Morgunblaðið - 12.06.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.06.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JÚNÍ 2006 25 UMRÆÐAN E N N E M M / S ÍA / N M 2 19 6 4 Krabbameinsfélagsins Glæsilegir vinningar: www.krabb.is Dregi› 17. júní 2006 Vertu með og styrktu gott málefni! „SPURÐU þig ekki hvers heimurinn þarfnast. Spurðu þig heldur hvað þú þarft til að vera lifandi. Farðu síðan og gerðu það. Því fyrst og fremst þarfnast heimurinn fólks sem er virkilega lifandi.“ Í okkur öllum býr sú þrá að lifa líf- inu lifandi. Það er hins vegar ekki sjálfgefið að okkur takist það. Getur það verið að nútíma lífsstíll sé kom- inn svo óralangt frá því sem við vor- um sköpuð til að okkur stafi ógn af? Er það manninum eðlilegra að hlaupa um fjörur og fjöll en að sitja í bíl eða við tölvu? Er það ekki mann- inum eðlilegra að dansa við eldinn og leika við ölduna en að finna sér fróun við sjónvarp og bari? Erum við að glata manninum sem Guð skapaði og er líklegt að við finnum hann með ró- andi eða bólgueyðandi lyfjum? Það er ekki líklegt. Það eru til aðrar leiðir. Hér er fjallað um eina af þeim leiðum sem við eigum kost á til að losna úr viðjum, hindrunum og doða. Þetta er dans sem kallast 5Rhythms TM, eða 5Rytmar og er sérlega áhrifarík leið til að opna upp líkamann, hreyfa við hjarta og sál og losa um hindranir. Rytmarnir fimm draga nafn sitt af því að dansað er í gegnum ákveðna rytma, flæði, stakkató, kaos, lýrík og kyrrð. Þegar dansað er í gegnum þá í þessari röð mynda þeir það sem kall- að er alda. Því hefur verið haldið fram að í raun sé aldan alheims- lögmál um hvernig orka flæðir, t.d. í ástarleik eða við barnsfæðingu. Í Rytmunum 5 þarf ekki að læra nein spor, en í hverjum og einum þeirra er ólík öndun, hreyfing og orka. Rytm- arnir 5 voru þróaðir af Gabrielle Roth, í gegnum þrjátíu ára reynslu hennar og tilraunir í dansi og leik- húsvinnu. Líkaminn er í eðli sínu opinn og sveigjanlegur, eins og við sjáum hjá ungbörnum. Í gegnum uppvöxtinn og lífið upplifum við ýmsar aðstæður og tilfinningar sem við eigum erfitt með að höndla vegna þess hvað við erum opin. Þessar upplifanir eru orka og þegar hún fær ekki að flæða verða til hindranir; eitthvað stífnar og lokast í líkamanum. Þannig verður til skelin sem við brynjum okkur með. Við er- um föst. Hér geta Rytmarnir 5 hjálp- að og stutt okkur við að losa um þess- ar innri hindranir. Og það skilar sér ekki aðeins líkamlega, heldur líka til- finningalega og huglægt. Þegar stöðnuð orka fær að flæða á ný, kom- umst við líka í betra samband við uppsprettu þessarar orku, sem er andinn og sköpunarkrafturinn. Þannig getum við uppgötvað nýjar víddir í sjálfum okkur og orðið til- búnari til að lifa lífinu lifandi. Ef við erum króuð af og okkur líð- ur illa er okkur tamt að kenna að- stæðum um, en finnum ekki þá frum- sök sem liggur í okkur sjálfum. Hvernig sál sem vill frelsi er heft í líkama sem jafnvel er orðinn veikur af átökum sínum við að virðast eins og allir hinir. Besta ráðið við öllu þessu er að berjast til frelsis, setjast við eldinn eða dansa við ölduna. Þannig getum við lifað lífinu lifandi. SIGURBORG KR. HANNESDÓTTIR, ráðgjafi og jógakennari. Að lifa lífinu lifandi Frá Sigurborgu Kr. Hannesdóttur: KÆRI lesandi. Þegar bíllinn minn fór í sína fyrstu smurningu á Smurstöðina Klöpp í febrúar þá urðu mistök starfsmanns til þess að bíllinn lenti á verkstæði B&L og var þar í mánuð í