Morgunblaðið - 12.06.2006, Blaðsíða 36
36 MÁNUDAGUR 12. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FULLKOMIÐ BRÚÐKAUP
Í kvöld kl. 20 Þri 13/6 kl. 20
FOOTLOOSE
Fim 29/6 kl. 20 Frums. Fö 30/6 kl. 20
Lau 1/7 kl. 20 Fi 6/7 kl.20
Fö 7/7 kl. 20 Lau 8/7 kl. 20
Miðasala hafin
VILTU FINNA MILLJÓN
Fi 15/6 kl. 20 UPPS. Su 18/6 kl. 20
GRÍMAN
Íslensku leiklistarverðlaunin 16/6 kl. 19
Grímuballið 16/6 kl. 22 Allir velkomnir
Miðasala í síma 4 600 200 / www.leikfelag.is
MIÐASALA OPIN
ALLAN SÓLAR-
HRINGINN Á NETINU.
Litla hryllingsbúðin – aukasýningar í september!
Vegnar mikillar aðsóknar: Aukasýningar í september!
Lau 2/9 kl. 19 AUKASÝNING – örfá sæti laus
Sun 3/9 kl. 20 AUKASÝNING – nokkur sæti laus
Fös 8/9 kl. 19 AUKASÝNING – örfá sæti laus
Lau 9/9 kl. 19 AUKASÝNING – nokkur sæti laus
Fullkomið brúðkaup – Borgarleikhúsinu. Sýningar í fullum gangi.
Litla hryllingsbúðin – Íslensku óperunni. Sýningar í fullum gangi.
Leiklistarnámskeið á Akureyri í júní.
! " #
$$$
%
!"#$ !%
&'( ( ) * +( , - . /
. ( 0( ) * +( , - . /
&1( 2( ) * +( , - . /
.( ( ) * +( , - . /
&'( ,( ) * +( , - . /
*.
. 3 * 4 +)5*+ 6
&1( 2
( ) * +( , - . /
BORGFIRZKA tónlistarhátíðin Is-
Nord, er hóf göngu sína í fyrra um
sama leyti árs, hófst í annað sinn á
föstudag við ágæta aðsókn. Tón-
leikahaldið hafði nú flutzt um set úr
Borgarneskirkju í e.t.v. hljómbezta
hús Vesturlands, Reykholtskirkju,
er sumir fullyrða að standi Skál-
holtskirkju lítt að baki – m.a. fyrir
hvað ómhnig („decay“) hennar ku
undrajafnt, sama hversu setin er.
Fyrir hlé söng Kammerkór
Vesturlands tíu íslenzk lög undir
skeleggri stjórn Dagrúnar Hjartar-
dóttur. Auk útsetningar Victors Ur-
bancics á þjóðlaginu við Það mælti
mín móðir Egils Skallagrímssonar
voru Smávinir fagrir, Heilræðavísa
og hið sjaldheyrðara Kvöldljóð eftir
Jón Nordal, Í skógi eftir Jón Þórar-
insson og hin vinsælu Vorvísa, Hjá
lygnri móðu, Vor hinzti dagur,
Fyrirlátið mér og Maístjarnan eftir
Jón Ásgeirsson. Kórsöngurinn var
hreinn og samtaka, nánast hniglaus
og víða borinn uppi af djúpri innlifun
undir skemmtilega dýnamískri
stjórn Dagrúnar. Aðeins stakk
stundum óhóflegt fortevíbrató í
sópran í stúf við annars samfelldan
heildarhljóm.
Tónleikaskráin var fámál um
verkin tvö eftir Gavin Bryars (f.
1943) en sagði þó tónhöfundinn eiga
sér fjölbreyttan bakgrunn og vera
talinn með fremstu tónskáldum
Breta um þessar mundir. Studdi það
lausleg heimakönnun er leiddi í ljós
að Bryars hefði fengizt við t.a.m. raf-
tónlist, „konsept“-verk, naum-
hyggju, óperu og djass (m.a.s. fyrir
hina brokkgengu sinfóníuhljómsveit
áhugamanna í Portsmouth) og mátti
því við ýmsu búast.
Þórunn Ósk Marínósdóttir lék
fagurlega lagrænt
einleiksvíóluhlutverkið í The North
Shore [12’] við ríkulan strengja-
meðleik SN-félaga. Sjávarlýsing
þessi var hjúpuð angurfullri þáþrá;
þéttriðin og rómantísk að hætti
enskra millistríðsáratónskálda og í
heild furðulygn fyrir Norðursjó, en
naut sín vel í tandurhreinni spila-
mennsku og skýrt mótaðri túlkun
Guðmundar Óla Gunnarssonar.
