Morgunblaðið - 12.06.2006, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 12. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Hf. Ofnasmiðjan | Reykjavík | Háteigsvegi 7 | sími: 511 1100
Akureyri | Draupnisgata 4 | sími: 466 3311 | www.rymi.is
Tilboð á
ofnum og
ofnum
handklæða-
verð
nú 11.108
verð
áður 15.866
verð
nú 23.541
verð
áður 33.630
verð
nú 15.050
verð
áður 21.500
ÍSLENSK tónverk vöktu mikla at-
hygli á Alþjóðlega tónskáldaþinginuí
París sem lauk á föstudaginn. Rík-
isútvarpið tilnefndi tvö verk, annars
vegar verkið Flecte Lapis II eftir
Atla Ingólfsson, og hins vegar verk
Huga Guðmundssonar, Equilibrium
IV: Windbells. Bæði verkin voru í
hópi þeirra tíu verka sem þátttak-
endur á þinginu töldu athyglisverð-
ust, en 60 verk frá 30 löndum kepptu
um heiðurinn. Þá var verk Huga
einnig valið í hóp þriggja athygl-
isverðustu verkanna í flokki tón-
skálda 30 ára og yngri. Hugi segist
mjög sáttur við árangurinn. „Já, það
er eiginlega ekki hægt að segja ann-
að, þetta gat varla farið betur,“ segir
Hugi, sem var þó ekki viðstaddur
þingið. „Ég undirbjó bara upptöku
sem var spiluð þarna. Þeir sem sitja
þingið eru þarna í fjóra daga og
hlusta á einhver 60 verk.“
Fær einhver stefgjöld
Hugi segir að það hafi komið sér
mjög á óvart að verkinu var tekið eins
vel og raun bar vitni. „Ég held að það
sé kostur að það eru ekki önnur tón-
skáld sem eru að hlusta á verkin held-
ur er það útvarpsfólk sem hlustar á
þetta með svolítið öðrum eyrum en
kollegar manns. Ég held að það hafi
getað gagnast mér aðeins,“ segir
hann. Tvö verk voru valin frá hverju
landi fyrir sig, eitt verk eftir tónskáld
sem er innan við þrítugt og svo annað
eftir eldra tónskáld.
Hugi segir að þessi mikla við-
urkenning geti haft töluverða þýð-
ingu fyrir sig. „Já, þetta þýðir að
verkið verður spilað í útvarpinu í ein-
hverjum 30 löndum. Þessi verk sem
eru valin fara á einhvers konar „pla-
ylista“. Fjárhagslega þýðir þetta auð-
vitað að maður fær einhver stefgjöld,
þótt ég geri mér ekki alveg grein fyr-
ir því hversu mikil þau eru, líklega
ekki mjög mikil þó,“ segir Hugi. „En
kynningin skiptir kannski mestu, að
vera nefndur í samhengi við þessa
virtu hátíð. Kannski fær maður ein-
hver tækifæri í kjölfarið, einhverjar
pantanir eða eitthvað slíkt.“
Verk Huga, Equilibrium IV: Wind-
bells var samið fyrir Caput-hópinn
fyrir ferð á heimssýninguna í Japan
árið 2005. Verkið var flutt í tvígang í
Japan en frumflutningur þess á Ís-
landi var á Myrkum músíkdögum í
vetur.
Verk Atla Ingólfssonar, Flecte
Lapis II (fyrir klarínett og hljóm-
borð) var samið árið 1998. Atli samdi
hljómborðsröddina við Agon-tónverið
í Mílanó og bætti klarínettröddinni
við fyrir tónleika Erkitíðar í Reykja-
vík 1998, þar sem verkið var frum-
flutt af Guðna Franzsyni og Snorra
Sigfúsi Birgissyni. Verkið var síðan
hljóðritað og gefið út árið 2004.