bilanaleit, kostaði sú viðgerð rúmar 70.000 kr. Staðfestu sérfræðingar B&L að þetta væri mis- tökum hjá starfsmanni smurstöðv- arinnar að kenna og skrifuðu það á reikninginn að það tjón sem varð á bílnum hefði gerst á smurstöðinni. Ég fór á smurstöðina og ræddi við einn af eigendunum áður en bíllinn var settur saman til að gefa honum kost á að skoða tjónið. Eigandinn mætti á verkstæði B&L sama dag og skoðaði tjónið. Ég fór reglulega næstu 3 vikurnar á smur- stöðina til að reyna að fá einhver svör frá eigandanum, þar sem smurstöðin er tryggð fyrir svona tjónum fannst mér mjög eðlilegt að þeir greiddu fyr- ir tjónið sem þeir ollu, án þess að það skapaði leiðindi. Eigandi smurstöðvarinnar var ekki á sama máli, og neitaði greiðslu, ég hef sent reikninginn í innheimtu til lögmanns og var svarið að berast frá smurstöðinni þar sem þeir neita að greiða reikninginn og reyna að koma sökinni yfir á starfsmenn B&L. Bíllinn minn, þó að hann sé af ár- gerð 2004, hafði aldrei verið þjónust- aður áður en hann fór á Smurstöðina Klöpp, og hann fór svo stuttu seinna bilaður til B&L, þannig að þessi bilun gæti aldrei verið neinum að kenna nema smurstöðinni, ekki gæti þetta verið verksmiðjunni að kenna þar sem bíllinn var ekinn, án vandamála, 22.000 km áður en hann fór í smurn- ingu á smurstöðina Klöpp. Samkvæmt sérfræðingum BMW á þetta ekki að geta gerst ef verkið er unnið af fagmennsku, og vissu þeir ekki um nein önnur dæmi þess að þetta hefði gerst áður, en það var ástæða langrar bilanaleitar þar sem gatið sást ekki nema taka stykkið úr bílnum, en tölva bílsinns gaf alltaf villuboð á skynjara sem var á öðrum stað en mældi loftflæðið í gegnum þetta box. Staðan nú er annaðhvort að höfða mál fyrir greiðslu á þessum reikningi, þannig mál kostar hundruð þúsunda og getur dómur fallið á hvorn veginn sem er – dómkerfi Íslands hefur ekki verið mjög hliðhollt neytendum hing- að til – eða sætta mig við að Smur- stöðin Klöpp hafi skemmt nýja bílinn minn og að þeir komist upp með það á minn kostnað. Þar sem þeir eru ekki tilbúnir í neinar viðræður þá ákvað ég að skrifa þennan pistil og vara þig lesandi góð- ur við að versla við Smurstöðina Klöpp þar sem þeir virðast ekki vilja bera ábyrgð á því sem þeir gera og þú lesandi góður gætir lent í sama vandamáli og ég eftir viðskipti við þessa smurstöð. Er þetta eitthvað sem við neyt- endur eigum að sætta okkur við? Ég mæli með því að allir hætti við- skiptum við Smurstöðina Klöpp þangað til þeir fara að taka ábyrgð á sínum gjörðum og koma fram við við- skiptavini sína af virðingu og kurteisi. Ég hef verið viðskiptavinur þeirra í mörg ár án athugasemda, enda ekk- ert komið uppá fyrr en nú, og þá kem- ur þeirra rétta andlit í ljós. Ég er hættur að versla við Smur- stöðina Klöpp og mæli með því, kæri lesandi, að þú gerir slíkt hið sama. DANÍEL SIGURÐSSON, Völvufelli 44, 111 Reykjavík. Hver ber ábyrgðina ? Frá Daníel Sigurðssyni: BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is RÉTTUR kynhverfra til vígðrar sambúðar og ættleiðingar ber þessi misserin hátt svo um munar á ísa köldu landi. Og mörgum er brigslað um fordóma, en ekki Framsókn. Full ástæða er til að reifa nokkrar staðreyndir í því sam- bandi. Stuðst er við nýútkomna bók vestur í Bandaríkjunum, Schitzophrenia The Bearded Lady Disease eftir J.Michael Mahoney og auglýst hefur verið í tímaritinu New York Review of Books um nokkurt skeið. Þar kemur fram, að