllaskagans sögðu samgöngu- ráðherra og þingmönn- um Norðlendinga að þetta væri sveltistefna í stað Vaðlaheið- arganga. Alltaf snúa kjörnir þing- menn öllum rökum á hvolf þegar kjósendur þeirra spyrja hvort ekki liggi meira á að fjarlægja allar ein- breiðar brýr á hringveginum áður en tími Héðinsfjarðarganga kemur. Að- varanir heimamanna beggja megin Tröllaskagans um að hvorugur gang- amunninn í Héðinsfirði verði nokkurn tímann öruggur fyrir snjóflóðum og aurskriðum eru að engu hafðar. Græðgi landsbyggðarþingmanna í þessu máli verður fljótlega hefnt þeg- ar snjóflóð í Skútudal halda áfram að hrella Siglfirðinga. Þess iðrast nú enn fleiri landsbyggðarþingmenn sem viðurkenna að Héðinsfjarðargöng séu vitlaus framkvæmd án þess að kanna fyrst möguleika á gerð jarð- ganga undir Vaðlaheiði, Öxnadals- heiði eða úr Hjaltadal yfir í Hörg- árdal. Vegna mikillar slysahættu geta samgöngubætur á hringveginum ekki beðið lengur. Fyrir norðan var vilji kjósenda að engu hafður þegar Alþingi var teymt á asnaeyrunum. Tímabært er að skoðaðir verði fyrst möguleikar á nýjum veggöngum í stað Múlaganganna og 2 til 3 km löngum jarðgöngum undir Siglufjarð- arskarð samhliða vel uppbyggðum vegi yfir fjörurnar í Haganesvík, sem stytta vegalengdina milli Sauð- árkróks og Siglufjarðar. Borið er á borð fjarstæðukennt tal um að þjóð- vegaleið frá Siglufirði muni liggja um Strákagöng til Almenninga, Fljóta og inn í Skagafjörð. Annað kemur í ljós þegar jarðsig á veginum í Almenn- ingum kostar alltof mörg mannslíf. Öll rök mæla með því að jarðgöng í þremur álmum úr Hjaltadal yfir í Hörgárdal og Skíðadal tengi allt Eyjafjarðarsvæðið enn betur við byggðirnar í Skagafirði heldur en Héðinsfjarð- argöng. Þá styrkjast byggðirnar beggja meg- in Tröllaskagans enn betur sem öflugt mót- vægi við höfuðborg- arsvæðið. Þarna myndu áhrif Vaðlaheiðarganga ná til byggðanna í Húnaþingi komist Þver- áfjallsvegur í þjóð- vegaleið nr. eitt. Um jarðgöngin undir Trölla- skaga styttist vega- lengdin milli Sauð- árkróks og Akureyrar um 50 til 60 km. Um Héðinsfjörð yrði hún 100 km lengri. Yfir Öxnadalsheiði hafa farið um 3000 bílar á dag og yfir Víkurskarð við Eyjafjörð aðeins fleiri bílar. Á þessum fjallvegum getur talan farið í 4000 til 5000 bíla á dag, jafn- vel meira næstu áratugina. Lauslegar umferðar- og arðsemisathuganir sýna ekki að jafnmargir bílar fari um Héðinsfjarðargöng. Á næstu 10 til 15 árum fjölgar ökutækjum í landinu um 50% til 60% eins og umferðarspár gera ráð fyrir. Fyrir þremur árum sögðu vonsviknir heimamenn í þess- um litlu sjávarplássum kjörnum þing- mönnum að Héðinsfjörður væri ekki heppilegasta leiðin til að tengja sam- an Siglufjörð og Ólafsfjörð. Engum spurningum um fjármagn til atvinnu- skapandi verkefna er svarað. Hug- myndir um hálendisveg úr inn- anverðum Skagafirði yfir Stórasand í 700 til 800 m.y.s. niður í innsveitir Borgarfjarðar á að afskrifa. Þessi vegur verður dýrari en 8 til 9 km löng jarðgöng sem tekin yrðu úr 360 m hæð í Öxnadal undir heiðina og kæmu út í um 440 m.y.s. í Norðurárdal ná- lægt Hörgárdalsheiði. Þennan veg kynna örfáir landsbyggðarþingmenn í formi rökleysunnar sem íslenska ríkið samþykkir aldrei. Með veggjaldi geta Akureyrarbær og KEA aldrei fjármagnað þennan veg. Þennan há- lendisveg vill meirihluti Norðlend- inga afskrifa eins og Héðinsfjarð- argöngin. Á einum degi færu enn fleiri bílar í gegnum Vaðlaheiðargöng og hin göngin úr Hjaltadal undir Tröllaskaga. Þverárfjallsveg hefði átt að grafa ofan í djúpan skurð með steyptum vegskála sem fylling- arefnum væri mokað yfir. Þá hefðu vetrarsamgöngur orðið öruggari. Sveltistefna í stað Vaðlaheiðarganga Guðmundur Karl Jónsson fjallar um samgöngumál Guðmundur Karl Jónsson ’Tímabært er aðskoðaðir verði fyrst möguleikar á nýjum veg- göngum í stað Múlaganganna.‘ Höfundur er farandverkamaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.