Öflugur vettvangur
Tónskáldaþingið var fyrst haldið
árið 1954. Þá tóku fjórar útvarps-
stöðvar þátt í þinginu en í ár eru þátt-
tökulöndin hátt í fjörutíu. Tón-
skáldaþingið er vettvangur til
kynningar á nýjum verkum, en auk
þess nokkurs konar keppni, þar sem
þátttakendur velja áhugaverðustu
verkin með sérstakri stigagjöf.
Þingið er skipulagt af Alþjóða-
tónlistarráðinu (International Music
Council) með stuðningi UNESCO,
vísinda-, menntunar- og menning-
arstofnunar Sameinuðu þjóðanna.
Undanfarin ár hefur Íslensk tón-
verkamiðstöð verið í samstarfi við
Ríkisútvarpið um þátttökuna.
Tónlist | Íslensk tónskáld vekja athygli í París
Á meðal
tíu bestu
Morgunblaðið/Sverrir
Árangurinn í París kom Huga Guðmundssyni töluvert á óvart.
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
FYRIR tveimur árum stofnuðu
menntskælingar á Akureyri heim-
speki- og menningarfélagið sem set-
ur nú upp sína fyrstu leiksýningu.
Leiksýningin er frjó viðbót við leik-
starf ungs fólks á Akureyri og kær-
kominn valkostur þegar haft er í
huga að undanfarin ár hefur Leik-
félag MA haldið sig við söngleiki og
stórsýningar. Þegar einnig er hug-
leitt hvernig Leikklúbburinn Saga
hefur haldið á mið samfélagsrýninnar
eftir að hafa sett upp barnasýningar
árum saman er ástæða til að fagna
vel. HOMMA setur Fyrir luktum
dyrum einmitt upp í samstarfi við
Leikklúbbinn Sögu því reyndir leik-
ararnir koma sumir þaðan.Fyrir
luktum dyrum er mjög góð leiksýn-
ing sem snertir við áhorfendum og
fær þá til að gleyma stund og stað
með tilvistarspeki og framúrstefnu-
leiklist heimspekingsins Jean-Paul
Sartre. Hér verður einnig að nefna
hvað það var vel til fundið að frum-
sýna verkið á Litla-Hrauni.
Fyrir luktum dyrum er eitt helsta
og frægasta verk Sartre en það
fjallar í örstuttu máli um tvær konur
og einn karl sem eru dæmd til þess
að vera saman í einu herbergi eftir
dauða sinn. Fólkið þarf að horfast í
augu hvað við annað, spegla sig hvað í
annars augum og þar af leiðandi horf-
ast í augu við gerðir sínar í lifanda lífi.
Spurt er hvort mannskepnan sé
nokkuð nema í augum annarra, hvort
við getum þurrkað út gerðir okkar,
hvort helvíti sé annað fólk þegar upp
er staðið. Verkið hefur verið þýtt og
að minnsta kosti verið flutt í útvarpi
hér á landi en hinn ungi Ásgeir Berg
Matthíasson þýðir leikritið að nýju og
það mjög lipurlega.
Leikstjórn Skúla Gautasonar ber
vott um vönduð vinnubrögð þar sem
næmur skilningur og náin vinna með
leikurunum skilar sér í áhrifamikilli
persónusköpun. Það var auðvelt að
gleyma því hvað leikararnir voru
ungir, því þeir sýndu allir þroskað
fólk með mikla reynslu. Ævar Örn
Benediktsson, Jóhanna V. Höskulds-
dóttir og Lilja Guðmundsdóttir réðu
öll jafn vel við persónur sínar og Haf-
liði Arnar Hafliðason var áhugaverð-
ur í hlutverki dyravarðarins eða
þjónsins.
Þegar gengið er út af sýningu sem
þessari ríkir aðeins feginleiki og
bjartsýni á að ungt listafólk láti sig
heiminn varða þegar það vandar
vinnubrögðin svo mjög.