Megintromp tónleikanna var vit-
anlega tónlistin við kveðskap Egils
Skallagrímssonar, fornkappa Borg-
firðinga par excellence og fremsta
nafngreinda skálds landsins á sögu-
öld. Og hvort sem tímasetning Ís-
landsfrumflutnings „From Egil’s
Saga“ [20’] fyrir bassasöngvara,
bassaklarínett, fagott, horn og
strengjasveit tengdist beint vígslu
Landnámssetursins í Borgarnesi
skömmu áður eður ei, þá var hún
óneitanlega vel til fundin.
Tónverkið, er sleipur ferðamála-
frömuður hefði sem hægast getað
uppnefnt „víkingakantötu“, reyndist
byggjast á átta af 20 erindum
Höfuðlausnar, er leiddi síðan beint í
tónsetningu Sonatorreks þar sem
Bryars sleppti rúmum helmingi
vísnanna 25. Þótt ekkert kæmi fram
opinberlega um það frétti ég hins
vegar á skotspónum að felldar hefðu
verið niður nokkrar lausavísur Egils
úr frumverkinu auk erinda úr Arin-
bjarnarkviðu. Gafst því varla óskert
mynd af verkinu og var það hátíðinni
lítt til sóma, jafnvel þótt flutningur
væri víðast hvar prýðilegur, einkum
hvað hljóðfæraleik varðar.
Kammerkórinn söng af viðeigandi
vígamóð en aðeins í stefjum (viðlags-
erindum) drápunnar eins og við var
að búast. Einsöngurinn var ábúðar-
mikill en frekar tilþrifalaus. Þá var
oft erfitt að greina orðaskil, sem
sumpart mátti að vísu skrifa á mis-
tæka frösun tónskáldsins. Því þó að
Bryars væri fæddur í Jórvíkurskíri
og honum því viðfangsefnið skyldara
en öðrum Bretum var ekki þar með
sagt að tónsetning hans félli alltaf
fullkomlega að íslenzkunni.
Sonatorrekið kom því hlutfalls-
lega bezt út, enda hryggð skáldsins
auðskildari en bardagasviptingarnar
í runhendu Höfuðlausnardrápunni
þar sem litríki skáldmáls er einkum
fólgið í njörvuðum og illþýðanlegum
kenningum (örlítið dæmi: „unda bý“;
hárnákvæm hljóðlýsing á svarrandi
örvadrífu af völdum skásettra stý-
rifjaðra). Fyrir vikið saknaði maður
samsvarandi tjábrigða í sönglínu og
einkum margleitari snerpu í al-
mennt tilbreytingasnauðri hljóm-
sveitarmeðferð höfundar, enda þótt
viðeigandi effektahljóð kunni að
hafa verið á valfrjálsum diski sem
fylgdu ekki með að þessu sinni.
Mátti vissulega harma að kannski
hátt í þriðjung verksins félli niður af
ótilgreindum ástæðum. Engu að síð-
ur var athyglivert framtak að fá
þetta enska Egluverk heim í hérað,
og gefst vonandi tækifæri til að
heyra það í fullri lengd þótt síðar
verði.
Vestr fórk of ver …
TÓNLIST
Reykholtskirkja
Kórlög eftir Jón Nordal, Jón Þórarinsson
og Jón Ásgeirsson. Gavin Bryars: The
North Shore (1994) & From Egil’s Saga
(2004). Davíð Ólafsson bassi, Þórunn
Ósk Marinósdóttir víóla, Kammerkór
Vesturlands undir stjórn Dagrúnar Hjart-
ardóttur og félagar úr Sinfóníuhljómsveit
Norðurlands undir stjórn Guðmundar Óla
Gunnarssonar. Föstudaginn 2. júní kl.
20:30.
IsNord-hátíðin
Ríkarður Ö. Pálsson
Morgunblaðið/Golli
„Tónleikahaldið hafði nú flutzt um set úr Borgarneskirkju í e.t.v. hljóm-
bezta hús Vesturlands, Reykholtskirkju.“
DRENGJAKÓR Reykjavíkur legg-
ur í dag land undir fót og heldur í
tónleika- og ævintýraferð til Frakk-
lands. Kórinn mun meðal annars
halda tónleika í ráðhúsi 16. hverfis
Parísar á þjóðhátíðardaginn, 17.
júní. Einnig mun kórinn heimsækja
Paimpol á vesturströnd Frakklands
og halda þar tónleika. Paimpol er
vinabær Grundarfjarðar þar sem er
að finna fjölmarga Íslandsvini, enda
sóttu sjómenn þaðan Íslandsmið um
langt árabil.
Efnisskrá tónleikanna er fjöl-
breytt. Sungin verða lög eftir
Hjálmar H. Ragnarsson, Pál Ísólfs-
son, Jón Ásgeirsson, G. F. Handel,
G. Fauré og W. A. Mozart. Einnig
syngur kórinn á frönsku, söng götu-
strákanna úr óperunni Carmen eftir
Bizet.