tvíkynhneigð, og þess vegna samkynhneigð láti rækilega á sér kræla hjá þeim, sem kljást við strembna taugaveiklun (paranoiu) og komast í geðklofaástand. Fólk almennt getur þjáðst tímabundið af hvorutveggja meininu, án þess þó að hrökkva algerlega úr líming- unum, klikkast. Reynt hefur verið bæði leynt og ljóst um eitthvert árabil að halda því fram, og það af töluverðum þunga, að helftin af báðum kynj- um séu samkynhneigðir, ýmist í felum í skápum, og hvar sem er. Þessu er ef til vill trúað af marg- num. Tortryggnin, brigslið, dómg- irnin og harkið í samskiptum, ekki síst hjá ungu og ómótuðu fólki keyrir úr hófi. Það liggur fyrir samkvæmt bæði bandarískum og íslenzkum rannsóknum, að sjálfs- morð hafa færst stórkostlega í aukana víða um lönd síðustu ára- tugi meðal drengja á mótunarreki. Til þess geta vitaskuld legið ýms- ar ástæður. En hvaða drengir eru þetta, þræltaugaveiklaðir sjálf- sagt, hálfgeggjaðir jafnvel, gjarn- an skakkir, að glíma við eigin tak- markanir, árangurslítið, upprennandi hetjur diskóljósanna, sem falla í valinn fyrir aldur fram sakir mótlætis, kuldaviðbragða og fordóma þjóðfélagsins eða á sökin fremur rætur í yfirþyrmandi úr- ræðaleysi, í og með vegna upp- digtaðra og gjörónýtra kosta, grí- nagtugheita, örþrifaráð hafi ráðið voðaverki, ekki örlagadómur og hann neodarvinískur. Kynhverfu fólki ber mörgu sam- an um, að heyrst hefur, að það sé örugglega fætt öfugt og erfðavísar ráði þar um. Á það við í einhvejum tilvikum, en miðað við útbreiðslu og einkenni slæmrar taugaveikl- unar má telja víst að þeir séu snöggtum færri en fleiri. Fólk mótast jafnt í meðlæti sem mót- læti. Kynhverfa er grínlaust ekki allsherjar ráð við mótlæti, þó haft sé í flimtingum, hvað þá kynlíf yf- irleitt. En hvað er það, sem helst skipt- ir máli í þessu samband? Bera ekki kröfur samtaka samkyn- hneigðra um hjónavígslur og ætt- leiðingar vitni um ofstæki þeirra og fordóma? Og hvernig bregðast sjórnmálamenn við? Á blautlegu nótunum, reikna með, að þannig liggi stemmingin hjá nýj- ungagjörnu og rótlausu fólki, kjós- endum? Í fyrsta lagi er gersam- lega gengið á svig við forsendur barnanna sjálfra hvað ættleið- inguna varðar. Þau verða á end- anum, má reikna með, unglingar og ganga á hólm við lífið, oft varn- arlitlir og umkomulausir. Hvert á þetta góða fólk að snúa sér í sínu mótlæti og uppreisn í þjóðfélagi, sem snýr við þeim hálfkærings- legu glotti og samþykkir kyn- hverfu almennt sem meðfædda, eðlilegan eðliskost og nauðung- arkost ómótaðra ungmenna í tylfta tali? Ætlar ríkisstjórn og alþingi að bjóða hersingunni upp á vígslur og ættleiðingu? Auðvitað nær þetta ekki nokk- urri átt fremur en að (fyrirgefið orðbragðið) gera samfaraleiki að íþróttagrein hjá ÍSÍ og keppn- isíþrótt á Ólimpíuleikjum. Kynhverfir verða að fá að hafa frið og hætta að gera sér grillur um fjölmenna sveit sinna nóta á hverju strái, gerast raunsærri og heiðarlegri við sjálfa sig og aðra. Nóg er af fíflskunni samt, sem gerir ekkert annað en eitra út frá sér. Fólk, sem gerir viðlíka kröfur á hendur sínu samfélagi og þeir stjórmálamenn, sem undir taka er auðvitað ekkert annað en dót, póli- tísk merhross. Og hana nú. Jöfn- uður og algert jafnrétti verða víst seint lagt að jöfnu. JÓN BERGSTEINSSON, verkamaður, Snorrabraut 30, Reykjavík. Taugastríð samkyn- hneigðra og alþingi Frá Jóni Bergsteinssyni:                       Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.