Tilvistarspekin beint í æð
Hrund Ólafsdóttir
LEIKLIST
HOMMA
Heimspeki- og menningarfélag
Menntaskólans á Akureyri
Höfundur: Jean-Paul Sartre. Þýðandi:
Ásgeir Berg Matthíasson. Leikstjóri:
Skúli Gautason. Sýning í Deiglunni
21. maí 2006
Fyrir luktum dyrum
GENJI er byggt á kafla úr þekktri
japanskri skáldsögu frá 11. öld. Aoi
no ue, eiginkona aðalsmannsins
Hikaru Genji, er altekin af-
brýðisemi út í ástkonu manns síns.
Heiftin breytir henni í skrímsli en
eiginmaðurinn sefar hana að lokum
og skrímslamyndin hverfur af
henni. Í sýningunni er blandað
saman nútímadansi, hinu forna jap-
anska leikformi Noh, Gagaku, tón-
listarhefð japönsku keisarahirðar-
innar sem þróaðist samhliða Noh
og Shomyo sem er heildarnafn yfir
söngtónlist þar sem textinn er
búddískar bænir fluttar á sanskrít.
Í upphafi var sviðið í Kassanum
næstum autt, aðeins tveir lampar,
tjald í einu horninu, kollur og
nokkrir litlir kassar aftast. Tónlist-
arfólkið gekk síðan inn á sviðið og
settist í beina röð aftast þar sem
það var þar til alveg undir lok sýn-
ingarinnar. Hjóðfæraleikararnir
voru í dökkum hefðbundnum jap-
önskum búningum og söngvararnir,
sem allt voru virðulegir eldri menn
sem minntu á raunverulega munka,
í glæsilegum mislitum búningum.
Dansararnir voru aðeins tveir, eig-
inkonan túlkuð af Sengiku og Ryo-
kei Kondo í hlutverki eiginmanns-
ins. Dansinn var byggður á
nútímadansi, en þó var hefð Noh
leikhússins greinilega í fyrirrúmi.
Hægar, yfirvegaðar hreyfingar og
mjög falleg, stílfærð notkun á
höndum og handahreyfingum, allt
þar til undir lokin þegar Ryokei
Kondo, sem er afar góður dansari,
dansaði hraðan og kraftmikinn
kafla. Sengiku túlkaði hina þjáðu
eiginkonu á hefðbundinn japanskan
hátt með niðurlútu höfði og smáum
sporum, innri átök fengu aldrei út-
rás í hreyfingunum. Þegar af-
brýðisemin hefur heltekið hana er
hvíti sloppurinn, sem hún bar frá
byrjun, horfinn og hún hefur fengið
andlit og horn einhvers djöfuls og
gráan, næstum gegnsæjan búning.
Í mjög hófstilltum hreyfingum
hennar og stellingum fólst þó ein-
hver ógn.
Þáttur Shomyo-mannanna var
mikill í þessari athyglisverðu sýn-
ingu, þeir sungu ýmist einn og einn
eða allir og seiðmagnaður hljóm-
urinn flutti fólk í annan heim hand-
an tíma og rúms. Í raun þarf áhorf-
andinn að koma á sýninguna með
ákveðnu hugarfari, tilbúinn að láta
heillast af gífurlegri fágun og ein-
faldleika hinna fornu japönsku list-
forma sem með ívafi af nútíma-
dansi eru gerð aðgengilegri fyrir
okkar vestrænu augu.
Handan tíma og rúms
Ingibjörg Björnsdóttir
DANS
Kassinn í Þjóðleikhúsinu,
8. júní 2006
Dansarar og danshöfundar: Ryohei
Kondo og Sengiku. Fjórir hljóðfæraleik-
arar léku Gagaku tónlist og sex söngv-
arar fluttu Shomyo bænir. Sýningin Genji
var flutt í tilefni þess að 50 ár eru liðin
síðan stjórnmálasamband var tekið upp
á milli Japans og Íslands. Önnur japönsk
sýning, Undir Sjöstjörnu, verður síðan á
stóra sviði Þjóðleikhússins hinn 25. júní.
Genji – Japönsk gestasýning
Genji er byggt á kafla úr þekktri japanskri skáldsögu frá 11. öld.