Drengjakórinn er nú að ljúka
sínu öðru starfsári í Hallgríms-
kirkju. Jafnframt er þetta 16.
starfsár kórsins, sem áður var
kenndur við Neskirkju og enn fyrr
við Laugarneskirkju þar sem hann
var stofnaður árið 1990. Kórfélagar
eru nú 36 talsins á aldrinum 8–13
ára.
Stjórnandi Drengjakórs Reykja-
víkur er Friðrik S. Kristinsson og
undirleikari er Lenka Mátéová.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Drengjakór Reykjavíkur er nú að ljúka sínu öðru starfsári í Hallgrímskirkju.
Drengjakór Reykjavíkur til Frakklands
BÓKAFÉLAGIÐ
Ugla hefur sent
frá sér bókina
Kristján Alberts-
son – Margs er
að minnast eftir
Jakob F. Ásgeirs-
son í nýrri kilju-
útgáfu. Bókin
kom fyrst út fyrir
tuttugu árum og
hefur verið ófáanleg síðan. Í frétt
frá útgefanda segir meðal annars:
„Frásagnarsnilld Kristjáns Al-
bertssonar var alkunn. Hann lifði
söguríka tíma og hafði frá mörgu að
segja. Jakob F. Ásgeirsson settist
við fótskör Kristjáns í elli hans þeg-
ar sjónleysi varnaði honum rit-
starfa. Úr samstarfi þeirra varð til
þessi dýrlega minningabók.
Kristján lýsir samtíð sinni – öld
gleði og ljóma, harðneskju og ófrið-
ar, framfara og ævintýra – og bregð-
ur upp ógleymanlegum svipmyndum
af nokkrum samferðarmönnum sín-
um og vinum, svo sem Matthíasi
Jochumssyni, Einari Benediktssyni,
Jóhanni Sigurjónssyni, Jóhannesi
Kjarval og Guðmundi Kamban.“
Kristján Albertsson (1898–1989)
var einn þekktasti rithöfundur og
menningarfrömuður þjóðarinnar á
20. öld. Hann var ritstjóri og ritdóm-
ari, leikstjóri og lektor, stjórnarer-
indreki og menningarfulltrúi, auk
þess sem hann skrifaði leikrit, smá-
sögur, skáldsögur, ævisögu Hann-
esar Hafsteins og fjölmargar blaða-
greinar og ritgerðir. Ekki síst var
hann þekktur fyrir samræðulist
sína.“
Kristján Albertsson – Margs er að
minnast er 240 bls. með nafna-
skrá. Bókafélagið Ugla annaðist
umbrot og hannaði kápu, en um
prentvinnslu sá Prentsmiðjan Oddi
hf.
Nýjar bækur
BÓKAFÉLAGIÐ Ugla hefur sent frá sér
bókina Fjölmiðlar 2005 eftir Ólaf Teit
Guðnason.
„Áhrif fjölmiðla eru mikil, en lengst
af hafa þeir búið við lítið sem ekkert
faglegt aðhald. Á þessu varð mark-
verð breyting í upphafi árs 2004 þeg-
ar Ólafur Teitur Guðnason hóf að
skrifa vikulega fjölmiðlapistla í Við-
skiptablaðið. Pistlar Ólafs eru snarpir
og beinskeyttir og hafa vakið mikla
athygli, enda hefur höfundurinn verið
óhræddur við að taka kollega sína á
beinið. Í fyrra kom út bókin Fjölmiðlar
2004 þar sem öll-
um fjölmiðlapistl-
um Ólafs Teits ár-
ið 2004 var
safnað saman.
Svo mjög fór gagn-
rýni Ólafs Teits fyr-
ir brjóstið á ís-
lenskri
blaðamannastétt
að enginn ritdóm-
ur birtist um bókina í hinum hefð-
bundnu fjölmiðlum. Fjölmiðlapistlar
Ólafs koma nú út á bók annað árið í
röð. Bókin Fjölmiðlar 2005 geymir
alla fjölmiðlapistla Ólafs Teits árið
2005 og er óhætt að segja að hún
bregði upp einstakri mynd af blaða-
mennsku á Íslandi á viðburðaríku ári.
Í bókinni eru rakin ítarlega fjölmörg
dæmi um undarleg, hæpin, vafasöm
og ámælisverð vinnubrögð frétta-
manna. Í ljós kemur að fjölmiðlum
veitir svo sannarlega ekki af því að-
haldi sem þeim er ætlað öðrum,“
segir í fréttatilkynningu frá Uglu.
Fjölmiðlar 2005 er 352 bls. að
lengd ásamt mannanafnaskrá. Bóka-
félagið Ugla annaðist umbrot, kápu
hannaði Sveinbjörn Pálsson og um
prentvinnslu sá Prentsmiðjan Oddi
hf.
Nýjar bækur